Morgunblaðið - 12.03.2012, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
rólegur að eðlisfari, en það var
ekki um að villast að þar fór mað-
ur sem hægt var að líta upp til af
fleiri ástæðum en vegna hæfileika
hans á knattspyrnuvellinum.
Erfiðara er að finna heilsteypt-
ari karakter en Steingrím, sem á
sinn hátt heillaði alla sem hann
þekktu með góðmennsku, heiðar-
leika og hnyttnum húmor. Alls
staðar þar sem hann kom var
hann vel liðinn, enda annað
ómögulegt. Það er því erfitt að
skilja hvers vegna komið er að
kveðjustund og erfitt að sætta sig
við þá staðreynd.
Elsku Jóna Dís, Kristjana
María og Jóhanna Rún, við biðj-
um alla engla heimsins að vaka yf-
ir ykkur og styrkja í sorginni.
Elsku Geirrún okkar, Tómas,
Lúðvík, Hlynur, Hjalti, Helga,
Sæþór og fjölskyldur. Hugur okk-
ar er hjá ykkur og við biðjum góð-
an Guð að veita ykkur allan sinn
styrk.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(Úr Spámanninum.)
Smári Jökull og fjölskylda.
Kveðja frá KSÍ
Sumir búa yfir þeim hæfileika í
knattspyrnu að skora mörk.
Framherjinn knái úr Vestmanna-
eyjum, Steingrímur Jóhannesson,
var slíkur leikmaður. Steingrímur
lék um árabil með knattspyrnuliði
ÍBV við góðan orðstír, var lykil-
maður í liði ÍBV sem varð tvívegis
Íslandsmeistari og einu sinni bik-
armeistari á árunum 1997 og
1998, og varð markakóngur efstu
deildar árin 1998 og 1999, en auk
þess lék hann með KFS, Selfossi
og Fylki, þar sem hann varð bik-
armeistari með síðastnefnda lið-
inu árið 2002.
Steingrímur lék einn A-lands-
leik á ferlinum, en það var árið
1998 þegar Ísland mætti Suður-
Afríku í vináttulandsleik. Þá lék
hann tvo leiki með U21 landsliði
Íslands árin 1994 og 1995.
Steingrímur var drengur góður
og afar vel liðinn, bæði innan vall-
ar og utan. Hann var kraftmikill
og duglegur leikmaður, kapps-
mikill og fylginn sér, en umfram
allt heiðarlegur leikmaður sem
naut virðingar samherja jafnt sem
mótherja. Minningarnar um
Steingrím eru margar og upp í
hugann koma falleg mörk og
drengileg framkoma. Þessar
minningar lifa þegar við kveðjum
góðan félaga.
Knattspyrnuhreyfingin sendir
ættingjum Steingríms, eiginkonu
og börnum innilega samúðar-
kveðju.
Geir Þorsteinsson,
formaður KSÍ.
Sárt er að kveðja Steingrím og
fá ekki að hitta hann á næstu
fermingarmótum. Þótt langt sé
um liðið síðan við sáumst síðast á
hann alltaf stað í hjarta mínu og
verður hann ætíð tengdur mínum
bernskuminningum. Sem ná-
grannar á Bröttugötunni og jafn-
aldrar kynntumst við fljótt. Við
Páley systir vorum eins og heim-
alningar á númer 9 sem stóð ætíð
opið og vel tekið á móti okkur.
Þvílíkur ævintýraheimur með
Tomma og Jenna-vídeóspólum,
ógrynni af playmo-dóti, Andrésar
Andar-blöðum í þykkum möppum
sem raðað var í röð og ekki má
gleyma „sokkaboltanum“ sem
iðulega var spilaður á ganginum.
Þegar við byrjuðum loks í skóla
urðum við ávallt samferða en ekki
leið á löngu þar til við áttuðum
okkur á að best væri að leiðir
skildi við kirkjuhornið ofan við
skólann svo við yrðum ekki kölluð
kærustupar.
Um margt var spjallað á leið úr
og í skóla sem ekki rúmaðist á
námsskránni. Man ég enn hvar ég
stóð þegar Steingrímur sagði mér
allan sannleikann um jólasvein-
ana. Þótt ég ætti bágt með að trúa
því var hann afar sannfærandi og
ekki annað í boði en að kyngja því.
Í þá daga var iðulega farið í úti-
leikina hring og punkt og elting-
arleiki þar sem Steingrímur var
ósnertanlegur með sínum hraða
og fimi. Fótboltafélagið Sólin var
stofnað af krökkunum í hverfinu
og var Steingrímur aðaldriffjöðr-
in. Við vorum stolt í hvítu bómull-
arbolunum sem þó voru merktir í
bak og fyrir með nafni og númeri
– þetta var alvöru. Steingrímur sá
um markaskorun og sveifluðust
úrslitin um tugi marka eftir því
hvort hann var með eða ekki. Þeir
bræður léku ekki bara fótbolta við
okkur systurnar því reglulega
mættu þeir með aksjón-karlana
sína til að leika í barbí, en mjög
mikilvægt var að gera greinar-
mun á að þetta voru aksjón-karlar
en ekki barbí-karlar.
Steingrímur var einstakt ljúf-
menni og alltaf var stutt í frasana
og grínið sem gerði hann síðar að
eftirlæti íþróttaáhugamanna. Það
var sama hvað hann tók sér fyrir
hendur, nám eða íþróttir, alltaf
stóð hann sig frábærlega. Ég veit
að elskulegur vinur minn er kom-
inn á góðan stað og er laus við all-
ar þjáningar.
Elsku Jóna Dís, Kristjana
María, Jóhanna Rún, Geirrún,
Tómas, Lúðvík, Hjalti, Hlynur,
Helga, Sæþór og fjölskyldur, Guð
veiti ykkur styrk í gegnum þenn-
an erfiða missi.
Emilía Borgþórsdóttir.
Ég er svo lánsamur að fyrir
u.þ.b. níu árum flutti lítil fjöl-
skylda í næsta hús. Fjölskyldu-
faðirinn reyndist landsfrægur
knattspyrnumaður og marka-
hrókur með meiru. Dætur okkar
urðu fljótt nánar vinkonur og þar
með mynduðust sterk tengsl við
þessa indælu fjölskyldu.
Steingrímur gat verið mikill
grallari, stundum alveg meinstr-
íðinn, gat komið með skemmtileg
og hnyttin svör sem gátu stuðað
fólk sem þekkti ekki vel til. Það
var eitthvað við Steingrím sem
gaf honum leyfi til þess að geta
svarað svona eða komið með inn-
skot þannig að fólk vissi ekki al-
veg hvernig það átti að taka hon-
um. Fólk gerði sér grein fyrir
þegar betur var að gáð, að þarna
var meinlaus maður á ferð og hon-
um var fyrirgefið.
Steingrímur var ósérhlífinn,
vinnusamur og var alltaf að. Ef
hann var ekki að þá var hann að
hugsa hvað hann ætti að gera eða
ætti eftir að gera. Samræður okk-
ar grannanna drógust gjarnan á
langinn er við hittumst. Oftar en
ekki lauk Steingrímur þeim með
setningu eins og: „Jæja, ætli það
sé ekki réttast að halda áfram
með listann sem konan er búin að
búa til.“ Þessi setning gaf ágæt-
lega til kynna að það væri nú kom-
inn tími til að hætta þessu blaðri
og þannig kvöddumst við. Stað-
reyndin var sú að hans beið stund-
um verkefnalisti, sem margur
hefði hunsað, en hann sinnti af
kostgæfni og elju og lauk við fyrir
Jónu Dís sína.
Steingrímur veiktst vorið 2011.
Sjúkdómurinn varð því miður
ólæknandi en hetjan barðist til
síðasta dags og tók öllu sem að
höndum bar með æðruleysi og
reisn, og húmorinn aldrei langt
undan. Eiginkona hans stóð sem
klettur við hlið hans. Huggun er
að vita að nú er Steingrímur laus
við allar þær þjáningar sem hann
er búinn að ganga í gegnum og
tekið er við nýtt hlutverk, þar sem
hann vonandi hefur nóg að gera.
Það er erfitt að horfa á eftir svo
góðum dreng en minningin um
Steingrím á eftir að gera okkur að
betri manneskjum.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum, hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta.
Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn mig
haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með glöð-
um hug, lyftist sál mín upp í mót til
ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í
gleði ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Ég vil votta Jónu Dís, Krist-
jönu Maríu, Jóhönnu Rún og öðr-
um aðstandendum mína dýpstu
samúð og óska þeim alls góðs í
ókominni framtíð.
Kristján Rafn Harðarson.
Kveðja frá ÍBV Íþróttafélagi
Steingrímur Jóhannesson var
fæddur og uppalinn í Vestmanna-
eyjum. Snemma hneigðist hugur
hans til íþrótta enda voru þær
honum í blóð bornar. Um leið og
Steingrímur hafði aldur til hóf
hann að leika knattspyrnu og síð-
ar handknattleik með Íþrótta-
félaginu Þór. Þá stundaði Stein-
grímur einnig frjálsar íþróttir
með Ungmennafélaginu Óðni.
Fljótlega var ljóst að ómældir
hæfileikar og fjölhæfni bjuggu í
drengnum. Knattspyrnan varð
fyrir valinu og þar bar Steingrím-
ur af. Hann hóf að leika með
meistaraflokki ÍBV á unglings-
aldri og lék með félaginu óslitið í
rúman áratug. Árangurinn lét
ekki á sér standa. Árið 1997 varð
Steingrímur Íslandsmeistari með
ÍBV og Íslands- og bikarmeistari
ári síðar. Varð hann markakóngur
efstu deildar árin 1998 og 1999. Þá
varð Steingrímur bikarmeistari
með Fylki árið 2002. Síðar lék
Steingrímur með liði Selfoss og þá
lá leiðin aftur til Vestmannaeyja
þar sem Steingrímur lék með ÍBV
og KFS. Steingrímur lék samtals
221 leik í efstu deild og skoraði í
þeim leikjum 81 mark. Þá lék
hann einn A-landsleik og þrjá leiki
fyrir U-21-landsliðið.
Steingrímur var glæsilegur
fulltrúi ÍBV innan vallar sem ut-
an. Innan vallar fór hann hratt yf-
ir um leið og prúðmennska og
leikgleði einkenndu leik hans all-
an. Þau voru ekki mörg spjöldin
sem fóru á loft þegar Steingrímur
átti í hlut, styrkleiki hans lá ann-
ars staðar. Utan vallar einkenndi
sama prúðmennskan og leikgleðin
drenginn. Hann var ekki fyrir það
að miklast af afrekum sínum eða
hæfileikum þótt það hafi verið
auðvelt og rík tilefni til.
ÍBV kveður í dag mikinn fé-
laga. ÍBV er stolt og hreykið af
því að hafa átt slíkan félaga sem
Steingrímur var. Fyrirmynd í alla
staði. Spjaldið sem ekki verður
umflúið hefur farið á loft og
skórnir settir á hilluna. ÍBV sakn-
ar góðs drengs og félaga sem allt-
of snemma yfirgefur leikvöllinn.
En orðstírinn lifir og minningin
mun ylja mörgum í framtíðinni.
Minning um hugprúðan og ljúfan
dreng sem hvítklæddur geystist
um Hásteinsvöllinn, glaður í
bragði og hvers manns hugljúfi.
En mikill er missir fjölskyldu
Steingríms. Hann lætur eftir sig
eiginkonu og tvær dætur og við
hjá ÍBV vottum þeim Jónu Dís,
Kristjönu Maríu og Jóhönnu Rún
okkar dýpstu samúð. Þá vottar
ÍBV Geirrúnu móður hans, systk-
inum, tengdaforeldrum og öllum
þeim sem nú missa mikið, innilega
samúð. ÍBV biður góðan Guð að
líta til ykkar allra og veit að hann
mun örugglega passa upp á Stein-
grím Jóhannesson. Megi góð
minning um fallinn félaga lifa um
ókomna tíð.
Jóhann Pétursson,
formaður ÍBV Íþróttafélags.
Steingrímur
Jóhannesson
Fleiri minningargreinar
um Steingrím Jóhannes-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Einar Guð-mundsson
kennari fæddist í
Reykjavík hinn 11.
september 1952.
Hann lést á Land-
spítalanum Foss-
vogi hinn 3. mars
síðastliðinn.
Einar var sonur
hjónanna Guð-
mundar Ragnars
Einarssonar frá
Mið-Tungu í Tálknafirði, f. 15.
janúar 1917, d. 1. desember
2006, og Sigrúnar Magnús-
dóttur frá Hrauni í Grindavík,
f. 26. júní 1920.
Systkini Einars eru Sigur-
liði, f. 15. október 1942,
Magnea Katrín, f. 7. mars
1947, og Anna Þórdís, f. 3.
október 1959.
Einar kvæntist Önnu Alexíu
Sigmundsdóttur, f. 3. maí
1953, d. 9. júlí 1997. Þeirra
synir eru: 1) Lúðvík Sveinn, f.
30. desember 1972. 2) Guð-
mundur Ragnar, f. 9. október
1975. Maki Sólrún E. Sæmund-
sen, f. 2. júní 1975.
Þeirra börn eru:
Agnes Eir, f. 1.
október 1993, Pat-
rekur Einar Sæ-
mundsen, f. 16.
október 1994, og
Einar Logi, f. 2.
desember 1997. 3)
Snorri Valur, f. 5.
febrúar 1980, d. 8.
ágúst 2009. Hann
lætur eftir sig tvo
syni, Guðna Alexander, f. 9.
september 2004, og Guðmund
Galdur, f. 5. júlí 2008.
Seinni kona Einars var Guð-
rún Hallgrímsdóttir, f. 27. jan-
úar 1955.
Einar var kennari mestallan
sinn feril, en einnig gegndi
hann framkvæmdastjórastöðu
hjá vernduðum vinnustað á
Vesturlandi í nokkur ár. Síð-
ustu ár var hann kennari við
Kársnesskóla í Kópavogi.
Útför Einars fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 12.
mars 2012, og hefst athöfnin
kl. 15.
Það hvarflaði ekki að þér,
elsku Einar, þegar þú komst
við í Melgerðinu á fimmtudag
og sagðir mömmu þinni að þú
kæmir í mat næsta dag, að
næsti dagur kæmi aldrei. Þetta
er lífið, stoppar oft án fyrir-
vara, án þess að við getum
klárað máltíðina eða lokið sam-
talinu
Þess vegna nokkur þakkar-
orð til þín, elsku Einar frændi
og bróðir. Takk fyrir að vera
mér ávallt sem besti bróðir,
deila með mér mömmu þinni,
pabba og systkinum á óeigin-
gjarnan hátt, að passa mig og
taka mig með í ævintýraferðir
þegar við vorum hjá Magnúsi
afa í Grindavík. Hraun var okk-
ar staður, hjá afa. Ég held að
við höfum verið send þangað
svo bæjarfólkið fengi frí því
það var ekki sjaldan sem Sig-
rún frænka, mamma þín, kvart-
aði undan okkur: „Hann Einar
svo handóður og með mikil læti
og Hrefna ekkert nema frekj-
an.“ Í góðu sagt því ég veit að
henni þótti vænt um okkur og
saknaði okkar þegar við vorum
ekki heima. Hjá Magnúsi afa
fengum við að ærslast úti með
frændum okkar Dadda og Gísla
sem bjuggu á Hrauni. Við í
leynifélaginu rötuðum í mörg
ævintýri sem lifa í minning-
unni.
Oft löbbuðum við á eftir
Magnúsi afa yfir Leitið með
mjólkina. Afi með hendur fyrir
aftan bak, þú hermdir eftir og
við hlógum. En lífið var ekki
bara leikur og þegar við urðum
eldri tók við vinna í saltfisk-
verkuninni hjá Sigga Nonna
frænda. Oft var svo mikil vinna
að við gleymdum að við vorum í
fríi.
Elsku Einar, það eru svo ótal
margar fallegar minningar sem
ég á um þig. Ég man þó eftir að
þú reiddist mér þegar þú hafðir
mig í eftirdragi í sunnudaga-
skólanum hjá séra Gunnari
Árnasyni. Þetta var áður en
Kópavogskirkja var byggð og
guðsþjónustan var í Kópavogs-
bíói þar sem Ragnar pabbi var
bíóstjóri. Við sátum í salnum
þegar séra Gunnar spurði hvort
einhver gæti farið með faðir-
vorið, ég rétti upp hönd og þú
fljótur að rífa hana niður – of
seint – Gunnar náði mér á svið-
ið. Þegar ég kom til baka varst
þú sokkinn niður í sætið og ætl-
aðir sko ekki að leiða mig yfir
Hafnarfjarðarveginn eins og þú
áttir að gera. Þegar heim var
komið tilkynntir þú að þú færir
aldrei með mig aftur.
Allt í einu lokaðist hurðin að
herberginu þínu, þú varst kom-
inn með unglingaveikina, ekki
þó verri en það að veturinn sem
ég átti að læra algebru tókst þú
mig í aukatíma og það verður
að segjast hér að þú hafðir
stórkostlega náðargáfu sem
kennari, ég fékk 10.
Við urðum fullorðin, þú gift-
ist Önnu og eignaðist strákana
þína Lúlla, Guðmund og
Snorra, ég fékk mína fjölskyldu
og gagnkvæmar heimsóknir
urðu stopulli. Eins og oft áður
var Melgerðið miðpunktur fjöl-
skyldunnar, þar sem við hitt-
umst og fylgdumst hvort með
öðru úr fjarlægð.
Fyrir um þremur árum
misstir þú yngsta son þinn og
var það þér þungur harmur. Á
þeim tíma styrktust æskubönd-
in og það var gott að halda um
hönd þína á ný. Nú er hönd þín
í hendi Guðs sem mun leiða þig
í faðm ástvina sem biðu eftir
þér.
Ég bið góðan Guð að styrkja
Lúlla, Guðmund, Sigrúnu
frænku og alla þá sem nú sakna
þín.
Megi ljós lífsins fylgja þér á
vegi þínum, kæri bróðir.
Hrefna Birgitta
Bjarnadóttir.
Sveipur í hári, dökku og
sléttu, dökkbrýndur, sterklegur
strákur, ekki margorður frekar
en margt af þínu fólki. Vinur
minn Einar Guðmundsson
Ragnars Einarssonar og Sig-
rúnar Magnúsdóttur á Kárs-
nesbraut 26, áður en þið fluttuð
í Melgerðið númer 21 í Kópa-
voginum. „Og hverra manna ert
þú nú Einar minn,“ spurði hún
amma mín. „Það er hann afi
fyrir vestan og afi í Grindavík,“
– svo varðstu hljóður en sagðir
síðan: „Ég á að eiga miklu
fleiri.“ Þetta þótti henni ömmu
minni fyndið á sinn hátt og gaf
mjólk og kleinur. Í Kársnes-
skólanum varð til þrenningin
Einar, Grétar og Helgi. Fót-
bolti á Marbakkatúninu og
vetrarferðir um hverfið í snjó
sem einhvern veginn var alltaf
meiri en nú. Vildum safna hári,
eins og goðin frá Liverpool,
alltaf í vandræðum með toppinn
og í baráttu við viðtekna her-
raklippingu þeirra ára. Bítla-
lög, bítlaskór og leðurjakkar og
svo komu The Kinks til lands-
ins og þú sást þá eitt kvöld, í
alvöru, í Kópavogsbíói þar sem
pabbi þinn vann og maður kikn-
aði í hnjáliðunum við frásögn-
ina. Já, bíóið, syngjandi
töfratré, ævintýri og indíánar
og Flóttinn mikli, maður minn!
Svo kom gaggó í Kóp. og ein-
hvern tímann ætluðum við allir
í Versló en enginn okkar fór
þangað heldur eitthvað allt
annað og böndin losnuðu. En
við tveir áttum svo samleið í
Kennó, sinn í hvorum bekk, svo
skilur leiðir um langa hríð. En
pabbi þinn sagði mér stoltur
frá að þú kenndir raungreinar
við Fjölbraut á Akranesi og
ættir þar fjölskyldu. Löngu síð-
ar komstu aftur í Kársnesskóla
og hafðir á orði að hér vildir þú
loka hringnum – fyrir alla muni
hér. En ég fann fljótt á sam-
tölum okkar að í þér bjó harm-
ur sem þú nærðir í baráttu
þinni við andstæðing, sem við, í
samtökum nafnleysingjanna,
þekkjum sem öflugan og óút-
reiknanlegan andstæðing sem
gerir okkur veik og að ef við
förum halloka í því stríði geti
sú barátta leitt til geðveiki eða
dauða. Og við reyndum að berj-
ast þú og ég. En þú sagðir mér
líka, að þegar þú stæðir við
töfluna í stofunni þinni, með
nemendur þína hjá þér, værir
þú í essinu þínu. Og þess bera
syrgjandi nemendur þínir vitni
og það vissum við og vildum
ekki missa vonina og trúna á
þína góðu hæfileika sem kenn-
ari. Við erum sorgmædd og
slegin en vitum að genginn er
nú góður drengur og góður
kennari. Mínar dýpstu samúð-
aróskir til þín Sigrún mín og
ástvinanna allra.
Nú hverfur sól í haf
og húmið kemur skjótt.
Ég lofa góðan Guð,
sem gefur dag og nótt,
minn vökudag, minn draum og nótt.
Kom, nótt, með náð og frið,
kom nær, minn faðir hár,
og legðu lyfstein þinn
við lífsins mein og sár,
allt mannsins böl, hvert brot og sár.
(Sigurbjörn Einarsson)
Hvíldu í friði, Einar minn.
Grétar.
Kveðja frá Kársnesskóla
Í dag er borinn til grafar
samstarfsmaður okkar í Kárs-
nesskóla til nokkurra ára, Ein-
ar Guðmundsson. Einar var
flinkur og reyndur kennari sem
náði vel til nemenda sinna.
Nemendur báru fyrir honum
virðingu og honum tókst að
vekja áhuga þeirra á námsefn-
inu með sínum aðferðum. Einar
fór ekki neinu offari að hlut-
unum, hann nálgaðist nemend-
ur á yfirvegaðan og rólegan
hátt og leiddi þá í allan skilning
um staðreyndir stærðfræðinnar
og fyrirbrigði náttúrufræðinn-
ar. Sérstakan áhuga hafði Ein-
ar á stjörnufræði og fengu bæði
eldri og yngri nemendur skól-
ans að kynnast stjörnuheimin-
um undir leiðsögn hans. Lífið
tók hann stundum ómjúkum
tökum og hann gekk ekki alltaf
heill til skógar. Kannski varð
kennslan þáttur í aðferð hans
til þess að láta gott af sér leiða
í lífinu og þar varð honum vel
ágengt.
Sviplegt og snöggt fráfall
Einars varð okkur í Kársnes-
skóla þungt áfall sem fékk mik-
ið bæði á starfsfólk og nem-
endur. Einar var farsæll og
vinsæll kennari og hans er nú
sárt saknað. Minningabókin
sem nemendur hafa skrifað í
undanfarna daga ber þess skýr
merki. Við leiðarlok koma fram
í hugann orð Jónasar Hall-
grímssonar er hann kvað um
vin sinn látinn:
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans,
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa Guðs um geim.
Megi góður guð styrkja fjöl-
skyldu og vini Einars Guð-
mundssonar í þungri raun.
Fyrir hönd starfsfólks Kárs-
nesskóla,
Þuríður Óttarsdóttir.
Einar
Guðmundsson