Morgunblaðið - 12.03.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Á árunum 2002 til 2011 voru flutt
inn ríflega 206.000 reiðhjól til
landsins. Þótt sala á reiðhjólum
hafi dalað í kjölfar hrunsins eru
enn að bætast við hjólreiðaversl-
anir og -verkstæði á höfuðborgar-
svæðinu og víðar. Þessa dagana
taka reiðhjólaverslanir við nýjum
hjólasendingum og ljóst að þeir
sem ætla að kaupa sér hjól hafa úr
mikilli flóru að velja.
Á þessu sama tíu ára tímabili
voru fluttar inn um 99.000 fólks-
bifreiðar, samkvæmt upplýsingum
frá Bílgreinasambandinu. Innflutn-
ingur á bílum hrundi árið 2008 og
þótt hann hafi aðeins tekið við sér
voru í fyrra aðeins fluttir inn tæp-
lega 6.000 fólksbílar, þar af voru
2.632 seldir til einstaklinga. Á
sama tíma voru flutt inn ríflega
16.000 reiðhjól.
Innflutningur á reiðhjólum náði
hámarki árið 2008 þegar yfir
28.000 hjól voru flutt til landsins,
skv. upplýsingum frá Hagstofunni.
Jón Þór Skaftason, verslunarstjóri
í Erninum, segir að þá hafi versl-
anir pantað inn miðað við söluna
árið 2007 og í kjölfarið hafi sumir
setið uppi með stóra lagera. Hann
segir fólk velja sér hjól með öðru
hugarfari en árin fyrir hrun; þá
hafi margir keypt hjól bara til að
eiga þau og fara í einstaka hjóla-
túr með fjölskyldunni en nú kaupi
fólk hjól frekar til að nota þau
mikið. Sala í vönduðum og dýrum
hjólum hafi hlutfallslega aukist.
Þá hafi sala á aukahlutum og
varahlutum að minnsta kosti þre-
faldast og sífellt fleiri kaupi sér
hjólafatnað.
Albert Jakobsson, formaður
Hjólreiðafélags Reykjavíkur, segir
að þjónusta fyrir hjólreiðamenn
hafi verið með miklum ágætum í
kringum 1980 og á vef Fjallahjóla-
klúbbsins má lesa að það ár hafi
18 aðilar flutt inn reiðhjól til
landsins.
Albert segir að síðan hafi þjón-
ustan dalað en aftur tekið við sér í
kringum 1990 þegar fjallahjólin
fóru að ryðja sér til rúms. „Svo er
þetta svolítið að springa út hjá
okkur aftur síðastliðin fimm ár og
sérstaklega núna finnst mér sem
mikill kraftur sé að koma í menn,“
segir hann.
Í HFR hjóla menn mest á svo-
nefndum götuhjólum og segir Al-
bert að þjónusta við þau hafi stór-
aukist samhliða auknum áhuga á
keppnishjólreiðum. „Svo hefur þrí-
þrautin sprengt þetta út, þar eru
menn að kaupa sér flottar græjur.“
Rúmlega 200.000 reiðhjól
flutt inn á síðustu tíu árum
Reiðhjólaverslunum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu Helmingi færri fólksbílar
Innflutningur á
reiðhjólum sl. 10 ár
Heimild: Hagstofan
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
2002 2011
12.783
16.206
28.034
Reiðhjólaverslanir og -verkstæði á höfuðborgarsvæðinu
Verkstæði og verslun
Verkstæði
* Byrja sölu í mars/apríl.
BYKO, Húsasmiðjan og Hagkaup selja
einnig hjól sem árstíðabundna vöru.
Ellingsen*
Kría
ÚtilífTRI
GÁP
Everest
Markið
Örninn
Hjólameistarinn
Hjólið
Hvellur
Reiðhjólaverkstæði
Kópavogs SláttuvélamarkaðurinnVerklaginn
Sláttuvélamarkaður
Eiríks
Hjólasprettur
VDO
Borgarhjól
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Brynjar Kristinsson, formaður
Fjallahjólaklúbbsins, segir að
skýringin á fjölgun verslana og
verkstæða sé einfaldlega sú að
hjólreiðafólki hafi fjölgað og
markaðurinn því stækkað. Tím-
inn á reiðhjólaverkstæðum er
ekki dýr en margir kjósa að gera
sjálfir við hjólin sín. Fjallahjóla-
klúbburinn heldur reglulega við-
gerðanámskeið og eru þrjú slík
á döfinni í apríl. Einnig er klúbb-
urinn með opið hús á fimmtu-
dagskvöldum þar sem hægt er
að nálgast verkfæri og ráðgjöf.
www. fjallahjolaklubburinn.is
Þrjú við-
gerðanám-
skeið í apríl
FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN
MEÐ OPIÐ HÚS
Morgunblaðið/Golli
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is
YFIR 100 FRÍAR
SJÓNVARPSSTÖÐVAR
FRÁ GERVIHNETTI
Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst
26.500kr.Verð frá
„Við seljum hátt í 100.000 eintök á
hverjum markaði,“ segir Kristján B.
Jónasson, formaður Félags íslenskra
bókaútgefenda, um bókamarkaðinn
í Perlunni sem lauk í gær. Á mark-
aðnum eru boðnir til sölu rúmlega
10.000 titlar.
Aðspurður hvað seljist best segir
Kristján að afþreyingarbækur, s.s.
ástarsögur, séu á undanhaldi.
„Fræðibækur hafa hins vegar veru-
lega sótt í sig veðrið, salan á þeim
hefur aukist langmest. Þar má sér-
staklega nefna matreiðslubækur,
handavinnubækur, prjónabækur,
föndurbækur og svo mjög sérhæfðar
fræðibækur til dæmis um fluguhnýt-
ingar eða Excel-töflur.“
Markaðurinn á sér heillanga sögu,
en að sögn Kristjáns var hann fyrst
settur upp árið 1954 og hefur verið
haldinn æ síðan. Hann hefur verið í
Perlunni síðan árið 1990. „Hlutverk
hans er að selja eldri bækur og við-
miðið hefur verið að við höfum ekki
yngri bækur en tveggja ára. Skilyrði
er að hafa í það minnsta 50% afslátt
af eldri bókum.
Fræðibækur sækja
verulega í sig veðrið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lokadagur á Bókamarkaði í Perlunni Það getur reynst þrautin þyngri að
velja á milli þeirra 10.000 titla sem í boði eru á markaðnum.