SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Side 35

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Side 35
19. febrúar 2012 35 Mjög lítið var um að ljósmyndir væru teknar inni í baðstofum. Þessi er tekin við jólaborðið í Haganesi í Mývatnssveit 1906. Heimilisfólkið við dúkað borð hlaðið veitingum. Á fötum eru kleinur og smákökur. Tvær skálar á fæti eru með rjóma í og vera má að drukkið sé súkkulaði. Á gaflvegg eru tvær veggklukkur báðar orðnar rúmlega átta en ganga ekki í takt, innrömmuð mynd af konu og undir henni ensk auglýsingamynd um Colman’s sterkju. Heimilisfólkið er, frá vinstri: Jónas Jónsson, Stefán Helgason, þá koma tveir óþekktir, Jóhannes Jónsson, Helgi Jónsson bóndi, Guðný Helgadóttir og Rakel Kristjánsdóttir. Að steikja laufabrauð er upprunalega norðlenskur siður og Rakel lyftir undir stafla af laufabrauði til að útskurðurinn sjáist bet- ur.Jónas og Jóhannes voru synir Rakelar. Stefán og Guðný eru börn Helga Jónssonar.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.