Morgunblaðið - 23.02.2012, Síða 30

Morgunblaðið - 23.02.2012, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 ✝ Baldur Skarp-héðinsson raf- virkjameistari fæddist í Öxarfirði 9. október 1915. Hann lést á Land- spítalanum 12. febr- úar 2012. Foreldrar hans voru Skarp- héðinn Sigvaldason bóndi, f. í Öxarfirði 1876, d. 1970 og Gerður Jónsdóttir húsfreyja, f. í Mývatnssveit 1882, d. 1973. Systkini Baldurs voru Sigurður, f. 1906, d. 1996, Ingi- björg, f. 1909, d. 1971 og Þórir, f. 1914, d. 2001. Baldur kvæntist hinn 31. des- ember 1950 Höllu Gísladóttur, f. í Vestmannaeyjum 5.9. 1922, d. Börn þeirra eru a) Gerður Halla, f. 1985, unnusti Pálmar Garð- arsson, f. 1985. Dóttir þeirra er Anna Ragnheiður, f. 2010, b) Jón Baldur, f. 1986, c) Hildur Erla, f. 1991 og d) Ingibjörg Elín, f. 1992. Baldur ólst upp í Öxarfirði og starfaði þar fram undir þrítugt. Vann hann meðal annars að upp- setningu vindrafstöðva í sveit- inni. Árið 1943 fluttist hann til Reykjavíkur og lærði rafvirkjun. Lengst af starfaði hann sem um- sjónarmaður á Kleppsspítala ásamt því að sjá um fram- kvæmdir í Ísaksskóla um langt árabil. Samhliða vinnu vann Baldur að ýmsum tæknilegum hugðarefnum og þróaði meðal annars nýja aðferð við byggingu húsa og fékk einkaleyfi á henni. Eftir Baldur liggja mörg ljóð sem hann var ötull við að gefa ætt- ingjum og vinum við hin ýmsu til- efni. Útför Baldurs fór fram í kyrr- þey frá Seltjarnarneskirkju 21. febrúar 2012. 13.2. 2005. For- eldrar hennar voru Gísli Guðmundsson bóndi, f. í Skaga- firði 1876, d. 1956 og Halla Árnadóttir húsfreyja, f. undir Eyjafjöllum 1886, d. 1962. Börn Baldurs og Höllu eru 1) Halla Björg Bald- ursdóttir, f. 29.9. 1953, maki Magnús Páll Alberts- son, f. 3.5. 1953. Börn þeirra eru a) Baldur Páll, f. 1981, maki Deanna Lane, f. 1981, b) María Björg, f. 1988 og c) Ragnar Ingi, f. 1992. 2) Gísli Baldursson, f. 13.11. 1960, maki Ragnheiður Sigurgeirsdóttir, f. 30.5. 1962. Elsku Baldur. Nú skilja leiðir og er mér efst í huga þakklæti fyrir samferðina sem hófst þegar ég kynntist Gísla, syni ykkar Höllu. Takk fyrir allt. Ég bið almættið að veita fjölskyldunni styrk í sorginni. Mitt hjarta er djúp með dragandi þrá til dagsins, sem aldrei líður að kveldi, sem geymir minn söng, eins og andi minn á óm þessa krafts, sem ströndin felldi. Nú þykir mér jörðin svo þröng um minn hug. Hún þrýtur við hafsbrún. Hvað er fyrir handan? Eigi ég væng, hvað er fjallaflug og fjarlægðir þessa heims fyrir andann? (Einar Benediktsson.) Þín tengdadóttir, Ragnheiður. Kæri Baldur. Nú skilur leiðir þegar jarðvist þinni lýkur og er þá við hæfi að ég þakki fyrir mig. Það lýkur nú rúmlega fjögurra áratuga sam- ferð okkar og ég verð að segja að það ferðalag hefur verið afar ljúft og gefandi fyrir mig. Þið Halla tókuð mér opnum örmum þegar ég kynntist Höllu Björgu og fór að venja komur mínar á heimili ykkar í Hólmgarðinum. Hjá þér hef ég aldrei mætt öðru en hlýju og velvild og mér hefur alltaf liðið vel í návist þinni. Ég man mörg samtöl okkar þar sem rætt var um alla heima og geima. Allt fram á síðasta dag fylgdist þú vel með því sem var að gerast og við gátum rætt það í þaula í góðu tómi. Það var gaman. Þá var einnig mjög gaman að fræðast um liðna tíð í samtölum við þig. En allt gott tekur enda. Eftir nokkur veikindi undanfarin ár ert þú nú allur og þar er skarð fyrir skildi. Heimurinn er fátæklegri án þín. Það er sár söknuður meðal okkar sem þig þekktum en við eigum öll mikið af góðum minn- ingum um þig til að hlýja okkur við. Hafðu þökk fyrir samvistirnar. Megi syrgjendur finna þann styrk sem þörf er á nú þegar þú kveður. Takk fyrir allt. Þinn tengdasonur, Magnús Páll. Elsku afi Baldur. Núna hefurðu loksins fengið hvíldina eftir langa og góða ævi og ert kominn til ömmu Höllu. Eftir sitja ótalmargar góðar minningar frá uppvaxtarárum mínum, enda bjó ég nánast hjá ykkur ömmu á tímabili. Við brölluðum margt saman og sérstaklega eru leyndó- in okkar á föstudögum minnistæð, þá hló amma oft að vitleysunni í okkur. Á síðari árum höfum við spjall- að mikið saman. Við gátum setið löngum stundum og rætt allt frá óravíddum alheimsins til smæstu eininga mannslíkamans, alltaf höfðum við eitthvað að tala um og spá í. Þú hafðir líka svo margar skemmtilegar sögur að segja, enda hafðirðu upplifað margt í gegnum tíðina. Það er erfitt að kveðja þig, elsku afi minn, en ég veit að þú ert kominn á betri stað og við sjáumst aftur síðar. Hvíl í friði. María Björg. Við bræðurnir kveðjum í dag afa Baldur sem er nú fallinn frá, 96 ára að aldri. Söknuðurinn er mikill en okkur líður þó vel að vita að þau amma Halla eru saman á ný. Frá barnsaldri fylgdi því alltaf mikil tilhlökkun að hitta afa. Þeg- ar fjölskyldan heimsótti Ísland frá Svíþjóð þá fylgdi gistingu í Hólmgarðinum þátttaka í súr- mjólkurklúbbnum. Félagsfundir voru á morgnana og sýndu fé- lagsmenn tryggð sína með því að borða súrmjólk, og bara súr- mjólk, í morgunmatinn. Afi kenndi okkur einnig að veiða og voru þau amma alltaf til í að keyra austur á Þingvöll til að ná í eitt- hvað gott í matinn upp úr vatninu. Afi Baldur var einstaklega elskulegur og rausnarlegur. Hann var til dæmis mjög næmur á leikfangaþörf okkar bræðranna og brást yfirleitt við í snatri ef dót virtist vanta í safnið. Einnig var hann með eindæmum minnugur; við áttum oft langar og góðar samræður þar sem hann gat þulið upp ótal staði og ártöl eins og ekk- ert væri. Nýlega er það sérstak- lega minnisstætt hversu hlýlega hann tók á móti Dee og hve spenntur hann var að upplifa am- erísk jól. Elsku afi, við þökkum þér fyrir allar okkar samverustundir og vonum að þér líði vel í nýjum heimkynnum. Guð blessi þig. Baldur Páll og Ragnar Ingi. Nú er elsku afi okkar dáinn og hans sárt saknað. Um afa var ætíð talað af mikilli virðingu og við höf- um alltaf verið stolt af afa okkar. Á meðan við bjuggum úti í Sví- þjóð tók hann upp mikið af ís- lensku barnaefni, s.s. Stundina okkar, og sendi okkur út. Eftir að við fluttum á Egilsstaði fórum við stundum í pössun suður til afa og ömmu. Það var alltaf gott að koma í Hólmgarðinn og þegar við vor- um hjá þeim fengum við oftast að ráða kvöldmatnum en þá varð yf- irleitt hamborgari frá McDo- nalds, kjúklingur úr Suðurveri eða soðin ýsa fyrir valinu. Það var einnig ævintýralegt að fara með afa í Ísaksskóla til þess að kveikja á kvöldljósunum og ekki skemmdi það fyrir ef við tókum strætó aðra leiðina. Á föstudögum var síðan oftast farið í Kringluna. Sumarbústaðurinn hans afa á Vatnsleysuströnd var honum og okkur afar kær. Fyrstu árin not- aði hann vindmyllu til þess að sjá bústaðnum fyrir rafmagni og okk- ur þótti mikið sport að fá að fara með afa til að kveikja á henni. Á litlum bletti við hliðina á bústaðn- um vaxa bláklukkur sem afi hefur hlúð vel að. Bláklukkur eru afar sjaldgæfar á suðvesturhorni landsins og við urðum hissa þegar þær fundust þarna fyrst. Saman myndaði fjölskyldan þá tilgátu að við hefðum flutt þær með okkur úr Selskógi við Egilsstaði en þær vaxa einmitt á þeim bletti þar sem vinsælast var að tylla sér í gras- inu. Eftir að bláklukkurnar birt- ust fór afi að girða í kringum þær og þurfti hann að stækka blettinn ár frá ári því þeim fjölgaði hratt. Afi fylgdist vel með fuglalífinu í kringum bústaðinn og þá sérstak- lega með kríuvarpinu. Hann lét okkur alltaf vita hvenær kríurnar komu á vorin og hvernig varpið gekk. Það var alltaf gott að koma og spjalla við afa, hann gat alltaf frætt okkur um eitthvað nýtt hvort sem það var um gamla tíma eða fréttir líðandi stundar. Um- hyggja afa og væntumþykja mun alltaf verða okkur barnabörnun- um dýrmæt. Elsku afi. Við söknum þin mik- ið en vitum að þú ert kominn á slóðir þar sem þér líður vel. Minn- ingar um elskulegan afa okkar munu ávallt fylgja okkur. Takk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Gerður Halla og Jón Baldur. Elsku afi, það er svo sárt að kveðja þig en við vitum að nú ertu kominn á góðan stað, til ömmu og að ykkur líður vel hvoru hjá öðru. Að koma til ykkar ömmu var eins og að taka sér hlé frá öllu hinu sem við erum svo upptekin af, eig- inlega allt of upptekin. Hólmgarð- urinn og allt sem honum fylgdi var staður sem við munum aldrei gleyma. Kók, kleinur, hafrakex, hjónabandssæla og ís var eitthvað sem sjaldan skorti og ekkert mál að skreppa út í Grímsbæ og kaupa smá gotterí, ömmu reyndar til mikils ama vegna umferðarinnar. Það var bara alltaf svo gott að vera hjá ykkur, því hvort sem það voru rólegheit í sjónvarpsher- berginu, málverkaskoðun í stof- unni eða að spila inni í eldhúsi, leið okkur alltaf svo vel. Það var líka gaman að hlusta á ykkur fullorðna fólkið tala saman um lífið og tilveruna og þá sér- staklega þig afi, gæddur þeim ein- staka hæfileika að þú gjörsam- lega mundir allt – nöfn, ártöl, höfunda, staðarheiti og gast líka þulið upp heilu ljóðin, sem þú svo oft gerðir. Það var líka svo gott að tala við þig og þú sýndir okkur alltaf svo mikinn áhuga, langaði að vita hvað við vorum að gera og hlusta á framtíðaráform okkar. Einnig var alltaf fastur liður að hringja í þig og segja þér ein- kunnirnar okkar í lok hverrar skólaannar, það var svo mikil- vægt að láta afa vita. Aldrei gleymist þegar við fengum verk- efni í skólanum að taka viðtal við manneskju sem var á lífi á tíma styrjaldanna. Það var sko enginn vafi á því hver yrði fyrir valinu hjá okkur og stoltið leyndi sér svo sannarlega ekki þegar við skiluð- um verkefninu. Við munum aldrei gleyma þér, elsku afi. Takk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Hildur Erla og Ingibjörg Elín (eða eins og þú kallaðir okkur, litlu stelpurnar). Á kveðjustund við lífsins leiðaskil er litið yfir gengnar ævislóðir. Og þó að ríki hryggð og harmaspil er hlýtt og bjart við minninganna glóðir. Góðan vin og frænda kveðjum klökk, það koma í hugann ótal fagrar myndir. Fyrir kynnin hljóttu hjartans þökk svo hrein og tær sem öræfanna lindir. (Þorfinnur Jónsson.) Mér er það ljúft og skylt að minnast föðurbróður míns Bald- urs Skarphéðinssonar sem lést sunnudaginn 12. febrúar sl. 96 ára að aldri. Baldur og systkini hans ólust upp við mikið ástríki foreldra sinna en jafnframt mikla vinnu því jörðin var rýr og hafa þurfti mikið fyrir lífsbjörginni. Hugur Baldurs stóð ekki til búskapar og hann flyst suður til Reykjavíkur þar sem hann lærir rafvirkjun hjá Johan Rönning og vinnur þar áfram fyrst um sinn. Hann ferðaðist víða vegna starfa sinna og í einni slíkri ferð kynnist hann ungri stúlku, Höllu Gísladóttur úr Vestmannaeyjum. Þau gifta sig og Halla flytur með honum til Reykjavíkur og einnig foreldrar hennar, þau Gísli og Halla. Þau voru mjög samheldin í hjónabandi sínu og báru mikla virðingu hvort fyrir öðru og hvort fyrir skoðunum annars. Þau eign- uðust tvö börn, Höllu Björgu og Gísla, sem bera foreldrum sínum gott vitni. Lengstan starfsaldur átti Baldur á Kleppsspítala í Reykja- vík. Þar vann hann sem umsjón- armaður húsbygginga og við- halds. Það fór honum allt vel úr hendi eins og allt sem hann gerði. Hann var mildur yfirmaður og lagði alltaf gott til mála. Undirrit- uð vann á Kleppi í fjögur ár og kynntist vel hvernig Baldur var metinn af öllu samstarfsfólki. Þegar ég útskrifaðist úr KÍ 1971 þá lágu stöður handavinnu- kennara ekki á lausu í skólakerf- inu. Ég talaði við Baldur því að ég hafði áhuga á að vinna á Klepps- spítala með geðfötluðum við iðju- þjálfun og hann lagði inn gott orð fyrir mig, sem varð til þess að ég var ráðin. Ég er honum ævinlega þakklát fyrir það. Það var mjög erfitt fyrir Bald- ur að missa Höllu konu sína, sem hafði átt við erfið veikindi að stríða síðustu árin þeirra. Það var aðdáunarvert hvernig hann ann- aðist hana þar til yfir lauk, þrátt fyrir að hann væri nánast blind- ur. Baldur bar alltaf hag stórfjöl- skyldunnar mjög fyrir brjósti. Hann fylgdist mjög vel með okk- ur systkinabörnunum og fjöl- skyldum okkar og gladdist með okkur á góðum stundum og hugs- aði hlýtt til okkar á þeim erfiðari. Hann var alltaf tilbúin að miðla málum og ég veit að Helga móðir mín átti þar hauk í horni þegar erfiðleikar steðjuðu að. Þetta er þakkað nú. Aldrei heyrði ég hann segja styggðaryrði um neinn og lagði alltaf jákvætt til málanna. Við minnumst góðra stunda í bústaðnum hans á Vatnsleysu- strönd þegar ættin kom saman og við gengum í nágrenni bústaðsins og grilluðum svo á eftir. Þar lék Baldur á als oddi með skyldfólkið í kringum sig. Einnig minnumst við 95 ára afmælis hans á sl. ári sem einnig var í bústaðnum góða. Elsku Halla Björg, Gísli og fjölskyldur. Við Eyvi, Helga og Baldur Þór vottum ykkur innilega samúð og biðjum Guð að geyma ykkur. Gerður S. Sigurðardóttir. Baldur móðurbróðir minn er fallinn frá á 97. aldursári, vissu- lega er þetta hár aldur en ein- hvernveginn var nú þetta svo að Baldur var aldrei gamall. Hann var ótrúlega minnugur á alla hluti og fróður um gamla og nýja tíma og það var mjög gaman að tala við hann, enda leið manni ávallt vel í návist hans. Sem barn og ungling- ur dvaldi ég mikið inn á heimili þeirra Höllu og Baldurs og leið mér alltaf einstaklega vel þar, þau voru mér ákaflega góð. Á þeirra fallega heimili í Hólm- garðinum var alltaf mjög gott að koma og eins í Baldurshaga, til dæmis voru skötuveislurnar alltaf tilhlökkunarefni hjá okkur Svenna. Ég veit að við eigum eftir að sakna góðu stundanna sem við áttum með honum á Dalbrautinni og á heimili okkar. Með virðingu og þakklæti kveð ég elskulegan móðurbróður minn með þessum ljóðlínum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þessi tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Arna, Sveinbjörn og dætur. Horfinn er á vit feðra sinna eft- ir langa og farsæla lífsgöngu Baldur Skarphéðinsson rafvirkja- meistari. Hann var heiðurs- og sómamaður í hvívetna eftir bestu merkingu þeirra orða. Hógvær og lágmæltur fetaði hann götu vel- vildar og heiðarleika. Baldur mátti ekki vamm sitt vita en tók mildum höndum á brestum ann- arra, leitaði að því besta í fari hvers manns og var ósínkur á að gleðja aðra með viðurkenningar- orðum. Hann var sannarlega ekki maður sleggjudómanna. Hann var ráðagóður og flinkur verk- maður, allt lék í höndum hans og til hans var gott að leita. Baldur var fjölgáfaður maður, mikill unnandi góðra lista, hvort sem rætt var um skáldskap, mál- aralist eða sígilda tónlist, hvergi var komið að tómum kofunum. Hann hlustaði mikið á óperur, ljóðasöng og sinfóníur og hafði á hraðbergi nöfn tónskálda, stjórn- enda og bestu söngvara heimsins. Það fór ekki hjá því að maður með slík áhugamál væri skapandi listamaður sjálfur, enda var hann skáldmæltur vel og ófá voru kvæðin sem hann orti og sendi vinum sínum, þótt ekki færi það hátt, frekar en annað hjá Baldri Stundum nefndi hann að hann hefði gjarnan viljað verða bóndi. Auðveldlega er hægt að sjá hann fyrir sér sælan á svip innan um dýr og gróður jarðar, hann sem sá fegurðina í öllu. Við undirrituð kynntumst Baldri þegar Skóli Ísaks Jónsson- ar flutti frá Grænuborg við Hringbraut yfir í nýja byggingu við Bólstaðarhlíð árið 1954. Þá sá Baldur um allt sem tengdist raf- magni og varð undireins ómiss- andi með öllu. Hann yfirgaf skól- ann ekki fyrr en hann, nær blindur, gat ekki sinnt þessari stofnun sem honum þótti svo vænt um. Lýsandi dæmi um tryggð hans er að þegar hann hætti sinni föstu vinnu og fór á eftirlaun átti skólinn hug hans all- an. Hvern einasta dag fyrir allar aldir kom hann niður í skóla til að ganga úr skugga um hvort allt væri í lagi. Ef ekki gekk hann í að bæta úr hvort sem rúða var brot- in, vatn hafði flætt eða peru vant- aði. Einnig gekk hann um leikvöll- inn ef ske kynni að glerbrot leyndist þar og börnin gætu farið sér að voða. Svona vann hann skólanum okkar og harðneitaði að þiggja laun fyrir, þetta væri hans gleði. Þegar við lítum til baka finnum við glöggt hve mikil gæfa það var fyrir okkur öll að hafa átt samleið með öðlingsmanninum Baldri Skarphéðinssyni. Farðu vel, vinur! Fyrir hönd fyrrverandi kenn- ara og Antons Sigurðssonar skólastjóra við Skóla Ísaks Jóns- sonar, Herdís Egilsdóttir. Við fráfall Baldurs kemur mér í hug orðtak sem hann notaði oft í sambandi við verk sem hann var beðinn að framkvæma eða sjá um, „hálfnað er verk þá hafið er, hitt kemur af sjálfu sér“, en það átti vel við um störf hans, sem hann skipulagði vel og hafði þaulhugs- að áður en hafist var handa. Hann fór sér að engu óðslega og virtist aldrei liggja á, en samt gengu verk mjög hratt fyrir sig vegna þess að hann hafði hugað að öllu sem skipti máli. Baldur var hógvær og hjálpfús hæfileikamaður sem vildi hvers manns vanda leysa, enda leituðu margir til hans, ekki aðeins með raflagnir og raftæki, sem var hans sérsvið, heldur einnig önnur flók- in tæki sem þurftu viðhalds og viðgerðar. Var nánast göldrum líkast hve fljótt og vel hann leysti slík verkefni. Það olli okkur sem leituðum til hans vanda hve greið- vikinn hann var og þótti verkið svo lítilfjörlegt að hann vildi helst ekkert taka fyrir. Hann hafði allt- af lag á að nýta það sem til var og lagði sig í framkróka við að skapa ekki þeim sem hann vann fyrir óþarfa útgjöld. Það var því ómetanlegt fyrir sjúkrahús, sem litlu hafði úr að spila en þurfti að annast mikinn sjúklingafjölda, að fá Baldur sem umsjónarmann árið 1954 til þess að sjá um viðhald og endurbætur sjúkrahússins og tækja þess. Þar lagði Baldur hug og hönd að flestu svo sem byggingu og endurbygg- ingu húsakosts, jafnt og uppsetn- ingu og viðhaldi flókinna lækn- inga- og rannsóknatækja eins og fyrsta heilaritunartækis sem tek- ið var í notkun hér á landi. Baldur var vakinn og sofinn að störfum fyrir Kleppsspítala og hefur áreiðanlega dreymt hvernig væri best að nýta þá litlu fjármuni sem til voru fyrir spítalann. Hann kom jafnan eldsnemma að morgni til starfa og vann oft lengi fram eftir án þess tíunda tímann sem skyldi vegna eðlislægrar samviskusemi og sparsemi. Þrátt fyrir þetta hafði hann tíma til þess að sinna áhugamálum sem lutu að sögu, tækni og endurbótum á sviði tækni og bygginga og uppfinning- um. Meðal uppfinninga Baldurs var byggingaaðferð sem hann fékk einkaleyfi á og gaf Bergiðj- unni, endurhæfingarverkstæði Kleppsspítala, framleiðsluleyfi fyrir til þess að byggja yfir verk- stæðið og endurbyggja elsta hluta spítalans sem dagdeild og borð- stofu fyrir starfsfólk. Hann hafði áður unnið í mörg ár að tilraunum og prófunum á aðferð sinni og lát- ið Rannsóknastofu byggingariðn- aðarins prófa hana. Ýmis fleiri hús hafa verið byggð með þessari aðferð, m.a. Enduræfingarstöð Geðverndarfélags Íslands í Álfa- landi 15, en Baldur stóð fyrir byggingu hennar. Vegna mannkosta sinna laðaði Baldur úrvalshóp iðnaðarmanna og aðstoðarmanna til starfa við spítalann sem unnu með honum að viðhaldi og endurbyggingu. Þó að Baldur hafi átt mestan hlut að máli og mestar þakkir skildar vildi hann láta lítið á sér bera og honum hefði verið ljúfast að láta færa samstarfsmönnum sínum þakkirnar. Góður maður er genginn að lokinni langri ævi. Börnum, barnabörnum og öðrum aðstsand- endum Baldurs votta ég samúð. Tómas Helgason. Baldur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.