Morgunblaðið - 12.03.2012, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG!
VINNAN
VERÐUR
SVO MIK
LU
SKEMM
TILEGRI
!
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Ákveðið hefur verið að bæta við hæð
ofan á bygginguna sem eitt sinn
hýsti skrifstofur Loftleiða en hýsir
nú höfuðstöðvar Icelandair Group.
Byggingin er í raun ein álma þess
húsnæðis sem oftast er einfaldlega
kallað Hótel Loftleiðir en er nú í eigu
tveggja aðila, fasteignafélagsins
Reita, sem á þær álmur sem hýsa
Icelandair Hótel Reykjavík Natura,
og Icelandair Group, sem á skrif-
stofuálmuna.
Nýja hæðin, sú fjórða, verður alls
1.400 fermetrar og samhliða bygg-
ingu hennar stendur til að setja nýja
klæðningu utan á álmuna. Arkitekta-
stofan Tark og verkfræðistofan Fer-
ill hafa annast undirbúning fram-
kvæmdanna en gert er ráð fyrir að
þær hefjist í vor og taki um eitt ár.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, segir að ráðist sé í
framkvæmdirnar í hagræðingar-
skyni og til þess að mæta vexti í
starfsemi félagsins.
„Icelandair Group og dótturfyrir-
tæki eru með starfsemi víða og leigja
m.a. skrifstofuhúsnæði á allmörgum
stöðum í borginni. Af um 2.400
starfsmönnum félagsins í heild,
starfa um 300 á aðalskrifstofunum
og með viðbyggingunni skapast rúm
fyrir um 80 til viðbótar,“ segir Guð-
jón. Ekki hafi verið ákveðið hvaða
hlutar starfseminnar verða fluttir í
nýja rýmið.
Guðjón segir að upprunalegt útlit
álmunnar verði varðveitt en bygg-
ingarnar, sem eru fimm talsins og
alls 17.500 fermetrar, séu allar í
sama stílnum þótt þær séu ekki allar
eins.
Það var Gísli Halldórsson sem
teiknaði húsin en sú álma sem nú
stendur til að bæta við var byggð
upp úr 1960, að sögn Guðjóns.
„Þetta var um það leyti sem flug-
starfsemin var að færast frá Reykja-
víkurflugvelli til Keflavíkurflugvall-
ar og árið 1965 var ákveðið að breyta
fyrirhugaðri flugstöðvarbyggingu,
sem komin var grunnur að við hlið
skrifstofubygginarinnar, í hótel –
Hótel Loftleiðir,“ segir Guðjón.
Síðan þá hafi bæði verið byggt við
hótelið, sem þegar er á fjórum hæð-
um, og skrifstofubygginguna.
Sérð þú breytinguna? Nýja hæðin hefur verið teiknuð inn á þessa mynd en byggingin sem um ræðir er lengst t.h..
Icelandair Group
nær nýjum hæðum
Hæð bætt ofan á skrifstofuálmu gamla Hótels Loftleiða
PricewaterhouseCoopers ehf. (PwC)
sendi í gær frá sér tilkynningu þar
sem fram kemur að félagið hafnar
alfarið þeim málatilbúnaði sem fram
kemur í stefnum frá slitastjórnum
Landsbankans og Glitnis vegna end-
urskoðunar fyrirtækisins á ársreikn-
ingum bankanna. Félagið hafnar
sömuleiðis „einhliða staðhæfingum“
um að PwC hafi brugðist starfs-
skyldum sínum.
„Hlutverk PwC sem endurskoð-
anda bankanna var að láta í té álit á
ársreikningum og ályktanir um árs-
hlutauppgjör. Í því fólst umsögn um
það hvort reikningsskilin, sem unnin
voru af stjórnendum bankanna og
lögð fram á ábyrgð þeirra, hafi verið
í samræmi við lög og alþjóðlegar
reikningsskilareglur. Niðurstöður
PwC tóku mið af þeim upplýsingum
sem endurskoðendur PwC öfluðu
sér og höfðu aðgang að á þeim tíma
þegar vinna þeirra fór fram.
Endurskoðendur PwC komu ekki
að gerð reikningsskila eða ákvarð-
anatöku hjá bönkunum.
Það er mat PwC og lögmanna fé-
lagsins að málshöfðanir þessar
standist ekki skoðun,“ segir í til-
kynningunni. Félagið muni taka til
varna og svara því sem komi fram í
stefnunum á réttum vettvangi.
PWC segist hafna málatilbúnaði
slitastjórna Landsbankans og Glitnis
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skákhöllin Tónlistarhúsið Harpa hefur tekið vel á móti skákinni sem setti
svip sinn á húsið um helgina og gerði það að sannkallaðri skákhöll.