SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 8

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 8
8 26. febrúar 2012 Leikkonan Melissa McCarthy sló eftirminnilega í gegn í hlutverki hinnar hreinskilnu og miður kvenlegu Meg- an í kvikmyndinni Bridesmaids á síðasta ári. Sú mynd hefur slegið í gegn víða um heim bæði meðal áhorf- enda og gagnrýnenda. Melissa er tilnefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir leik í aukahlutverki í þeirri mynd. Þá er Bridesmaids einnig tilnefnd fyrir besta handrit. Melissa er bóndadóttir frá Illinois og hóf feril sinn sem uppistandari í New York og kom víða fram og skemmti. Hún tók að sér fjölda hlutverka í sjónvarps- þáttum áður en hún fékk stóra tækifærið árið 2000 með leik í kvikmyndinni Gilmore girls. Næstu tíu ár hélt hún áfram sem skemmtikraftur þar til hún fékk aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum Mike & Molly árið 2010. Hún hlaut fyrir skömmu Emmy-verðlaunin fyrir hlutverk sitt í þeim þáttum. Melissa er gift framleið- andanum og leikaranum Ben Falcone og þau eiga saman tvær dætur. Tilnefnd fyrir hlutverk sitt í Bridesmaids Melissa McCarthy sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Megan í kvikmyndinni Bridesmaids. Reuters Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í 84.sinn í Kaliforníu á sunnudagskvöld. Væntamá að mikið verði um dýrðir eins og und-anfarin ár í þessu stærsta teiti í Hollywood. Tilnefningar voru kynntar fyrir réttum mánuði og vekja þær jafnan misjöfn viðbrögð, enda miklu fjármagni varið í kvikmyndagerð og mikið í húfi fyrir framleiðendur og aðra sem standa að kvikmyndagerð. The Artist þykir sigurstrangleg Að þessu sinni eru níu kvikmyndir tilnefndar sem besta mynd. Þeirri venju að tilnefna fimm kvikmyndir í þeim flokki var breytt fyrir tveimur árum, en áður voru þær tíu. Myndirnar eru The Artist, The Descendants, Extre- mely Loud & Incredibly Close, The Help, Hugo, Midnight in Paris, Moneyball, The Tree of Life og War Horse. Þær myndir sem fá flestar tilnefningar þykja jafnan sig- urstranglegar, en í ár eru það myndirnar Hugo með 11 til- nefningar og The Artist með tíu, en flestir gagnrýnendur telja þá síðarnefndu vænlegasta til að hreppa hnossið. Ef marka má harmakvein gagnrýnenda ætti hinsvegar að vera óhætt að fullyrða að kvikmyndin Extremely Loud & Incredibly Close verði lítt ágengt. Þeir finna myndinni flest til foráttu. En hver veit? Gary Oldman tilnefndur í fyrsta sinn George Clooney er meðal þeirra sem tilnefndir eru fyrir bestan leik í aðalhlutverki, en hann fékk Óskarinn árið 2006 fyrir leik í aukahlutverki í myndinni Syriana. Nú er hann tilnefndur fyrir myndina Descendants. Gary Old- man fær sína fyrstu Óskarstilnefningu, en hann hefur hlotið margar aðrar viðurkenningar á sínum ferli. Það má kallast gott þegar horft er til þess að hann fetar í fótspor stórleikarans Alec Guinness í Tinker Tailor Soldier Spy. Í hópi tilnefndra er Brad Pitt en hann hefur þrisvar áður verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Þá er Glenn Close tilnefnd fyrir leik í aðalhlutverki í myndinni Albert Nobbs. Það er sjötta tilnefning hennar en hún hefur aldrei hreppt hnossið. Annað má segja um Meryl Streep sem til- nefnd er fyrir hlutverk sitt í The Iron Lady. Hún hefur tvisvar hlotið Óskarsverðlaun og alls þrettán tilnefningar. Af þeim sem tilnefnd eru í ár er Woody Allen þó sá sem langoftast hefur verið tilnefndur eða 23 sinnum. Þrisvar hefur hann hlotið verðlaun; sem leikari, leikstjóri og handritshöfundur. Búast má við spennandi keppni og jafnvel óvæntum úrslitum. The Artist er meðal þeirra sem keppa um Óskarinn. Hér eru aðalleikaranir, Jean Dujardin sem leikur George Valentin, og Berenice Bejo, sem leikur Peppy Miller. Hún er einnig tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki. AP Hverjir hreppa óskarinn? Gamalkunnir verðlaunahafar tilnefndir en einnig ný andlit Vikuspegill Olga Björt Þórðardóttir Glenn Close er tilnefnd fyrir leik í aðalhlutverki í myndinni Albert Nobbs. AP Reuters Kynnir í níunda sinn Gamanleikarinn Billy Crystal er kynnir hátíðarinnar í ár. Þetta er í níunda sinn sem hann gegnir því mikilvæga en krefjandi hlutverki. Síðast var hann kynnir á 76. verðlaunahátíðinni árið 2004. Metið á leikarinn Bob Hope, en hann kynnti á hátíðinni alls nítján sinn- um á 38 árum. Leikkonan Whoopi Goldberg hefur oftast kvenna verið kynnir, eða fjórum sinnum.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.