Morgunblaðið - 12.03.2012, Side 27

Morgunblaðið - 12.03.2012, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012 ✝ Gunnar BjörnBjörnsson fæddist í Reykjavík þann 5. desember 1970. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja laugardag- inn 3. mars 2012. Foreldrar hans voru Kristjana Heiður Gunnars- dóttir, f. 8. sept- ember 1947 og Björn Árnason, f. 27. apríl 1946. Albróðir Gunnars Björns er Árni Björn Björnsson, fæddur 20. desember 1966 og systir Gunnars samfeðra er Hrafnhildur Björns- dóttir, fædd 5. desember 1964. Börn Gunnars eru Sveinbjörn Valur, fæddur 11. febrúar 1994, móðir hans er Hrafnhildur Tinna Sveinsdóttir, búsett í Reykjavik. Elís Már, fæddur 9. febrúar 2001 og Hermann Nökkvi, fæddur 14. október 2002, móðir þeirra er Guðný Hermannsdóttir, búsett í Innri-Njarðvík. Gunnar bjó ásamt foreldrum sínum og bróður í Bandaríkj- unum fyrstu fjögur ár ævi sinnar. Eftir að þau fluttu heim bjó hann í Kópavogi og gekk þar í barnaskóla, síðan í Skógaskóla í tvo vetur og Reykholts- skóla í einn vetur. Hann fór ungur til sjós. Eftir nokkurra ára veru þar fór hann í land og sneri sér að fyrirtækja- rekstri. Rak meðal annars bón- stöð og fiskverkanir bæði í Hafn- arfirði og síðan á Suðurnesjum, þangað sem hann flutti með barnsmóður sinni. Á Suður- nesjum rak hann um tíma fast- eignasölu ásamt því að vera byggingarverktaki. Útför Gunnars Björns fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 12. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Þrjóska og stolt var ætíð þín brynja uns tilvera þín á jörðu byrjaði að hrynja. Ófétin hófu á líkamann að herja, líkama og sál þína voru að kvelja þar til ekkert var eftir nema að kveðja. Ó, elsku pabbi, hve sárt það er að þurfa að horfa á eftir þér. Ég er svo stoltur, þú stóðst sem hetja. Í þessari lífsbaráttu þurfti varla að hvetja. Sama hversu lífið lék okkur grátt, í öllum sársaukanum gast ávallt hlegið dátt. Nú ertu farinn úr þessum heimi eða ert hér einhverstaðar á sveimi. Kannski lítill þröstur á grein sem fylgist með í leyni. En hvar sem þú ert, ég þér aldrei gleymi. Ó, hversu oft ég mun hugsa til þín. Ég verð alltaf litla pabbalúsin þín. Kveðja, Elís Már og Hermann Nökkvi. Þú heldur heim á leið. Dagur fyrir bí, kvöldar á ný. Og þegar sólin sest, þú til hvílu leggst. Það gerðist allt svo fljótt. Mitt um bjartan dag kom sólarlag. En sólin rís á ný. Þú færð loksins frí. Leggur upp í ferðalag, veist bara ekki hvenær þú nærð endastað. Við sólarrás við hittumst þar. Sitjum saman horfum á öldur falla að. Og við kveðjumst nú. Þinn tími runninn er á enda hér. Nú ferðu á nýjan stað. Finnur friðinn þar. Og þó það reynist sárt að skilja við þig hér, ég þakka vil þér. Ljúflingslundina, gleðistundirnar. Leggur upp í ferðalag veist bara ekki hvenær þú nærð endastað. Við sólarrás við hittumst þar. Sitjum saman horfum á öldur falla að. (Ásgeir Aðalsteinsson) Elsku Gunni, mikið hryggir það mig að sitja hér og skrifa þessi kveðjuorð. Þú varst tekinn frá okkur allt of snemma, og eftir sitjum við með hjartað fullt af sorg og reiði yfir því hvað lífið getur verið ósann- gjarnt. En við höfum alltaf minning- arnar, og þær mun ég varðveita það sem eftir er. Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur elsku frændi, og þannig mun ég muna eftir þér. Nú ertu kominn á betri stað eftir langa og erfiða baráttu. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Hvíldu í friði elsku besti Gunni minn. Þín frænka, Kristín Birna. Gunni besti vinur minn er far- inn langt fyrir aldur fram, aldrei í lífinu hef ég orðið eins sorgmædd- ur, mig langar að skrifa minning- ar sem streyma um hugann á þessum tímamótum. Við kynnt- umst sjö ára gamlir, nýfluttir báð- ir í Engihjallann í Kópavogi, það má segja að hjörtu okkar hafi slegið saman og vinskapurinn varð óslítanlegur. Fjölskylda hans tók mér opnum örmum og fannst mér þau vera hin mamma mín, pabbi og bræður. Það var margt brallað og allt gert sem ekki mátti gera og miklu meira en það, en alltaf vorum við góðu strákarnir. Allar veiðiferðirnar niður á Reykjavíkurhöfn þar sem Gunni kenndi mér allt í sambandi við veiði, að hnýta hnútinn og láta þetta liggja í botni. Svo var alltaf stoppað á hamborgarastaðnum þar sem Heiða mamma hans gaf okkur að borða áður en strætó var tekinn heim, og seinna meir kenndi hann mér að kasta flugu sem hann var snillingur í að gera, þvílíkur veiðimaður hann var með þetta allt. Og allar skíðaferðirnar í Bláfjöll, þar kenndi hann mér á skíði, hann kunni þetta allt. Gunni var búinn að ferðast um allan heim þar sem pabbi hans var flug- vélstjóri, vá mér fannst þetta svo spennandi heimili. Hann kunni að elda hamborgara, hnoðaði þá sjálfur í höndunum og brauð með, egg og síróp og alltaf var til frí- hafnarnammi, kossarnir fannst mér bestir og mátti ég alltaf fá mér. Gunni var stórhuga alveg frá því hann var krakki og ekkert stoppaði hann í að gera það sem honum datt í hug og var hann hugmyndaríkur, alltaf snyrtilega til fara með húmor sem allir hlógu að. Þegar við vorum orðnir 14 ára flutti Gunni í Garðabæinn og ég í Hafnarfjörð. Við fórum hvor í sinn skólann en alltaf hittumst við nán- ast upp á dag, dagurinn minn var ekkert spennandi ef ég hitti hann ekki. Fyrstu utanlandsferðina mína fór ég með Gunna, þá var haldið á Evrópumót hestamanna í Danmörku. Við fórum í mest spennandi ferð í heimi; keyrðum frá Lúxemborg til Danmerkur með mörgum ógleymanlegum stoppum á leiðinni, þá vorum við Gunni 17 ára, og við gistum á dönsku sveitabýli með mömmu hans og pabba. Gunni minn, þú gerðir þetta æviskeið að ævintýri fyrir mig. Að fá að vera vinur þinn þakka ég Guði fyrir. Þú gladdir hjarta mitt reglulega með falleg- um orðum í minn garð, hvað ég ætti falleg börn og æðislega eig- inkonu og hvað þér þætti vænt um mig. Þú barðist hetjulega við þennan illvíga sjúkdóm og ætlaðir að sigrast á honum frá upphafi, svo þegar þú sagðir mér að þú værir sigraður brast hjartað mitt í grát, enginn veit fyrir víst hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Elsku besti vinur, hvíldu í friði og veit ég að þú tekur á móti mér þegar kemur að því. Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Ástvinum þínum öllum ég sendi blóm fagurrautt úr brjósti mínu, legg það við sárin, læt tárin seytla í þess krónu, uns sorgin ljómar. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku fjölskylda Gunnars, ég bið Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þinn vinur, Elí Þór Þórisson. Þegar ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Gunnari fyrir meira en sex árum var ég viss um að þessi ungi maður hefði fengi líf- ið sjálft í vöggugjöf. Hann hafði allt til að bera sem sæmir góðan dreng: Glæsilegt útlit, geislandi persónuleika, góðar gáfur, gott lundarfar og skemmtilegan húm- or. Á þessum tíma var uppgangur í lífi Gunnars, sem ásamt félögum sínum rak fasteignasölu í Reykja- nesbæ. Þarna leið honum vel, hafði fullt að gera, hitti fólk, talaði, sýndi, samdi, seldi og keypti. En gaf sér þó tíma til að sinna aðal- hugðarefninu sínu, að fara með sonum sínum og renna fyrir fisk. Fyrir um tveimur árum dró ský fyrir lífssól Gunnars þegar hann greindist með krabbamein, þurfti að fara í aðgerð þar sem annað lunga hans var að mestu fjarlægt. Lífsviljinn og húmorinn voru til staðar og Gunnar hélt áfram að berjast fyrir því verkefni sem hann hafði þá tekið að sér, að ganga frá byggingu tveggja íbúðablokka í Njarðvík. En úthaldið og þrekið var ekki það sama og áður auk þess sem peningapólitíkin hafði breyst og nú var sama hvert hann sneri, vindurinn var alltaf í fangið. Þeg- ar Gunnar fékk heilablóðfall ofan í krabbameinið, sem hafði tekið sig upp aftur og dreift sér í hitt lung- að, var eins og öll sund hefðu lokast. En Gunnar efaðist ekki, neitaði að gefast upp, knúinn áfram af lífsþrá og vilja. Það var skelfileg reynsla að horfa upp á þennan myndarlega, glaðlynda dreng vera orðinn nán- ast ósjálfbjarga í hjólastól, eig- andi í erfiðleikum með að gera sig skiljanlegan og vera upp á aðra kominn með nánast allt. Síðustu mánuðina sem Gunnar lifði bjó hann ásamt unnustu sinni Marínu (Ínu) heima hjá okkur, mér og móður hans Heiði, en Ína var honum mikil hjálparhella og hann setti allt sitt traust á hana Gunnar var vinmargur og traustur vinum sínum, vinir hans litu inn hjá honum til að fylgjast með, til að hittast, til að spjalla, og til að athuga hvort eitthvað vant- aði. Daglegur gestur var Bragi frændi hans, sem sat með honum nánast alla daga. Sögðu ekki margt, heldur vissu hvor af öðr- um. Það er mikill harmur og missir þegar ungur maður eins og Gunn- ar er frá okkur tekinn og eiga margir um sárt að binda, synir hans þrír, amma, barnsmæður og faðir ásamt fjölda vina og ætt- ingja. Gunnar og Heiður móðir hans voru tengd ótrúlega sterkum vinaböndum og hennar missir er mikill, eins Árna bróður hans sem oft lagði lykkju á leið sína til að geta verið sem næst bróður sín- um. Öllu þessu fólki vil ég senda samúðarkveðjur. Gunnar fékk lífið sjálft í vöggu- gjöf, ekki heilt, heldur hálft. Guð blessi minningu góðs drengs. Magnús Guðmundsson. það var mér sárt að heyra að þú værir fallinn frá, en um leið léttir að vita að þú værir laus við kvalir og vanlíðan. Skemmtilegar minningar mun ég geyma frá ævintýrum okkar, þar á meðal frá Skerplugötu, New York og London. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Kæru synir, foreldrar, systkini og vinir, hugur minn er hjá ykkur. Megir þú hvíla í friði, elsku vin- ur minn. Marlín. Lífsglaður, litríkur ungur mað- ur er frá okkur fallinn í blóma lífs- ins. Við sem vorum samferða- menn og vinir hans drúpum höfði í þögulli sorg, skiljum ekki tilgang örlaganna. Ungir drengir verða föðurlausir á uppvaxtar- og mót- unarárum sínum og fá ekki að njóta samvista við pabba sinn sem er mikil sorg og missir. Auðséð var að samband Gunna við dreng- ina sína, þá Sveinbjörn Val, Elís Má og Hermann Nökkva, var mjög náið og honum mikils virði. Það leyndi sér ekki að þetta voru sólargeislar og birtan í lífi hans. Eins og t.d. þegar öskudag bar upp var hann iðulega löngu búinn að gera ráðstafanir með að panta fleiri kíló af sælgæti til að gefa og gleðja börnin sem komu við á fast- eignasölunni á Hafnargötu til að syngja fyrir okkur. Eða þegar hann lagði á sig að keyra jóla- sveininn á aðfangadag í tímahraki um bæinn til að hann gæti komið við heima hjá litlu drengjunum sínum með smápakka frá jóla- sveininum. Maður sá að hugur hans var alltaf hjá drengjunum. Við þökkum honum allt sem hann gaf af sér til okkar sem unn- um með honum, það var alltaf gaman að vinna með Gunna og aldrei nein lognmolla í kringum hann. Hvorki í vinnunni né í einkasamskiptum. Gunni var stórhöfðingi og svolítið flottur í sér, hann vildi hafa hlutina „grand“. Við sem unnum með Gunna kunnum vel að meta lífs- gleðina, kátínuna, bjartsýnina og góðvilja hans. Hann var einstak- lega blíður, kurteis og ljúfur ein- staklingur með kátínu og bjart- sýni í farteskinu alla daga. Augljóst var að vina- og kunn- ingjahópurinn var stór. Gunni var snöggur til ef framkvæma þurfti, hafði þennan geislandi persónu- leika sem smitaði út frá sér og dreif í að framkvæma hlutina. Var potturinn og pannan í nánast allri skemmtun og afþreyingu sem hópurinn tók sér fyrir hendur. Drengirnir hans eiga eflaust mik- inn fjársjóð af góðum minningum um pabba sinn í veiðiferðum og ferðalögum þeirra. Sannarlega var oft glatt á hjalla, hvort sem var í vinnunni eða á ómetanlegum og skemmtilegum samverustund- um utan vinnunnar og oft mikið brallað og hlegið. Einn var sá eig- inleiki sem Gunni hafði sem fleiri mættu vera gæddir, hann var óspar á að segja manni hreint út, ekki bara í látbragði, heldur í orð- um, að honum þætti vænt um mann og alveg ófeiminn við það. Slík var einlægni hans. Það var sárt að sjá Gunnar Björn berjast við illvígan sjúkdóm svona ungur og kraftmikill. Að sama skapi var aðdáunarverð sú afstaða sem hann tók þegar hann sagði „svona er þetta og ég ætla að taka einn dag í einu í þessari baráttu“. Við erum þakklát og ríkari fyrir þau kynni og þau fáu ár sem við feng- um að vera samferðamenn og vin- ir Gunna í lífinu. Vissulega átti Gunni, þótt ungur væri, sínar erf- iðu stundir á stuttri lífsgöngu sinni. Hann sagði stundum að enginn hefði lofað því að lífið yrði dans á rósum alla daga. Við send- um aðstandendum Gunnars okkar dýpstu samúðarkveðjur og kveðj- um góðan vin með titrandi tárum og í huga okkar geymum við minningu um góðan dreng sem fallinn er frá í blóma lífsins. Hjördís, Hulda, Arnar, Sigurður og Þröstur. Gunnar Björn Björnsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG KRISTBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, andaðist á Landspítala Landakoti þriðju- daginn 6. mars. Guðlaug verður jarðsungin frá Eskifjarðar- kirkju laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Við færum sérstakar þakkir til starfsfólks Landakots fyrir einstaka umönnun og hlýju. Björk Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Kristjánsson, Kristinn Aðalsteinsson, Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir, Elfar Aðalsteins, Anna María Pitt, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GERÐUR KRISTÍN KARLSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Boðaþingi í Kópavogi mánudaginn 5. mars í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 14. mars kl. 13.00. Við færum starfsfólki hjúkrunarheimilis Hrafnistu í Boðaþingi sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun og alúð. Sveinn G. Guðmundsson, Karl B. Sveinsson, Elsa R. Sveinsdóttir, Alfreð Ragnar Ragnarsson, Kristján Þórðarson, Kristján Sigurður Þórðarson og barnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON frá Núpi, Eyjafjöllum, lést á Kirkjuhvoli miðvikudaginn 7. mars. Útförin fer fram frá Ásólfsskálakirkju laugar- daginn 17. mars kl. 14.00. Ásta Sveinbjarnardóttir, Anna Sigríður Guðmundsdóttir, Sveinn Ívarsson, Guðmundur Guðmundsson, Berglind Hilmarsdóttir, Guðbjörg Birna Guðmundsdóttir, Björn Eysteinsson, barnabörn og langafabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Bjallavaði 17, sem lést á líknardeild Landspítalans laugar- daginn 3. mars, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 13. mars kl. 13.00. Magnína Sveinsdóttir, Magnús H. Sigurðsson, Jóhanna Þ. Olsen, Sveinn Sigurðsson, Halla Garðarsdóttir, Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, Benedikt Þór Kristjánsson og barnabörn. Bróðir minn, LÁRUS MAGNÚSSON, frá Tjaldanesi, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.