Morgunblaðið - 12.03.2012, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.03.2012, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012 B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Alicante *Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð á mann. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is 29.900 kr.*flugfr á Fyrstu sætin á þessu frábæra verði Bókaðu strax á www.heimsferdir.is Þökkum frábærar viðtökur! Höfum bætt við páskaferð 28. mars - 10. apríl BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vinna við flokkun virkjanakosta fór úr faglegum farvegi í pólitískan í júní á síðasta ári þegar ráðherrar skipuðu fulltrúa sína í starfshóp til að vinna úr tillögum verkefnisstjórnar. Veru- legar breytingar urðu á röðun virkj- anakosta í drögum að þingsályktun- artillögu um vernd og nýtingu náttúrusvæða sem kynnt voru í ágúst og enn er togast á um málið í stjórn- arflokkunum eins og sést á því að út- lit er fyrir að virkjanir í neðri hluta Þjórsár verði lagðar til hliðar í þings- ályktunartillögu til Alþingis. Unnið hefur verið að rammaáætl- un um virkjanir í rúman áratug. Verkefnisstjórn sem skipuð var sér- fræðingum skilaði tillögum í júní. Hún raðaði 66 hugmyndum og tók við það mið af nýtingar- og verndargildi. Starfshópur iðnaðar- og umhverf- isráðherra tók þá við og samdi drög að þingsályktunartillögu um flokkun virkjanakosta í verndar-, bið- og nýt- ingarflokk. Þær virkjanahugmyndir sem verk- efnisstjórnin mat vænlegastar ná flestar inn í nýtingarflokk. Sömu sögu er að segja af þeim svæðum sem hún taldi mikilvægast að vernda, þau rata í verndarflokk. Röðun verkefnisstjórnarinnar var þó alls ekki fylgt varðandi stóran hóp virkjana sem lenti þarna á milli. Þannig voru miðlunar- og virkjana- hugmyndir sem raðað var fyrir ofan miðju í rammaáætlun með tilliti til nýtingar og fyrir neðan miðju við mat á verndargildi settar í biðflokk í drög- um að þingsályktunartillögu sem kynnt var tveim mánuðum síðar eða jafnvel verndarflokk. Nefna má Bitruvirkjun á Hellisheiði og Norð- lingaölduveitu á Þjórsársvæðinu. Áfram er haldið á þessari braut ef marka má fréttir úr herbúðum stjórnarflokkanna um að þrjár virkj- anir í neðri hluta Þjórsár verði settar í bið ásamt Skrokkölduvirkjun og Hágönguvirkjun. Allar þessar virkj- anir voru í nýtingarflokki í þings- ályktunartillögunni og ofan við miðju með tilliti til nýtingar í til- lögum verkefnisstjórnarinnar og neðan við miðju með tilliti til verndunar. Þannig eru tvær efri virkjanirnar í Þjórsá í 15. og 16. sæti í nýt- ingu og að- eins 51. og 52. sæti í verndun. Það yrði því kú- vending ef þessar virkjanir verða ekki í nýtingarflokki við afgreiðslu Alþingis á málinu. Urriðafossvirkjun er umdeildari. Nái þessar hugmyndir fram að ganga verða ekki margar fýsilegar vatnsaflsvirkjanir eftir og Íslendingar þurfa að treysta á jarð- varmavirkjanir til atvinnuuppbygg- ingar. Beðið niðurstöðu áætlunar Miklir fjármunir hafa verið settir í rannsóknir á þessum virkjanakostum og undirbúningur langt kominn við Þjórsárverkefnið. Orkan hefur þó ekki verið seld þar sem útgáfa virkj- analeyfa hefur beðið niðurstöðu um rammaáætlun sem enn er ekki séð fyrir endann á. Landsvirkjun hefur beint áhugasömum kaupendum á Þingeyjarsýslur, þar sem fyrirtækið vinnur að undirbúningi virkjana til að afhenda á iðnaðarsvæðinu við Húsa- vík. Þess má geta að ef íbúar í Hafn- arfirði hefðu samþykkt breytingar á skipulagi sem óskað var eftir vegna áforma um stækkun álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri væntanlega búið að virkja neðri hluta Þjórsár og virkjanirnar komnar í gang. Aðrar leiðir voru farnar í Straumsvík þegar skipulagið var fellt og nú er verið að virkja við Búðarháls til að auka ál- framleiðslu í Hafnarfirði. Úr faglegum farvegi  Virkjanir í neðri hluta Þjórsár fengu háa nýtingareinkunn en lága verndareinkunn  Röðun virkjanakosta hefur verið í pólitískum farvegi frá því í júní á síðasta ári Morgunblaðið/RAX Þjórsá Þrjár rennslisvirkjanir í neðri hluta Þjórsár eru í nýtingarflokki í drögum að þingsályktun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Það getur breyst. „Mér finnst það mjög miður að málið skuli sett í svona hráskinna- leik,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og vísar til þeirrar sáttar sem niður- staða verkefnis- stjórnar á síðasta ári átti að verða grunnur að. Telur hann að verið sé að eyðileggja faglega vinnu síðustu tíu ára með þeim hugmyndum sem nú eru uppi og nota til þess pólitísk rök. Telur hann slík vinnubrögð skaða umhverfismálin í framtíðinni og skaða horfur í atvinnumálum. Eyðileggur faglega vinnu síðustu tíu ára Gylfi Arnbjörnsson „Þessar hug- myndir lýsa í hnotskurn í hvaða ógöngum þessi mál eru, þau eru í gíslingu virkjana- andstæðinga sem virðast bera nið- ur allsstaðar þar sem á að virkja,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Hann telur að stöðvun virkjana í neðrihluta Þjórs- ár muni hafa áhrif á fjárfestingar í atvinnulífinu í mörg ár. „Trúverð- ugleiki þeirra stjórnarliða sem tala um atvinnuuppbyggingu á grund- velli orkunýtingar er að engu orð- inn.“ Eru í gíslingu and- stæðinga virkjana Vilhjálmur Egilsson Sigurður Ingi Jó- hannsson, þing- maður Framsókn- arflokksins í Suðurkjördæmi, segir að nýjustu vendingar í mál- inu sýni að grund- völlur þeirrar fag- legu vinnu sem lagt var upp með sé næstum gufað- ur upp og eftir standi pólitískt plagg. Teknir hafi verið út góðir og hagkvæmir kostir eins og Norðlingaölduveita. Nú eigi að fella út fleiri virkjanakosti í Þjórsá til að halda friðinn á stjórnarheimilinu. „Við fáum enn eitt árið í biðstöðu, líka á það sem sátt er um því engin virkjanaleyfi eru gefin út á meðan rammaáætlun klárast ekki,“ segir Sigurður. Til að halda friðinn á stjórnarheimilinu Sigurður Ingi Jóhannsson Á annað hundrað umsagnir bár- ust um drög að þingsályktunar- tillögu um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Í flestum voru athugasemdir við virkjun neðri hluta Þjórsár, meðal annars vegna áhrifa á laxastofna. For- maður Verndarsjóðs villtra laxa telur að 90% af laxastofninum muni þurrkast út. Veiðimálastofnun hefur rann- sakað ána í áratugi fyrir Lands- virkjun. Áhrifanna gætir einkum á neðsta hluta jökulvatnsins því efri hlutinn var ekki fisk- gengur fyrr en Landsvirkjun lét byggja fiskistiga í Búða- foss. Landsvirkjun segir að mótvægisaðgerðir muni draga eins og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum virkjana og að áhrif þeirra á laxastofninn verði óveruleg. Deilt um áhrif á lax FJÖLDI ATHUGASEMDA Stjórnlagaráð lauk störfum sínum í gær eftir að hafa komið aftur sam- an til þess að svara þeim spurn- ingum sem stjórnskipunar- og eft- irlitsnefnd Alþingis beindi til þess. Ráðið afhendir nefndinni svör sín í dag. Eiríkur Bergmann Einarsson, fulltrúi í Stjórnlagaráði, sagði að starfið hefði gengið vel og að ráðinu hefði tekist að svara öllum þeim spurningum sem fyrir það voru lagðar, vel og ítarlega. „Í sumum tilvikum var um að ræða frekari skýringar og rök- stuðning við það sem ráðið hafi lagt til. Í öðrum tilvikum bendum við á ýmsa valkosti varðandi aðrar leiðir en þær sem við lögðum til í byrj- un,“ sagði Eiríkur. Hann sagði að þeir valkostir sem ráðið hefði lagt til myndu ekki raska þeim grunni sem tillaga ráðs- ins að stjórnarskrá væri byggð á. „Við bendum á að hægt væri að setja ákvæði um málskotsrétt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig skýrðum við ýmsa þætti varðandi forsetakaflann og gerðum kaflann um kosningar skýrari en hann var áður,“ sagði Eiríkur. Valkostir stjórnlagaráðs raska ekki fyrri tillögu  Stjórnlagaráð skilar Alþingi svörum sínum í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundað Stjórnlagaráðsfulltrúarnir Erlingur Sigurðarson, Þorvaldur Gylfa- son og Ómar Ragnarsson við störf þegar ráðið kom saman aftur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.