Morgunblaðið - 12.03.2012, Page 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2012
Alex Turner, leiðtogi Arctic Mon-
keys, segist ekki geta beðið eftir því
að byrja á fimmtu plötu sveitarinnar
en sú síðasta, Suck It And See, kom
út í fyrra. Þetta sagði hann í viðtali
við Rolling Stone en sveit hans er nú
stödd í Ameríku þar sem hún hitar
upp fyrir hina ægivinsælu Black
Keys á yfirstandandi leikvangatúr
þeirra um Bandaríkin og Kanada.
„R U Mine“, nýjasta lag sveitar-
innar, kom út fyrir stuttu.
Foringi Alex Turner er maðurinn.
Arctic Monk-
eys ólmir
Eiga leikarar að vera einnota?
Svik Mikael Birkkjær í hlutverki eiginmanns forsætisráðherra í Höllinni.
fleiri leikara, s.s. Søren Malling
sem lék Jan Meyer, ólánsaman sam-
starfsmann Söruh Lund sem týndi
lífi í Glæpnum I, en birtist svo sem
Torben Friis, fréttaritstjóri á sjón-
varpsstöðinni TV1, í Höllinni.
Grein Frost vakti býsna hörð
viðbrögð í dönsku pressunni og
stukku menn upp til handa og fóta
til þess að réttlæta fyrrgreint leik-
araval. Þannig sagðist Henrik
Palle, ritstjóri sjónvarpsefnis hjá
Politiken, alls ekki sjá vandamálið í
fyrrgreindu leikaravali og því væri
hann ósammála Frost. Ingolf Ga-
bold, fyrrverandi yfirmaður leikins
efnis hjá DR, bendir á að þótt fag-
fólki í greininni finnist gaman að
sjá nýja leikara sýni reynslan að
sjónvarpsáhorfendur séu sérlega
hrifnir af því að sjá kunnugleg and-
lit landsþekktra leikara á skjánum.
Enginn bendir hins vegar á aðsjónarmið Frost lýsir afar sér-
kennilegri sýn á starf leikarans. Ef
hún vill ekki sjá sömu leikarana í
hinum mismunandi sjónvarpsþátt-
um er hún í reynd að kalla eftir því
að leikarar séu einnota í sjónvarps-
þáttaröðum og slík einnota hugsun
stríðir hreinlega gegn eðli leikara-
starfsins. Góðir leikarar geta
brugðið sér í allra kvikinda líki og
það er einmitt spennandi fyrir
áhorfendur að sjá hvernig leikari
tekst á við hin ólíku hlutverk, að-
stæður og tilfinningar með trúverð-
ugum hætti. Frost minnist hins veg-
ar ekki einu orði á það hvernig
henni finnst fyrrgreindir leikarar
hafa staðið sig í hlutverkum sínum.
Þeirra eina sök er að birtast aftur á
skjánum í gervi nýrrar persónu.
Vissulega má velta fyrir sér hvort
afstaða Frost mótist af því að í
enskumælandi löndum er mun
meira leikaraúrval en í litlum mál-
svæðum á borð við Danmörku og
því auðveldara að fylgja stefnunni
um hinn einnota leikara sem fær
aðeins að taka þátt í einni sjón-
varpsþáttaröð og síðan ekki söguna
meir. Reyndin er hins vegar sú að
t.d. breskir leikarar skjóta iðulega
upp kollinum í ólíkum sjónvarps-
þáttum án þess að það virðist pirra
áhorfendur.
Það væri því forvitnilegt aðvita hvort Frost hafi dæst hátt
þegar leikarinn David Suchet, sem
er hvað þekktastur fyrir túlkun
sína á leynilögreglumanninum Her-
cule Poirot í óteljandi sjónvarps-
þáttum, birtist síðar sem illmennið
Reacher Gilt í sjónvarpsþáttunum
Going Postal. Og eins hvort hún
hafi tjáð sig um það opinberlega að
ótækt væri að leikarinn John Thaw
tækist á við hlutverk annars vegar
lögfræðingsins James Kavanaghs
og hins vegar rannsóknarlögreglu-
mannsins Morse, hvors í sínum
sjónvarpsþáttunum, á sama tíma.
» Góðir leikarar getabrugðið sér í allra
kvikinda líki og það er
einmitt spennandi að sjá
hvernig leikari tekst á
við ólík hlutverk.
AF LISTUM
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Eru Danir að verða uppi-skroppa með sjónvarpsleik-ara?“ Þannig spurði Vicky
Frost, ritstjóri sjónvarps- og út-
varpsefnis fyrir breska dagblaðið
Guardian, ekki alls fyrir löngu.
Ástæða skrifa hennar var sú að ný-
verið hófust útsendingar á nýrri
danskri glæpaþáttaröð sem nefnist
Sá sem drepur (Den som dræber) í
Bretlandi.
Danskir sjónvarpsþættir hafa
notið mikilla vinsælda í Bretlandi,
líkt og víða annars staðar, en Frost
lætur það fara í taugarnar á sér að
fjöldi leikara sem hún sá fyrst í
Glæpnum (Forbrydelsen) skjóti upp
kollinum í hverri nýrri danskri
sjónvarpsþáttaröðinni á fætur ann-
arri. Þannig finnst henni meira en
lítið skrýtið að leikarinn Mikael
Birkkjær, sem lék Ulrik Strange,
vafasaman samstarfsmann Söruh
Lund í Glæpnum II, birtist sem
Philip Christensen, eiginmaður
Birgitte Nyborg forsætisráðherra í
Höllinni (Borgen). Og hún tínir til
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
JOHN CARTER Sýnd kl. 7 - 10:15
SVARTUR Á LEIK Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15
JOURNEY 2 3D Sýnd kl. 6
SAFE HOUSE Sýnd kl. 8 - 10:20
IRON LADY Sýnd kl. 5:50
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND!
Toppmyndin á Íslandi í dag
12.000 manns á aðeins 6 dögum!
DV
HHHH
FBL
HHHH
FT
HHHH
MBL
HHHH
PRESSAN.IS
HHHH
KVIKMYNDIR.IS
HHHH
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
„PLEASANT SURPRISE“
-C.B. JOBLO.COM
HHHH
„EXPLOSIVE“
-J.D.A. MOVIE FANATIC
„PURE MAGIC“
-H.K. AIN´T IT COOL NEWS
„VISUALLY STUNNING“
-K.S. FOX TV
MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND Í 3D
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
2 óskarsverðlaun
m.a. besta leikkonan
FT
FBL
MBL
DV
PRESSAN.IS
KVIKMYNDIR.IS
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI
26.000 MANNS
Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN
H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
THE VOW KL. 5.40 - 8 - 10.20 L
SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
SVARTUR Á LEIK LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
TÖFRATENINGURINN KL. 3.30 L
THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14
STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10
SAFE HOUSE KL. 5.40 - 8 - 10.30 16
SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.40 L
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
SVARTHÖFÐI.IS
FRÉTTABLAÐIÐ
THE VOW KL. 5.40 - 8 - 10.20 L
SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
SAFE HOUSE KL. 10.15 16
GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.40 12
THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14
LISTAMAÐURINN KL. 5.45 - 8 L
FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND MEÐ ÍSLENSKU TALI
THE VOW KL. 6 - 8 - 10 L
SVARTUR Á LEIK KL. 6 - 8 - 10 16
HVAÐ EF SÍÐUSTU FIMM ÁR ÆVI ÞINNAR HYRFU Á EINU AUGNABLIKI?
BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM.