Morgunblaðið - 12.03.2012, Síða 13

Morgunblaðið - 12.03.2012, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012 Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, sérfræðingur á mannauðs- sviði Marel. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar og formaður Stjórnvísi. Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland. Orri Hauksson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins. Dr. Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent. STJÓRNUNARVERÐLAUN STJÓRNVÍSI 2012 Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2012 á morgun, hinn 13. mars, býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku í Turninum í Kópavogi kl. 16.00 til 18.00. Þetta er í senn verðlaunahátíð og ráðstefna þar sem þrír kunnir framkvæmdastjórar úr atvinnulífinu flytja erindi um mikilvægi fjárfestinga við endurreisn atvinnulífsins. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir en yfir fjörutíu stjórnendur hlutu tilnefningu til verðlaunanna og má sjá nöfn þeirra á vefnum www.stjornvisi.is. Setning hátíðar: Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar og formaður Stjórnvísi. Ráðstefnustjóri: Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði Marel. Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringar Landsbankans: Hvaða umhverfi viljum við skapa fjarfestum? Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland: Við mótum framtíðina. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins: Ekki eftir neinu að bíða. Dr. Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent, gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2012. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun. Ókeypis aðgangur. DAGSKRÁ MIKILVÆGI FJÁRFESTINGA VIÐ ENDURREISN ATVINNULÍFSINS Hversu langt er fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja komin? YFIRSKRIFT ERINDA Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri eigna- stýringar Landsbankans. 13. mars nk. 16.00 til 18.00. Á föstudaginn mun MND félagið, fé- lag fólks með hreyfitaugahrörnun, senda 40 feta gám með hjálpar- tækjum og sjúkrarúmum til Lett- lands þar sem hann mun gagnast MND-sjúklingum þar í landi. Mark- miðið er að koma upp hjálpartækja- banka í Lettlandi að fyrirmynd ástr- ölsku MND-samtakanna. Að sögn Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND félagsins Íslandi, hefur þessi hópur sjúklinga orðið illa úti vegna mikils niðurskurðar í vel- ferðarmálum í Lettlandi. „Það er al- gjör skortur á aðstoð fyrir MND- sjúklinga í Lettlandi. Þegar ég var á ráðstefnu þarna þá sá ég búnaðinn sem fólk var með og hann var alveg hræðilegur. Biðtími eftir tækjum er líka ótrúlega langur þarna, en fólk þarf jafnvel að bíða í þrjú ár eftir venjulegum hjólastól. Sem þýðir að fólk með MND-sjúkdóminn deyr margt áður en það fær einhver hjálpartæki,“ segir Guðjón. Auk gámsins mun iðjuþjálfi frá Landspítalanum fara til Lettlands til að kenna starfsmönnum hjálpar- tækjabankans hvernig á að nota tækin. Einnig er stefnt af því að bjóða fagfólki í Lettlandi til Íslands til frekari þjálfunar. Nauðsynleg hjálp- artæki til Lettlands Morgunblaðið/Árni Sæberg Til hjálpar Hjálpartækjum komið í gáminn við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði um helgina. Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák, mun segja frá einvígi ald- arinnar í hádegis- fyrirlestri í Þjóð- minjasafni Íslands á morgun klukkan 12:05. Fyrirlesturinn er hluti af fyrir- lestraröðinni Fræðslufyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands. Skákeinvíg- ið var háð í Reykjavík sumarið 1972. Þar tókust á fulltrúar risaveldanna á tímum kalda stríðsins, Bandaríkja- maðurinn Bobby Fischer og sovéski heimsmeistarinn Boris Spassky. Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá einvíginu stendur nú yfir sýning í Þjóðminjasafni Íslands um einvígi aldarinnar. Á sýningunni eru munir og myndir frá skákeinvíginu 1972. Fyrirlestur í tilefni 40 ára afmælis einvígis aldarinnar Helgi Ólafsson Mottumars, ár- vekni- og fjáröfl- unarátak Krabbameins- félagsins vegna baráttunnar gegn krabbameinum hjá körlum, hefur nú staðið í 10 daga. Þegar hafa safnast rúmlega 8,2 milljónir króna. Ekki verður einungis hægt að styrkja félagið með góðri mottu heldur munu aðildarfélög Krabba- meinsfélagsins um land allt selja lyklakippur til ágóða fyrir átakið dagana 9. til 23. mars. Fyrirmynd lykklakippunnar er yfirvaraskegg Árna Þórs Jóhannessonar sem var útnefnt „fegursta mottan 2011“ af sérstakri dómnefnd. Mottumars fer mjög vel af stað í ár Motta Seldar verða lyklakippur til styrktar baráttu gegn krabbameini. Árni Þór Jóhannesson Tilkynningum til barnaverndar- nefnda fækkaði um 6,5% á árinu 2011 samanborið við árið 2010. Fjöldi tilkynninga á árinu 2011 var 8.661, en 9.264 árið á undan, að því er segir á vef Barnaverndarstofu. Tilkynningum á höfuðborgar- svæðinu fækkaði um tæplega 2% og um 17% á landsbyggðinni þegar allt árið er skoðað. Flestar tilkynningar voru vegna áhættuhegðunar barna eða 44,4% árið 2011, en 47,2% árið 2010. Alls voru 31,6% tilkynninga árið 2011 vegna vanrækslu, en 30,6% árið 2010. Hlutfall tilkynn- inga um ofbeldi árið 2011 var 23,1%, en 21,6% árið 2010. Tilkynningum fækkaði milli ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.