SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Blaðsíða 21
19. febrúar 2012 21 annars unnið að framgangi íþróttarinnar í Bermúda og Bandaríkjunum. Fyrstur í landsliðið Árið 1978 urðu vatnaskil í ensku knatt- spyrnunni þegar svartur leikmaður varð í fyrsta skipti Englandsmeistari og lék með enska landsliðinu, téður Viv Anderson. Albert Johanneson var á mála hjá Leeds þegar liðið varð enskur meistari 1969 en lék ekki nógu marga leiki til að hljóta me- dalíu. Anderson var á hinn bóginn lyk- ilmaður í fyrsta og eina liði Nottingham Forest sem unnið hefur enska meistaratit- ilinn, lék 37 leiki af 42. Þessi álappalegi en trausti bakvörður lét raunar ekki þar við sitja heldur vann einnig deildabikarinn með Forest vorið 1978. Ári síðar bætti hann öðrum deilda- bikar og sjálfum Evrópubikarnum í safnið. Þann stóra varði Forest vorið 1980 og hef- ur þar af leiðandi oftar orðið Evrópu- en Englandsmeistari. Knattspyrnustjóri For- est á þessum tíma var sjálfur Brian Clough. Jafnaldri Andersons, Laurie Cunn- ingham, hafði árið 1977 orðið fyrsti blökkumaðurinn til að leika fyrir yngri landslið Englands, þegar hann tók þátt í leik með 21-árs liðinu. Anderson varð á hinn bóginn fyrri til að verja heiður þjóðar sinnar í a-landsleik. Það gerðist á Wem- bley 27. nóvember 1978 og var andstæð- ingurinn Tékkóslóvakía. Cunningham var næstur í röðinni, lék sinn fyrsta landsleik fyrir England gegn Wales 23. maí 1979, og varð um leið fyrsti blökkumaðurinn til að taka þátt í móts- leik, Anderson hafði leikið vináttuleik. Anderson lék alls 30 landsleiki en Cunn- ingham sex. Sá síðarnefndi lést langt fyrir aldur fram í bílslysi árið 1989. 63 þeldökkir menn hafa nú klæðst bún- ingi Englands, þeirra oftast Ashley Cole (93 leikir), Rio Ferdinand (81) og John Barnes (79). Sá síðastnefndi varð sá fyrsti úr röðum svartra til að hljóta nafnbótina „leikmaður ársins“ árið 1988, bæði hjá samtökum leikmanna og íþróttafrétta- manna. Þá lék hann með Liverpool. Íþróttafréttamenn hafa aðeins valið einn annan litaðan mann leikmann ársins, Frakkann Thierry Henry. Raunar í þrí- gang. Leikmenn hafa valið þrjá, Paul McGrath (Aston Villa), Les Ferdinand (Newcastle) og Henry (Arsenal). Ísinn brotinn Árið 1978 var líka eftirminnilegt fyrir þær sakir að þá stillti félag í fyrsta skipti upp þremur svörtum leikmönnum í einum og sama leiknum, þegar téður Cunningham, Cyrille Regis og Brendon Batson léku allir með West Bromwich Albion í efstu deild undir stjórn Rons Atkinsons. Var þeim gefið samnefnið „Gráðurnar þrjár“ eftir samnefndum sjónvarpsþætti. Allir máttu þessir menn þola kynþátta- fordóma í einni eða annarri mynd en samt var ísinn endanlega brotinn. Þeldökkir leikmenn streymdu inn í ensku knatt- spyrnuna og auðguðu hana með hæfi- leikum sínum. Ýmsir þessara svörtu leikmanna hafa líka látið sig hagsmunamál leikmanna varða, þeirra á meðal Brendon Batson, sem vann lengi ötullega fyrir samtök leik- manna, og Garth Crooks sem í eina tíð lék með Tottenham Hotspur en hann varð fyrsti svarti formaðurinn í þeim sam- tökum. Samkvæmt nýlegum tölum eru 25% allra leikmanna í ensku knattspyrnunni nú dökk á brún og brá sem er merkilegt í ljósi þess að blökkumenn eru innan við 3% bresku þjóðarinnar. Á hitt ber að vísu að líta að fjölmargir þeldökkir leikmenn í Englandi eru af öðru þjóðerni. Guði sé lof fyrir þessa þróun, segja ef- laust margir. Hefðum við viljað missa af mönnum á borð við Thierry Henry, John Barnes, Rio Ferdinand, Paul McGrath, Ryan Giggs, Ian Wright, Didier Drogba og Yaya Touré? Varla! Að ekki sé talað um Ade gamla Ak- inbiyi. ir höfuð inn á völlinn. Hann lét sig hafa það. Hann var afar teknískur leikmaður en umfram allt drengur góður. Er það ekki aðalatriðið?“ Tony Collins var samtímamaður Jo- hannesons en lék einkum í neðri deildum. Hann náði hins vegar þeim merka áfanga að verða fyrsti litaði knattspyrnustjórinn í Englandi þegar hann tók við Rochdale ár- ið 1960. Collins stýrði liðinu í gömlu 4. deildinni í sjö ár og kom því meðal annars í úrslit deildabikarsins 1962. Þar laut Rochdale í gras fyrir Norwich City en get- ur grobbað sig af því að vera eina liðið úr neðstu deild í Englandi til að leika bik- arúrslitaleik. Fyrsti þeldökki maðurinn til að stýra liði í efstu deild var Hollendingurinn Ru- ud Gullit sem var hjá Chelsea frá 1996-98. Í dag eru aðeins tveir af 92 knatt- spyrnustjórum í ensku deildunum fjórum svartir, Chris Powell (Charlton) og Chris Hughton (Birmingham City). Trebilcock brýtur blað Fyrsti blökkumaðurinn til að vinna enska bikarinn var Mike Trebilcock. Gerði meira að segja tvö mörk í 3:2-sigri Everton á Sheffield Wednesday 1966. Trebilcock, sem kom úr snauðri fjölskyldu, var nokk- uð ljós á hörund og sennilega myndi Silvio Berlusconi frekar segja að hann væri sól- brúnn en svartur. Þrátt fyrir Öskubuskuævintýrið á Wembley festi Trebilcock sig ekki í sessi hjá Everton og fór þaðan til Portsmouth 1968. Hann er enn við góða heilsu í Ástr- alíu. Meðan Trebilcock og Johanneson klifu þrítugan hamarinn í Englandi voru tveir bestu knattspyrnumenn heims svartir, Brasilíumaðurinn Pelé og Portúgalinn Eusébio. Léku þeir meðal annars listir sínar á heimsmeistaramótinu í Englandi 1966. Skömmu síðar kom Bermúdamaðurinn Clyde Best fram á sjónarsviðið með West Ham United. Stór og sterkur miðherji – og sannarlega svartur á hörund. Hann átti erfitt uppdráttar í upphafi vegna lit- arháttar síns en vann stuðningsmenn „Hamranna“ fljótt á sitt band með vask- legri framgöngu. Á þessum tíma var farið að sjónvarpa með reglubundnum hætti frá kapp- leikjum og Best hafði gríðarleg áhrif á kynslóð svartra leikmanna sem á eftir honum kom. „Á þessum árum var Clyde Best eini svarti maðurinn sem maður sá í sjónvarpi,“ sagði einn þessara manna, Viv Anderson, einu sinni í viðtali. Clyde Best er enn í fullu fjöri, sextugur að aldri, en í seinni tíð hefur hann meðal sagði Leslie sposkur í viðtali löngu seinna. Leslie var framsækinn leikmaður og skoraði á annað hundrað marka. Fyrsti svarti maðurinn, sem ekki var af blönduðum kynþætti, til að leika deild- arleik í Englandi var Alf Charles sem lék einn leik fyrir Southampton í annarri deild 1937. Síðan ekki söguna meir. Roy nokkur Brown tók við kyndlinum eftir seinna stríð en hann lék meðal ann- ars 70 leiki fyrir Stoke City í efstu deild á árunum 1946-53. Brown átti hvíta enska móður og nígerískan föður og var að sumra mati nógu góður til að leika fyrir England. Af því varð þó ekki. Hinn afríski Albert Á sjöunda áratugnum var röðin komin að blökkumanni frá Suður-Afríku að láta ljós sitt skína hjá Leeds United. Hann hét því ágæta nafni Albert Johanneson. Þessi knái vinstri-útherji lék yfir 170 leiki fyrir fé- lagið, þar af þónokkra í efstu deild og varð fyrsti þeldökki maðurinn til að taka þátt í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar, 1965. Leeds laut þó í gras gegn Liverpool. Eftir að ferlinum lauk varð Johanneson Bakkusi að bráð og lést langt fyrir aldur fram árið 1995. Hans verður þó minnst um ókomna tíð á Elland Road, ekki síst fyrir hugrekki. Johanneson mátti nefni- lega ítrekað þola apahermur, bananaköst og andstyggilegheit af öðru tagi frá stuðn- ingsmönnum annarra liða. Einn samtímamanna hans í ensku knattspyrnunni, George Best, vottaði Jo- hanneson einu sinni viðingu sína í viðtali. „Albert var hugrakkur maður, að stíga yf- sig í breska herinn. Hann hélt á vígvöllinn og vann sig hratt upp metorðastigann vegna ósérhlífni og leiðtogahæfileika. Var gerður að liðsforingja enda þótt reglur hersins bönnuðu á þessum tíma að þel- dökkir menn gegndu ábyrgðarstöðum innan hersins. Tull biðu grimm örlög – hann féll í bardaga í Frakklandi 25. mars 1918, 29 ára að aldri. Árið 1999 afhjúpaði Northampton Town minnismerki um Walter Tull á heimavelli sínum, Sixfields Stadium. Þar stendur skrifað að hann hafi alla tíð boðið fordómunum birginn og verið staðráðinn í að ryðja öllum hindrunum úr vegi. „Enda þótt hann hafi fallið frá í blóma lífsins slær hjarta hans ennþá hátt og snjallt.“ Fyrir rúmum þremur árum sýndi BBC Four sjónvarpsmynd um líf Tulls og nú eru uppi áform um að gera kvikmynd eftir handriti Phils Vasilis sem einnig hefur skrifað ævisögu Tulls. Hættu við valið Á millistríðsárunum settu sárafáir litaðir menn svip sinn á ensku knattspyrnuna, sá frægasti, Jack Leslie, lék í þrettán ár með Plymouth Argyle, frá 1921-34, aldrei þó í efstu deild. Eins og aðrir sem nefndir hafa verið til sögunnar var Leslie af hvítu og svörtu for- eldri. Hann fæddist í Lundúnum og þegar völlurinn á honum var hvað mestur kom til álita að velja hann í enska landsliðið. Það var raunar gert en valið afturkallað án skýringa. „Ætli þeir hafi ekki bara gleymt því um stundarsakir að ég var litaður,“ Tom Adeyemi bendir á áhorfandann sem svívirti hann á Anfield. Lögregla gekk í málið og Liverpool setti sökudólginn í ævilangt bann. Reuters Bakvörðurinn Viv Anderson varð fyrsti þel- dökki enski landsliðsmaðurinn árið 1978. Skotinn Andrew Watson, fyrsti blökkumað- urinn til að leika landsleik í knattspyrnu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.