SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Síða 28
28 26. febrúar 2012
hagkvæmari ef skattstofur og ríkisskattstjóri yrðu
sameinuð í eina stofnun. Eftir frekar skamman
undirbúningstíma var lögum breytt og 10 stofn-
anir urðu að einni. Með sameiningunni var verk-
lagi og starfsháttum breytt. Ýmsir starfsmenn
fengu ný verkefni og aukin sérhæfing á landsvísu
var tekin upp. Þjónustuverinu er nú stýrt frá
Siglufirði, á Ísafirði er farið yfir sjómannaframtöl,
landbúnaðarframtölin eru afgreidd á Hellu,
gagnaskilum stjórnað frá Akureyri, svo dæmi séu
tekin. Þannig eru starfsstöðvar að hluta til sér-
hæfðar. Alls staðar er þess gætt að nærþjónustu sé
haldið uppi við fólkið á hverju svæði. Engum
starfsmanni var sagt upp vegna sameiningarinnar
og starfsstöðvum utan höfuðborgarsvæðisins
haldið opnum en skattstofan í Reykjavík var lögð
niður.
Auðvitað var sameiningin umdeild ákvörðun,
enda róttæk og kallaði á umræður. Við Angantýr
hittum starfsmenn í aðdraganda sameining-
arinnar til að skýra breytingarnar og heimsóttum
þannig flestar skattstofurnar. Í höfuðatriðum hef-
ur þessi sameining gengið vel og mín skoðun er sú
að þetta hafi styrkt skattframkvæmdina mjög og
gert hana skilvirkari og samræmdari. Við höfum
einnig lifað af lægri fjárveitingar. Þetta var því
þörf breyting og góð.“
Það er ekki langt síðan mikil ólga varð á höf-
uðborgarsvæðinu þegar sameina átti skóla en
urðu engin læti út af þessari sameiningu?
„Við sameiningu skattstofanna og RSK voru
sett skýr markmið og strax lagt af stað í hug-
myndavinnu. Allir starfsmennirnir hafa því unnið
að þessari sameiningu, ekki bara örfáir menn. Og
þegar allir eru virkjaðir þá ganga mál betur. Mikil
og góð upplýsingamiðlun skiptir einnig verulegu
máli, þannig eru allar fundargerðir framkvæmda-
stjórnar RSK öllum starfsmönnum aðgengilegar.
Reyndar er þar ekki fjallað um málefni einstakra
viðskiptamanna eða starfsmanna. Ég þekki ekki
hvað er að gerast í skólum í Reykjavík en af frétta-
flutningi virðist sem einhverjir telji að á hafi skort
að samráð væri nægjanlegt.
Það má skýra þetta með myndrænum hætti.
Þegar þú horfir á ísjaka þá sérðu einungis þann
hluta hans sem er fyrir ofan yfirborð sjávar en þú
veist að stærsti hluti hans og flotkrafturinn er
undir sjónum. Ef við setjum ísjakann í samband
við vinnustaðamenningu þá eru í efstu lögunum
sýnilegu þættirnir, eins og fyrirmæli og lög. Undir
yfirborðinu er svo hið óáþreifanlega, vinnumór-
S tarfsmenn hjá Ríkisskattstjóra eruánægðir í vinnunni. Um það hefur árlegkönnun SFR borið vitni um síðustu árin.Árið 2008 lenti stofnunin í fyrsta sæti í
þessari könnun. Hún varð í 5. sæti árið 2010, sem
er góður árangur þegar haft er í huga að það sama
ár voru níu skattstofur og gamla Ríkisskattstjóra-
embættið sameinuð, en sú ákvörðun reyndist
mörgum starfsmönnum erfið og tók nokkuð á.
Stofnunin varð svo í öðru sæti í fyrra.
En af hverju er starfsfólk hjá Ríkisskattstjóra-
embættinu ánægt í vinnunni? Skúli Eggert Þórð-
arson ríkisskattstjóri á svör við því: „Í einlægni
sagt kom þessi niðurstaða mér ánægjulega á óvart.
Sameining stofnananna var gríðarlega mikið
verkefni þar sem mikið gekk á. Kannski er skýr-
ingin einfaldari en í fyrstu sýnist. Þú ert blaða-
maður á Morgunblaðinu og þú veist að ef þér líður
vel á vinnustaðnum framleiðir þú meira og skrifar
betur. Það eru nákvæmlega sömu sjónarmið sem
ríkja hjá þessari stofnun. Ef starfsmönnum líður
illa vinna þeir ekki nógu vel. Þar af leiðandi er
lögð áhersla á að starfsmenn séu ánægðir í
vinnunni því um leið eru þeir betri og afkasta-
meiri starfsmenn. Það eru margar leiðir til að auka
starfsánægju, til dæmis að virkja samstarfsmenn
til ákvarðana og gefa þeim frelsi til að vinna sjálf-
stætt að tilteknum verkefnum, að ekki sé talað
um að þeim sé sýnd virðing. Svo er nú ágætt að
hafa í huga þau sígildu sannindi að koma skuli
fram við fólk eins og menn vilja að komið sé fram
við þá sjálfa.
Við höldum reglulega starfsmannafundi þar
sem tiltekin mál eru til umræðu og úrlausnar, svo
sem hvernig sé unnt að bæta þjónustu. Stundum
er fólkinu skipt í vinnuhópa og þjóðfundarfyr-
irkomulagið notað. Á einum fundi var verkefnið
að hver starfsmaður spyrði sjálfan sig: Hverjir eru
styrkleikar stofnunarinnar? Hverjir eru veikleikar
hennar? Hvar eru ógnanir? Hvar eru tækifærin? Af
starfsmannafundunum kemur heilmikið framlag
sem er unnið úr, markmið sett og leiðir ákveðnar
til ná að markmiðunum.“
Vinnumhverfi þar sem starfsmenn skipta máli
Hefur þessi sameining verið til góðs og skilar
hún almenningi einhverju?
„Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri og Ang-
antýr Einarsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðu-
neytinu, voru frumkvöðlar sameiningarinnar og
þeir töldu að skattframkvæmdin yrði vandaðri og
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Flotkraftur
ísjakans
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri ræðir í viðtali um
mikilvægi góðrar starfsmannastefnu, en kannanir sýna að
starfsmönnum Ríkisskattskattsjóra líður mjög vel í
vinnunni. Hann talar einnig um umdeilda sameiningu á
skattstofum og nýja starfshætti.
Skúli Eggert: Fyrst eftir sameininguna þurfti að slökkva
ýmsa elda og fara yfir mörg mál. Ég reyni að taka á móti
öllum en því miður er ég oft talsvert upptekinn.