SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 2

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 2
2 26. febrúar 2012 Við mælum með 1. til 3. mars Áhugamenn um nýja og spenn- andi tónlist ættu að taka frá dag- ana 1. til 3. mars en þá hleypir Sinfóníuhljómsveit Íslands nýrri tónlistarhátíð af stokkunum í Hörpu, Tectonics. Tvö tónskáld verða í sérstökum brennidepli, Bandaríkjamaðurinn John Cage og Magnús Blöndal Jóhannsson. Morgunblaðið/Sverrir Tectonics í Hörpu 4-8 Vikuspeglar Er Evrópa móðir allra lasta? Chelsea og Manchester City eyða lang- mestu í leikmenn. Og spáð í spilin fyrir Óskarsverðlaunin. 24 Konan með langa trefilinn Listakonan Fríða Björk á Siglufirði þekur vinnustofuna með Mogg- anum, klósettið með Andrési og stóð fyrir gerð trefils sem náði frá Siglufirði til Ólafsfjarðar. 34 Þriðja kynið viðurkennt í Pak- istan Hijdrurnar í Austurlöndum hafa fylgt menningarsögunni í árþúsund en mannréttindabarátta þeirra er rétt að hefjast. 26 Smíða kafbáta og eld- flaugar Daníel Guðmundsson stýrir verkstæðinu Vélvík og er í essinu sínu á Harley Davidson. 31 Þessu lýkur aldrei! Karl Sigurbjörnsson er nýkominn frá Malaví og Kenía, þar sem Íslendingar leggja sitt af mörkum til hjálparstarfs. 36 Lindubuffið komið heim Hjón opnuðu steikhús í gamla Lindu-húsinu á Akureyri. 39 Nauðsyn þess að geta talað um kynlíf Kynfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright fjallar um viðbrögð sam- félags við kynferðislegu ofbeldi. Lesbók 47 Söngur og ástríða Gunnar Guðbjörnsson heldur úti menningarumfjöllun á netinu og er hættur við að hætta óperusöngnum. 6 38 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Sunnu Sigurðardóttur. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið Hvað er merkilegt við aðalfund Blóð-gjafafélag Íslands? Hvernig getur slík-ur fundur gefið tilefni til pistlaskrifa?Kosið í stjórn, ársreikningur sam- þykktur, framtíðarmálefni rædd. Er þetta ekki eins og hver annar aðalfundur? Svarið er einfald- lega: Nei. Á aðalfundi Blóðgjafafélag Íslands eru samankomnir þeir einstaklingar sem eiga stærstu innistæðurnar í einum mikilvægasta og merkileg- asta banka okkar Íslendinga, Blóðbankanum. Þessir innistæðueigendur gera engar kröfur á bankann aðrar en þær að hann hugi vel að því sem lagt er inn, sem bankinn og gerir. Enginn af inn- stæðueigendunum vill þurfa taka út úr þessum banka en gerir sér grein fyrir að þeir og þeirra nánustu gætu þurft á því að halda og því er betra að hann sé ríkur af rauðfljótandi gulli. Formaður Blóðgjafafélagsins, Ólafur Helgi Kjartansson, leggur til að félagsmenn greiði fé- lagsgjöld með blóði sínu fremur en peningum, sú tillaga er einróma samþykkt. Áhyggjur formanns yfir minnkandi innlögnum á síðastliðnu ári eru þónokkrar. Félagsmenn eru því hvattir til að breiða út boðskapinn. Þegar aðalfundi hefur verið slitið safnast stjórn- armenn saman í pontu og kalla heiðursblóðgjafa upp hvern á fætur öðrum. Margir hafa ekki séð sér fært að mæta en stór hluti er kominn til að taka á móti viðurkenningum sínum. Yngsta stúlkan til að taka á móti heiðursviðurkenningu gerir það þetta kvöld. Hún er fædd árið 1983 og hefur gefið blóð 35 sinnum. Hún tekur stolt á móti viðurkenningu sinni, enda er framlag hennar til samfélagsins ómetanlegt. Frá stofnun Blóðbankans hafa þrír blóðgjafar verið heiðraðir fyrir að gefa blóð 150 sinnum. Þetta kvöld bætast fjórir í þann hóp. Lófaklappið er mikið þegar þeir taka á móti við- urkenningum sínum. Meðal þeirra er formaðurinn sjálfur, Ólafur Helgi. Samtals hafa þessir fjórir menn gefið 270 lítra af blóði. Heiðursverðlaunahafar og stjórn sameinast í spjalli yfir veitingum að afendingunni lokinni. „Systir mín var að vinna í Blóðbankanum og ég fór reglulega til hennar. Svo þegar komið var með nýja vél svo hægt væri að gefa blóðflögur var ég fenginn sem tilraunadýr. Þá var blóðinu dælt úr annarri hendi, flögurnar unnar og blóðinu svo aft- ur dælt inn í hina höndina. Þannig sat maður í 90 mínútur á meðan vélin vann. Ég fann fljótt hvað þörfin var mikil og það var stundum beðið eftir pokanum á meðan verið var að vinna flögurnar. Ég hef því gefið reglulega bæði blóð og blóðflögur og notið stuðnings frá vinnuveitanda sem gefur mér alltaf launað leyfi til að komast í blóð- flögugjöf. Fleiri fyrirtæki mættu vissulega taka það upp,“ segir einn blóðgjafi yfir kaffibollanum. Hvort sem Íslendingar þurfa að leggja inn fyrir ógreiddri blóðskuld, yfirvofandi úttekt eða til þess eins að gera góðverk eru þeir sem geta hvattir til að heimsækja Blóðbankann og láta af hendi 450 millilítra af hinum dýrmæta rauða vökva. Hið dásamlega starfsfólk bankans mun svo launa gjöf- um ríkulega með bæði góðmennsku og góðgæti. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Ólafur Helgi, Gísli, Páll Jóhann og Brynjar voru heiðraðir fyrir að hafa gefið blóð 150 sinnum, eða 67,5 lítra hver. (C) MOTIV, Jón Svavarsson Gáfu 270 lítra af blóði Söngskólanum í Reykjavík Í dag, laug- ardag, er „Dagur tón- listarskólanna“. Í Söngskól- anum í Reykjavík er honum fagnað með opnu húsi og dag- skrá í Snorrabúð, tónleikasal skólans Snorrabraut 54 frá kl. 14-17.30. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir! Rúrí Í Listasafni Ís- lands verður opnuð um næstu helgi yf- irlitssýning á verkum Rúríar. Á sýningunni gefur að líta helstu verk Rúríar auk mynda af mörgum þekktustu gjörningum hennar, um 100 verk, bæði stór og smá. – fyrst og fre mst ódýr! 1498kr.kg Lambalæri með trönuberja og epla marineringu DÚNDUR- VERÐ

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.