SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Side 33
26. febrúar 2012 33
tryggja betri uppskeru og jafnvel fleiri uppskerur.
„Samfélagslegi þátturinn er líka mjög mikilvægur,“
heldur hann áfram. „Fólk lærir að starfa saman að því að
bæta umhverfi sitt og efla samfélagið. Þetta hefur haft
gríðarleg áhrif, ekki síst á konurnar. Það er hefðbundið
mæðraveldi í þessum þorpum og konur hafa notið mik-
illar virðingar sem ættmæður sem hlustað er á. Hér stuðl-
að því að þæt öðlist þær reisn og virðingu af öðru tagi. Of-
beldi gegn konum er samt landlægt þarna eins og víðar,
því miður.“
Innifalið í verkefninu er almenn fræðsla um mannrétt-
indi og þjálfun í að axla ábyrgð og greina vandamál, svo
sem heimilisofbeldi og drykkjuskap, sem er víða landlæg
plága á þessum slóðum. „Með þessari fræðslu viljum við
hvetja fólkið til að finna lausnir og eflast í því að knýja á
stjórnvöld um úrbætur. Láta vandann ekki dankast. Það
er áríðandi að allir komi að málum og niðurstaða náist.
Um 20 konur fengu kennslu í meðferð og geymslu
matvæla og þjálfun í að miðla þekkingunni áfram. Það
gerðu þær líka, mér skilst að um 300 konur hafi notið
góðs af. Konurnar lærðu einnig um næringarefni og sam-
setningu matar sem hefur skilað sér í betri næringu íbúa.
Með þessu verkefni eykst líka skilningur fólks á sam-
hengi fátæktar og umhverfis. Gríðarlegur ágangur er á
vatn og jarðveg og eldivið, jarðvegseyðing fylgir í kjölfar-
ið. Nýjar leiðir eru fundnar til að nýta hvort tveggja betur
og þá um leið að auka tekjurnar einstaklingum og sam-
félaginu til hagsbóta.“
Keðjuverkandi hugsun
Annað verkefni sem Íslendingar hafa komið að í Malaví
snýst um búfé. Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar „Gjöf
sem gefur“ þekkja margir. Fjölmargir Íslendingar hafa
keypt geitur og/eða hænur sem gjöf til vina og vanda-
manna á tyllidögum. Dýrin eru færð fátækum til að hjálpa
þeim að koma undir sig fótunum.
Ekki er bara um einfalda gjöf að ræða – henni fylgir
skuldbinding. Fyrsti kiðlingurinn skal gefinn fólki sem
ekkert á og þannig margfaldast áhrifin. Þannig er fólki
hjálpað að koma undir sig fótunum, þessu fylgir líka auk-
in þekking á skepnuhaldi, bændur þekkja nú til kynbóta
og ræktunar. Keðjuverkandi hugsun. „Kennsla í búfjár-
haldi skilar betri afkomu fólki til handa og betri fæðu. Þá
eignast fólk kapítal með þessum hætti og getur fyrir vikið
greitt fyrir skólagöngu barna sinna og fleira,“ segir bisk-
up. Á síðastliðnu ári komust 80 geitur í hendur 80 nýrra
eigenda og 75 kiðlingum var dreift á jafnmörg ný heimili.
Þriðja verkefnið, sem Karl kynnti sér, hverfist um
hreinlæti í þorpunum. Að koma upp kömrum og kenna
þorpsbúum grundvallar hreinlæti en því er víða ábóta-
vant. Karl segir þetta átak þegar hafa skilað árangri, með-
al annars í baráttunni gegn þeim hvimleiða vágesti kól-
eru. „Oft þarf ekki mikið til að stuðla að bættu heilsufari
fólks.“
Dansandi og syngjandi
Karl segir sér og föruneyti sínu hafa verið tekið með kost-
um og kynjum í Malaví, þorpsbúar hafi komið dansandi
og syngjandi á móti þeim. „Þetta fólk er ákaflega þakklátt
og það er sjálfsögð virðing af okkar hálfu að heimsækja
það og sýna því í verki að þetta er ekki bara ölmusa og það
ekki þurfalingar. Þetta er stuðningur til sjálfshjálpar og
mikil áhersla lögð á vönduð og fagleg vinnubrögð. Það er
mikilvægt fyrir heimamenn í Malaví að fá þau skilaboð
persónulega og milliliðalaust að við fylgjumst með upp-
byggingunni.“
Biskup segir líka brýnt að tryggja það að gjafir og fram-
lög okkar komist í réttar hendur. „Þegar ég var þarna fyr-
ir tveimur árum settum við fram kröfur um bætt vinnu-
brögð og okkur til mikillar ánægju hefur verið tekið á
málinu. Við sáum greinilegan mun á því frá því síðast.“
Er eitt vandamál leysist í Afríku blasir annað við. Það er
gangur lífsins. Úrhellisrigningar hafa gert fólki lífið leitt í
Malaví á þessu ári eftir langvarandi þurrka, valdið miklu
tjóni og jafnvel sópað heilu þorpunum í burtu. „Ástandið
var víða skelfilegt, þar sem við komum,“ segir Karl sem
slapp naumlega við rigningarnar. „Við blasa ný vanda-
mál. Þessu lýkur aldrei!“
Loftslagsbreytingar er annað vandamál sem margir
hafa miklar áhyggjur af í Afríku með auknum sveiflum og
öfgum í veðurfari. Þar kemur skógareyðingin líka inn í,
en gegndarlaust skógarhögg vegna kolagerðar hefur al-
varlegar afleiðingar.
Meiri kröfur gerðar
Hjálpar- og þróunarstarf í Afríku hefur fráleitt verið yfir
gagnrýni hafið og Karl segir sitthvað af því sem bent hefur
verið á eiga rétt á sér. „Margt hefur mátt betur fara í þessu
starfi á undanförnum áratugum og stundum hafa þarfir
gefandans verið mikilvægari en viðtakandans. Því miður.
Spilling og örbirgð í þessum heimshluta er áreiðanlega að
einhverju leyti á ábyrgð okkar, íbúa á Vesturlöndum.
Góðu tíðindin eru hins vegar þau að nú eru gerðar meiri
kröfur til þessa starfs og mér sýnist til dæmis að með
þessu persónulega samstarfi við fólkið sem vinnur í gras-
rótinni í Malaví hafi náðst að tryggja eins og kostur er að
þetta skili þeim árangri sem að er stefnt. Það er mikilvægt
að þetta fólk finni að það beri ábyrgð bæði gagnvart gef-
endum og þiggjendum.“
Það er alltént ágætis byrjun.
S kömmu eftir að KarlSigurbjörnsson tók viðsem biskup fyrir umfjórtán árum fór hann í
heimsókn til annars Afríku-
ríkis, Kenía, nánar tiltekið Pó-
kot-héraðs, og nú þegar líður
að því að hann láti af embætti
fannst honum við hæfi að snúa
þangað aftur – loka hringnum.
„Fyrir um þrjátíu árum hófu
íslenskir kristniboðar boðunar
og þróunarstarf í Pókot, Norð-
vesturhluta Keníu. Þá var þar
varla nokkur kristinn maður
en nú er vöxtur kirkjunnar
mikill og allir sammála um að
starf hennar skipti sköpum
varðandi uppbyggingu sam-
félagsins. Sjálfur upplifði ég
mikla breytingu og framfarir
þegar ég kom þarna á dög-
unum.“
Hann nefnir hina alkunnu
framlengingu á nútímamann-
inum, símann, sem dæmi.
„Fyrir fjórtán árum var fullyrt
að meirihluti Afríkubúa myndi
aldrei lifa það að sjá síma –
núna eru gsm-símar úti um
allt í Kenía. Raunar Malaví
líka. Menn hafa verið óhemju-
snöggir að tileinka sér þessa
tækni. Það er undarleg sjón að
sjá fáklætt og fátækt fólk með
sveðjuna í annarri hendinni en
gemsann í hinni. Menn stunda
sín bankaviðskipti eins og ekk-
ert sé í kofum sínum – gegnum
símann,“ segir Karl sem kom
ekki í svo aumt þorp að ekki
væri fagurmáluð auglýsing frá
símafyrirtæki á húsvegg.
Fleira er til bóta. Unnið er að
gerð aðalþjóðvegar frá höf-
uðborginni, Nairobi, til Suður-
Súdan, gegnum Úganda og
segir Karl þá framkvæmd
koma til með að tryggja íbúum
þessara landa gríðarlegar sam-
félagsbætur, en líka margvísleg
„Þetta eru óskaplegar hörm-
ungar og enda þótt margt hafi
gerst varðandi lyf og forvarnir
vantar enn mikið upp á. Mal-
aría er líka landlæg og litlu
virðist vera áorkað í að vinna
bug á henni,“ segir biskup.
Í Kapengúría í Pókot-héraði
hitti Karl fyrir kristniboðana
og hjónin Fjölni Albertsson og
Fanneyju Ingadóttur sem hann
segir hafa unnið afskaplega
gott starf á vegum Samtaka ís-
lenskra kristniboðsfélaga. Þar
voru einnig á ferð kristniboð-
arnir Ragnar Gunnarsson og
Sigríður Hrönn Sigurðardóttir.
„Þarna hefur náðst mikill ár-
angur á undanförnum árum,
bætt heilsufar og líðan og auk-
in menntun. Fyrir vikið eru
samfélagið og einstaklingarnir
sterkari en áður. Það er mikið
þakkarefni að við Íslendingar
skulum hafa fengið tækifæri til
að leggja okkar af mörkum til
að létta þessu fólki lífið og
leggja grunn að betra sam-
félagi. Vitaskuld er auðvelt að
einblína á vandamálin og ef til
vill björgum við ekki heim-
inum en takist okkur að hjálpa
einni fjölskyldu, jafnvel bara
einni manneskju, er það sigur
út af fyrir sig.“
samfélagsleg og menningarleg
vandkvæði.
Víða er vá fyrir dyrum. Al-
næmi fer enn sem logi um akur
í Afríku og Karl segir alltaf
jafnerfitt að hitta munaðarlaus
börn sem misst hafa foreldra
sína úr hinum skæða sjúkdómi.
Sveðjan í annarri, gemsinn í hinni
Karl í kirkju í Pókot. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því íslenskir kristniboðar komu þar fyrst fyrir 30 árum.