SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 19.02.2012, Blaðsíða 47
19. febrúar 2012 47 Ég hef engan annan stað fyrir migog fjölskyldu mína,“ sagði hinn56 ára Nur Muhammond, íbúi ífátækrahverfi í Rawalapindi í Pakistan. Hann var að endurreisa íbúðar- hús sitt þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að en tvisvar á ári eru öll hús hverfisins brotin niður með öllu sem í þeim er. Íbúarnir fá nokkurra daga viðvörun og síðan er hvert einasta hús rifið og persónulegir munir, sem ekki hefur verið forðað, eyðilagðir. Landeigandinn er að tryggja sinn rétt. Sex í tólf fermetra húsi Hús Nur Muhammond er 12 fermetra og grunnur þess er nokkrir múrsteinar og leir. Gólfið er það sem móðir náttúra legg- ur til. Veggirnir eru fáfengileg spýtugrind sem er þakin með teppum, pappa, plasti og öðru því efni sem til fellur. Sex íbúar deila þessu 12 fermetra húsi en samtals eru a.m.k. 350 íbúar í hverfinu öllu, eða þessu Katchi Abadi eins og slík hverfi heita hér í Pakistan. Þau skipta hundruðum í hverri einustu borg, sum smærri og sum miklu stærri. Óöryggi og réttleysi einkenna þessar byggðir. Þegar Morgunblaðið ber að eru tveir miðaldra húsráðendur við smíðar. Sá sem við hittum fyrr vill ekki við okkur tala og hefur miklar áhyggjur af því að blaða- maður sé sérstaklega kominn til að taka andlitsmyndir af konu hans og dætrum. Slíkt varðar við sæmd og heiður fjöl- skyldunnar. Konurnar eru hér á heimavelli og hylja því ekki andlit sitt og sumar þeirra eru fríðleikskonur, hreinar og skarta flestar eðalsteini í nasavæng. Ein þeirra situr með stálpaðri dóttur sinni og leitar lúsa í hársverði þeirrar síðarnefndu. Aðrar fást við matseld og þvotta en karlmenn eru hér áberandi færri en kvenfólkið. Það eru þeir sem fara um götur, leita að vinnu og betla. Kona sem á fjölskyldu stundar ekki betl á götum úti í múslimalandi. Gleymnir stjórnmálamenn Hverfið sem Morgunblaðið heimsótti er á landi sem Járnbrautir Pakistans eiga og hreysin eru hér fast við teinana. Börnin í hverfinu leika sér á þeim og læra fljótt að hlaupa frá þegar lestin kemur æðandi. Skýringar forsvarsmanna járnbrautanna á hinum tíðu húsbrotum eru að þeir ætli sér að nota þetta land og hafi réttarúrskurð fyrir því að þeir megi brjóta húsin. „Hingað koma stjórnmálamenn á fjög- urra ára fresti og lofa því að finna okkur varanlegan samastað þar sem við getum reist okkar hús en það er gleymt um leið og kosningar eru afstaðnar,“ sögðu þeir Sharif og Imran, íbúar hverfisins, í sam- tali við Saeed Ahmed, blaðamann hér í Rawalapindi. Fyrir tilviljun er það vinnufélagi Ahmeds blaðamanns á The News Int- ernational sem aðstoðar Morgunblaðið á leið um hverfið og á eftir setjumst við yfir tebolla á ritstjórn þeirra félaga Ahmeds og Idris Abasi. Þeir eru varkárir í yfirlýs- ingum en segjast ekki í neinum vafa um að þetta fólk sé algjörlega réttlaust. Ah- med hafði samband við tvo af þeim þing- mönnum sem gáfu íbúunum fyrirheit um úrbætur við síðustu kosningar. Hvorugur þeirra fellst nú á að svæðið tilheyri þeirra kjördæmi og þeir vísa þar hvor á annan. Þrjátíu og fimm ár í hreysi Nur Muhammond er dæmigerður íbúi í fátækrahverfi í Pakistanskri borg. Hann er aðfluttur í Rawalapindi en hefur samt búið þar í 35 ár, öll árin í þessu ólögulega hreysi á ólöglegu landi. Eins og er treystir hann á son sinn sem er nú í tímabundnu starfi. Annar sonur hans aðstoðar við húsbygginguna. „Ég vil ekkert endilega búa hér, ef þið getið útvegað mér annað land þá vil ég endilega fara en það er enginn til í að hjálpa okkur,“ sagði Nur Muhammond í samtali við Morgunblaðið. Bjarni Harðarson skrifar frá Pakistan Húsin eru brotin niður tvisvar á ári Ljósmyndir/Bjarni Harðarson Bjarni Harðarson Fjölskyldulíf í Katchi Abadi við Mareer Chowk. Móðir leitar að lúsum í hársverði dóttur sinnar. „Nur Muhammond býr í fátæktarhverfi í Rawalapindi og segir engan tilbúinn að hjálpa íbúunum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.