SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Qupperneq 12
12 19. febrúar 2012
Þriðjudagur
Gunnar Smári Egils-
son Ég er kannski
orðinn gamall; en ég
heyri varla nokkurn mann rífast
lengur – nema þá í sjónvarpinu. Að
eiga sjónvarp er eins og að vera
óheppinn með nágranna.
Miðvikudagur
Lára Björg Björns-
dóttir Já hæ,
Rvkborg, ljósastaur-
arnir við Dunhaga (alveg upp að
Háskólabíói) loguðu ekki í morgun
en það var ekkert að gera stórkost-
lega hluti fyrir litlu börnin á leið í
Melaskólann enda keyra morðóðir
strætóbílstjórar um Hjarðarhaga
og fleiri dimmar götur. En ég smal-
aði auðvitað þeim börnum sem ég
fann á leið minni og gætti eins og
Díana heitin prinsessa. En ég get
auðvitað ekki verið alls staðar.
Þannig. Svo, vinsamlegast lagið
þetta áður en ég hringi í ykkur. Það
vill enginn.
Bryndís Björgvins-
dóttir Sólin úti fór að
skína um leið og
Álftagerðisbræður
voru settir á fóninn.
Svo mikil er aðdáun hennar á
kjöppsunum.
Fésbók
vikunnar flett
Sú var tíðin að Motorola-símar voru al-
gengir hér á landi, en enginn farsími
fyrirtækisins sló eins rækilega í gegn
og Motorola RAZR sem kom á mark-
að 2004 og síðar í endurbættum út-
gáfum. Hann var næfurþunnur sam-
lokusími, á þess tíma mælikvarða í
það minnsta, ekki nema 1,4 cm á
þykkt þar sem hann var þynnstur og
hönnunin svo glæsileg að framan af
var hann markaðssettur sem tísku-
sími. Alls seldi Motorola 130 milljón
RAZR-síma, sem er því mest seldi
sími sem fyrirtækið framleiddi og að
sögn mest seldi samlokusími sög-
unnar.
Fyrir ýmsar sakir tókst fyrirtækinu
ekki að fylgja velgengninni eftir og
þegar keppinautarnir voru að fást við
viðlíka fánýti og snertiskjái og Andr-
oid-stýrikerfi hélt Motorola sig við
gömlu hönnunina og missti af snjall-
símabyltingunni. Nú hafa menn snúið
vörn í sókn, þótt vörumerkið sé komið
í hendur nýrra eigenda, og nýi RAZR-
síminn hefur selst vel vestanhafs.
Eitt af því fyrsta sem menn taka eft-
ir er hvað síminn er þunnur, ekki
nema sjö millimetrar að þykkt þar
sem hann er þynnstur, en hann er
stór um sig annars: Þrettán senti-
metrar á hæð og um sjö sentimetr-
ar á breidd; nokkru stærri um sig til
að mynda en Samsung Galaxy S
eða iPhone.
Skjárinn er mjög flottur, 4,3 tommu
Super AMOLED og glerið sérstyrkt
Gorilla Glass. Þegar við bætist að
bakið á símanum er gert úr Kevlar,
sem er sterkara en stál sömu
þyngdar, og það að síminn er sér-
staklega vatnsvarinn er hann kom-
inn í flokk með traustustu snjall-
símum.
Síminn styður MotoCast en svo
nefnist þjónusta sem sett er
upp á heimilistölvunni og einnig
keyrð á símanum, en þá er
hægt að streyma efni úr tölv-
unni í símann. Fræðilega séð á
að vera hægt að streyma gögn-
unum utanhúss líka, þ.e. ef
heimilisvélin er sýnileg yfir net-
ið, en ég prófaði það ekki. Hitt
svínvirkaði. Ekki ósvipað Kies
Air fyrir Samsung-síma, en mun
öflugra þó.
Örgjörvinn er sprækur, 1,2 GHz
tveggja kjarna, vinnsluminni í
símanum 1 GB en innra minni
16 GB og stýrikerfið Android
2.3.5 (Gingerbread). Síminn er
með MicroUSB-tengi og einnig
HDMI-tengi (1080p). Hann er
með innbyggðu (auðvitað) GPS
og þá aGPS og sGPS.
Skotheldur snjallsími
Motorola-farsímar nutu hylli áður fyrr, en svo missti fyrirtækið af snjallsíma-
byltingunni – eða hvað? Nýr Motorola RAZR stenst samanburð við flesta ef
ekki alla snjallsíma á markaði.
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Forn frægð
Einu sinni var
Motorola RAZR