SunnudagsMogginn - 26.02.2012, Side 40
40 26. febrúar 2012
Lífsstíll
Leikarahrósið
Það er
skemmtilegt
þegar leikarar
koma manni á
óvart. Hingað
til hef ég litið
á leikarann
Will Ferrell
sem sprelligosa. Leikara sem
léki bara grínhlutverk og hlypi
um berrassaður í bíómyndum. Í
vikunni horfði ég hins vegar á
myndina „Everything must go“
og fékk nýja sýn á leikarann.
Hann getur greinilega alveg leik-
ið „venjuleg“
og fremur al-
varleg hlutverk
líka. Þó er eitt-
hvað glettið
við hann sem
heldur vissum
húmor í karakt-
ernum og
söguþræðinum.
Leikarahrós vikunnar frá mér fær
Will Ferrell.
Sjókæfa
Til er félag er
heitir Íslenska
vitafélagið.
Sótti ég
skemmtilegan
og fróðlegan
fyrirlestur þar á
miðviku-
dagskvöld. Til
umræðu var
þorramatur og lýsi. Varð ég
margs fróðari. Sumt hefði ég þó
helst kosið að vita ekki. Trúi því
samt varla að búin hafi verið til
svokölluð „sjókæfa“ úr sjódauð-
um rollum. En ýmislegt gerði nú
fólk svosem til að bjarga sér.
Mæli með fyrirlestrum félagsins
fyrir þá sem þyrstir í þjóðlegan
fróðleik.
Ég veit svo sem ekkert hvort ég trúi á aðlífið sé fyrirfram planað. Að örlögin grípi ítaumana og eitt leiði jafnvel af öðru. Jú,líklegast hefur í það minnsta sumt sem
gerist áhrif á annað. Í vikunni var hins vegar aug-
ljóst að nú skyldi leiða mig áfram. Þegar ég vaknaði
fannst mér líkaminn segja: „Jæja María, nú förum
við í ræktina. Ég er orðinn svo stirður og aumur.
Gerðu það nú fyrir mig að strita smá.“ Eins og í
leiðslu með þessa rödd í höfðinu fór ég ósjálfrátt og
reif íþróttafötin úr skápnum. Tróð þeim í töskuna
og lofaði að hlýða röddinni sem leiddi mig áfram.
Reyndar hefur skynsemin rekið mig í sund. Af því
hef ég reyndar haft mikla ánægju og er sund mjög
góð hreyfing. En ég fann að nú var kominn tími á að
rífa aðeins í lóðin. Gera eins og tíu magaæfingar og
kannski jafnmargar armbeygjur. Ég held að ég sé
orðin algjör skorpumanneskja. Mér finnst gaman að
stunda einhverja hreyfingu í tvo mánuði svo fæ ég
ógeð. Þá verð ég að breyta til. Það á svo sem við um
margt annað í lífinu eins og t.d. mat. Að sumu leyti
er rútínan ósköp notaleg en stundum er ágætt að
brjóta dálítið upp á hana. Ég ætla að reyna að vera
dugleg í ræktinni fram á vor. Þá ætla ég að fara út að
hjóla, ganga og synda enn meira. Leyfa lund og lík-
ama að fylgja tíðarfarinu og hækkandi sól. Ég held
að það skipti mjög miklu máli að hlusta á það sem
líkaminn vill hverju sinn. Hann lætur okkur örugg-
lega vita ef eitthvað mætti betur fara. Þá er að taka
af skarið og fylgja honum eftir.
Rifið í lóðin fram á vor
Ég gekk eins og í leiðslu að
fataskápnum. Tíndi íþrótta-
fötin ofan í töskuna. Nú
gengi þetta ekki lengur.
Lífið og
tilveran
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn
Kistan
Það er ágætt að ganga í barndóm öðru hvoru og mik-
ilvægt að gleyma ekki að leika sér. Er ekki ágætt að
nota helgina til að slappa af og sleppa sér svolítið?
Hér kemur ágætt ráð sem þú gætir nýtt þér. Endur-
nærandi og skemmtileg samvera með fjölskyldunni
gefur orkuskot fyrir komandi viku. Ekki veitir nú af í
erli hversdagsins.
„Drífðu þig nú út með krökkunum og búðu til
drullukökur! Allt sem þarf er mold í fötu, vatn og prik
til að hræra með. Leyfðu sköpunargleðinni svo að
njóta sín þegar blandan er orðin þykk og meðfærileg
og formaðu tertur og randalínur og skreyttu með
smásteinum, skeljum, hundasúrum og blómum.“
1001 leið til að slaka á, Susannah Marriot, Salka.
Drullubakstur
Ég heillaðist af þætti sem endurtekinn var í Rík-
isútvarpinu nú í vikunni. Þætti um þau Elínu Thor-
arensen og Jóhann Jónsson. Jóhann er skáldið sem
samdi ljóðið velkunna Söknuð en Elín var þekkt sem
matselja mikil og tók að sér marga kostgangara.
Saga þeirra Elínar, sem Jóhann kallaði Brynhildi og
hún hann Angantý, er allt í senn rómantísk og falleg,
döpur og dramatísk. Elín var 15 árum eldri og hafði
verið gift inn í heldri manna fjölskyldu. Þau áttu fal-
legan tíma saman og voru augljóslega ástfangin.
Það má sjá og heyra í bókinni Angantýr. En í bókinni
segir Elín af ástarsambandi þeirra skötuhjúa. Ljóðin
sem lesin voru í þættinum hrifu mig með sér. Eldheit-
ar ástarjátningar í fagurlega ortum ljóðum. Frá tíma
þegar orðin voru einhvern veginn svo miklu stærri og
meiri. Mér finnst vanta meira af svona ástarljóðum í
rómantíkina í dag. Kannski ég fari bara að semja.
Eldheit ástarljóð
Hampur er vistvænt trefjaefni sem hentar vel í barnaföt. Hampuppskera
er mjög vaxandi í heiminum (uppskeran getur verið tilbúin eftir aðeins
100 daga), hún gefur af sér tvöfalt magn trefjaefnis á hverri ekru miðað
við bómull og lítil þörf er á skordýraeitri, illgresiseyði eða vatni. Enn-
fremur er hægt að nota næstum því alla plöntuna. Aftur er sáð strax eft-
ir að skorið hefur verið upp og leiðir þetta af sér stöðuga endurnýjun
kolefnis í jarðvegi og losar jarðveginn við illgresi og ofgnótt niturs og
kemur þannig í veg fyrir mengun í vatnsbólum. Hamptrefjar eru lengri
en bómullartrefjar, því er efnið ótrúlega endingarogtt og föt halda oftast
forminu þrátt fyrir notkun og þvott. Veljið hamp sem ræktaður er í Evr-
ópu.
Fengið úr bókinni Uppeldi fyrir umhverfið, Vistvænar bleyjur, „græn“
leikföng, útivist, mildar hreinlætisvörur, lífrænt fæði, Susannah Mar-
riott, Salka.
Vistvænt efni í barnaföt