SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Blaðsíða 24
Fríða Björk starfar í elstu banka-stofnun landsins, Sparisjóði Siglu-fjarðar, fyrri hluta dags en sinnirlistsköpun eftir það. Eiginmað- urinn, Unnar Már Pétursson, passar pen- inga sjávarútvegsfyrirtækisins Ramma; er fjármálastjóri þar, og saman sinna þau einkasyninum Mikael Má, 10 hrossum og einum ketti. Listakonan ólst upp í höfuðborginni, bjó í götunni þar sem Myndlistarskólinn í Reykjavík var til húsa og sótti fjölda nám- skeiða á yngri árum en lauk ekki formlegu námi. Segist því líklega ekki geta kallað sig Listamann með stóra L-inu en það valdi henni ekki áhyggjum. Aðalmálið sé að hún hafi afskaplega gaman af því sem hún fæst við og geti aðrir notið þess sé það skemmtilegur bónus. Og þótt prófgráða sé ekki fyrir hendi skortir ekkert á hugmyndaflugið; hug- myndirnar bókstaflega hrannast upp hjá listakonunni. „Ég hef alltaf verið svona og get ekkert að því gert,“ segir hún eins og í afsökunartóni þegar trefilinn fræga og fjölda annarra hugmynda ber á góma. „Ég er alltaf með skissubók á mér, skrifa strax niður hugmyndir svo ég gleymi þeim ekki og á þess vegna nóg til.“ Fríða Björk og Unnar Már hafa búið á Siglufirði síðan 1993. Hún er fædd og upp- alin í Reykjavík, hann er frá Hofsósi en þau kynntust í borginni. „Við bjuggum í rúm þrjú ár á Sauðárkróki og ætluðum svo að vera eitt ár hér, en erum hér enn,“ segir Fríða Björk, sem játar því að líklega sé hún orðin Siglfirðingur eftir tæpa tvo áratugi á staðnum. „Hér er mjög gott að vera. Sigl- firðingar eru gott fólk, staðurinn er fal- legur og ég er því hæstánægð hér.“ Vinnustofan mikil blessun Hjónin búa við Túngötu á Siglufirði og árið 2005 keyptu þau gamalt hús steinsnar frá, sannkallað fjölnotahús því þar hefur Fríða Björk vinnuaðstöðu en einnig er gesta- Fríða við þann fyrsta af þremur stórum hnyklum sem hún ætlar að gera úr treflinum. Einn verður á vinnustofu hennar en hinir verða opinverlega varðveittir á Ólafsfirði og Siglufirði. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Konan með langa trefilinn Fríða Björk Gylfadóttir fékk óvenjulega hugmynd fyrir nokkru misserum og sú varð að veruleika; lopatrefill sem náði frá Siglufirði til Ólafsfjarðar og innsiglaði sameiningu sveitarfélaganna. Texti og myndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Mikael Már á baðherbergi vinnustofunnar. Veggirnir eru skreyttir myndum úr Andrésblöðum. 24 26. febrúar 2012

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.