Morgunblaðið - 12.03.2012, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
✝ Hafdís Jakobs-dóttir Mich-
elsen fæddist á Fá-
skrúðsfirði 13. maí
1955. Hún lést 4.
mars 2012.
Hún var 5. barn
foreldra sinna,
þeirra Jakobs
Jóhannessonar, f.
7. mars 1926, d.
27. apríl 1985 og
Guðrúnar Jóns-
dóttur, f. 3. mars 1928. Systk-
in: Jóna Bára, f. 9. ágúst 1947,
Aðalheiður Hrefna, f. 7. októ-
ber 1948, d. 24. júlí 2007, Sara
Guðfinna, f. 13. nóvember
1950, Svanhvít, f. 24. júlí 1953,
Ölver, f. 2. okt 1958, Guð-
mundur, f. 25. jan 1960,
Guðrún Jakobína, f. 23. apríl
1963, d. 2. mars 2007. Hafdís
var í grunnskóla á Fáskrúðs-
firði og giftist hún Stefáni
Garðarssyni, f. 16. júlí 1954.
Þau eignuðust 3 börn en slitu
samvistum. Þau eru:
Guðfinna Erlín, f. 22. sept
1973 og er hún gift Pétri
Björgvinsyni, f. 30. júlí 1968.
Þau eiga 3 syni, þeir eru:
Björgvin Stefán, Fannar
Bjarki, Arnar Freyr. Pétur á
fyrir eina dóttur,
Hildi Ósk.
Birna, f. 25.
nóvember 1975 og
er hún í sambúð
með Almari Má
Sverrissyni, f. 1.
des 1974.
Þau eiga tvö
börn, þau Davíð
Má og Tönju Haf-
dísi. Almar á fyrir
tvær dætur, þær
Silfá Sól og Anniku Katrínu.
Garðar, f. 11. janúar 1984.
Unnusta Kristín María Krist-
mannsdóttir, f. 4. mars 1988.
Þau eiga einn dreng, Stefán
Kristin. Hafdís bjó í Hafnar-
firði með Sveini Einarssyni, f.
9. september 1951. Hann á tvo
syni, þá Kristin Valgeir, f. 29.
júlí 1977, í sambúð með
Brimrúnu Björgólfsdóttur og
eiga þau tvo syni Björgólf
Bersa og Hergil Henning.
Andri Viðar, f. 28.september
1983, í sambúð með Karen
Gylfadóttur og eiga þau Júlíu
Mist.
Hafdís verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
mánudaginn 12. mars 2012, og
hefst athöfnin kl. 13.
Elsku mamma.
Hver hefði getað trúað því að
þú færir svo fljótt frá okkur? Upp
í hugann koma margar spurning-
ar sem við fáum engin svör við.
Þú elskaðir barnabörnin þín öll
og varst svo stolt af drengjunum
mínum öllum, ekki síst þegar þeir
voru að vinna titlana sem íþrótta-
menn Leiknis.
Börnin á Álftanesi voru líka
mjög hænd að þér og Svenna afa.
Skábarnabörnin voru ekki síður í
uppáhaldi og hef ég heyrt margar
sögur af þeim líka.
Franskir dagar á Fáskrúðs-
firði voru þér hugleiknir, vildir
helst ekki missa af þeirri
skemmtun og síðast fórum við
mæðgur á harmonikkuball, það
var mjög gaman en Arnar var
ekki á sama máli um skemmtana-
gildið. Nikkaraþorrablótið sem
þið Svenni komuð á er mér líka
eftirminnilegt og líka þegar þú
komst austur með Davíð af sama
tilefni.
Síðustu ár hafa verið erfið hjá
þér og okkur öllum, fyrst missir
þú systurson og síðan tvær syst-
ur þínar með skömmu millibili.
Veikindi hafa líka verið fylgi-
fiskur þinn í allt of mörg ár en þú
tókst þeim af æðruleysi eins og
flestu sem bjátaði á í þínu lífi.
Ég man líka hversu stolt þú
varst þegar við Pétur giftum okk-
ur. Betri mann gastu ekki hugsað
þér fyrir mig, þú varst ánægð
með húmorinn hans og ósjaldan
vorum við búnar að hlæja saman
að vitleysunni í honum.
Elsku mamma, minningarnar
eru margar og góðar.
Guð veri með þér.
Þín dóttir,
Guðfinna Erlín.
Elsku mamma mín, ég veit
ekki hvar ég á að byrja, þú ert bú-
in að reynast mér og minni fjöl-
skyldu svo vel. Alltaf boðin og bú-
in til að hjálpa. Þegar Davíð Már
fæddist varstu alltaf hjá mér og
studdir mig eins og þú gast. Þeg-
ar hann var lasinn passaðir þú
hann svo að ég kæmist í vinnu. Þú
komst norður þegar Tanja Haf-
dís fæddist, þrátt fyrir að vera
nýgreind með krabbamein sem
þú sigraðist svo á. Þegar ég var
lasin 2009 og þurfti að fara í að-
gerð, þá komst þú norður og
varst hjá mér allan tímann. Það
gladdi þig mjög þegar við fluttum
suður og varst alltaf dugleg að
hjálpa okkur Almari með börnin.
Davíð Má og Tönju Hafdísi finnst
rosalega skrítið að amma Hafdís
sé farin. Tanja er búin að teikna
stiga til himins, hún skilur þetta
ekki alveg og talar um að þegar
amma Hafdís sé búin að vera dá-
in, þá ætlið þið að fara í mömmó.
Hún er búin að syngja fyrir
Svenna lag um að þú sért dáin.
Sem er bæði fallegt og erfitt að
hlusta á. Davíð og Svenni eru
búnir að knúsast svolítið og passa
hvor annan.
Elsku mamma mín, það er svo
margt sem mig langar að segja
og ég get ekki lýst því hvað ég á
eftir að sakna þín mikið. En við
pössum uppá Svenna, Blúndu og
auðvitað ömmubörnin þín. Minn-
ing þín lifir í hjörtum okkar allra.
Ég elska þig af öllu hjarta, þú
varst alltaf best.
Þín dóttir,
Birna.
Elsku mamma mín, ég veit
ekki hvernig ég á að byrja þessu
kveðju, myndi frekar vilja sleppa
henni og þú værir hér ennþá. Líf-
ið fer ekki alltaf á þann veg sem
maður hefði hugsað og það að
missa þig er hrikalega erfitt. Ég
er þakklátur fyrir þann tíma sem
við fengum saman en ég hefði
viljað hafa hann miklu lengri. Það
var svo gott að spjalla við þig
þegar eitthvað bjátaði á og þú
hafðir alltaf tök á því að láta
mann sjá björtu hliðarnar á öllu.
Það sem ég hugsa um núna
þegar stutt er liðið frá því að þú
kvaddir okkur er hláturinn þinn,
þú fékkst hláturskast og sá hlát-
ur hljómar í höfðinu á mér. Meira
að segja þegar þú lást á spítalan-
um virkilega veik þá nýttir þú síð-
ustu orkuna í að fíflast, dilla þér
og hlæja. Þó þú hefðir enga orku í
það reyndir þú að syngja og
hlæja. Þetta lýsir þér best, gera
sem best úr öllum aðstæðum og
reyna að hafa gaman af öllu. Ég
ætla að taka þennan hugsunar-
hátt þinn með mér sem veganesti
í líf mitt. Ég er viss um það að þið
systur eruð allar komnar saman
og hagið ykkur nákvæmlega
svona og það fær mig til að brosa
í gegnum tárin. Elsku mamma
mín, ég elska þig meira en orð fá
lýst. Eins og við sögðum alltaf:
„Ég elska þig afturfyrirbak.“
Nú ertu farin mér frá.
Mikið liggur lífinu á.
Nú ertu farin frá mér.
Ég sé svo mikið eftir þér.
Brosið lengi lifir hér.
Verður alltaf í minni mér.
Guð hann geymir þig nú.
Elsku mamma I love you.
Lífið er ekki eins án þín.
Þú verður alltaf mamma mín.
Ég lifi lífinu fyrir þig.
Geymdu stað fyrir mig.
Þinn sonur,
Garðar.
Ég veit ekki hvar ég á að
byrja, ég er hálforðlaus á þessari
stundu, ekki átti ég von á að okk-
ar ferðalag yrði eins stutt og
raunin er. Við kynntumst 1997
þegar þið pabbi fóruð að vera
saman. Á þeim tíma drukkuð þið
bæði en eitt það gáfulegasta sem
þið hafið gert var að hætta því og
enn magnaðra var þegar þið
ákváðuð bæði að hætta að reykja,
fannst mér þið alveg ótrúlega góð
saman og bættuð hvort annað
upp. Voruð mjög samrýmd og
held ég að þú hafir verið einn
besti vinnur hans pabba og tókst
þú þátt í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur hvort sem það voru
fjórhjólaferðir eða tófuskyttirí og
alltaf voruð þið á endalausum
þeytingi í útilegum, fyrir vestan í
bústaðnum, á bátnum og austur á
Fáskrúðsfirði að heimsækja fólk-
ið þitt og alltaf jafn gaman.
Það hefur margt á þína daga
drifið og ekki er annað hægt en
að minnast á veikindi þín en mér
fannst þú taka þeim með æðru-
leysi og reyndir að vera jákvæð
og brosandi þrátt fyrir að þetta
hafi verið þér erfitt, einnig minn-
ist ég þess hve vel þú reyndist
Bínu systur þinni í hennar veik-
indum. Er ég hugsa til baka man
ég ekki til þess að við höfum
nokkurn tímann rifist og finnst
mér það nokkuð lýsandi fyrir þig,
þú varst yndisleg, góð, vildir allt
fyrir alla gera og til í alls konar
sprell.
Í minningu minni ertu bara
alltaf brosandi og í einhverju
sprelli og og þykir mér óendan-
lega vænt um þig. Þú varst uppá-
haldsamma Björgólfs og Hergils,
það var spennandi að fara til
ömmu og afa á Ölduslóðinni, þar
mátti gera allt aðra hluti en hjá
hinum ömmunum, t.d. fara í fót-
bolta og handbolta inni, það mátti
drasla öllu til og endurinnrétta í
hillunum.
Einhverju sinni þegar ég var
að setja út á þetta við þig sagðir
þú við mig: „Kiddi ef það brotnar
eitthvað þá hef ég bara ástæðu til
að kaupa mér eitthvað nýtt,“ og
svo brostir þú bara. Að koma á
Ölduslóðina var svo ótrúlega af-
slappandi, það var ákveðin ró
fólgin í því að koma í kaffi til þín
sitja í eldhúsinu og spjalla. Her-
gill talar alltaf um það að rúlla, þá
sátuð þú og Hergill á sitt hvorum
endanum á ganginum á Ölduslóð-
inni og rúlluðuð boltanum á milli
ykkar. Og sögustund með ömmu,
það fannst þeim svaka gaman,
það voru tófur og veiðar og að
ógleymdum tröllasögunum sem
oft enduðu á því að amma tók
tröllið og henti því lengst út í sjó,
efuðust þeir aldrei um að amma
réði við tröll. Svo var hægt að
fara á fjórhjólið og príla í bátnum.
Ekki leiddist þeim heldur að
komast í smáömmudekur:
„Amma, áttu Sæmund“ heyrðist
oft, kremkex og mjólk var lúxus
sem var bara komist í hjá ömmu
Hafdísi. Ég veit að þeir eiga eftir
að sakna þín mikið. Þú varst mik-
ið með barnabörnin þín og vissi
ég fáa eins spennta og þig þegar
von var á nýjum fjölskyldumeð-
lim. Ég á voðalega erfitt með að
sjá fyrir mér lífið án þín en ég veit
að þú vakir yfir púkunum þínum
og munum við alltaf minnast þín
með hlýju í hjarta. Hafdís, þér
þakka ég fyrir allt sem þú hafur
gert fyrir mig og mína. Pabbi,
Guðfinna, Birna, Garðar og fjöl-
skyldur. Ykkur votta ég mína
dýpstu samúð.
Hvíl í friði,
Kristinn, Brimrún,
Björgólfur og Hergill.
Elsku tengdamóðir mín.
Mikið rosalega er sárt að
missa þig og það á afmælisdaginn
minn. Það er svo margt sem fer í
gegnum hugann núna og ég veit
ekki hvar ég á að byrja. Þótt ég
hafi aðeins þekkt þig í tæp þrjú ár
hef ég samt vitað hver þú ert alla
mína ævi og þess vegna finnst
mér ég hafa þekkt þig alla tíð.
Það er mér minnisstæðast
þegar við Garðar sögðum ykkur
Svenna frá því að við ættum von á
barni. Þú varðst svo spennt,
klappaðir saman lófunum, grést
og hoppaðir bókstaflega af gleði.
Kallaðir mig fallegu tengdadótt-
ur þína og knúsaðir mig og kysst-
ir. Þú varst alltaf svo yndisleg við
mig, Hafdís mín.
Svo einn daginn, þegar Garðar
var að veiða og ég var komin
rúma átta mánuði á leið, kíkti ég í
heimsókn til ykkar Svenna. Ég
lagðist í sófann inni í sjónvarps-
herbergi og þið Svenni sátuð á
gólfinu í örugglega klukkutíma
og hélduð utan um kúluna mína
og funduð Stefán sparka og
sparka. Ykkur fannst það svo
spennandi og hlökkuðuð svo til að
fá litla ömmu- og afastrákinn í
hendurnar og fá að dekra við
hann. Sem þið svo gerðuð.
Ég er svo þakklát fyrir að þú
hafir fengið að kynnast litla
drengnum okkar Garðars. Við
munum passa að hann fái alltaf að
vita hver þú varst. Finnst svo
óréttlátt að þú fáir ekki að sjá
hann vaxa úr grasi, en ég veit að
þú munt fylgjast vel með honum
og vaka yfir honum.
Ég veit að þér líður vel þar
sem þú ert núna. Því hvar sem þú
ert, þá ertu í góðum höndum, hjá
pabba þínum og Bínu og Öllu
systrum þínum.
Hvíl í friði elsku Hafdís mín.
Ég elska þig og sakna þín alveg
rosalega.
Þín tengdadóttir og ömmust-
rákur,
Kristín María og
Stefán Kristinn.
Elsku Hafdís, hversu óréttlátt
getur lífið verið við okkur núna.
Ég á eftir að sakna þín svo mikið.
Þú varst svo góður vinur minn, og
mér fannst svo gott að geta kom-
ið til þín og setið með þér inni í
stofu meðan Andri og Svenni
sátu inni í eldhúsi að tala saman
um eitthvað sem við höfðum eng-
an áhuga á. Þú sagðir alltaf:
„Förum við ekki tvær inn í stofu í
kósí?“
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig, t.d. fyrsta sumarið
sem við Andri vorum saman þá
komum við vestur til ykkar í bú-
staðinn. Ég þekkti þig lítið þá en
við spjölluðum alveg eins og við
hefðum hist í gær og hefðum
þekkst alla ævi og gerðum margt
skemmtilegt; fórum á fjörhjólin,
sátum á pallinum og nutum sól-
arinnar og kyrrðarinnar í sveit-
inni. Þú tókst öllum svo vel og það
voru allir velkomnir til þín hve-
nær sem var og alltaf gastu gefið
manni ráð ef eitthvað var að og
alltaf nenntirðu að hlusta á mann.
Líka þær stundir sem þú
hringdir í mig bara til að spjalla,
hvað ég segði nú gott. Stundum
söngstu fyrir mig í símann og
ekki þótti mér það leiðinlegt og
hvað þá þér, enda var alltaf svo
stutt í grínið hjá þér. Þér þótti al-
veg hrikalega gaman að dansa og
punta þig upp, þú varst algjör
pæja og flottasta amman, áttir
fullt af glingri og helling af flott-
um skóm og fallegum kjólum.
Það máttu allir leika sér með það
sem þú áttir og ekki hafðirðu
áhyggjur af því að eitthvað brotn-
aði og minntir okkur oft á það að
það sem væri inni í stofu væri þér
sama um nema það sem þú settir
í efstu hillurnar, allt annað mátti
brotna. Ef svo eitthvað brotnaði
sagðir þú: „Puff, þetta skiptir
engu máli, ég á fullt af öðru fal-
legu. Ég er bara fegin að þetta er
brotið, þá þarf ég ekki að þurrka
af þessu!“
Júlía á eftir að sakna þín mikið
en hún á fullt af fallegum minn-
ingum um þig sem við tölum um,
allar tröllasögurnar þínar og þeg-
ar amman hélt „partí“ inni í stofu
fyrir barnabörnin þá var hækkað
í botn í græjunum og allir döns-
uðu. Og þegar amman var alltaf
að lauma súkkulaðirúsínum í
skál, það mátti allt hjá ömmu
Hafdísi.
Elsku Hafdís, mér finnst svo
erfitt að kveðja þig og ég trúi því
ekki að ég þurfi að gera það. Það
eiga allir eftir að sakna þín svo
mikið, þú varst svo góð. Við eig-
um eftir að ræða margt þegar við
hittumst seinna, á meðan hugsa
ég um allar fallegu minningarnar
sem ég á um þig og við pössum
Svenna þinn fyrir þig.
Elska þig að eilífu. Þín tengda-
dóttir,
Karen og Júlía Mist
ömmuprinsessa.
Elsku amma, þú varst besta
amma í heimi, þú varst alltaf
skemmtileg við mig, varst til í allt
með mér. Ég vil lýsa þér svona:
fyndin, skemmtileg, alltaf til í allt
og best í heimi. Ég hef aldrei
grátið jafn mikið og þegar ég
vissi að þú værir dáin, þetta er
svo erfitt. Ég elska þig út af líf-
inu.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þinn,
Davíð Már Almarsson.
Hafdís
Jakobsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku Hafdís mín, ég
sakna þín sárt og ákvað að
senda þér bæn sem þér var
svo kær.
Ég elska þig.
Nótt er komin, náð svo finni,
nærri vertu Jesús mér.
Verndaðu bæði sál og sinni,
svæf þú mig á brjósti þér.
Legg að höfði líknarhönd,
lát burt hverfa syndagrönd,
öflugan set þú englamúrinn
yfir þá er tek ég dúrinn.
(Höf. ók.)
Kveðja,
Sveinn Einarsson
Bóbó, eins og allir kölluðu hann,
fyrir áratugum og tókst með okk-
ur sérstök vinátta sem aldrei bar
skugga á, enda einstakur maður.
Bóbó var með skemmtilegri
mönnum, orðheppinn með af-
brigðum, mikill húmoristi og
sögumaður góður. Minningar um
samverustundir með þeim hjón-
um Bóbó og Hjördísi eru okkur
kærar og munu lifa með okkur um
ókomna tíð. Við fórum nokkrum
sinnum með þeim í ferðalög til út-
landa og eru þau með skemmtileg-
ustu ferðalögum sem við höfum
farið í, enda þau hjón ákaflega
skemmtilegir ferðafélagar. Ekki
dró það úr skemmtuninni þegar
Bóbó eignaðist vídeótökuvél og
tók að kvikmynda öll dýr sem á
vegi okkar urðu, enda einstakur
dýravinur. Mikið er búið að
skemmta sér yfir dýralífsmyndum
hans síðan – villisvín á Korsíku og
asnar á Ítalíu eru minnisstæð.
Nú er vorið á næsta leiti og sú
árstíð var Bóbó einstaklega kær,
hann hlakkaði alltaf mikið til vors-
ins enda var hann með græna
fingur og naut þess að hlúa að
gróðri og görðum. Þá var Bóbó
einnig völundur bæði á járn og tré
og það var sama hvaða verk hann
tók að sér, allt var óaðfinnanlegt.
Þá ber sumarbústaðurinn í Úthlíð
verkkunnáttu hans fagurt vitni.
Þar var sælureitur þeirra hjóna
og dvöldu þau þar hverja stund
sem gafst.
Elsku Hjördís og fjölskylda,
ykkar missir er mikill og sár og
áföll hafa dunið yfir. Það er aðdá-
unarvert hvernig þú hefur tekið
öllu mótlæti, kæra vinkona. Inni-
legar samúðarkveðjur.
Elín og Steinþór.
Dökkur skuggi á daginn fellur,
dimmir yfir landsbyggðina.
Köldum hljómi klukkan gellur,
kveðjustund er milli vina.
Fallinn dómur æðri anda,
aðstandendur setur hljóða.
Kunningjarnir klökkir standa,
komið skarð í hópinn góða.
Gangan með þér æviárin
okkur líður seint úr minni.
Við sem fellum tregatárin
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsi drottins verndarkraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Ég kveð þig, gamli vinur, með
þakklæti fyrir allt og allt
Vilhjálmur Vilhjálmsson.
tau, s.s. púða, svuntur, vöggu-
sett og bútasaumsteppi.
Veikindi Laufeyjar höfðu
mikil áhrif á líf þeirra hjóna og
af hugrekki og reisn brugðust
þau við þeim breytingum. Þá
kom vel í ljós hve miklir kær-
leikar voru með þeim. Árni
hætti fjótlega að vinna og hélt
þeim Laufeyju heimili og ann-
aðist hana með aðstoð heima-
hjúkrunar. En lífið er ekki alltaf
sanngjarnt og Árni greindist
með illvígt krabbamein sem dró
hann til dauða árið 2000. Þá
fluttist Laufey á Dvalarheimilið
Hlíð þar sem hún aðlagaðist
mikilli breytingu á lífinu einu
sinni enn.
Við höfum lært ótalmargt af
Laufeyju og vitum að glaðværð
hennar og bjartsýni hefur hjálp-
að bæði henni og okkur hinum
mikið. Hún var alltaf tilbúin að
sjá hið jákvæða og gerði ekki
kröfur fyrir sig.
Við sendum öllu starfsfólki á
Dvalarheimilinu Hlíð, þó sér-
staklega á Eini- og Grenihlíð,
okkar bestu þakkir fyrir sam-
fylgdina í gegnum árin og hvað
allir lögðust á eitt við að aðstoða
Laufeyju. Einnig sendum við
bestu þakkir til heimahjúkrunar
Akureyrarbæjar fyrir gömlu ár-
in.
Með þakklæti í huga kveðjum
við móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu.
Skúli, Jakobína
og fjölskylda.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA JÓNÍNA ÞÓRARINSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 26,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 5. mars.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 13. mars
kl. 15.00.
Jóhannes Guðmundsson,
Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir, Árni Sigurðsson,
Guðmundur Jóhannesson, Greta Jóna Sigurðardóttir,
Þórarinn Jóhannesson, Anna Blöndal,
Óskar Jóhannesson, Sigrún Ingólfsdóttir,
Jóhannes Ágústsson,
barnabörn og barnabarnabörn.