SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Page 16

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Page 16
algjörri einlægni. Þetta bara tókst svona vel og við fundum strax að við gátum talað rosalega vel saman. Textinn og hug- myndin í kringum bókina eru frekar flók- in. Þetta var svolítið stór biti, nokkuð sem maður þarf að geta lesið úr og skilið á ýmsa vegu. Þetta verkefni krafðist þess strax að það væru góð samskipti og góð tenging okkar á milli.“ Gamli sálfræðiáhuginn fléttast inn í margt sem hún er að gera núna. „Margt í þessu er dálítið samfélagslegt, með vísun í manneskjulegu hliðina, vísun í sam- félagsleg gildi og pælingar. Hvað er eðli og hvað er lært? Er raunverulega til eitthvað sem er gott eða illt?“ Hægt að gefa svo margt til kynna Við lestur myndasagnanna í bókinni er gaman að velta fyrir sér hvernig orð og texti kallast á og hvað það er hægt að segja mikið með mynd. „Maður getur verið svo lúmskur með myndirnar og ég meina það á góðan hátt! Það er hægt að gefa svo margt til kynna. Þú ert ekki að mata fólk á einu eða neinu. Þeir sem vilja geta fundið ýmislegt, alls- konar litlar pælingar. Það er gaman að vinna myndir með texta því í raun á myndin ekki endilega að endurspegla það sem textinn er að segja heldur gefa þér meiri dýpt. Þetta er dálítið viðkvæmt samspil en mjög spennandi.“ Myndasögur fyrir fullorðna eru nokkuð sem Sunna hefur mikinn áhuga á. „Þetta eru engar barnasögur heldur verið að taka fyrir þung málefni með heimspekipæl- ingum. Þetta var mikil vinna. Það liggur mikil vinna á bak við myndskreytingar og myndasögur almennt. Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því. Maður þarf að kynna sér efnið vel. Maður þarf að vita nákvæm- lega hvað maður er að fara að segja og ákveða hvernig maður ætlar að tjá það og hvað maður ætlar að gefa í skyn. Það þarf að stúdera efnið mikið fyrirfram.“ Hægt að ryðga í teikningu Það að geta teiknað er auðvitað hæfileiki en eins og svo margir hæfileikar krefst hann þess að vera ræktaður. Áður óbirt blaðsíða úr myndasögubók, sem Sunna er að vinna að um þessar mundir. Þessi mynd er einn metri á hæð og máluð með óvenjulegu litarefni, kaffi. Annað verkefni frá námsárunum í Kanada. Þessi hugsanakort er að finna inni í hausbókinni. ’ Ég áttaði mig á því að ég var ekki að fara að einbeita mér að gall- eríum. Ég er hrifnari af hugmyndum um fjölföldun, að dreifa verkinu svo margir geti notið þess. 16 26. febrúar 2012

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.