Morgunblaðið - 23.02.2012, Síða 31
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Flatir 25, 218-3356, þingl. eig. Rammar, hurða- og gluggasm. ehf.,
gerðarbeiðendur Gjaldheimtan ehf. og Vestmannaeyjabær,
miðvikudaginn 29. febrúar 2012 kl. 15:00.
Hátún 8, 218-3702, þingl. eig. Gunnar Magnússon, gerðarbeiðandi
Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 29. febrúar 2012
kl. 15:30.
Vesturvegur 28, 218-5098, þingl. eig. Gunnar Magnússon, gerðar-
beiðendur Íbúðalánasjóður, Vátryggingafélag Íslands hf. og Vest-
mannaeyjabær, miðvikudaginn 29. febrúar 2012 kl. 14:00.
Vesturvegur 30, 218-5101, þingl. eig. Gunnar Magnússon, gerðar-
beiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Vestmannaeyjabær,
miðvikudaginn 29. febrúar 2012 kl. 14:30.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
21. febrúar 2012.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Bugðulækur 3, 201-6652, Reykjavík, þingl. eig. Irma Sjöfn Óskars-
dóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Íbúðalánasjóður og Stafir
lífeyrissjóður, mánudaginn 27. febrúar 2012 kl. 11:00.
Dugguvogur 23, 224-7151, Reykjavík, þingl. eig. Stórlax ehf., gerðar-
beiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 27. febrúar
2012 kl. 11:30.
Eyjabakki 3, 204-7565, Reykjavík, þingl. eig. Hugrún Ólafsdóttir,
gerðarbeiðandi Drómi hf. v/SPRON, mánudaginn 27. febrúar 2012
kl. 14:30.
Sólheimar 23, 202-1519, Reykjavík, þingl. eig. Emely Kalla Kvaran,
gerðarbeiðendur Arion banki hf., Íbúðalánasjóður og Reykjavíkur-
borg, mánudaginn 27. febrúar 2012 kl. 10:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
22. febrúar 2012.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Austurholt 8, fnr. 211-0949, Borgarnesi, þingl. eig. Arnþór Gylfi
Árnason, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Vátryggingafélag
Íslands hf., miðvikudaginn 29. febrúar 2012 kl. 09:15.
Hallveigartröð 4, fnr. 231-7959, Borgarbyggð, þingl. eig. Eik ehf.,
trésmiðja, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn
29. febrúar 2012 kl. 10:00.
Hallveigartröð 4, fnr. 231-7960, Borgarbyggð, þingl. eig. Eik ehf.,
trésmiðja, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn
29. febrúar 2012 kl. 10:05.
Hrísbrekka 16, fnr. 224-7829, Hvalfjarðarsveit, þingl. eig. Ása Geirdal
Elvarsdóttir og Rafnar Jensson, gerðarbeiðandi Arion banki hf.,
miðvikudaginn 29. febrúar 2012 kl. 11:00.
Neðstiás 11, fnr. 228-4496, Hvalfjarðarsveit, þingl. eig. Hákon Elfar
Guðmundsson, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn
29. febrúar 2012 kl. 11:20.
Tjarnarás 11, fnr. 231-5315, Hvalfjarðarsveit, þingl. eig. Elísabet
Kolbeinsdóttir, gerðarbeiðandi Drómi hf., miðvikudaginn 29. febrúar
2012 kl. 11:15.
Sýslumaðurinn í Borgarnesi,
22. febrúar 2012.
Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Heiðarvegi
15, Vestmannaeyjum fimmtudaginn 1. mars 2012 kl. 09:30
á eftirfarandi eignum:
Birta VE-008, skr.nr. 1430, þingl. eig.TT Luna ehf. og Svörfull ehf.,
gerðarbeiðandi Sandgerðishöfn.
Heiðarvegur 3, 218-3720, þingl. eig. Þrídrangar ehf., gerðarbeiðandi
Tryggingamiðstöðin hf.
Heiðarvegur 3, 224-7951, þingl. eig. Þrídrangar ehf., gerðarbeiðandi
Tryggingamiðstöðin hf.
Heiðarvegur 5, 218-3721, þingl. eig. Hvassafell ehf., gerðarbeiðendur
Tryggingamiðstöðin hf. og Vestmannaeyjabær.
Heimagata 35, 218-3844, þingl. eig. Hlynur Már Jónsson, gerðar-
beiðendurTryggingamiðstöðin hf. og Vestmannaeyjabær.
Helgafellsbraut 31, 218-3874, þingl. eig. Hvassafell ehf., gerðar
beiðendur Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,Tryggingamiðstöðin
hf. og Vestmannaeyjabær.
Helgafellsbraut 31, 218-3875, þingl. eig. Hvassafell ehf., gerðar-
beiðandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum.
Kirkjuvegur 21, 218-4385, þingl. eig. Þrídrangar ehf., gerðarbeiðandi
Vestmannaeyjabær.
Kirkjuvegur 84, 218-4442, þingl. eig. Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir,
gerðarbeiðendurTryggingamiðstöðin hf.
Vestmannabraut 37, 218-4990, þingl. eig. Hvassafell ehf., gerðar-
beiðendur Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,Tryggingamiðstöðin
hf. og Vestmannaeyjabær.
Vestmannabraut 47, 218-5004, þingl. eig. Hörður Guðmundsson,
gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
21. febrúar 2012.
Leynimótinu lokið
Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni er
lokið með sigri Karls Sigurhjartarsonar.
Í sveitinni spiluðu Karl Sigurhjartarson,
Sævar Þorbjörnsson,
Sigurbjörn Haraldsson og Anton Har-
aldsson
Lokastaðan:
Karl Sigurhjartarson 212 stig
Málning hf. 201 stig
Lögfræðistofa Íslands 195 stig
Gullsmárinn
Spilað var á 14 borðum í Gullsmára
mánudaginn 20.
febrúar, bolludag. Boðið var upp á
bollukaffi.
Úrslit urðu í N/S
Sigtryggur Ellertss. – Þorsteinn Laufdal 328
Steindór Árnason – Einar Markússon 308
Sigurður Gunnlss. – Gunnar Sigurbjss. 294
Pétur Antonss – Örn Einarsson 289
A/V
Pétur Jónsson – Páll Ólason 316
Ágúst Vilhelmsson – Kári Jónsson 315
Haukur Guðbjartss. – Jón Jóhannss. 295
Guðbjörg Gíslad. – Sigurður Sigurðss. 288
Súgfirðingaskálin
Feðgar röðuðu sér í tvö efstu sætin í
fimmtu lotu í keppni um Súgfirðingaskál-
ina og bræður höfnuðu í því þriðja. Ás-
geir Sölvason og Sölvi Ásgeirsson skut-
ust yfir Jón Óskar Carlsson og Karl
Ómar Jónsson í lokin og höfðu góðan sig-
ur. Urðu þeir fimmta parið sem sigraði í
jafnmörgum keppnum í mótinu en fjór-
tán pör mættu til leiks á bolludag.
Efstu pör í fimmtu lotu, meðalskor 130
stig.
Ásgeir Sölvason – Sölvi Ásgeirsson 165
Jón Óskar Carlsson – Karl Ó. Jónss. 160
Kristján Pálss. – Ólafur Karvel Pálss. 151
Guðm. Þorsteinss. – Flemming Jessen 139
Hlynur Antonss. – Auðunn Guðmss. 137
Gróa Guðnad – Guðrún K. Jóhannesd. 131
Eftir 5 lotur er staða efstu para:
Hlynur Antonsson – Auðunn Guðmss. 753
Jón Ó. Carlsson – Karl Ómar Jónss. 703
Kristján Pálss. – Ólafur Karvel Pálss. 699
Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 683
Ásgeir Sölvason – Sölvi Ásgeirsson 662
Þorsteinn Þorsteinss. – Rafn Haraldss. 653
Meðalskor 650 stig.
Bridsdeild FEB í Rvk
Tvímenningskeppni spiluð í Stangar-
hyl, mánud. 20. febrúar.
Spilað var á 15 borðum. Meðalskor 312
stig. Árangur N-S
Valdimar Ásmundss. – Björn Péturss. 363
Elías Einarsson – Óskar Ólafsson 362
Ragnar Björnsson – Örn Ingólfsson 356
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 342
Árangur A-V
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinsson 370
Svanhildur Gunnarsd. – Magnús Láruss. 363
Ægir Ferdinandsson – Helgi Hallgrímss. 357
Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 350
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Hvernig sem á það er litið
sama út frá hvaða hlið.
Lífið hefði verið litlaust
ef þín hefði ekki notið við.
(Stefán Hilmarsson)
Það er þyngra en tárum taki
að sitja hér og skrifa minningar-
Berglind Ósk
Guðmundsdóttir
✝ Berglind ÓskGuðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1. sept-
ember 1980. Hún
lést 20. desember
2012.
Útför Berglindar
var gerð frá Foss-
vogskapellu 3. jan-
úar 2012.
grein um elskulega
frænku okkar, Berg-
lindi Ósk, sem nú
hefur kvatt þennan
heim alltof fljótt, að-
eins 31 árs að aldri.
Við viljum í fáeinum
orðum minnast
hennar.
Berglind ólst upp í
vesturbæ Kópavogs
við gott atlæti ásamt
foreldrum sínum og
tveimur eldri bræðrum. Við höfum
þekkt hana frá því að hún var lítil
stúlka þar sem samband okkar við
fjölskyldu hennar hefur alltaf verið
náið.
Ef við ættum að lýsa henni í
nokkrum orðum þá kemur efst í
hugann góðmennska, mikill húm-
oristi með smitandi hlátur og fal-
legt bros. Hún vildi allt fyrir alla
gera. Berglind elskaði börn og
dýr enda voru börn mjög hænd að
henni. Hún átti bæði hunda og
ketti sem hún sinnti af mikilli al-
úð. Einnig hafði hún áhuga á
hestamennsku og fór oft með
pabba sínum á bak og áttu þau þá
góðar stundir saman.
Minningarnar streyma fram og
við hugsum til Tenerife-ferðar-
innar sem við fórum í ásamt fjöl-
skyldu Berglindar árið 2007. Þá
fór stór hópur saman til Tenerife
og áttum við saman góðar stundir.
Berglind naut sín mjög vel í ferð-
inni með börnunum sínum þrem-
ur sem voru augasteinar hennar
og gleðigjafar.
Við erum þakklát fyrir allar
góðu minningarnar sem við eigum
um hana Berglindi frænku okkar.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
og hugga börnin hennar og fjöl-
skyldu á þessum erfiðu tímum.
Við hugsum um hana sem engil
á himnum og vitum að hún er nú
komin í faðm ömmu og afa og ann-
arra ástvina.
Elsku Inga frænka, Óskar, Pét-
ur, Viðar og fjölskyldur. Hugur
okkar er hjá ykkur þessa dimmu
daga. Megi Guð vera með ykkur
og börnunum hennar. Elsku
Berglind, megi englar Guðs
vernda þig.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Minning um góða stúlku mun
lifa.
Bára Eiríksdóttir,
María Björk,
Kristrún Lilja, Atli Már
og fjölskyldur.
Elsku pabbi. Takk fyrir mig,
hetjuleg barátta þín fram á það
síðasta kenndi mér að gefast ekki
upp fyrr en í fulla hnefana. Núna
ertu laus við óvininn og ég trúi því
að þér líði vel hjá þeim sem tóku á
móti þér við endamarkið. Sjálfsagt
ertu að dunda þér í skúrnum, búa
til lyklakippustæði eða mála fal-
legt málverk. Þú ert svo mikill
dundari og dundar þér við verk-
efni sem hafa ákveðinn tilgang.
Einstaka sinnum kemur upp grall-
arinn líka, líkt og þegar þú tókst á
móti mér þegar ég flutti heim frá
Noregi. Ég með körfuna í fríhöfn-
inni, bograndi við neðstu hillu að
velja mér góðgæti þegar maður í
svörtu kom upp að mér og sagði:
„Þú mátt ekki kaupa svona mikið“.
Mér krossbrá og hélt að ég væri að
gera eitthvað af mér, lít upp en þá
var það brosandi andlitið þitt en
ekki einhver laganna vörður sem
tók á móti mér. Mér þótti svo vænt
um að sjá þig og fá svona yndisleg-
ar móttökur. Mér þykir vænt um
þig elsku pabbi minn. Eftirfarandi
viðlag, við eitt af mínum uppá-
haldslögum, lýsir nákvæmlega því
sem mér finnst ég finna þótt þú
sért farinn mér frá. Ég mun því
halda áfram að tala við þig þótt það
verði ekki í síma eins og áður.
Minning þín lifir innra með mér.
Sveinn Finnur
Sveinsson
✝ Sveinn FinnurSveinsson
fæddist í Reykjavík
29. júlí 1957. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 6. febrúar
2012.
Útför Sveins
Finns fór fram frá
Ytri-Njarðvík-
urkirkju 14. febr-
úar 2012.
Ég vernda þig og leiði
þig,
í draumi vaki yfir þér.
Ég vernda þig og ég
stend þér við hlið.
Ég er svar við bæn.
Ég mun vaka yfir þér.
Já, svar við þinni bæn.
Ég vernda þig
og stend þér við hlið.
Ég er röddin, sem hvíslar
að þér.
(Magnús Þ. Sig-
mundss.)
Ég veit þú kíkir á mig við tæki-
færi og athugar hvernig miðar
áfram í búskapnum. Kjartan Ottó
og nafni þinn biðja kærlega að
heilsa þér. Sjáumst í draumum
mínum.
Takk fyrir að vera pabbi minn
Þín
Anna Lóa.
Kveðja frá starfsmönnum
Tollstjóra á
Keflavíkurflugvelli
Sveinn Finnur Sveinsson toll-
fulltrúi hafði starfað hjá Tollgæsl-
unni frá árinu 1977 og var því að
nálgast 35 ára starfsafmæli. Hann
hóf störf í Reykjavík en starfaði
lengst af í Keflavík og frá árinu
2007 á Keflavíkurflugvelli.
Sveinn var nákvæmur og sam-
viskusamur og voru fáir sem höfðu
jafnmikla þekkingu hér á Suður-
nesjum í tollamálum. Snyrti-
mennska í klæðnaði og virðing fyr-
ir einkennisfatnaðinum var alltaf
til staðar og ekki margir sem hugs-
uðu betur um tollvarðarbúninginn.
Sveinn Finnur hafði glímt við
erfiðan sjúkdóm og varð að játa sig
sigraðan aðeins 54 ára gamall.
Við fyrrverandi samtarfsmenn
hans þökkum honum samfylgdina
og sendum aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Kári Gunnlaugsson
yfirtollvörður.
Kveðja frá
Tollvarðafélagi Íslands
Fyrir hönd Tollvarðafélags Ís-
lands vil ég minnast félaga okkar
til margra ára, Sveins Finns
Sveinssonar. Starfsferill Sveins í
tollgæslunni var langur og farsæll.
Áhugi hans fyrir starfinu var mikill
og eftirtektarvert var að fylgjast
með af hve miklum áhuga hann tók
þátt í umræðum um fagleg málefni
tollvarða. Hann hafði hæfileika til
að leysa flókin mál og kom það sér
einkar vel fyrir okkur samstarfs-
félagana að hafa reyndan mann
með hans yfirgripsmiklu þekkingu
á tollamálum. Með trega og sorg
þurfum við að kveðja góðan dreng
allt of snemma. Eftir lifir minning
um góðan vin og samstarfsfélaga
sem við munum ekki gleyma. Fjöl-
skyldu Sveins sendum við tollverð-
ir okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ársæll Ársælsson,
formaður TFÍ.
Frændi og vinur, Sveinn Finnur
Sveinsson, hefur fellt seglið og
vonanna fley hafa öll verið dregin í
naust. Skáldið Hjálmar Jónsson
frá Bólu sagði:
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
og á þennan bitra sannleika er
minnt æ oftar eftir því sem árum
fjölgar. Og þeim mun erfiðara er
að takast á við þennan sannleika
þegar þeir kveðja sem eru á besta
aldri og sannanlega hafa alla tíð
verið fullir starfs- og vinnugleði,
aldrei setið auðum höndum, en
ætíð séð verðug verkefni framund-
an sem áskorun um að leysa vel af
hendi. Ég man fyrst eftir Sveini
Finni nokkurra ára strák, síkvik-
um, snoðklipptum, spurulum og
kátum, oftar en ekki með gúmmí-
skóna í krummafót þegar hann
kom í sveitina til ömmu og afa á
Laugalandi. Hann var óþreytandi
hvort sem var að skottast á eftir
kúnum, hlaupa í ýmiskonar sendi-
ferðir eða þá að leika sér með
krökkunum sem oftast voru margir
á heimilinu. Alls staðar þar sem
hann var var hlátur, gleði og hreyf-
ing. Þannig var allt hans lífshlaup,
en þó voru, svo sem í lífi hvers
manns, brekkur misháar sem klífa
þurfti, en þær voru fljótt að baki og
ný áskorun framundan. Sveinn
Finnur var harðduglegur og fram-
úrskarandi lagvirkur og þau eru
nokkur húsin og íbúðirnar, sem
hann meðfram fullum vinnudegi
hefur endurgert, bæði fyrir sig
sjálfan og fjölskyldu sína og einnig
til að aðstoða frændur eða vini. Um
þetta ber ljósan vott heimili þeirra
Jónínu, en ekki síður sumarbústað-
urinn í Borgarfirðinum, þar sem
þau hjónin voru einstaklega sam-
hent um að búa sér hlýjan og nota-
legan griðastað frá erli hversdags-
ins, en eins og hann sjálfur sagði,
að þó væri heilmargt sem hann ætti
eftir að gera til þess að það yrði
eins og hann vildi. Síðustu mánuð-
irnir hafa verið fjölskyldu hans erf-
iðir, en Jónína og allir aðstandend-
ur hafa staðið þétt saman og verið
einhuga um að gera honum erfiða
baráttu léttari. En nú hefur Sveinn
Finnur lagt frá sér öll áhöld og
verkfæri og gengið á móti hækk-
andi sól og bjartari dögum, þar sem
allar þrautir og sársauki eru að
baki. Megi algóður Guð styrkja
Jónínu, börnin þeirra Sveins Finns,
Lóu móður hans og systur mína, og
alla aðstandendurna á þessum erf-
iðu dögum. Farðu vel, vinur, og far-
arheill frá okkur Birnu.
Björn Björnsson.