Morgunblaðið - 12.03.2012, Side 11

Morgunblaðið - 12.03.2012, Side 11
arsson og Aðalheiður Sigurjóns- dóttir. Að sýningunni koma þó alls sjö, hvíslarar eru nauðsynlegir, þær Anna Friðbjarnardóttir og Sigríður Helgadóttir skipta með sér því hlutverki bæði á æfingum og á sýningum. Þau Björg Aðal- steinsdóttir og Gunnar Helgason sjá svo um leikmynd og ýmislegt í kringum sýninguna. „Það er töluvert mikil vogun að setja upp verk með aðeins tveimur leikurum sem komnir eru vel á aldur. En það hefur gengið mjög vel. Þau Hörður og Aðal- heiður hafa fengið mikla þjálfun hjá félaginu og því þótti gráupp- lagt að láta þau spreyta sig á þessu verkefni. Vissulega tekur svolítið lengri tíma að læra lín- urnar svo við byrjum yfirleitt að vinna þetta í október og hittumst öðru hvoru. Síðasta eina til eina og hálfa mánuðinn fyrir frumsýn- ingu er síðan æft á hverjum virk- um degi. Ég hygg að þetta sé eina leikfélag eldra borgara á Íslandi og þori eiginlega að hengja mig upp á það að enginn á þeirra aldri hafi áður leikið þetta verk,“ segir Bjarni. Tveir hvíslarar í hópnum Misjafnt er hvort fólk í hópn- um hefur leikið áður eður ei en allt á það sameiginlegan brenn- andi áhuga á leikhúsi. Sumum hef- ur ekki gefist tími til að sinna leiklistinni og sjá spennandi möguleika í félaginu sem áhuga- máli þegar róast um hjá þeim. Áhorfendur á sýningunum hafa verið á öllum aldri en stór hópur eldri borgarar og venslafólk þeirra sem taka þátt í sýningunni. Síðastliðin 20 ár hefur Bjarni einnig haldið námskeið fyrir eldri borgara tvisvar sinnum yfir vetur- inn. Þar er unnið með texta, bæði bundinn og óbundinn. Enda segir Bjarni stóran hluta hópsins hafa áhuga á ljóðum og texta almennt. Námskeiðin hafa verið ágætlega sótt í gegnum árin og samsinnir Bjarni því að leiklistin sé sjálfsagt hin besta heilaleikfimi. „Ég hef heyrt því fleygt að þeir læknar sem þekkja þennan hóp séu undrandi á því hvað hann þarf lítið þjónustu þeirra. Þetta virðist því virka eins og vítamín- sprauta,“ segir Bjarni í léttum dúr. Næsta sýning á verkinu verð- ur í Iðnó fimmtudaginn 15. mars en einnig sýnir hópurinn á Hótel Örk á svokölluðum Sparidögum þar sem eldri borgarar koma sam- an. Sýningin er þó öllum opin og verður verkið sýnt á Hótel Örk á hverjum þriðjudegi klukkan 13:30 fram á vor. Morgunblaðið/Jim Smart Glæsilegar Úr sýningunni Ástandið sem leikfélagið setti upp árið 2005. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is Miele þvottavél W1634 kr. 184.500 Miele þvottavél W1714 kr. 202.500 Miele þurrkari, verð frá kr. 158.400 Farðu alla leið með Miele Í gæðakönnun Neytendablaðsins 1. tölublaði 2011, fá Miele þvottavélar hæstu einkunn og lenda í fyrsta og öðru sæti. Miele W1714 lendir í fyrsta sæti og Miele W1613 í öðru sæti. Miele fékk fyrstu einkun Atli Vigfússon laxam@simnet.is Það er gaman að mynda þessarkýr sem eru allavega á litinnog gera túnið að marglitu mál- verki. Bröndóttar kýr hef ég aldrei séð áður, en þetta er eitthvað mjög merki- legt,“ sagði hollensk kona sem var á ferðalagi í Þingeyjarsýslu fyrir nokkr- um árum ásamt fjölskyldu sinni. Fjöl- skyldan sagðist hafa gaman af því að stoppa á bæjunum og mynda kýrnar úti enda væru þær sérstakt áhugamál því margbreytileikinn væri svo mikill. Víst er leitun að kúakyni í Evrópu sem státar af jafn mikilli fjölbreytni í litasamsetningum og íslenska kýrin, en það gefur henni sérstöðu sem margir hafa áhuga á. Litaerfðafræðin á sér margar myndir og oft fæðast kálfar í litum sem vekja áhuga bænda og barna þeirra. Ræktunarmarkmið íslenska kúa- kynsins er skýrt og þar er vægi afurða 44%, en síðan er talað um endingu, frjósemi, frumutölu, júgur, mjaltir, skap og spena sem hvert vegur 8% , sem gerir alls 100%. Litir hafa þar ekk- ert vægi enda hefur stefnan alltaf verið sú að fá sem afurðamesta gripi óháð því hvernig þeir eru á litinn. Í nýútkominni nautaskrá frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands hefur umsögn um dætrahópa verið bætt inn og litalýsing sett fram á nýj- an hátt sem verður að teljast merki um það að hugsað sé um litina. Þar vekur sérstaka athygli að gefið er upp hvort þessi reyndu naut, sem þar er lýst, hafi gefið af sér kýr í gráum lit- um, en þeir litir hafa um árabil verið á undanhaldi. Samkvæmt upplýsingum hjá Bú- garði, þ.e. ráðgjafaþjónustu á Norð- austurlandi, er litasamsetning kúa á svæðinu þar sem hér segir:  Rauðar 42%  Bröndóttar 31%  Kolóttar 15%  Svartar 10%  Gráar og sægráar 1-2% Það gefur því augaleið að gráum kúm hefur fækkað, en sem betur fer stendur það nokkuð til bóta því ný óreynd naut hafa komið inn á stöðina sem eru grá. Þeirra kálfar eru byrj- aðir að fæðast og sumir þeirra í gráum litum. Ljóst er að fleiri og fleiri hafa áhuga á þessari sérstöðu kúakynsins hér á landi, en á veggmynd Bænda- samtaka Íslands af kúalitunum eru 25 afbrigði þar sem getur að líta alla grunnlitina. Um það bil helmingur ís- lenskra kúa er einlitur en hinn helm- ingurinn er með eitthvað hvítt í sér, allt frá hvítum haladúsk, lítilli stjörnu í enni eða upp í að vera skjöldóttar með stórum hvítum blettum á skrokknum. Hver þróunin verður skal ósagt látið, en það er gaman hvað litirnir hafa haldið sér þrátt fyrir að þeim hafi ekki verið hampað sér- staklega í ræktunarstarfinu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Óvenjulegir Ketill Indriðason, bóndi á Ytrafjalli í Aðaldal, fékk á annan tug hvítra kálfa á sl. ári. Kúalitirnir lífga umhverfið Spyrjandi Kúalitirnir lífga umhverfið, sægrá kýr í haga. Páll Zóphoníasson ráðunautur skrifaði um litina 1948 og sagði að skjöldótti liturinn hefði heiti eftir því hvar hann væri. Hann talaði um baugótt- ar kýr, bíldóttar, blesóttar, hjálmóttar, húfóttar, kinnóttar, krossóttar, mánóttar og stjörn- óttar. En væru flekkirnir á sjálfum skrokknum væri talað um díl- óttar kýr, dröfnóttar, flekk- óttar, hryggjóttar, huppóttar og skjöldóttar. Kýr voru og eru enn mjög oft nefndar eftir litunum og kýr með hvítt í halanum köll- uðust oft týrur eða skottur samkvæmt Páli Zóphoníassyni. Dílóttar og dröfnóttar FJÖLBREYTTIR KÚALITIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.