Morgunblaðið - 23.02.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.02.2012, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 ✝ SigurborgGuðmunds- dóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 27. september 1915. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. febrúar 2012. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Berg- steinsson kaupmaður og útgerðarmaður þar, f. 1. febrúar 1878, d. 30. maí 1941, og Guðrún Jónína Eyjólfs- dóttir, f. 17. febrúar 1887, d. 24. mars 1989. Systkini Sig- urborgar sem komust á legg voru: Eyjólfur Einar, Kristín, Ólafur, Jóhann Salberg, Regína, Erla og Guð- mundur. Sigurborg giftist 27. september 1941 Karli Magnússyni skipstjóra, síðar fiskmatsmanni, f. 6. apríl 1913, d. 16. febrúar 1996. Dótt- ir þeirra er Sigrún Karlsdóttir. Sigurborg lauk kennaraprófi árið 1936 og húsmæðrakennaraprófi árið 1947. Hún kenndi um tíma í Hvítársíðu og í Breiðafjarð- areyjum. Útför Sigurborgar Guð- mundsdóttur fer fram frá Ás- kirkju í dag, 23. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Í dag verður til moldar borin Sigurborg Guðmundsdóttir, frá Flatey á Breiðafirði, móðursyst- ir mín. Af systkinum Sigurborgar er Regína eftir á lífi, háöldruð. Hin eru látin: Eyjólfur, Kristín móð- ir mín, Jóhann Salberg, Ólafur, Erla og Guðmundur. Þau voru börn Guðmundar Bergsteins- sonar, útgerðar- og kaupmanns og konu hans Jónínu Eyjólfs- dóttur. Sigurborg ólst upp í þessum stóra systkinahópi við velsæld, eindrægni, gleði og ást. Sigurborg giftist æskuvini sínum, Karli Magnússyni, sem var vel látinn og farsæll tog- araskipstjóri. Seinni hluta starfsævinnar vann Karl við fiskimat og ferskfiskseftirlit. Þau voru samhent og samrýmd alla tíð. Einkadóttir þeirra er Sigrún, sem annaðist móður sína frábærlega vel í banalegu hennar. Sigurborg fór í Kennaraskól- ann og kenndi nokkuð að loknu prófi. Um tíma var hún kennari í Borgarfirði og síðar í Breiða- fjarðareyjum. Hef ég oft heyrt fyrrverandi nemendur hennar þar, minnast hennar með hlýju og þakklæti. Mörgum árum síðar brá Sigurborg sér í Hús- mæðrakennaraskólann og lauk þar prófi, enda átti hún gott með að læra. Sigurborg og móðir mín höfðu náið samband. Ég var henni líka nákominn. Ungur að árum kom ég oft á heimili hennar og Karls; þau voru bæði bókhneigð, lásu mikið og áttu gott bókasafn. Þar var haldið að mér bókum, – og mér lánaðar góðar bækur. Ég er elstur af barnabörn- um ömmu og afa, og var jafnan sendur í sumardvöl til ömmu í Ásgarði, en svo heitir húsið hennar í Flatey. Dæturnar komu líka á sumrin, synirnir, tengdasynir og barnabörn. Það var glatt á hjalla í þessari Paradís náttúrunnar úti á miðjum firði. Svo kom að því að Bogga og Kalli, fóru að róa með drengj- unum mínum; kenndu þeim á miðin og áralagið, létu þá beita og renna fyrir þaraþyrskling. Sigurborg hélt andlegum kröftum til hinstu stundar, þótt líkaminn væri farinn að gefa sig. Hún var margfróð um gamla daga og atburði, fylgd- ist líka vel með til hinstu stundar. Að lokum sendi ég Sigrúni frænku innilegustu samúðar- kveðjur frá fjölskyldu minni allri. Atli Heimir Sveinsson. Sigurborg Guðmundsdóttir ✝ VilfríðurGuðnadóttir fæddist í Raftholti í Holtum 11. júní 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. febr- úar 2012. Foreldrar hennar voru Guðni Halldórsson frá Hreiðri í Holta- hreppi í Rang- árvallasýslu, f. 11.10. 1894 d. 21.12. 1979 og Jó- hanna Jóhannsdóttir frá Haga í Holtahreppi, f. 22.6. 1893, d. 28.9. 1981. Systkini Vilfríðar eru Pál- ína Lilja, f. 6.6. 1923, d. 1996, Þórir, f. 23.10. 1928, d. 12.2. 2009, Hulda, f. 1.7. 1925, búsett í Chicago. Fósturbróðir og frændi Vilfríðar var Gísli Dagsson, f. 24.5. 1937, d. 2.5. 2004. Vilfríður giftist Guðvarði Elí- assyni bifvélavirkja frá Hafn- arfirði, f. 18.8. 1924, voru þau gift í yfir 60 ár. Foreldrar hans eru búsett í Kaupmannahöfn. 2) Elías, flugvirki í Bandaríkjunum, f. 18.5. 1950, giftist Jónínu Njáls- dóttur 1975 sem er látin, þau skildu. Þau eignuðust eina dóttur; Elvu, f. 9.8. 1975, hún á fjögur börn; Aniku, Justin, Joshua og Et- han, búsett í Toronto Kanada. Vilfríður ólst upp í Holtum í fyrstu síðar á Lokastígnum og á Mímisvegi 8 í Reykjavík. Hún gekk í barnaskóla og Ingimars- skóla. Hugur hennar lá mennta- veginn og var hún búin að fá inn- göngu í Menntaskólann í Reykjavík en ekki voru fjárráð þá á heimilinu þar sem kreppan skall á og atvinnuleysi svo ekki var skólagangan löng. Var í kaupa- vinnu í 11 sumur hjá Kristni og Sigríði í Skarði Landsveit þar sem hún undi sér við sveitabústörf. En Vilfríður hafði saumahæfileika og vann í Versluninni Þjórsá um tíma og lærði saumaskap þar. Einnig var hún í fimleikadeild Ármanns á yngri árum og fór m.a. til útlanda með sýningarflokki. Vann síðar hjá Saumastofunni Ceres í Kópa- vogi. Hún starfaði með Sinawik- klúbbi Hafnarfjarðar. Útför Vilfríðar fer fram í Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 23. febrúar 2012, kl. 15. voru Elías Gíslason, f. 6.12. 1896, d. 30.3. 1936 og Arndís Kjartansdóttir, f. 8.6. 1897, d. 14.1. 1984. Fyrstu búskap- arár Vilfríðar og Guðvarðar voru á Öldugötu í Hafn- arfirði síðar í Græ- nukinn 20 þar sem þau byggðu sér hús. Síðari ár bjuggu þau á Sólvangsvegi 1 Hafnarfirði. Börn Vilfríðar og Guðvarðar eru 1) Hulda læknaritari, f. 20.2. 1948, gift Birni Guðmundssyni húsa- smið, f. 8.1. 1949, þau eiga tvö börn; Ívar Már Arnbjörnsson, f. 25.11. 1968, stjúpsonur Björns, í sambúð með Camillu Mariu And- ersson, f. 9.12. 1970, þau eiga þrjár dætur; Annie, Sögu og Alice, eru þau búsett í Svíþjóð. Hulda Fríða, f. 10.8. 1982, gift Jóhannesi Hlyni Haukssyni, f. 23.3. 1981, þau eiga einn son; Benjamín Snæ, þau Kveðja til móður. Þú varst alltaf svo góð við mig, ég fékk athygli þína óskipta, þú lifðir fyrir mig, hlustaðir á mig, talaðir við mig, leiðbeindir mér, lékst við mig, sýndir mér þolinmæði, agaðir mig í kærleika, sagðir mér sögur, fræddir mig og baðst með mér. Þú varst alltaf svo nærgætin og skilningsrík, umhyggjusöm og hjartahlý. Þú varst skjól mitt og varnarþing. Við stóðum saman í blíðu og stríðu, vorum sannir vinir. Mér þótti svo undur vænt um þig, elsku mamma mín. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Hvíl í friði. Þín Hulda. Þegar ég hugsa um ömmu mína, Fríðu, minnist ég hve hjartagóð, dugleg og ljúf hún var. Hún var alltaf mjög þakklát og vildi fylgjast með öðrum frekar en tala um sjálfa sig. Aðrir áttu forgang hjá henni og talaði hún aldrei illa um neinn mann. Mér þótti líka gaman að fylgjast með hve vel hún hugsaði um afa og hve góð þau voru við hvort annað. Amma var róleg og jarðbundin persóna en gat komið manni á óvart með glettnislegum og lúmskum húmor. Þótti mér gam- an að fylgjast með henni þegar hún var að gantast í Benjamín, syni okkar, þrátt fyrir aldurinn en hún fylgdist alltaf mjög vel með honum þegar við vorum í heim- sóknum. Ég hef oft heyrt hve vandvirk amma var og fannst mér gaman að heyra um alla fallegu kjólana sem hún saumaði á frúrnar í bæn- um. Man ég að oft langaði mig að skoða kjólana hennar og vildi hún endilega gefa mér nokkra og gat ég séð hve vel hún fór með allt. Mér fannst líka alltaf gaman að sjá hve þolinmóð hún var í veiðiferð- unum hans afa og beið meðan hann veiddi silunga eða lax. Við áttum margar góðar stundir í veiðiferð- unum og sumarbústaðaferðunum við fjölskyldan. Þær eru margar fallegar minn- ingarnar um þig sem ég á og mun varðveita. Hjúkrunarfólk Landspítalans á miklar þakkir skilið fyrir stuðning- inn og fyrir að hjálpa ömmu að líða sem best seinustu dagana. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Guð geymi þig, elsku amma mín. Hulda Fríða, Jóhannes Hlynur og Benjamín Snær. Vilfríður Guðnadóttir Það voru sárar og erfiðar fréttir sem ég og fjöl- skylda mín fengum er við frétt- um af óvæntu og ótímabæru andláti þínu, elsku hjartans Sverrir minn/okkar. Ég get eng- an veginn fullþakkað þér það sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskylduna frá því ég kom til þín fyrst fyrir 35 árum. Ég var bara 14 ára þegar ég þurfti að leggjast inn á Landspítalann í töluverðar rannsóknir svo vik- um skipti sem og fara til út- landa, þó það hafi oft verið erfitt þá gerðir þú allt sem í þínu valdi stóð til að gera líðanina sem besta og útskýra allt svo vel fyr- ir mér og fjölskyldunni og þú gafst ekki upp fyrr en niður- staða fékkst. Þar er þér svo rétt lýst, ég gat ekki haft betri lækni og með árunum urðum við miklir vinir og gat ég ávallt leitað til þín fyr- ir mig sem og mína krakka, sem þú fylgdist svo vel með líka, hvort heldur t.d. í skóla eða Sverrir Bergmann Bergsson ✝ Sverrir Berg-mann Bergsson fæddist í Flatey á Skjálfanda 20. jan- úar 1936. Hann lést á heimili sínu 26. janúar 2012. Útför Sverris fór fram frá Hallgríms- kirkju 13. febrúar 2012. íþróttum, þú varst mín stoð og stytta og gast endalaust fundið góðar lausn- ir, þó þú værir svo umsetinn og alltaf að vinna, og þó ég yrði fullorðin var ég alltaf litla stelpan þín, sem mér þótti svo vænt um. Einnig er það ómetanlegt hvað þú hugsaðir vel um stjúpa minn í sínum veikindum sem og var þér umhugað um velferð mömmu og okkar þegar hann lést 15. júní 2007. Þú varst okkur einstakur á þeim erfiðu tímum, það var ein- stakt eins og svo margt annað varðandi okkur. Við töluðum saman nokkrum dögum fyrir af- mælið þitt og ætluðum að hittast svo síðar. Einnig átti mamma mín tíma hjá þér þennan örlaga- ríka dag, en við höldum alltaf að við höfum lengri tíma. Þú ætl- aðir að minnka vinnuna og vera með konu þinni, börnum og barnabörnum sem þér voru svo dýrmæt. Þú samgladdist mér svo mikið þegar ég varð amma í júlí í fyrra, því þér var afahlutverkið svo miklvægt. Ég, krakkarnir og mamma erum ekki búin að fatta að þú sért ekki lengur hér hjá okkur og á ég engin orð í raun til að lýsa því hvað ég sakna þín mikið. Það verða ekki fleiri hitt- ingar né símtöl eða e-mail okkar á milli í þessu lífi, en fallegu minningarnar eigum við um ein- staklega ljúfan og traustan vin og erum ríkari af því að hafa átt þig að. Þó er söknuður eiginkonu, barna og barnabarna mestur. Votta ég þeim mína dýpstu sam- úð sem og systkinum þínum og bið þess og óska að góði Guð vaki yfir þeim og veiti þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Elsku hjartans Sverrir minn, þakka þér af öllu hjarta fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Guð veri með þér og fal- lega minningin lifir í hjörtum okkar. Þar til við sjáumst síð- ar.Vinarkveðja. Þín Olga Björk og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA Elsku bróðir. Blessuð sé minning þín. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Við ystu hafsbrún sefur sól, og sofið er í hverjum hól. Í sefi blunda svanabörn og silungur í læk og tjörn. Á túni sefur bóndabær, og bjarma á þil og glugga slær. Við móðurbrjóstin börnin fá þá bestu gjöf, sem lífið á. (Davíð Stefánsson.) Hvíldu í friði. Þín systir, Ólöf Helga. Elsku Einar. Mér finnst ég verða að kveðja þig með örfáum orðum. Þú varst einn af þeim fyrstu úr fjölskyldu Freys sem ég hitti. Ég man það sem gerst hefði í gær, þið Ninna systir þín sátuð og spjölluðuð í eldhúsinu í Fjarð- arásnum þegar við Freyr komum askvaðandi þangað inn, en Freyr hafði þar samastað á þessum tíma. Freyr snaraði sér strax að þér, heilsaði þér og kynnti mig sem kærustuna sína. Það fyrsta sem þú sagðir var: „Hvað heldur þú að svona ung og falleg stúlka vilji heilsa svona gömlum frænda!“ Svo stóðstu á fætur, faðmaðir mig og bauðst mig velkomna í fjölskyld- una og við brostum öll. Einar Gísli Gunnarsson ✝ Einar GísliGunnarsson fæddist á Stekkja- bakka í Tálknafirði 5. janúar 1944. Hann fórst með Hallgrími SI-77 25. janúar 2012. Minningarathöfn um Einar var í Grafarvogskirkju 10. febrúar 2012. Síðar kynntist ég svo Ásrúnu og stelp- unum – gimsteinun- um þínum. Mér hef- ur alla tíð þótt svo aðdáunarverð sú endalausa ást og umhyggja sem þú sýndir þeim öllum og svo augljóst það traust og sú trú sem þær höfðu á þér. Þeirra missir er mikill. Ég vona svo heitt og inni- lega að mér auðnist á lífsleiðinni að veita börnunum mínum hlýju og ástúð í líkingu við það sem þú veitt- ir þínum stelpum alla tíð. Samverustundirnar hefðu vissulega getað verið mikið fleiri, maður sér það því miður alltaf eftir á. En þeim mun betri voru þær sem við áttum, mikið spjallað, þú kunnir ótal sögur að segja okkur unga fólkinu og oftar en ekki var hlegið dátt. Það var árvisst að fengjum við einhverjar rjúpur í okkar veiðiferðum var farið með nokkrar til þín og þinnar fjöl- skyldu. Það leyndi sér aldrei þakk- lætið frá ykkur öllum og mikið varstu nú alltaf glaður að stelpurn- ar þínar myndu fá rjúpur í jólamat- inn. Þannig fólki þreytist maður aldrei á að gera greiða. Það var fjölskyldunni allri mikið reiðarslag er við fengum þær frétt- ir að þín væri saknað eftir að skipið sem þú sigldir með fórst fyrir utan Noregsstrendur miðvikudaginn 25. janúar sl. Nokkrum dögum áð- ur, eða hinn 20. janúar, voru 18 ár síðan tengdafaðir minn, Jón B. Andrésson, fórst í sjóslysi og hinn 19. janúar voru 46 ár frá því að bróðir þinn Garðar féll útbyrðis af bát sem hann reri með. Ég veit hins vegar að þeir báðir, ásamt for- eldrum þínum og þeim Rúnu og Guggu, hafa tekið á móti þér og ef ég veit rétt er tengdapabbi þarna einhvers staðar blístrandi. Ég bið fyrir kveðju til þeirra allra. Sárt er að kveðja, en sú stund rennur víst upp hjá okkur öllum. Ég vil þakka þér, Einar, fyrir sam- fylgdina þau 19 ár sem við þekkt- umst og bið Guð almáttugan að styðja og styrkja Ásrúnu, Gyðu, Ásu Rán, Sóleyju Unni, Dýrleifu Báru og Guggu Rún í þeirra miklu sorg. Er sárasta sorg okkur mætir, og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Hvíl í friði. Jarþrúður Hanna, Freyr og börn. Okkar góði félagi, Reynir Að- alsteinsson, er látinn langt um aldur fram eftir stutta baráttu við erfið veikindi. Reynir var einn reyndasti og fjölhæfasti hesta- maður okkar íslendinga, mikill Reynir Aðalsteinsson ✝ Reynir Aðal-steinsson tamn- ingameistari og yf- irreiðkennari við LbhÍ fæddist í Reykjavík 16. nóv- ember 1944. Hann andaðist á Sjúkra- húsinu á Akranesi 25. janúar 2012. Útför Reynis fór fram frá Hallgríms- kirkju 10. febrúar 2012. Jarðsett var á Hvanneyri. frumkvöðull og frá- bær fyrirmynd í því sem hann boðaði og kenndi. Árið 2003 flutti Reynir ásamt fjölskyldu sinni norður í Húnaþing vestra og gekk strax í hestamannafélagið Þyt og fyrir lítið fé- lag að fá Reyni með sinn kraft, góða við- mót og þekkingu reyndist ómetanlegt. Hann var frábær kennari og ávallt tilbúinn að miðla þekkingu sinni til ann- arra og fór aldrei í manngrein- arálit í þeim efnum. Ferill hans á keppnisvellinum var afar glæsi- legur, varð m.a. Íslands- og heimsmeistari og síðustu ár keppti hann fyrir Þyt og stóð sig frábærlega. Vert er að minnast stórgóðs árangurs Reynis á keppnisbraut- inni í sumar, þar sem hann lenti í öðru sæti í fimmgangi í úrtöku fyrir heimsmeistaramót íslenska hestsins og þriðja sæti í fimm- gangi á Íslandsmótinu, á gæðingi sínum Sikli frá Sigmundarstöð- um. Reynir var afar næmur og umgekkst hesta af virðingu og prúðmennsku, lagði ríka áherslu á þann þátt í tamningu, þjálfun og kennslu. Stjórn Þyts sendir fjölskyldu Reynis sínar innilegustu samúð- arkveðjur. F.h. Hestamannafélagsins Þyts, Kolbrún Stella Indriðadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.