SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Qupperneq 25
Fríða hefur unnið
með stóla ́á marg-
víslegan hátt. Til
hægri er sessan
hluti úr treflinum
fræga sem náði
á milli Ólafs-
fjarðar og
Siglufjarðar.
herbergi og þar halda þau árlega skötu-
veislu á Þorláksmessu.Og þar var haldin
fermingarveisla sonarins í fyrra.„Það er
stutt fyrir mig að fara, vinnustofan er beint
hinum megin við götuna,“ segir hún og
hlær. Og enn meira þegar blaðamaður spyr
hvort ekki sé stutt að fara á milli hvaða
staða sem er á Siglufirði … Það er einn
kostanna við það að búa á svo litlum stað.
Það var mikil blessun að fá þessa vinnu-
stofu, segir Fríða Björk. „Þá hætti ég að
mála heima og vera alltaf að breyta íbúð-
inni; það voru allir mjög fegnir!“ Það þótti
líka breyting til batnaðar þegar farið var að
elda Þorláksmessuskötuna í vinnustof-
unni … Svo veitti heldur ekkert af plássinu.
Síðast mættu 50 manns í skötuveisluna.
Athygli vekur að vinnustofan er klædd
utan með gömlum úrklippum úr Morg-
unblaðinu. „Jú, þetta vekur töluverða at-
hygli. Þegar ég stend og vaska upp í eld-
húsinu heima sé ég út um gluggann og yfir
götuna, og fólk stoppar oft, strýkur hend-
inni yfir vegginn og les blaðið!“
Fékk áskorun um að klæða húsið
Hún þakti húsið Mogganum árið 2006. Það
tók dálítinn tíma að finna rétta efnið til að
bera á blaðið svo klæðningin eyðilegðist
ekki í næsta rigningarskúr, en það var
málningarmeistari hjá Slippfélaginu í
Reykjavík sem kom með lausnina. „Þegar
haft var samband við hann spurði hann
reyndar fyrst hvort ég væri ekki búin að
taka töflurnar mínar! En svo kom hann
með efnið og það virkaði mjög vel.“
En hvernig kom þessi óvenjulega klæðn-
ing til? „Ég fékk áskorun um að gera þetta.
Ég hafði gert ýmiskonar listaverk úr
blaðinu, t.d. klætt húsgögn með því og gat
því ekki annað en tekið áskoruninni. Sum-
ir spáðu því að þetta yrði umhverfisslys, en
það stendur enn.“
Hugmyndir koma alls staðar til hennar; í
göngutúrum, í spjalli við kunningja eða í
hesthúsinu. „Við höfum verið talsvert lengi
með hesta. Maðurinn minn ólst upp við
það á Hofsósi en ég var ekki vön og var
lengi rög; ég byrjaði rólega og var fyrst sett
í það sem bóndinn kallar grunnþjálfun; að
moka skít og kemba. Svo eftir að ég fór að
fara með á bak og kynntist hestunum
fannst mér þetta æðislegt.“
Sumar hugmyndir sínar segir Fríða Björk
brjálaðar, eins og til dæmis þegar henni
datt í hug að prjóna trefil sem næði á milli
bæjarhlutanna í nýlegu sveit- ar-
félagi, Fjallabyggð. „Vinkona
mín í næsta húsi rak mig eig-
inlega áfram, ég ræddi málið
við bæjarstjórann sem þá var,
Þóri Kr. Þórisson, og ég vissi
ekki fyrri til en allt var klárt.
Þórir þekkti mann hjá Ístex
sem framleiðir lopann og fyr-
irtækið ákvað að gefa okkur
góðan afslátt þannig að ég fór í
það að fá hjálp við prjónaskap-
inn. Ég var mjög sæl eftir viku
þegar komnar voru 50 konur í
hópinn en áður en við hættum
voru rúmlega 1.400 manns búnir
að prjóna eitthvað. Verkefnið var
eins og snjóbolti; vatt upp á sig á
glaðlegan og jákvæðan hátt.“
Fríða Björk var strax með í
huga að trefillinn myndi ná á
milli Siglufjarðar og Ólafs-
fjarðar. „Ég sá fyrir mér að
þar sem væri búið að sam-
eina sveitarfélögin á borði
gæti þetta orðið loka-
hnykkur í sameiningunni
á hlýjan og mjúkan
hátt.“ Verkinu lauk
svo formlega daginn
sem Héðinsfjarð-
argöngin voru opn-
uð með pomp og
prakt. Svið var reist á
bílastæðinu í Héðinsfirði
og þar saumaði bæj-
arstjórinn, Sigurður Valur
Ásbjarnarson, saman síð-
ustu partana.
Fékk trefla senda frá níu löndum
„Það var rosalega sérkennileg tilfinning
þegar verkinu var lokið og ég held að
svona lagað verði ekki endurtekið. Stemn-
ingin var ótrúleg og þetta hafði mikil
áhrif.“
Fríða Björk gaf upp ákveðna breidd á
treflinum en fólk hafði algjörlega frjálsar
hendur að öðru leyti. „Trefillinn er því í
alls konar litum og munstur eru marg-
vísleg. Sumir lögðu mikinn metnað í
prjónaskapinn, gerðu mjög flottan trefil til
minningar um einhvern eða eitthvað, og ég
er ótrúlega þakklát öllum sem tóku þátt í
verkefninu, körlum og konum á aldrinum
7 til 97 ára. Sumir lærðu að prjóna bara til
að geta verið með, aðrir byrjuðu að prjóna
aftur eftir 30 ára hlé. Einn karlinn langaði
svo að vera með, en treysti sér ekki til að
læra að prjóna, að hann „leigði“ sér konu
til þess!“
Framtakið vakti gríðarlega athygli eins
og nærri má geta. „Frásagnir af þessu birt-
ust víða og margir fréttu af því; ég fékk
senda prjónaða búta frá einum níu lönd-
um, til dæmis Kanada og Bandaríkjunum,
bæði frá Íslendingum og útlendingum.“
Ein kona prjónaði 400 metra!
Göngin voru vígð í október 2010 og hug-
myndin kviknaði janúar sama ár.
„Trefillinn mældist 11 og hálfur kílómetri
en það teygðist á lopanum þannig að tref-
illinn náði ríflega frá miðbæ til miðbæjar,
alls 17 kílómetra.“
Það var ekkert smáræði sem þeir dug-
legustu prjónuðu. „Kona hér í bænum,
sem nú er 95 ára, prjónaði 300 metra og
önnur hvorki meira né minna en 400
metra.“ Til að setja þær tölur í samhengi
má geta þess að hlaupabraut í kringum
knattspyrnuvöll er 400 metra löng!
Trefillinn var síðan bútaður niður, Fríða
Björk hefur smám saman selt búta úr hon-
um og rennur féð sem með því fæst til
góðgerðarmála. „Ég er á þriðja kassanum
af tólf. Í hverjum kassa er tæplega kíló-
metri,“ segir hún.
Til stendur að selja búta úr treflinum í
verslun í Reykjavík en það er ekki end-
anlega ljóst. „Það eru aðallega Siglfirðingar
sem hafa keypt trefilbúta ennþá. Á árlegri
listagöngu í desember seldi ég nokkuð
marga; það var kalt í veðri þannig að trefill
kom sér vel.“
Ekki verður þó allt selt því Fríða vinnur
nú að gerð stórra hnykla sem settir verða í
kassa úr plexígleri. Einn verður á Ólafs-
firði, annar á Siglufirði, og sá þriðji verður
varðveittur á vinnustofunni.“
Þá hefur Fríða notað hluta trefilsins góða
í sessur á stóla sem hún býr til; einn slíkan
má sjá á myndinni hér til hliðar. „Einn
stóll verður nefndur eftir hverjum firði
sem trefillinn lá um; Ólafsfirði, Héðinsfirði
og Siglufirði.“
Fríða Gylfadóttir segir það hafa verið mikla blessun að eignast sérstakt húsnæði undir vinnu-
stofu. „Þá hætti ég að mála heima og vera alltaf að breyta íbúðinni; það voru allir mjög fegnir!“
26. febrúar 2012 25
Eitt af „kreppulistaverkum“ Fríðu. Svona sér
hún fyrir sér einkaþotur auðmannanna ...
Klæðningin óvenjulega utan á vinnustofunni. Hún vekur gjarnan forvitni ferðalanga.