Morgunblaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 27
kyns verkefnum og gekk reglu- bundið að starfi sínu við ritun Tónlistarsögu Íslands fram til 1800; stórvirkis sem senn mun koma fyrir almenningssjónir. Þótt Jón hefði ekkert annað gert um dagana, er hann með því verki búinn að reisa sér óbrot- gjarnan minnisvarða í túni ís- lenskrar menningar. En af nægu öðru er að taka. Margt annað liggur eftir hann á prenti og ber það allt – líkt og tónlist hans – mannlýsingu skapara síns með sér; fágun, frjóa sköpunargáfu, smekkvísi og vandvirkni svo af ber. Nægir hér að nefna ævisögu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds því til staðfestu. Líkast þekkja fáir núlifandi menn betur lífsferil Jóns en ég. Til stóð á tímabili að ég ritaði ævisögu hans þó af því yrði ekki sökum anna og aðstæðna. En til hennar drógum við þó efnið og áttum löngum tveggja manna tal. Þá rakti hann mér af stál- minni sínu æviferil sinn, ítarlega og skipulega, allt frá fjögurra ára aldri. Spjall okkar er varð- veitt á böndum og á vonandi eftir að nýtast sem heimild þó að síðar verði. Segja má í einni setningu að ævi Jóns sé sönnun þess hve langt má komast á góðum gáfum, seiglu, iðni og skýrri stefnu- mörkun sem hvergi er hvikað frá. Var þó sannlega ekki undir hann mulið í uppvextinum. Menn eins og nafni minn Þór- arinsson eru öðrum verðug fyr- irmynd og virðisauki hverri þjóð. Að leiðarlokum er mér ljúft að þakka kynni okkar og alla þá greiða sem hann gerði mér. Sá var ljóður á, að aldrei mátti ég minnast á greiðslu fyrir slíkt. Eitt sinn hafði Jón þó við orð að vildi ég launa sér í einhverju, skyldi ég setja saman nokkrar línur eftir sig látinn. Nú er þess freistað að inna þá greiðslu af höndum. Ekki er hún svo sem bæri – en ég þykist viss um að nafni minn hefði virt við- leitnina. Með Jóni Þórarinssyni er genginn austfirskur sjentilmaður eins og þeir gerast fæstir og bestir. Fái honum fylgt mann- kostir hans á nýjum stigum þarf síst að örvænta um hagi hans þar. Aðstandendum hans sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Jón B. Guðlaugsson. Með andláti Jóns Þórarins- sonar er genginn einn þeirra manna sem stærstan þátt eiga í því þróttmikla tónlistarlífi sem við njótum á okkar dögum. Ævi Jóns er samofin sögu tónlistar á Íslandi í nær heila öld og fram- lag hans til þeirrar sögu er bæði mikið og margslungið. Á fyrri hluta liðinnar aldar var sú draumsýn fjarlæg að Sinfón- íuhljómsveit Íslands léki fyrir fullu húsi í viku hverri í einum besta tónleikasal heims. Hvað þá að menn hefðu séð fyrir þann fjölda tónleika sem nú standa landsmönnum til boða og það líf- lega starf sem fram fer í tónlist- arskólum. Ef litið er til baka var það ekki síst tónlistarkennslan, útvarpið og Sinfóníuhljómsveit- in sem réðu því að tónlist á Ís- landi náði svo bráðum þroska. Á öllum þessum sviðum kom Jón Þórarinsson mikið við sögu. Þegar Jón sneri heim úr námi 1947 tók hann við stöðu yfir- kennara við Tónlistarskólann í Reykjavík og gegndi því starfi í röska tvo áratugi. Jón var skól- aður í Bandaríkjunum af þýska tónskáldinu Paul Hindemith. Í gegnum Jón nutu íslenskir nem- endur því handbragðs eins áhrifamesta lærimeistara aldar- innar í tónsmíðum og lagði það grunn að þróun íslenskra tón- bókmennta. Jón tók einnig við starfi tón- listarfulltrúa hjá Ríkisútvarpinu að námi loknu. Á fyrstu árum sínum hjá útvarpinu var stofnun sinfóníuhljómsveitar líklega það mál sem hann vann hvað ötulast að, m.a. með yfirmanni sínum á tónlistardeildinni, Páli Ísólfs- syni. Átti það starf sinn þátt í stofnun Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands árið 1950. Jón var fyrsti stjórnarfor- maður Sinfóníuhljómsveitarinn- ar og gegndi hann því embætti samhliða störfum sínum á tón- listardeild útvarpsins. Í fyrstu var framtíðin óviss, en með bar- áttu Jóns og fleiri góðra manna tókst að halda hljómsveitinni á floti og skapa henni rekstrar- grundvöll. Jón tók við starfi framkvæmdastjóra hljómsveit- arinnar árið 1956, þegar tekist hafði að tryggja traustari fjár- veitingar. Hann gegndi fram- kvæmdastjórastarfinu næstu fimm árin. Jón var ætíð ná- tengdur Sinfóníuhljómsveitinni og þegar ný lög tryggðu sjálf- stæði hennar árið 1982 tók hann sæti í stjórn hljómsveitarinnar og sat þar óslitið til ársins 2002. Starf Jóns fyrir íslenska tón- list er víðfeðmara en svo að rúmist í stuttri grein. Ég verð þó sérstaklega að minnast á tón- smíðar hans sem lifa munu með þjóðinni og merk skrif hans um tónlist og tónlistarsögu. Ég hafði nokkur persónuleg kynni af Jóni á æskuheimili mínu, enda hann og faðir minn nánir vinir og samstarfsmenn, auk þess sem leiðir mínar og barna hans hafa stundum legið saman. Jón var í mínum augum ábúðarmikill maður og form- fastur, en um leið ljúfur og föð- urlegur gagnvart ungum dreng. Því miður hitti ég ekki Jón eftir að ég tók við mínu núverandi starfi hjá Sinfóníuhljómsveit- inni, en ég veit að hann hugsaði hlýlega til mín í því hlutverki og það er mér mikils virði. Við frá- fall Jóns Þórarinssonar votta ég Sigurjónu, börnum og öðrum af- komendum innilega samúð mína og minna. Sigurður Nordal, fram- kvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Sól tér sortna sígr fold í mar hverfa af himni heiðar stjörnur. (Úr Völuspá.) Það er drepið í filterlausri síg- arettu í grænum keramik-ösku- bakka frá Gliti. Úti eru leifar af vetri. Jón hallar sér aftur á bak í stólnum og ræskir sig. Hann er ögn sposkari á svip en oft áður. „Þetta gengur allt vel hjá þér,“ segir hann. „Þú ert að ná tökum á þessu, ekki satt.“ Ég hafði ver- ið að tileinka mér upptökustjórn í Sjónvarpinu um nokkurt skeið og Jón var yfirmaður minn. „Þetta var bara þokkalegasti þáttur hjá ykkur með Júmbó og Steina,“ sagði hann. „Dúmbó“ leiðrétti ég. „En nú þarf ég, Egill minn, að biðja þig um að taka upp fyrir mig allt annars konar tónlist.“ Um var að ræða verk eftir þjóðþekkt tónskáld, frum- flutt af Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Þetta var spennandi. Næstu tvær vikurnar lá ég yfir nótum auk þess að hlusta á hljóðupptökur frá æfingum. Þetta var sannarlega lang- stærsta verkefni sem mér hafði verið trúað fyrir til þessa. Sama dag og frumflutningurinn átti að fara fram sátum við tónskáldið og ég svo tveir saman úti í sal Háskólabíós og fylgdumst með síðustu æfingu. Ég var með skeiðklukku og bar fyrri tíma- setningar mínar saman við flutn- ing hljómsveitarinnar. Allt gekk fullkomlega upp. Ég gat varla beðið eftir að tónlistarveislan hæfist. Það var hins vegar varla liðin nema rétt mínúta frá því að tón- leikarnir hófust að allt fór í hnút. Hvað var eiginlega að gerast! Pákurnar höfðu verið slegnar áð- ur en myndavélinni var beint að þeim og fiðluleikararnir í óða önn að fletta nótum þá stundina sem þeim var sérstaklega ætlað að sjást. Þá voru nær undan- tekningarlaust þeir hlutar kórs- ins sem myndavélunum var beint að ekki að syngja. Hinir voru alltaf að syngja. Það fór um mig kaldur hrollur og hvernig sem ég reyndi gat ég ekki með nokkru móti fundið út hvað þarna var að gerast. Og þetta átti bara eftir að versna. Það voru þung spor inn gang- inn á Laugaveginum næsta morgun og laust bankað á dyrn- ar hjá dagskrárstjóranum. „Kom inn,“ var kallað. Jón var í síman- um. Með handahreyfingu bauð hann mér sæti í sófasettinu, þessu með þjóðlega Álafoss- munstrinu, um leið og hann drap í sígarettunni. Allt í einu fannst mér sófinn eitthvað svo viðkunn- anlegur en hafði til þessa alltaf fundist hann forljótur. Gat það virkilega verið að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæti hérna, því eftir stutta stund yrði ég rek- inn! Þegar ég hafði stunið upp úr mér hvað gerst hafði kvöldinu áður og beðist innilega afsökun- ar kom löng þögn. Jón tók niður gleraugun, seildist í gluggann og opnaði. Það var ögn farið að gjóla. „Eigum við ekki bara að skipta þessu bróðurlega á milli okkar, Egill minn,“ sagði hann vingjarnlega. „Ég man það núna að ég gleymdi alveg að segja þér að eftir að við sátum saman á æf- ingunni í gær, fór ég til hljóm- sveitarstjórans og bað hann í guðs bænum að flýta verkinu. Mér fannst tempóið allt, allt of hægt.“ Völuspá Jóns Þórarinssonar var aldrei sýnd í Sjónvarpinu. Fyrirgefðu mér klaufaskapinn, góði vin. Egill Eðvarðsson. Kveðja frá Fóstbræðrum Í dag kveðja Fóstbræður góð- an félaga og fyrrverandi söng- stjóra sinn, Jón Þórarinsson tón- skáld. Jón tók við stjórn Fóstbræðra í janúar 1950 af Jóni Halldórssyni sem hafði verið söngstjóri þeirra í 34 ár. Nokkru áður hafði hann lokið viðamiklu námi í tónfræði og tónsmíðum við Yale-háskólann í Bandaríkj- unum undir leiðsögn þekktra tónlistarjöfra. Þegar heim kom var Jón ráðinn yfirkennari í tón- fræði og tónsmíðum við Tónlist- arskólann í Reykjavík og tónlist- arfulltrúi Ríkisútvarpsins, tónlistarráðunautur Þjóðleik- hússins og gerðist mikilvirkur tónlistargagnrýnandi. Það var því ljóst að hér var kominn ung- ur tónlistarmaður sem vildi láta til sín taka. Fóstbræður voru því stoltir af því að fá þennan vel menntaða tónlistarmann til að stjórna kórnum og brást hann sannarlega ekki vonum þeirra. Jón stjórnaði Fóstbræðrum í fjögur ár við góðan orðstír. Um fyrstu tónleika Fóstbræðra und- ir stjórn Jóns Þórarinssonar sem haldnir voru 4. des. 1950 skrifar Páll Ísólfsson eftirfarandi: „Und- ir hinni prýðilegu stjórn Jóns Þórarinssonar sýndi kórinn að átt hefur sér stað mikil starfs- gleði samfara ágætum aga (Di- ziplin). Aðdáanleg var „intonas- ionin“ og hin almenna samstilling þessara söngbræðra sem með glaðværri auðsveipni fylgdu hinum árvakra foringja sínum til hins ýtrasta.“ Þó að starfsferill Jóns sem söngstjóri Fóstbræðra væri ekki lengri, eins og áður er getið, var hann oft kallaður til að sinna söngstjórn við ýmis tækifæri enda voru ljúf og góð tengsl og vinátta á milli hans og kórfélaga. Jón var söngstjóri Gamalla Fóstbræðra frá stofnun þeirra, eða um 40 ára skeið. Af því leiddi að hann varði hluta af sínum frí- tíma til að sinna gömlum og nýj- um félögum í þessum ljúfa fé- lagsskap. Hann var söngstjóri Gamalla Fóstbræðra í tveimur utanferðum, til Skotlands og Kanada. Öll var þessi vinna lögð fram án endurgjalds. Söngæfingar Jóns voru á margan hátt með sérstöku móti. Hann gat verið skemmtilegur og gamansamur og notalegt var sjá þegar hann kímdi á sinn kank- vísa hátt. Hann var afar laginn við að uppfræða söngmenn um ýmislegt er kom sér vel til að halda „lagi.“ Hann brýndi aldrei raustina, en þeim mun betur tóku söngmenn eftir því sem hann lét frá sér fara. Fóstbræður þakka Jóni ljúfa og góða samveru og mikilvægt starf í þágu starfandi og Gamalla Fóstbræðra. Eiginkonu og fjölskyldu eru færðar samúðarkveðjur. Einar Geir Þorsteinsson. Morgunblaðið/Þorkell Jón Þórarinsson á æfingu í Grafarvogskirkju þar sem tónverk eftir hann var frumflutt 2001. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR SÆMUNDSDÓTTUR frá Ólafsfirði, Hraunvangi 3, Hafnarfirði. Áslaug Jónsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Sigþór Jóhannesson, Ari E. Jónsson, Anna Þórey Sigurðardóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Steinþór Ómar Guðmundsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR MAGNÚSSON fv. bóndi, Skörðum, sem lést miðvikudaginn 15. febrúar, verður jarðsunginn frá Kvennabrekkukirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Pálína Guðrún Gunnarsdóttir, Sigríður Jóna Svavarsdóttir, Jóhann Eysteinn Pálmason, Gunnar Örn Svavarsson, Guðgeir Svavarsson, Kristín Ármannsdóttir, Sigmar Svavarsson, Valborg Reisenhus, Margrét Svavarsdóttir, Sigurður Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku hjartans eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN BJÖRGVINSDÓTTIR, Jörundarholti 16, Akranesi, lést í faðmi fjölskyldunnar á dvalarheimilinu Höfða mánudaginn 20. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 28. febrúar kl. 14.00. Gunnar Lárusson, Lára Dröfn Gunnarsdóttir, Jarle Reiersen, Eyrún Signý Gunnarsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Ágúst Páll Sumarliðason, Anna Björg Gunnarsdóttir, Teitur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. S:HELGASON 10 - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM LEGSTEINUM Vandaðir legsteinar á betra verði!!! - Sagan segir sitt - Skemmuvegur 48 s: 557 66 77

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.