SunnudagsMogginn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2012næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Blaðsíða 16
16 19. febrúar 2012 Það kemur ekki á óvart að það erkarfa á vegg í einu herbergjannaheima hjá Brynjari Karli Sigurðs-syni. „Krakkarnir eru farnir að kasta í hana,“ segir hann og stoltið leynir sér ekki. „Hann er glúrinn þessi eins og hálfs árs.“ Og það einkennir tilveruna á Bakkaflöt í Garðabæ hversu mjög er nostrað við allt þetta smáa í tilverunni, sem fæstir leiða hugann að. Brynjar notar til dæmis ekki hefðbundinn skrifstofustól, heldur situr á stórum bolta með lofti í, þannig að vöðv- arnir eru stöðugt að halda jafnvægi – og líkaminn þjálfast um leið. Snakkið í skál- inni er hnetur, fæði sem flestir borða sem eru að grennast. Þó að hneturnar séu fit- andi er hnetufitan mjúk og hækkar ekki kólesterólið, auk þess sem þær slá vel á matarþörfina. Það er hugsað um heilsuna á þessu heimili. Byrjaði að þjálfa 10 ára Brynjar fæddist í Breiðholtinu árið 1973, bjó í Fellunum og byrjaði níu ára að æfa körfu- bolta. Ástæðan var einföld. „Ég var bara stór,“ segir hann brosandi. „Svo var pabbi að ýta á mig í þetta. Hann spilaði sjálfur körfubolta með Ármanni. Ég varð snemma nokkuð góður, varð svolítil stjarna í þess- um yngri bolta. En eftir á að hyggja er það fyndið hversu mikill íþróttaáhuginn var, ég vissi níu ára gamall að ég ætlaði að verða þjálfari og var farinn að þjálfa tíu ára. Það var minn leikur – hetjurnar voru nátt- úrlega þjálfararnir.“ En Brynjar gerir ekki mikið úr árangr- inum á þessum árum: „Svo var það bara þetta venjulega, ég spilaði í gegnum öll landsliðin, á einhverja landsleiki og fór til Ameríku 17 ára. Þar fór ég í framhaldsskóla og það hafði mikil áhrif á mig. Ég var hepp- inn með skóla, það var kaþólskur einka- skóli, mikill agi, markið sett hátt og við- miðin önnur en heima. Þarna var meira lagt upp úr liðsanda, menn fengu viður- kenningu fyrir að vera félagslega sterkir og axla ábyrgð.“ Brynjar hafði farið í æfingabúðir 13 ára í Bandaríkjunum og síðan dreymt um að komast þangað í skóla. „Þegar ég keppti með 17 ára landsliðinu hitti ég Bandaríkja- mann sem þjálfaði annað lið á mótinu og hann hjálpaði mér að komast að. Ég var eitt ár úti, byrjaði á seinna ári, kom síðan heim og spilaði í úrvalsdeildinni, aðallega með Val og Skaganum. Svo fór ég reyndar aftur út og var ár á skólastyrk, en fékk brjósklos og kom heim.“ Þá opnaðist óvænt tækifæri. „Á þeim tíma var Skaginn að fara á hausinn eftir mikla uppgangstíma, það átti að leggja nið- ur körfuboltadeildina og byrja í annarri deild. Ég óskaði eftir að fá að spreyta mig, þá var ég 25 ára, og það varð úr að ég tók við liðinu í úrvalsdeild.“ Á þessum tíma var Brynjar undir mikl- um áhrifum frá Vésteini Hafsteinssyni frjálsíþróttamanni. „Hann hjálpaði mér mikið,“ segir Brynjar. „Ég hringdi bara í hann og spurði hvernig maður eins og hann gæti hjálpað manni eins og mér. Hann spurði: „Í hvaða grein ertu?“ Ég sagði: „Körfu.“ Og hann bara byrjaði! Smám saman fór ég að hugsa eins og frjáls- íþróttaþjálfari, þar sem öll framþróun snýst um sekúndur og sekúndubrot. Það er nokkuð sem kallast stignun. Maður byrjar á að lyfta 20 kílóum tíu sinnum, svo 30 kílóum átta sinnum. Þetta er sama lögmál og hjá Míló frá Croton á Suður-Ítalíu. Hann setti nýfæddan kálf á bakið í æsku og gekk með hann á hverjum degi. Eftir því sem kálfurinn stækkaði jókst styrkur Mílosar, þar til á endanum hann var farinn að axla fullvaxið naut.“ Í framhaldi af því kviknaði sú hugmynd að þróa forrit til að halda utan um þjálf- unargögnin. „Ég æfði ólympískar lyftingar með strák sem ég vissi að ræki tölvufyr- irtæki, Guðbrandi Þorkelssyni. Ég gaf mig á tal við hann og það kom á daginn að við vorum í svipuðum pælingum, hann hafði til dæmis velt fyrir sér leikgreiningarforriti og hann og Þorvaldur Blöndal, sem er meðeigandi okkar að Sideline, höfðu for- ritað saman vísi að einkaþjálfunarforriti. Það var mikið karma í gangi þarna sem leiddi okkur saman.“ Brynjar hristir höfuðið til áherslu. „Við seldum allt sem við áttum til að fjármagna Sideline, honum hefur alltaf tekist að ráða frábært lið í kringum sig og það hefur aldrei komið til mála að gefast upp – allt er leyst. Við höfum unnið að þessu verkefni saman í tólf ár og það er rosaleg heppni að eignast svona liðsfélaga! Það er ekkert mál að fá hugmynd, annað er að fylgja henni eftir. Svo bjó hann til for- ritið og ég fór út í heim til að selja. Ég var bara með skjávarpa og tölvu og bankaði upp á – án gríns! Við bjuggum til vöru á níu mánuðum, sem var auðvitað miklu ein- faldari en hún er í dag, og réðum fullt af forriturum í vinnu. En við fengum enga fjárfesta til liðs við okkur, heldur stóðum straum af því sjálfir.“ Hann brosir að sjálfum sér. „Við vorum algjörir naglar – og svo heimskir að við gátum ekki einu sinni sannfært fjárfesta um þetta!“ Svo skellihlær hann. Algjör geggjun Fyrsta afurð Sideline var forrit til að halda utan um þjálfun með leikkerfum, tíma- seðlagerð og æfingasafni. „Það var strax hægt að setja myndir og teikningar í skjölin og myndböndin voru komin snemma, eig- inlega í fyrstu útgáfu. Þar með var komið á stafrænt form bókin, tölvan og mynd- böndin. Þetta þótti rosalega svalt!“ En þá var eftir að markaðssetja vöruna. „Ég ferðaðist í fjögur ár um Ameríku,“ segir Brynjar. „Ég ferðaðist sem samsvarar vegalengdinni á milli New York og Los Angeles á tíu daga fresti, 58 flugtök á ári innanlands í Bandaríkjunum – þetta var al- gjör geggjun! Ég vaknaði stundum á morgnana eftir þriggja til fjögurra tíma svefn og vissi ekki í hvaða ríki ég var fyrstu fimm mínúturnar, leitaði í símaskrá eða flakkaði á milli sjónvarpsstöðva. Þessi flug- stöðvahótel voru öll eins. Og það var engin orka eftir á batteríinu. Þetta rann allt sam- an og í þrjú ár vissi ég sjaldnast hvar ég færi að sofa um kvöldið – maður lét sig berast með vindinum.“ En það kom fljótt í ljós að ekki var nóg að Brynjar væri einn að selja. „Strax á öðru árinu var Guðbrandur líka farinn að selja í Bandaríkjunum. Við kynntumst sömu geð- veikinni, en þetta var svakalegt ævintýri. Síðan flutti Guðbrandur út til Svíþjóðar og opnaði skrifstofu Sideline þar, en núna nota nánast öll stærstu lið Norðulanda í helstu boltagreinunum Sideline-vörur." Merkilegt nokk þá voru fyrstu við- skiptavinirnir íslenskir. „Dagur Sigurðsson var annar til að kaupa forritið og ég er stoltastur af honum af öllum notend- unum,“ segir Brynjar. „Þá var hann enn að spila, en alveg með á nótunum og safnaði æfingum, leikkerfum og hugmyndum í sarpinn í mörg ár áður en hann byrjaði að þjálfa.“ – Og hann notar þetta ennþá? „Hann þjálfar ekki án þess.“ Fyrsti viðskiptavinurinn utan landstein- anna var úrvalsdeildarliðið Bolton. „Þá tal- aði ég við Guðna Bergsson, þetta var fyrir tólf árum og hann var enn leikmaður liðs- ins. Ég vissi ekkert um enska fótboltann og hélt að aðalþjálfarinn væri sá sem skipti öllu máli, talaði bara við hann og veitti því litla sem enga athygli þegar einhver karl sem ég hélt að væri húsvörðurinn kom inn í herbergið. En þá var það Sam Allardyce, framkvæmdastjóri félagsins. Úr því ég leit svona stórt á mig og hunsaði hann al- gjörlega, hélt bara áfram að tala við þjálf- arann, þá hefur hann ekki þorað annað en að kaupa forritið!“ Eftir það var Brynjar í Bretlandi í nokk- urn tíma, það gekk ágætlega og á meðal nýrra viðskiptavina var úrvalsdeildarliðið Chelsea. „En ég var spenntastur fyrir Am- eríku, þar var fólk af mínu sauðahúsi og markaðstækifærin óþrjótandi. Þannig að ég kom mér þangað aftur og fyrsti við- skiptavinurinn var Háskólinn í Alabama, einn af stóru skólunum þar, og það opnaði dyrnar að öðrum háskólum og ólíklegustu liðum. Það eru sterkar tengingar í þessu samfélagi, eitt leiddi af öðru og brátt var ég kominn í fyrirlestraferð um Bandaríkin!“ Forritið Sideline féll í góðan jarðveg og er notað af liðum í NBA-deildinni á borð við Miami Heat, New Jersey og Detroit, auk þess sem fyrsta NFL-liðið datt inn fyrir tveimur árum. „Til þess að það nýtist er lykilatriði að menn viti hvað þeir vilja fá út úr því,“ segir Brynjar. „Með því er hægt að margfalda áhrifin sem þjálfari hefur á liðs- Þessi stórkost- lega þjáning Á meðal þeirra sem nota Sideline Sports-þjálfunarhugbúnaðinn eru lið úr ensku úrvalsdeildinni, NBA og NFL, að ógleymdu alþjóða- körfuknattleikssambandinu. Og nú ætlar Brynjar Karl Sigurðsson að koma þjóðinni í form með þjálfun í gegnum vefinn Key Habits. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Brynjar Karl segir að allt e snúast um gildin í íþróttum „Maður þarf að vera agaðu axla ábyrgð, að geta unnið öðrum og tekið frumkvæði

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað: 19. febrúar (19.02.2012)
https://timarit.is/issue/369693

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

19. febrúar (19.02.2012)

Aðgerðir: