Morgunblaðið - 12.03.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.03.2012, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012 fást hjá okkur L A U G A V E G I 3 2 · S J A D U . I S Komdu og sjáðu Á Vísindavefnum segir: „Afleiður eru mjög víður flokkur verðbréfa sem öll hafa það sameig- inlegt að greiðslu- skylda útgefanda og þar með verðmæti af- leiðanna fer eftir verðþróun annarrar eignar (hugsanlega margra). Nafnið vísar því til þess að verð- mæti afleiðanna leiðir af verðþró- un annarra eigna.“ Ennfremur segir: „Því eru lítil takmörk sett á hverju afleiður geta byggt. Und- irliggjandi eignir þurfa til dæmis ekki að vera fjármálaeignir…“ Samkvæmt Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu segir: „Afleiða í við- skiptum er samningur eða fjár- málagerningur þar sem und- irliggjandi verðmæti þeirra fer eftir verðþróun annarrar eignar eða eigna. Nafnið vísar því til þess að verðmæti verðbréfsins er leitt af verðþróun annarra eigna. Því eru lítil takmörk sett á hverju afleiður geta byggt. Sem dæmi má nefna hlutabréf, húsnæðislán, almenn lán, verðbréf, gjaldmiðla, hagvísitölur eða vexti banka.“ Jafnframt segir Wikipedia: „Þar sem afleiður eru í eðli sínu samn- ingar á milli tveggja aðila þá eru því nánast engin takmörk sett hvað getur verið sem viðmið, eða undirliggjandi eign, þegar verð- mæti afleiðusamningsins er reikn- að. Þannig eru til afleiður sem reiknast út frá veðri, t.d. fjöldi góðviðris- eða rigningardaga á ákveðnu landsvæði, eða ævilengd einhvers ákveðins hóps fólks, t.d. meðlima í lífeyrissjóði. Þetta út- skýrist af því hvernig afleiður eru notaðar til að verjast áhættu. Appelsínuræktendur í Flórída eru háðir veðri og rekstraraðilar líf- eyrissjóða háðir því að raunveru- leg ævilengd sé ekki lengri en þær ævilíkur sem voru notaðar til að reikna út réttindi til lífeyr- isgreiðslna. Það er því eðlilegt að þessir aðilar reyni að verjast þessari áhættu en til þess má nota afleiður. Skilyrðið er að finna aðila sem er tilbúinn til þess að taka áhættuna, gegn greiðslu, á því að veðrið verði vont eða meðalævi lengist ekki úr hófi.“ Sá aðili sem tekur á sig áhætt- una að taka verð- tryggð húsnæðislán er hinn almenni ís- lenski neytandi. Ís- lensk fjármálafyr- irtæki og fjármagnseigendur tryggja sig gegn verðbólguskotum, slæmri hagstjórn, hækkun eldsneyt- isverðs, launaskriði, hrávöruverðshækk- unum, skattahækk- unum, fallandi gengi krónunnar o.s.frv. með útgáfu flókinna verðtryggðra húnæðis- lánaafleiðna (verðtryggð húsnæð- islán) sem almenningur situr uppi með og hefur enga leið til að vita hver endanleg upphæð til greiðslu er. Almenningur fær lægri vexti, en sem nemur á óverðtryggðu bréfi í staðinn fyrir þessa verð- tryggingu fjármálafyrirtækisins og er það enn ein vísbending um að um afleiðu er að ræða. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu eru afleiður skilgreindar sem flóknar fjármálaafurðir og sam- kvæmt lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi 1. nóv. 2007, má eingöngu selja afleiður til viðurkennda gagnaðila og fagfjárfesta. Almennir fjár- festar njóta sérstakrar verndar sem m.a. felst í því að þeim er óheimilt að taka þátt í flóknum fjármálagjörningum á borð við af- leiðuviðskipti. Þess vegna er það mjög líklegt að verðtryggð lán sem seld voru til almennings yfir borðið eftir 1. nóv. 2007 séu ólög- leg. 1. nóv. 2007 var vísitala neyslu- verðs til verðtryggingar 278,1 stig, en er nú 391 stig. Vísitalan hefur því hækkað um 40,5% frá upptöku laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Hugsanlega verður að leiðrétta öll verðtryggð neytenda- og húnæðislán sem seld voru eftir 1. nóv. sem því nemur, ef dómstólar komast að því hvort lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti hafa verið brotin. Almennir fjárfestar hafa engar forsendur til að meta þá áhættu, sem fylgir verðtryggðum neytenda- og húsnæðislánum og verður að leiðrétta þetta ójafn- vægi í húsnæðislánakerfinu sem fyrst. Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins, ályktar svo að fjármálastofnanir hafi blekkt þúsundir íslenskra heimila til þess að taka verðtryggðar neytenda- og húsnæðislánaafleið- ur frá 1. nóv. 2007, og ætlar flokkurinn að berjast fyrir fullri leiðréttingu á þessum afleiðu- lánum landsmanna. Skýrsla Hag- fræðistofnunar staðfestir enn- fremur að gríðarleg mistök hafa átt sér stað við stofnun nýju bankanna við yfirfærslu verð- tryggðra lána yfir í þá ef þau verða dæmd ólögleg. Flokkurinn birtir hugmyndir sínar að lausn- um á skuldavanda heimilanna þann 21. apríl næstkomandi. Eru verðtryggð húsnæðislán afleiður? Eftir Guðmund F. Jónsson Guðmundur F. Jónsson » Almennir fjárfestar njóta sérstakrar verndar sem m.a. felst í því að þeim er óheimilt að taka þátt í flóknum fjármálagjörningum á borð við afleiðuvið- skipti. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins Um síðustu áramót gaf Völuspá útgáfa út bókina „Í straum- hvörfum“, hundrað ára sögu Fiskifélags Ís- lands (FÍ) sem stofnað var 11. febrúar 1911. Bókin er rituð af þeim Hirti Gíslasyni blaðamanni og Jóni Hjaltasyni sagnfræð- ingi. Í útgáfuteiti sem félagið efndi til fylgdu höfundarnir verkinu úr hlaði. Í máli Jóns Hjaltasonar, sem skráði fyrri 50 árin, fullyrti hann að ekkert íslenskt félag eða samtök hefði haft jafn mikil áhrif á umhverfi sitt og FÍ. Hann nefndi upphaf slysavarna, landhelg- isgæsluna, rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins o.s.frv. og að í raun hefði FÍ verið stór hluti af sjávarútvegsráðu- neytinu. Hann fullyrti að nánast öll verkefni sem vörðuðu sjávarútveginn á þessum árum hefðu annað hvort hafist hjá FÍ eða verið komið til fram- kvæmda fyrir atbeina félagsins. Hvað gerðist? Í dag er félagið aftur á móti verk- efnalaust. Menn spyrja eðlilega hvað gerðist; af hverju er þannig komið fyrir félagi sem hafði næg verkefni á sinni könnu stærstan hluta síðustu aldar? Við lestur bókarinnar finnst mér koma nokkuð glöggt í ljós að undanhaldið hófst strax á sjöunda áratug liðinnar aldar. Um ástæð- urnar eru skiptar skoðanir eins og gengur. Því er meðal annars haldið fram að á sama tíma hafi samtök þeirra sem starfa í greininni verið að eflast og því ekki þurft á sameiginlegum vettvangi að halda til þess, bæði að samræma stefnumálin og koma þeim í fram- kvæmd. Vafalítið er hér að finna hluta skýringarinnar en fráleitt alla. Fyrir liggur að hlutverk einstakra félaga innan sjávarútvegsins hefur breyst verulega á þess- um árum. Benda má á að samtök innan fisk- vinnslunnar hafa nú sameinast undir einn hatt, „Samtök fisk- vinnslustöðva“ (SF), sem flest eru tengd út- gerð með einhverjum hætti; sum alfarið í eigu útgerðar en önnur að hluta til. Því eru þeir tímar liðnir að útgerð- in semji við fiskkaupendur um fisk- verð líkt og tíðkaðist fyrir daga Verð- lagsráðs sjávarútvegsins sem var lögbundið 16. des. 1961 þar sem illa hafði gengið að semja við fiskkaup- endur um fiskverð eða svo að t.d. á árinu 1960 tókust ekki samningar fyrr en að lokinni vorvertíð, og það ásamt öðru rak á eftir setningu lag- anna. Breytt hlutverk SF kemur t.d. glöggt í ljós þegar sjómenn eru að semja um fiskverð. Þá gera þeir það ekki við SF sem væri eðlilegast held- ur við LÍÚ. Ef allt væri eðlilegt ætti LÍÚ að eiga samleið með sjómönnum um að ná fram sem hæstu fiskverði; það gerir LÍÚ ekki þar sem vinnslan er að stærstum hluta í eigu útgerð- arinnar. Hagsmunir LÍÚ felast því í að hafa verðið sem lægst enda má segja að fiskverð í beinu sölunni hafi ekki annan tilgang en að ákvarða laun sjómanna. Í mínum huga er SF ekkert annað en hluti af LÍÚ og verður bráðlega aflagt sem sjálfstætt félag, en gert að deild innan LÍÚ þar sem fram- kvæmdastjóri LÍÚ verður einnig framkvæmdastjóri SF og skrifstof- urnar trúlega sameinaðar í framhald- inu. Þessi þróun hefur leitt til þess að LÍÚ er alltaf að fá meiri og meiri völd innan sjávarútvegsins sem leiðir til þess að þeim sem þar stjórna finnst ekki koma til greina að aðrir, eins og t.d. Fiskifélagið, hafi forsvar í ein- hverjum málum, eiginlega sama hversu fábrotin þau eru. Þar verður vilji LÍÚ að ráða í einu og öllu. Þar sem sumir stjórnarmanna FÍ voru ekki tilbúnir að lúta því ægivaldi efndi framkvæmdastjóri LÍÚ til vikulegra funda með fulltrúum aðild- arfélaga FÍ á árunum 2008 og 2009 til þess að sannfæra viðkomandi um nauðsyn þess að leggja FÍ niður, tími samtaka af þessu tagi væri löngu lið- inn. Þessi boðskapur gekk í einhverja fulltrúa aðildarsamtakanna enda inn- an þeirra líkt og annars staðar slang- ur af Sumarhúsa-Björtum sem telja hag sínum og sinna best borgið í hokri af einhverju tagi, samstarf og samvinna með öðrum er eitur í þeirra beinum. Með því yrði þeirra sjálf- stæði ógnað á einhvern hátt. Bjart- arnir í íslensku samfélagi hafa ætið verið þeirrar skoðunar að betra sé að hverfa úr þessum heimi örsnauður og beinaber, en að nafninu til sinn eigin herra, í stað þess að liggja undir því ámæli, jafnvel í öðrum heimi, að hafa einhverntímann á lífsgöngunni tekið tillit til skoðana annarra. Að mínu mati eru heildarsamtök í sjávarútvegi ekki síður nauðsynleg í dag en þau voru við stofnun FÍ, þó ekki væri til annars en að samræma stefnur og áherslur þeirra sem þar starfa þannig að greinin komi fram oftast sem ein heild út á við. Afdrifarík mistök Auðvitað urðu stjórnendum FÍ á skyssur á meðan það hét og var. Að mínu mati var stærsta og afdrifarík- asta skyssan þegar LÍÚ kom þeim skilaboðum til stjórnar FÍ, líklega 1996 eða 9́8, að samtökin myndu ekki senda fulltrúa á næsta fiskiþing vegna óánægju með starfsemi FÍ. Í stað þess nú að fagna þessari ákvörð- un ákvað stjórn FÍ að reyna að fá LÍÚ til þess að draga ákvörðunina til baka, sem því miður urðu lyktir máls- ins. Mitt mat er að ef FÍ hefði þá losnað undan ægivaldi LÍÚ væru samtökin á góðri siglingu í dag með Lands- samband smábátaeigenda innan sinna vébanda sem talsmann og verð- ugan fulltrúa útgerðarinnar í landinu. Stóra skyssan Eftir Helga Laxdal »Heildarsamtök í sjávarútvegi eru ekki síður nauðsynleg nú en þau voru fyrir 100 árum. Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrver- andi formaður stjórnar FÍ. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.