SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Page 17
„Teikning er mjög mikil þjálfun. Það er
hægt að ryðga alveg virkilega mikið ef
maður teiknar ekki í einhvern tíma.“
En hvernig var vinnan við þessa bók?
„Þetta er auðvitað ekki níu til fimm
vinna og svo slekkur maður á heilanum.
Maður er alltaf með þetta í höfðinu þó sjálf
teiknivinnan taki ekki alltaf mestan tím-
ann. En það þarf að skissa fyrst tillögur og
svo hreinteikna, setja upp blaðsíðuna og
skoða hvaða rammar virka og hverjir
ekki. Mér fannst gott að setja mér fasta
tíma í þetta, vakna snemma og byrja dag-
inn á góðu kaffi,“ segir hún en það þarf
auðvitað að hafa öguð vinnubrögð í svona
vinnu.
„Ég vinn mikið ein og þá verður maður
að vera ennþá harðari við sig. En það er
jafn nauðsynlegt að kunna að taka hlé og
að taka skorpur,“ útskýrir Sunna.
Bókin var hennar eldskírn
„Þessi bók var eldskírn fyrir mig. Þó ég
hafi unnið að mínum myndasögum fyrir
sjálfa mig hef ég mest unnið verkefni af
öðru tagi. Ég hef verið að gera lógó, plak-
öt, bæklinga og ýmislegt tilfallandi. Þetta
var draumaverkefnið mitt, að fá að vinna
með svona góðum rithöfundi í fullorð-
insmyndasögu. Ég kynntist þeim svo vel í
Montréal en hún er ein af þessum borgum
sem eiga ríkulega myndasöguhefð. Þar er
myndasögum sýnd virðing sem list-
formi.“
En hérlendis?
„Mér finnst við ekki komin neitt rosa-
lega langt. Það er ekki hefð fyrir mynda-
sögum hérlendis. Fólk verður að vera op-
ið, þetta er oft misskilið hér.
Myndskreytingar og teikningar eru settar
í eitt hólf, eins og þær séu bara eitthvert
skraut. Þær fá ekki alveg sinn réttmæta
sess sem listgrein.“
Hádramatískar og heimspekilegar
Hún segir líka að myndasögur séu alls
ekki bara fyndnar. „Þær geta verið há-
dramatískar og heimspekilegar. Ég elska
Tove Jansson og gömlu Múmínbækurnar
hennar,“ segir Sunna sem er mjög hrifin
af því sem hún kallar „einlæga dagbók-
arformið“. Aðrir höfundar sem hún held-
ur uppá eru Julie Doucet, sem er einmitt
frá Montréal og Craig Thompson. „Hann
er góður í einlægri frásögn,“ segir hún en
bækur hans eru sjálfsævisögulegar.
Hver eru næstu skref hjá þér?
„Ég myndi segja að næstu skref hjá mér
væru að vinna að minni eigin bók. Það er
nokkuð sem ég er búin að vera að hugsa
upp og setja saman í mjög langan tíma.
Mér finnst núna vera rétti tíminn til að
gera alvöru úr því.“
Hvernig verður fyrsta myndasögubók
Sunnu Sigurðardóttur? Má búast við því
að hún verði í þessum sjálfsævisögulega
stíl?
„Ég held að það sé rosalega erfitt að
sleppa undan því að draga sjálfan sig alltaf
óvart inn í teikninguna. Ég held það sé
óumflýjanlegt ef maður fer út í einlægar
pælingar og vangaveltur. Mér finnst fólk
sem þorir að vera einlægt spennandi. Ég
trúi því að lesandinn tengi almennt meira
við þannig efni. Mér finnst svo skemmti-
leg þessi samvitund manneskja. Ég held
að við séum öll líkari en við þorum að við-
urkenna. Lífskrísur eru nokkuð sem flest-
ir kannast við en fæstir vilja auglýsa. Mér
finnst manneskjulega hliðin á okkur öll-
um skemmtilegt viðfangsefni og finnst
auðveldast að taka sjálfa mig sem dæmi í
gegnum mínar sögur af því að það er
hreinlega auðveldast, ég þekki sjálfa mig
best af öllum býst ég við,“ segir Sunna
sem hefur gaman af „drungalegum sjálfs-
hæðnishúmor“.
„Mér finnst líka freistandi að gera dálít-
ið grín að þessu alvarlegu pælingum. Það
getur verið gott að fatta hvað maður er
hlægilegur í eigin dramatík. Þetta þarf
ekki að vera sorglegt þó viðfangsefnið sé
þungt heldur getur einmitt orðið fyndið.“
Síða úr bók sem hún gerði í námi í
Kanada og tengist flöskutöppum en
hér eru þeir notaðir til að tefla. Skólinn
hafði umhverfisvæna stefnu. Mynd máluð með bleki og vatnslitum.
Stóllinn sem Sunna gerði á námsárunum í Hollandi og hlaut fyrir fyrstu verðlaun í hús-
gagnahönnunarsamkeppni.
Í bókinni Allt með kossi vekur eftir Guðrúnu
Evu Mínervudóttur eru þrjár myndasögur
eftir Sunnu Sigurðardóttur. Þær eru teikn-
aðar í þrenns konar gjörólíkum stíl og seg-
ist Sunna hafa verið að „hoppa í gegnum
sögu myndasagnanna“.
„Ég hef svo mikinn áhuga á þessu og
finnst gaman að því hvað er hægt að segja
mikið í gegnum myndir og hægt að gefa öll
þessi undirliggjandi skilaboð. Það þarf ekki
að stafa þetta út. Hver og einn skilur sög-
una á sinn hátt og það er frábært.“
Í upphafi átti verkefnið að vera smærra í
sniðum en það vatt uppá sig því samstarfið
var svo gott. „Við fórum að sjá að það borg-
aði sig ekki að klippa þetta niður. Guð-
rún Eva gaf mér heilmikið frelsi. Ég
fékk textabútinn í hendurnar og
hafði svo frjálsar hendur. Eins og
með persónurnar, ég þurfti að
finna út úr þeim sjálf og líka öllu
umhverfi. Ég var pínu hrædd við
þetta fyrst því þetta er Bibl-
íutengt og það eru allir með sínar
fyrirfram ákveðnu hugmyndir um
Adam og Evu,“ segir hún um fyrstu og
veigamestu söguna.
„Ég hitti Guðrúnu Evu alltaf og sýndi
henni hvað ég var að vinna með, mest fyrst
en þegar fór að líða á hittumst við sjaldnar
og fórum þá yfir meira efni. Það var draum-
ur fyrir mig sem teiknara að fá að túlka
þetta svona mikið sjálf,“ segir hún en
meðfylgjandi myndir eru allar úr bók-
inni, ein úr hverri sögu.
Hoppað í gegnum
sögu mynda-
sagnanna
26. febrúar 2012 17