SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Blaðsíða 33
19. febrúar 2012 33
Bárður var einn afkastamestur
þeirra ljósmyndara sem tóku
stereóskópljósmyndir, nokkurs
konar þrívídd, hér á landi á
fyrsta áratug 20. aldar. Myndina
til hliðar tók hann í Höfða árið
1910 og segir í bréfi til bróður
síns: „Sjálfur tók ég myndina af
mér á verkstæðinu með því að
búa út „fjalakött“ , hafa við
hann langt snæri og binda það
um fótinn á mér, svo þegar ég
fór að saga, hreyfði ég fótinn svo
fjalarkötturinn spratt og
klemmdi gúmíbolta, en ekki
mús!!, við það kviknaði á leift-
urlampanum og vélin tók
myndina.“ Hörður Geirsson
segir þetta sýna hugkvæmni
Bárðar og uppfinningasemi.
„Myndin heppnaðist ákaflega
vel og hefur hún eina mestu þrí-
vídd af myndum Bárðar.“
Myndaði
í þrívídd
raunirnar hafi þó ekki fullnægt ljós-
myndaáhuga Bárðar því í desember
þetta sama ári hafi hann ráðist til ljós-
myndanáms hjá Bjarna Kristni Eyjólfs-
syni ljósmyndara í Reykjavík. Nám-
skeiðsgjaldið var 100 krónur og stóð
námið til 1. apríl 1905.
Hörður segir í áðurnefndri grein í
bókinni: „Þrátt fyrir að Bárður nyti
engrar skólagöngu lét hann það ekki
aftra sér frá því að læra og hafa skrifleg
samskipti við fólk erlendis, beggja vegna
Atlantshafs. Ein af merkari nýjungum
sem hann nýtti sér var flass sem frændi
hans Thomas E. Halldorson í Bandaríkj-
unum fann upp og átti einkaleyfi á. Hét
það „Halldorson Home Portrait Flash
Lamp“ og varð til þess að Bárður gat
tekið ljósmyndir innandyra án þess að
eiga á hættu að kveikja í húsunum með
púðurflassinu.“
Þetta var árið 1906, að sögn Harðar.
Hann segir Bárð hafa skrifast á við menn
í Þýskalandi, Noregi, Danmörku og
Bandaríkjunum „til þess að fá efni til
ljósmyndagerðar og til að fylgjast með
nýjungum“.
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminja-
vörður skrifaði grein í Morgunblaðið í
fyrra, þegar sýning Bárðar var sett upp í
safninu. Hún sagði m.a. að safn hans
hefði verið lítt þekkt til þessa, en það
hefði að geyma mannamyndir og þjóð-
lífs- og staðarmyndir. „Athygli vekur að
mannlífs- og náttúrumyndir skipa í
raun hærri sess en mannamyndirnar,
sem skapar Bárði ákveðna sérstöðu.
Bárður var áhugaljósmyndari, sem hafði
myndavélina meðferðis í lífi og starfi, en
einnig atvinnumaður á sínu sviði,“ sagði
Margrét. Þjóðminjavörður skrifaði jafn-
framt: „Ljósmyndir Bárðar endurspegla
veruleika sveitunga hans. Þar má sjá
karla við slátt, fjölskyldur við borðhald,
baðstofulíf, spariklædd börn, konur á
íslenskum búningum, fólk á ferð og
stórbrotnar myndir af landslagi Norður-
lands. Áhugavert er að virða fyrir sér
útlit fólks, fatnað, húsbúnað, atburði og
umhverfi svo eitthvað sé nefnt. Bárður
hefur fangað einstök augnablik í lífi
samferðamanna sinna, og nýtur þar
trausts þeirra sem hann ljósmyndaði.
Myndir Bárðar eru fyrir vikið raunsann-
ar, lausar við tilgerð og ómetanlegar
heimildir um íslenskt bændasamfélag.
Jón Halldórsson í Kolgerði og Baldvin
Kristinsson lausamaður í Höfða saga reka
með stórviðarsög í Höfða í Höfðahverfi
1911.Talið er að þetta sé jafnvel eina ljós-
myndin sem til er hér á landi af mönnum
við þessa iðju.
Baðstofa í Máskoti í Reykjadal 1906. Heimilisfólk við dúkað kaffiborð í baðstofu. Á borði er
sykurkar með molasykri og útskorin laufabrauðskaka, mjólkurkanna og smákökur. Hús-
munir eru líkir þeim sem sjást á öðrum baðstofumyndum Bárðar, olíulampi, hornhilla með
hvítum kappa, sem á eru þurrkuð blóm og líklega ljósmynd, útsaumaður blaðadregill og
tveir skrautmunir með erlendum myndum. Fiðla hangir á vegg en hljóðfæraeign varð almenn
í Þingeyjarsýslu á seinni hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20. og tónlistariðkun útbreidd.
Ekki er vitað hverjir eru á endunum, en talið er að aðrir á myndinni séu, frá vinstri: Jónína Vil-
hjálmsdóttir, Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, Sesselja Sigurjónsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Sig-
urður Vilhjálmsson og Þóra Sigtryggsdóttir.
Maður teymir naut á Einarsstöðum í Reykjadal árið 1908. Nautið er með járnhring í nösum og
leðuról hefur verið brugðið um hausinn á því. Í bakgrunni sér í grjóthlaðin vegg.