SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Side 8

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Side 8
8 19. febrúar 2012 In the Land of Blood and Honey hermir af Danijel (Goran Kostic), hermanni sem berst fyrir Bosníu- Serba, og múslímsku listakonunni Ajlu (Zana Mar- janovic), sem kemur í fangabúðir sem hann hefur umsjón með. Svo vill til að fyrir stríð höfðu þau rugl- að saman reytum. Ajlu bíður það hlutverk að verða kynlífsambátt serbneskra hermanna ásamt fleiri konum í búðunum og Danijel er vandi á höndum. Ástin blossar upp á ný en eru hinar yfirþyrmandi að- stæður unga fólkinu um megn? Í Banja Luka, stærstu borg Bosníu & Hersegó- vínu þar sem Serbar eru í meirihluta, verður In the Land of Blood and Honey ekki sýnd. „Ég vildi að ég ætti kvikmyndahús í Sarajevo til að geta grætt á myndinni. Það get ég ekki hér. Þessi mynd er ein- faldlega ekki boðleg í Banja Luka,“ segir kvik- myndahúsaeigandinn Vladimir Ljevar. Í Pale kveðst laganeminn Zeljko Stanković ekki geta hugsað sér að sjá myndina. „Það yrði mjög óþægileg tilfinning. Hvernig myndi Bandaríkjamönnum líða ef þeir horfðu á mynd þar sem landar þeirra vinna slík voðaverk?“ Gamla ástkonan gerð að kynlífsambátt Angelina Jolie ásamt aðalleikurum nýju kvikmyndar- innar, Zana Marjanović og Goran Kostić. Reuters Frumraun bandarísku leikkonunnar ogmannréttindafrömuðarins Angelinu Jolieá leikstjórastóli, In the Land of Blood andHoney, hefur valdið titringi í vikunni en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín síðastliðinn mánudag og í Sarajevo, höfuðborg Bosníu & Hersegóvínu, degi síðar. Um er að ræða dramatíska ástarsögu en sögusviðið er stríðið í Bosníu fyrir um tveimur áratugum. Þykir myndin bersögul og hvergi dregið af við lýsingar á fjölda- morðum og nauðgunum Bosníu-Serba á konum í Sarajevo. Gömul sár eru ýfð upp við misjafnar undirtektir heimamanna enda ástandið ennþá eldfimt á Balkanskaganum eftir bræðravígin sem þar voru framin. Rök Jolie fyrir því að gera mynd- ina eru á hinn bóginn einföld – að halda verði sög- unni til haga. Hún sé víti til varnaðar. Jolie upplýsti í samtali við breska dagblaðið The Guardian í vikunni að sér og nokkrum serbnesk- um leikurum myndarinnar hefðu borist hótanir í kjölfar frumsýningarinnar í Sarajevo sem hún var sjálf viðstödd ásamt bónda sínum, leikaranum Brad Pitt. „Ég hef fengið sendingar og orð hafa verið látin falla í netheimum. Leikararnir hafa aldrei kvartað undan þessum hótunum við mig en ég hef heyrt annars staðar frá að þær hafi átt sér stað. Bílrúða var brotin hjá einum þeirra og aðrir lentu í því að brotist var inn í símana þeirra og tölvupóstur sendur í þeirra nafni þess efnis að þeir hefðu orðið fyrir skaða. Það er hrollvekjandi til þess að vita að fólk hugsi svona.“ Óttast ekki líkamsmeiðingar Jolie segir leikurunum hafa staðið til boða að yf- irgefa svæðið en enginn þeirra þegið það. Á hinn bóginn hætti hún við að vera viðstödd frumsýn- ingu myndarinnar í Belgrað, höfuðborg Serbíu. Það mun þó ekki hafa verið af öryggisástæðum. „Hótanir um líkamsmeiðingar trufla mig ekki mest í þessu sambandi enda hef ég komið til fjöl- margra landa þar sem bandarískum konum eins og mér, sem tala enga tæpitungu, er hótað með ýmsum hættti, Afganistans og fleiri landa.“ Fjarvera Jolie í Belgrað er þvert á móti yfirlýsing af hálfu leikstjórans. „Mér hugnast ekki að kvik- mynd sem þessi sé notuð sem tæki, allra síst á kosningaári, og að fólk skelli á hana merkimiða, án þess að hafa séð hana. Hvað þá reyni að hvetja til óhæfuverka og ofbeldis.“ Aðalleikari In the Land of Blood and Honey, Goran Kostić, er í flókinni stöðu en hann er sjálfur Bosníu-Serbi frá Sarajevo og faðir hans var yf- irmaður í hernum meðan á stríðinu stóð án þess þó að fremja glæpi, að sögn Kostić. „Það eru örugglega einhverjir tilbúnir að láta mig hafa það óþvegið,“ sagði hann við The Guardian en Kostić bjó sjálfur í Lundúnum meðan á stríðinu stóð og nú í Frakklandi. „Serbar töldu stríðið eiga rétt á sér og faðir minn stóð í þeirri meiningu að hann væri að vinna þjóð sinni gagn. Síðan fór allt úr böndunum. Faðir minn er ósáttur við margt sem átti sér stað í þessu stríði.“ Kostić segir fjölskyldu sína styðja heilshugar við bakið á sér og láta ásakanir um svik sem vind um eyru þjóta. Faðir hans á eftir að sjá myndina. Angelina Jolie kynnir mynd sína, In the Land of Blood and Honey. AP Jolie skekur Balkanskagann Fyrsta kvikmyndin sem leik- konan leikstýrir veldur titringi Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Jolie í Sarajevo ásamt manni sínum, Brad Pitt. AP Áætlað er að 100.000 manns hafi fallið í stríðinu í Bosníu & Hersegóvínu, þar af 8.000 múslímskir menn og drengir í Srebrenica árið 1995. Stríðs- dómstóllinn í Haag hefur lýst það þjóðarmorð. Talið er að allt að 50.000 konum hafi verið nauðgað, einkum músl- ímum, meðan á stríðinu stóð. Reuters 100.000 féllu, 50.000 nauðgað – fyrst og fre mst ódýr! 33%afslátturDÚ NDUR- VERÐ 998kr.kg Verð áður 1498 kr. kg Grísakótilettur

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.