SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Blaðsíða 32
32 26. febrúar 2012 MMaður fyllist óhjákvæmilega mikilli aðdáuná þessu örsnauða fólki sem gengur fram ívongleði og af krafti og er staðráðið í aðbæta líf sitt og sjá sér og sínum farborða. Vandamálin eru gríðarleg samanborið við það sem við Ís- lendingar eigum að venjast.“ Þetta segir herra Karl Sigurbjörnsson biskup sem heim- sótti Afríkuríkið Malaví fyrr í þessum mánuði. Honum þykir þátttaka okkar Íslendinga í hjálpar- og þróunarstarfi á þessum slóðum í heiminum nauðsynleg. „Við þurfum að muna að fyrir hundrað árum vorum við meðal fátækustu þjóða heims og nutum margvíslegrar aðstoðar annarra þjóða við að byggja upp nútíma- samfélag. Okkur ber því skylda til að hjálpa öðrum þjóð- um enda erum við, þrátt fyrir allt, sannarlega aflögufær,“ segir Karl og bætir við að heldur megi herða róðurinn frekar en hitt. Frjósamt en fátækt land Malaví er eitt fátækasta ríki Afríku með um fimmtán milljónir íbúa. Vandamálin eru margvísleg og yfirþyrm- andi. Landið er frjósamt en gegndarlaust hefur verið gengið á skógana með alvarlegum afleiðingum. Útflutn- ingur þjóðarinnar byggist að mestu á tóbaksrækt sem er að dragast saman. Reykingar eru á undanhaldi í heim- inum og á sama tíma hafa mannréttindasamtök skorið upp herör gegn barnaþrælkun en löng hefð er fyrir því í Malaví að heilu fjölskyldurnar vinni saman við fram- leiðsluna. Tóbakið hefur lengi staðið undir efnahag Malaví sem er fyrir vikið rústir einar. Afleiðing af því er meðal annars olíu- og lyfjaskortur en að sögn Karls er ekki óal- gengt að fólk þurfi að bíða í þrjá sólarhringa eftir bensíni á bílinn. Þá eru fólksfjölda- og heilsufarsvandamál óvíða meiri en í Malaví. Á sama tíma og þetta ástand ríkir segir Karl Kínverja hafa gefið þjóðinni nýtt og glæsilegt þinghús, enn glæsi- legra ráðstefnuhús og fimm stjörnu hótel. Mulið sé undir valdastéttina. Það er gömul saga og ný. Karl fór til Malaví ásamt tveimur starfsmönnum Hjálp- arstarfs kirkjunnar, Jónasi Þórissyni framkvæmdastjóra og Önnu M.Þ. Ólafsdóttur, verkefnastjóra erlendra verk- efna, en þjóðkirkjan hefur unnið að þróunarverkefni í landinu undanfarin sex ár í samstarfi við lútersku kirkj- una í Malaví. Karl segir kristna trú vaxa hratt í Afríku og þúsundir taki skírn á degi hverjum, Malaví sé þar engin und- antekning. Lúterska kirkjan sem var agnarsmá fyrir tveimur áratugum telur nú hundruð þúsunda. Þessum vexti fylgja margvísleg vandamál, svo sem hvað varðar menntun presta og fræðara. Hjálparstarf kirkjunnar hefur í samvinnu við Þróun- arstofnun lútersku kirkjunnar Í Malaví haft aðkomu að ýmsum verkefnum í um fjörutíu þorpum í Malaví. Nefnir Karl fyrst verkefni sem snýr að vatnsöflun, borun eftir vatni, gerð brunna og útvegun og uppsetningu á dælum, og í framhaldi nýtingu affallsvatns til ræktunar, svo sem á grænmeti í matjurtargörðum. Þá hafa tré verið gróðursett kringum vatnsbólin til kælingar. „Þetta verkefni er ekki bara tæknilegt, heldur líka samfélagslegt. Fólkinu er kennt að bera ábyrgð á vatnsbólunum og annast viðhald á þeim. Það var merkilegt að koma í þorp þar sem verið var að þjálfa konurnar í að sinna viðhaldi dælunnar,“ segir Karl og bætir við að áveituverkefni komi til með að Þessu lýkur aldrei! Biskupinn yfir Íslandi, herra Karl Sigurbjörnsson, er nýkom- inn heim frá Afríkuríkjunum Malaví og Kenía, þar sem hann kynnti sér hjálpar- og þróun- arstarf. Hann segir margt vera vel gert og augljósan árangur hafa náðst með starfinu en „betur má ef duga skal“. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Karl Sigurbjörnsson biskup við einn brunnanna sem Íslendingar hafa tekið þátt í að setja upp í Malaví. Glatt á hjalla í einu þorpanna sem biskup sótti heim í Malaví.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.