SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Qupperneq 12
12 26. febrúar 2012
Mánudagur
Steinþór Helgi
Arnsteinsson
Ok. Fólk sem er ekki
með emailið sitt og/
eða símanúmerið
sitt í info á Flettismettinu STEP UP
YOUR NETWORKING!
#égdjammatilaðnetworka
Miðvikudagur
Björt Ólafsdóttir
hvernig kemur maður
barni í öskudagsbún-
ing!
Andrés Jónsson
LUV Dagurinn er að
virka. Ég fékk áðan
tengslabeiðni frá ein-
um á Internetinu
sem ég var óvart einu sinni dálítið
vondur við :)
Föstudagur
Elísabet Kristín
Jökulsdóttir
Tvíburarnir mínir voru
stundum að gera
dyraat hjá hjónum í
næstnæsta húsi þegar þeir voru
litlir, þá voru þeir leystir út með
gjöfum af þessum hjónum,...-
Fésbók
vikunnar flett
Windows hefur áður gert atlögu að
farsímastýrikerfi, en með takmörk-
uðum árangri. Menn hafa þó greini-
lega lært af reynslunni eins og sann-
ast á því að Windows 7.5 fyrir
farsíma, sem kallast Mango, hefur
fengið framúrskarandi dóma hjá flest-
um sem um hafa fjallað. Þar nýtur fyr-
irtækið ekki síst góðs af því að flestir
símanotendur þekkja hugbúnað frá
Microsoft, eins og til að mynda Off-
ice-pakkann, en farsímaútgáfa Office
fylgir og eins aðgangur að SkyDrive,
sem er ókeypis þjónusta frá Microsoft
með 25 GB plássi fyrir gögn, myndir,
skjöl, músík og þar fram eftir göt-
unum.
Ekki er bara að Microsoft-menn
hafa nýtt ýmislegt úr borðtölvuheim-
inum, heldur sækja þeir líka inn-
blástur í símaheiminn í næstu útgáfu
af Windows sem væntanleg er á
árinu, Windows 8, en viðmót á því
verður víst mjög áþekkt því sem er á
Windows-farsímum og spjaldtölvum.
Það er og eitt það fyrsta sem menn
falla fyrir á Windows-snjallsímum og
að vonum – upphafsskjár Windows-
síma er sérdeilis aðgengi- og
skemmtilegur.
Síminn er nettur og fer vel í hendi með rúnn-
aða kanta og því gott að nota með einni
hendi; 11,5 x 5,8 x 1 cm. Hann er líka til-
tölulega léttur, 115 g, en virkar þó traust-
ur, ekki síst fyrir það að rafhlöðulokið á
bakinu er úr málmi. Minni sími þýðir nátt-
úrlega minni skjár, en hann er þó nógu
stór fannst mér.
Skjárinn er 3,7" Super AMOLED, bjart-
ur og góður, litir mjög góðir reyndar.
Upplausnin er 480x800 dílar. Skjárinn
dugði vel til útibrúks þó ekki hafi tek-
ist að skoða hann í björtu sólskini,
kíki kannski á það í sumar. Neðst á
framhliðinni eru bakk-hnappur, leit-
arhnappur og svo heimahnappur í
miðjunni, eins og á öllum Wind-
ows-símum reyndar.
Myndavélin er 5 Mdíla
með flassi og tekur 720
díla hreyfimyndir. Á fram-
hliðinni er myndavél fyrir
myndsímasamtöl. Mér
finnst það kostur að á sím-
anum er sérstakur hnappur
fyrir myndatökur, enda ólíkt
þægilegra en að smella á
skjáinn.
Vafrinn í símanum er Int-
ernet Explorer, nema hvað,
en útgáfan er IE9 á sterum;
snöggur og þægilegur og sá
hraðasti sem ég hef prófað
til þessa á farsíma. Hann er
líka sá þægilegasti í notkun
almennt; hvenær kemur
Android-útgáfan?
Windows í símann
Undanfarna mánuði hefur allt snúist um Android og iPhone, en nú loks slást
fyrstu Windows-símarnir í leikinn. Samsung varð næststærsti snjallsímafram-
leiðandi heims með Android-símum og sækir nú fram með Windows.
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Mango er málið
Snjallt stýrikerfi
fyrir snjallsíma