SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Blaðsíða 39
19. febrúar 2012 39 Jú, þeir koma alltaf annað kastið þessir dagar þar semmig dreymir um mann sem vindur sér að mér vafn-ingalaust og ræðst til atlögu með blíðmælgi og hyl-djúpri ást í augum. Tekur svo fumlaust til við að spenna upp á mér rifjahylkið, veður með lúkurnar inn fyrir og rífur út hnefastóra dýrmætið sem þar slær fyrir innan. Beina leið ratar það upp í hvoftinn á herramanninum. Hann graðgar í sig hárautt góðgætið. Ég horfi undrunaraugum á hann kjamsa á kjötinu sem kippist til í sínum taktföstu slögum undir tönnum hans og tungu. Velti því hissa fyrir mér hvort það geti virkilega verið að hann sé að kyngja hjartanu mínu. Ég fálma með fingrunum um blóðugt brjóstið og bregður við hol- rúmið. Sakna strax lífsins sem ég sé fljóta frá mér þar sem bunar dreyri úr æðum. Svona getur ástin verið grimm. Og hvaða rugl er það að sífellt skuli látið í veðri vaka að það sé eft- irsóknarvert að verða fyrir þessu ofbeldi? Það er jú gjarnan sagt að fólk sé svo óskaplega lukkulegt þegar einhver hefur gjörsamlega rænt hjarta þess. Ég hef ákveðnar efasemdir um að það geri nokkrum manni gott að láta stela úr sér líffærum. En fólk lætur sér ekki segjast, þessi stuldur er stundaður grimmt í mannheimum. Og þarf ekki til þess neina sérfróða skurðlækna. Hömlulaust fólk og ástsjúkt veður hvað í annars brjóstkassa með berum lúkum. Sumir vilja reyndar helst leggjast á alvöru skurðarborð og láta lækni fara um sig fagmannlegum, hanskaklæddum hönd- um við verkið, með tilheyrandi stáltólum. Hann hefur jú löngum verið kunnur þessi veikleiki kvenna fyrir sloppklæddum doktorum. Þau slefuðu ófá fljóðin yfir grásprengdum Clooney þar sem hann skautaði með hlustunarpípuna um hálsinn um ganga Bráðavaktarinnar. Barkaþræðandi eins og enginn væri morg- undagurinn. Kannski er hún svona örvandi tilhugsunin um að láta bjarga sér. Læknar koma jú stundum í veg fyrir að líftóran hrökkvi úr fólki. Konur eru almennt veikar fyrir gæsku þeirra sem nenna að hlúa að sjúkum og sárum. En ég held að þessi meinti læknaþokki sé einhver tegund af blæti, þetta með klæðin og græjurnar. Reyndar hitti ég lækni um daginn sem sagði mér í óspurð- um fréttum að læknar væru náttúrulausir. Þar fór það. Ætli ég kjósi þá ekki frekar að verðtryggingargeimsjávarlíf- fræðingur gleypi mig í einum bita. Viltu skera mig upp ’ Þessi meinti lækna- þokki er ein- hver tegund af blæti. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is vík, Austurver, Suðurver, Glæsibær, Grímsbær og Kjörgarður auk Skeifunnar. Kringlan, eins og verslunarmiðstöðin var nefnd, var samt sem áður fyrsta eiginlega miðstöðin og þótti algjört nýmæli að innandyra væru heilar göngugötur þaðan sem var innangert í versl- anir. Árið 1991 var svo Borgarkringlan opnuð, minni verslunar- miðstöð milli Kringlunnar og Borgarleikhússins sem hýsti meðal annars Kringlukrána og margar gjafavöruverslanir. Árið 1997 voru síðan Kringlan og Borgarkringlan tengdar saman í eina byggingu með stórri millibyggingu. Og nú þegar komið er fram á árið 2012 eru í Kringlunni starfræktar yfir 170 búðir, veitinga- og þjónustustaðir. Þar eru og bókasafn, fast- eignasala, kvikmynda- og leikhús, læknastofa, áfengisverslun og svo mætti áfram telja. Kringlan er líklega einn fjölsóttasti staður lands- ins. Á tuttugu ára afmæli Kringlunnar árið 2004 var til dæmis áætlað að þangað kæmu yfir fjórar milljónir gesta árlega. Stór verkefni eru jafnan verk margra manna og hugmyndir þróast á löngum tíma enda þótt tíminn sverfi söguna til og einfaldi umræðu. Ekki verður þó farið í grafgötur um að Kringlan var fyrst og síðast byggð að frumkvæði Skagfirðingsins Pálma Jónssonar, sem var mað- ur sem markaði skil. „Hann er duglegur bisnessmaður og hefur sýnt það í sínu lífi að hann er kraftmikill. Hefur gert marga mjög góða hluti. Hvort hann er að færast um of í fang með Kringluævintýrinu getur auðvitað aðeins sagan sagt til um, en hann hefur aldrei troðið neinum um tær með óheiðarlegum hætti og á allt gott skilið. Það er kraftur í honum,“ sagði í nærmynd af Pálma í Helgarpóstinum árið 1987, en hann lést í Reykjavík árið 1991, tæplega sjötugur að aldri. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Hvort hann er að færast um of í fang með Kringluævintýrinu getur auðvitað aðeins sagan sagt til um. Pálmi Jónsson Dúkkuútgáfur af her- toganum og hertoga- ynjunni af Cambridge koma brátt á mark- að. Mattel, framleið- andi Barbie-dúkka, tilkynnti í vikunni að fyrirtækið ætli að setja dúkkurnar á markað í apríl í tilefni af eins árs brúð- kaupsafmæli Katrínar og Vilhjálms. Dúkkurnar verða hluti af sérstakri safnaraútgáfu Barbie og verða í brúðarfötum parsins. Parið verður selt á um 12.000 krónur. Konunglegar Barbie-dúkkur Fjölskylda rússnesks milljarða- mærings keypti íbúð í New York fyrir 88 milljónir dala eða um 11 millj- arða íslenskra króna og samkvæmt frétt Wall Street Journal er þetta þar með dýrasta íbúðin í borginni. Eins og gefur að skilja er þetta engin venjuleg íbúð heldur svokölluð „penthouse“-íbúð á efstu hæðum í glæsilegu húsi sem stendur við Central Park vestan- verðan. Borgin hefur upp úr sölunni ríflega 310 millj- ónir króna vegna skatta og gjalda og fasteignasalinn græddi tæpar 440 milljónir á sölunni. Dýrasta íbúðin í New York Aðdáendur um allan heim minnast nú söngdrottningarinnar sem fallin er frá fyrir aldur fram. AP Hjónin Bobby Brown og Whitney Houston áttu sínar góðu stundir. Þessi mynd var tekin árið 1997. Reuters ’ Houston fannst látin bað- kari í herbergi sínu á Be- verly Hilton-hótelinu í Kaliforníu og er dánarorsökin ekki ljós ennþá en rannsókn stendur yfir.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.