SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Qupperneq 37
26. febrúar 2012 37
500 g sykur
2 dl vatn
500 g súkkulaði
8 msk. hveiti
500 g smjör
8 rauður
8 eggjahvítur
Sykursírópið soðið og súkkulaðinu
bætt út í, brætt og hrært vel saman,
eins er farið að með smjörið þar
næst, hveitið er sigtað út í og eggja-
rauðurnar hrærðar saman við, að
lokum eru eggjahvíturnar stífþeyttar
og þeim blandað varlega saman við.
Bakað í um 40 mín við 150 C, fylgj-
ast vel með.
Kremið á hana
70 g smjör
150 g konsum
1-2 msk. síróp
allt sett saman í pott og
látið kólna smávegis
áður en það er sett á
kökuna
Hér er svo uppskrift að annarri, heitri súkkulaðiköku
8 egg
200 g sykur
100 g flórsykur
150 ml mjólk
100 ml rjómi
200 g smjör
480 g súkkulaði
Egg og sykur þeytt saman á meðan
mjólkin, rjóminn, smjörið og súkku-
laðið er brætt saman. Svo er öllu
blandað saman og allir eru glaðir!
Frönsk „Jaqueline“-súkkulaðikaka
Grilluð t-bone steik
Kaupa þarf steikina með góðum fyrirvara
og leyfa henni að bíða í ísskáp í um það bil
10 daga áður en hún er grilluð.
Áður en steikin er grilluð er gott að
smyrja hana vel með hvítlauksolíu og
fersku chili. Svo er hún grilluð að hætti grill-
meistara heimilisins og krydduð með salti
og nýmöluðum pipar.
Tillaga að meðlæti:
Heimalagað kryddsmjör; íslenskt smjör
látið bíða á bekk yfir nótt og hrært upp með
ferskum hvítlauk, steinselju, pipar, fersku
chili og bbq sósu. Svo er saltað eftir
smekk.
Hrært þar til smjörið fer að hvítna, þá
sprautað í toppa eða kælt í rúllu
Grillað grænmeti með steikinni: hægt er
að grilla flest grænmeti, t.d. sveppi, tóm-
ata, kúrbít, eggaldin og lauk. Allt er þetta
mjög gott með nautinu.
Um miðjan níunda áratuginnvoru fá pör heitari í Holly-wood en hasarmyndagoðiðSylvester Stallone og hin
danska eiginkona hans, Brigitte Nielsen.
Þetta háfætta og huggulega fyrrverandi
módel lék meðal annars á móti bónda
sínum í tveimur myndum, Rocky IV. og
Cobra. Gagnrýnendur héldu svo sem al-
veg vatni yfir frammistöðu Nielsen á
hvíta tjaldinu en slúðurpressan gældi við
parið. Síðan slettist upp á vinskapinn,
Nielsen og Stallone skildu árið 1987, og
hún hvarf úr hringiðunni. Stúlkan hefur
samt haft sitthvað fyrir stafni síðan.
Brigitte Nielsen fæddist í Rødovre 15.
júlí 1963 og er því orðin 48 ára gömul.
Móðir hennar var bókasafnsfræðingur en
faðirinn verkfræðingur. Stúlkan sló ung í
gegn í fyrirsætubransanum og skilaði sá
árangur henni í faðm fótógenískra
vöðvatrölla vestur í Bandaríkjunum.
Nielsen hefur nú upplýst að hún átti vin-
gott við Arnold Schwarzenegger áður en
hún gekk að eiga Stallone. Gamli rík-
isstjórinn virðist hafa margslunginn
smekk á konum.
Þá mun hún, samkvæmt nýjustu
heimildum, hafa átt einnar nætur gaman
með Sean Penn.
Sem frægt er hefur
Nielsen gert lítið úr
bólfimi Stallones.
„Hann er eins og
kanína í rúminu.“
Þá segir hún hann hafa meðhöndlað sig
eins og bílinn sinn meðan á hjónaband-
inu stóð. „Það var hræðilegt.“
Af öðrum Hollywood-myndum Niel-
sen má nefna Beverly Hills Cop II og Ga-
laxys. Hvorug gerði atlögu að Óskari
frænda.
Hæfileikar snótarinnar liggja greinilega
á fleiri sviðum en hún sendi frá sér tvær
sólóplötur meðan hún bjó vestra, Every
Body Tells a Story (1987) og I’m the
One ... Nobody Else (1991). Mæltust þær
þokkalega fyrir á meginlandi Evrópu.
Það fór líka svo að Nielsen færði sig
þangað og hefur komið ótrúlega víða við í
kvikmyndum, sjónvarpi og tónlist síðan.
Mest á Ítalíu (enda talar hún reiprenn-
andi ítölsku) og í þýskumælandi löndum.
Eftir að veruleikasjónvarp fór að ríða
húsum hefur Nielsen farið mikinn á þeim
vettvangi, leyfði meira að segja þýsku
þjóðinni að fylgjast með þegar hún „end-
urnýjaði“ á sér skrokkinn árið 2008 með
atbeina lýtalækna. Hún verður seint sök-
uð um tepruskap, blessunin.
Í einum af þessum veruleikaþáttum
kynntist Nielsen rapparanum Flavour
Flav og sló sér í kjölfarið upp með honum
um tíma. Hún á fimm hjónabönd að baki,
meðal annars með leikstjóranum og ljós-
myndaranum Sebastian Copeland og
kappaksturshetjunni Raoul Meyer. Nú-
verandi bóndi hennar er Ítalinn Mattia
Dessi en vitaskuld var gerður raunveru-
leikaþáttur fyrir sjónvarp um tilhugalíf
þeirra og brúðkaup. Dessi er víst all-
mörgum árum yngri en Nielsen.
Nielsen á fjóra syni með þremur af
þessum mönnum, engan þeirra þó með
Stallone. Þeir eru á aldrinum 17 til 28 ára.
Frægðinni getur fylgt mikið álag og
að því kom að Nielsen gekk of
geyst um gleðinnar dyr. Hún
ritaði sig inn í áfengismeðferð
árið 2007 og sneri þaðan sem
ný manneskja, að eigin sögn.
„Ég valdi að snúa við
blaðinu. Það var ekki auð-
velt en sannarlega tíma-
bært,“ var haft eftir henni í
tímaritinu People. Í kjöl-
farið skellti Nielsen sér
beint í veruleikaþátt í
sjónvarpi um áfeng-
issjúklinga í bata.
Nokkuð traustar heim-
ildir herma að hún hafi líka
reykt sína síðustu sígarettu.
Gott hjá kerlu.
orri@mbl.is
Brigitte Nielsen
hóf feril sinn
sem fyrirsæta í
Danmörku.
Brigitte Nielsen?
Hvað varð um …
Nielsen er líklega frægust fyrir að hafa
verið gift Sylvester Stallone. Brigitte Nielsen í Vínarborg á dögunum.
Reuters