Morgunblaðið - 23.02.2012, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 23.02.2012, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 AF EINRÆÐI Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Eins furðulegt og það kann aðvera varð mér hugsað tilNorður-Kóreu þegar ég frétti af andláti sönggyðjunnar Whitney Houston. Ekki vegna þess að söngkonan hafi haft nokkur tengsl við einræðisríkið heldur vegna mismunandi viðbragða fólks við andláti annars vegar Whitney, sem var heimsfræg fyrir ynd- isfagra rödd sína og söng, og hins vegar einræðisherrans Kims Jong- ils, sem er best þekktur fyrir að fangelsa heila þjóð og svelta. Kró- kódílatárin féllu fyrir einræð- isherrann en raunverulega sorg- mæddir aðdáendur syrgja Whitney Houston.    Fáum er hleypt inn í þessaparadís sósíalismans en bandaríska fjölmiðlakonan Lisa Ling fékk leyfi til að fylgja augn- lækninum dr. Ruit frá Nepal eftir þegar hann fór í sína árlegu ferð til Norður-Kóreu til að veita kúguðum þegnum einræðisherrans lækn- isþjónustu sem þykir sjálfsögð á Vesturlöndum og hinum siðaða heimi en er ófáanleg fyrir aðra en háttsetta hershöfðingja og embætt- ismenn í Norður-Kóreu. Þessi hug- rakki læknir og fjölmiðlakona lögðu líf sitt að veði þegar þau Eymd og alræði einræðisherrans Heimildamynd Myndin Inside – Undercover in North Korea lýsir ástandinu í Norður-Kóreu á sláandi hátt. ákváðu að gera heimildamynd um heimsóknina og ástandið í landinu. Myndin, sem heitir „Inside – Un- dercover in North Korea“ og var sýnd á National Goegraphic, sýnir vel eymdina og súrrealískan veru- leika í þessu alræmda sósíalistaríki þar sem kommúnismi og útlend- ingahatur hafa fangelsað heila þjóð.    Eina leið fréttakonunnarbandarísku til að fá leyfi til að fara inn í Norður-Kóreu var að þykjast vera hluti af læknahópi Ru- its og hefst myndin á undirbúningi þeirra í Nepal þar sem upptökubún- aður hennar er falinn innan um læknisbúnað Ruits. Strax á flugvell- inum í Katmandú í Nepal mætti þeim sex manna sendinefnd frá Norður-Kóreu sem hafði það eina verkefni að fylgja hópnum eftir hvert einasta fótmál frá upphafi til enda ferðarinnar. Vegabréf var tekið af öllum þegar komið var til Pjongjang, höfuðborgar Norður- Kóreu, og hópurinn varr algjörlega upp á miskunn einræðisríkisins kominn.    Strax við komuna til Pjongjanger ljóst að læknunum verður ekki hleypt til fátækustu hluta landsins heldur er komið með sjúk- linga sem ríkinu er þóknanlegt að fái lækningu. Það er ljóst í upphafi við komuna til Norður-Kóreu að sett er upp leikrit fyrir útlend- ingana en þrátt fyrir það er aðbún- aður og eymdin það mikil að ekkert leikrit stjórnvalda getur hulið ástandið. Kaldhæðnin leynir sér heldur ekki þar sem tækjabúnaður dr. Ruits er allur frá landi hinna frjálsu, Bandaríkjunum, sem eru helsti óvinur Norður-Kóreu. Ef hægt er að draga einhvern lærdóm af þessari frábæru heimildamynd er hann sá að veggir og múrar sem ríki reisa geta bæði þjónað þeim til- gangi að halda fólki úti en ekki síst til þess að koma í veg fyrir för fólks úr eigin landi. Þegar öllu er á botn- inn hvolft erum við öll ein- staklingar, sama hvar á hnettinum við erum fædd, og höfum sambæri- lega væntingar og vonir til lífsins, þ.e. að vera hamingjusöm og líða vel. Ég mæli með þessari mynd fyr- ir alla en vara þó við, því að hún kallar fram sterkt hatur á stjórnar- herrum í Norður-Kóreu á sama tíma og óhjákvæmilegt er að finna til með kúguðum þegnum þessa fal- lega en fátæka lands. » Veggir og múrarsem ríki reisa geta bæði þjónað þeim til- gangi að halda fólki úti og eins að koma í veg fyrir för fólks úr eigin landi. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Synthadelia Records er ný nálgun Vilmars Pedersen, tónlistarmanns, á plötufyrirtæki og tónlistarmark- aðinn. Fyrirtækið gefur eingöngu út tónlist á netinu og sér fyrirtækið um að kynna tónlistarmenn og koma tónlist þeirra í sölu á allar helstu tónlistarsíður heims á borð við iTunes, Amazon o.fl. stórar síð- ur. Spurður um upphafið og hug- myndina að fyrirtækinu segir Vilm- ar að fyrst hafi hugmyndin verið að gera þetta utan um eigin tónlist en síðan hafi fyrirtækið vaxið og dafn- að frá því það var stofnað í janúar 2011. „Synthadelia var verkefnið í kringum mína eigin tónlist en síðan fór ég að vinna með öðrum tónlist- armönnum og þetta byrjaði að vinda upp á sig,“ segir Vilmar. Fjöldi tónlistarmanna hefur gefið út tónlist sína með Synthadelia Re- cords, m.a. Inside Bilderberg, með Georg Pétri Sveinbjörnssyni, En- kídú með Þórði Hermannssyni, Zo- wie með Óskari Þór Arngrímssyni o.fl. góðum tónlistarmönnum. Frá því fyrirtækið var stofnað fyrir rúmu ári síðan hefur það gefið út 13 plötur á netinu og enn bætast við tónlistarmenn og er fyrirtækið vax- andi. Einstakir á Íslandi í útgáfu „Við erum alfarið að gefa út og kynna tónlist á netinu og ég veit ekki til þess að aðrar plötuútgáf- ur séu að sérhæfa sig eingöngu í því,“ segir Vilmar en sala á tónlist í gegnum netið hef- ur aukist gífurlega á undanförnum árum og nú er það orðið svo að geisladiskurinn virðist vera á sínum síðustu metrum. „Með tilkomu tón- listarsíðna á borð við gogoyoko og tónlist.is auk allra erlendra síðna hefur markaður með tónlist breyst. Nú kaupir fólk tónlistina frekar á netinu og hljómsveitir gefa út vínil fyrir þá sem vilja eitthvað eigu- legra og með meira söfnunargildi. Geisladiskurinn er á leiðinni út.“ Helsti kosturinn við að vera al- farið á netinu er að allur kostnaður er minni, að sögn Vilmars sem seg- ist einnig leggja mikið upp úr því að vinna meira með tónlist- armönnum en kannski almennt ger- ist hjá plötufyrirtækjum og út- gáfum. Í janúar kom Mick Pollock til liðs við útgáfuna sem sér um að dreifa og kynna diskinn hans Universal Roots. Þá segir Vilmar að Mick Pollock sé að vinna í nýjum disk með bróður sínum Danny Pollock sem komi út einhvern tíma á þessu ári. „Þau lög sem ég hef heyrt frá þeim og gætu endað á nýja diskn- um eru gott bland af kántrí tónlist, blús og fleiru. Það verður góður diskur sem ætti að ná til margra.“ Plötuútgáfa Vilmar Pedersen, stofnandi og eigandi Synthadelia Records. Ungt framsækið útgáfufyrirtæki  Synthadelia Records gefur út á netinu Rokkararnir í Rolling Stones hafa enn ekkert gefið upp um hvort sveit- in hyggst fara í tónleikaferð á þessu ári. Orðrómur um fyrirhugaða tón- leikaferð hefur þó verið í gangi og gaf Ronnie Wood honum byr undir báða vængi þegar hann gaf í skyn að sveitin væri í þann veginn að leggja í hann. „Það væri elskulegt, væri það ekki? Okkur finnst við vera komnir á þann stað að fara að túra. Ég veit ekki hvað gerist en okkur finnst öll- um í hljómsveitinni að við skuldum sjálfum okkur það og aðdáendum að fara í tónleikaferð í ár,“ sagði Ronn- ie Wood í viðtali við Radio Times. Í nóvember bárust þær fréttir af hljómsveitinni að Mick Jagger og Keith Richards hefðu verið að skipu- leggja 50 ára afmæli hljómsveit- arinnar en hún spilaði fyrst saman 12. júlí 1962. Hnökrar urðu þó á plönum þeirra þegar Richards gerði grín að manndómi Jaggers í sjálfs- ævisögu sinni. Langar alla á tónleikaferð í ár Stórstjörnur Hljómsveitin Rolling Stones verður 50 ára á þessu árin en hún kom fyrst fram 1962 og frá þeim tíma hefur hún selt 240 milljón plötur. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% THIS MEANS WAR KL. 5.45 - 8 - 10.15 14 THIS MEANS WAR LÚXUS KL. 5.45 - 8 - 10.15 14 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10 SAFE HOUSE KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.30 L CHRONICLE KL. 6 - 8 - 10 12 CONTRABAND KL. 8 - 10.30 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! FRÉTTABLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS THIS MEANS WAR KL. 8 - 10 14 SAFE HOUSE KL. 10 16 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.40 10 SÁ SEM KALLAR KL. 6 L FRÁBÆR GRÍNHASARMYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! FT/SVARTHÖFÐI.IS N.R.P., BÍÓFILMAN.IS A.E.T, MORGUNBLAÐIÐ H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ THIS MEANS WAR KL. 5.45 - 8 - 10.15 14 STAR WARS EP1 3D ÓTEXTUÐ KL. 6 - 9 10 SAFE HOUSE KL. 8 - 10.30 16 THE DESCENDANTS KL. 5 .30 L LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L TOTAL FILMBOXOFFICE MAGAZINE SVARTHÖFÐI.IS SVARTHÖFÐI.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.