Morgunblaðið - 17.03.2012, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Erlendir bankar áhugalausir
Laga nú eiginfjárhlutfall og ólíklegt að þeir kaupi íslenskar fjármálastofnanir
BAKSVIÐ
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Ríkið á geysimiklar eignir í fjármálafyrirtækjum,
alls liðlega 200 milljarða króna. Ein af forsendum
fjárlaga ársins er að ríkið selji ýmsar eignir og fái í
sinn hlut alls sjö milljarða króna, hluturinn í bönk-
unum er langmikilvægastur í þessum efnum.
Heimildarmenn segja fátt benda til þess núna að
þessar áætlanir um eignasölu á árinu gangi eftir.
Nær útilokað sé að erlendir aðilar vilji kaupa ís-
lenska banka sem stendur og spurning hvaða inn-
lendir aðilar hafi getu til slíkra fjárfestinga.
Fram kom í riti fjármálaráðuneytisins í október
í fyrra, Ríkisbúskapurinn 2012-2015: Skýrsla um
áætlun í ríkisfjármálum, að ríkið stefndi að því að
selja allan hlut sinn í Arion banka og Íslandsbanka
en ekki selja meirihlutann í Landsbankanum „í
nánustu framtíð“. Í fjárlögum þessa árs er gert
ráð fyrir sjö milljarða hagnaði af sölu ríkiseigna á
þessu ári en síðan átta milljörðum árlega 2013-
2015. Alls er gert ráð fyrir söluhagnaði upp á 31
milljarð króna fram til 2015.
Bankasýsla ríkisins sér um eignir ríkisins í fjár-
málafyrirtækjum, henni er ætlað að starfa til árs-
loka 2014. Í Framtíðarstefnu Bankasýslunnar,
sem birt var í gær, er sagt mikilvægt að sannreyna
áhuga erlendra banka á að fjárfesta í innlendum
fjármálafyrirtækjum.
„Hamast við að endurskipuleggja“
Kostirnir séu að þá myndi verða auðveldara fyr-
ir innlend fyrirtæki að fá alþjóðleg lán, samkeppni
myndi aukast og flýta mætti afléttingu gjaldeyr-
ishafta. En bent er á að aðstæður séu mjög erfiðar
núna og auk þess vilji erlendir bankar að jafnaði
eignast ráðandi hlut í fjármálafyrirtæki, ekki
minnihluta. Heimildarmenn eru svartsýnir á að
útlendingar vilji kaupa íslenska banka. „Orðsporið
hræðir en fyrst og fremst er það þessi erfiða staða
í bankaheiminum,“ segir einn. „Menn eru að ham-
ast við að endurskipuleggja og endurfjármagna og
laga til hjá sér.“
Annar bendir á nýjar og hertar reglur um fjár-
málafyrirtæki, Basel III í Evrópu og Dodd-
Frank-lögin í Bandaríkjunum. „Allt flækir þetta
málin og dregur úr áhuga þeirra á að fjárfesta í ís-
lenskum bönkum þótt þeir séu miklu betur fjár-
magnaðir en nær allir aðrir vestrænir bankar.“
Hátt eiginfjárhlutfall
» Eiginfjárhlutfallið er yfir 20% hjá íslensku
bönkunum. Sumir segja að það sé í reynd
nálægt núlli hjá sumum evrópskum stór-
bönkum.
» Lágmarkshlutfall eiginfjár hér á landi er
nú 16% en aðeins 9% í nýju Basel-reglunum.
Ef hlutfallið væri lækkað niður í 9% myndi
ríkið geta hirt tugmilljarðahagnað.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi
stjórnarformaður Kaupþings, lýsti sig
saklausan af ákæru á hendur sér í Al-
Thani-málinu fyrir héraðsdómi í gær.
Sigurður, sem er búsettur erlendis,
hafði sjálfur óskað eftir því að fá að
koma fyrir dómstólinn í gær til þess að
svara spurningum um ákæruatriðin en
upphaflega var stefnt að því að rétta
næst í málinu 29. mars næstkomandi.
Sigurður er, ásamt Hreiðari Má Sig-
urðssyni, fv. forstjóra Kaupþings,
einnig ákærður fyrir umboðssvik en
þeir eru sakaðir um að hafa misnotað
stöðu sína þegar þeir fóru út fyrir lán-
veitingaheimildir sínar í september
2008 með því að láta bankann veita
hinu eignalausa félagi Gerland Assets
tæplega 12,9 milljarða króna óundir-
ritað peningamarkaðslán. Félagið var í
eigu Ólafs Ólafssonar, það var skráð á
Tortola og átti, í gegnum félög sín,
9,88% hlut í Kaupþingi. Hreiðar Már
og Sigurður voru einnig ákærðir fyrir
markaðsmisnotkun með því að láta
ranglega líta svo út að Al-Thani sjeik,
þekktur fjárfestir frá Katar, fjár-
magnaði kaup á 5,01% hlut í Kaup-
þingi þegar Q Iceland Holding keypti
umræddan hlut.
Lýsti sig saklausan
Óskaði sjálfur eftir því að fá að koma fyrir dóminn í gær
Er ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Sakabekkur Sigurður Einarsson ásamt verjendum sínum í héraðsdómi í
gær. Hann lýsti sig saklausan af ákærum á hendur sér í Al-Thani málinu.
Hæstiréttur staðfesti í gær gæslu-
varðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir
tveimur karlmönnum og einni konu,
sem grunuð eru um grófa líkams-
árás á konu í Hafnarfirði. Fólkið
verður í gæsluvarðhaldi til 11. apríl.
Einn karlmaður til viðbótar er í
gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Í úrskurði héraðsdóms kemur
fram að fólkið réðst inn í íbúð kon-
unnar aðfaranótt 22. desember.
Þegar lögregla mætti á staðinn
var konan meðvitundarlaus.
Í greinargerð ríkissaksóknara
segir að þetta afbrot sé liður í starf-
semi skipulagðra brotasamtaka en
fólkið sé allt félagar í eða hafi tengsl
við samtök, sem lögregla hér á landi
og erlendis hafi skilgreint sem al-
þjóðleg glæpasamtök. Um er að
ræða Vítisengla og stuðningssamtök
þeirra.
Staðfesti
gæsluvarðhald
Tröllin úr þjóðsögunum eru löngu orðin að steini, þau þoldu ekki frekar en
draugarnir skjannabirtuna sem fylgdi rafmagninu, segja sumir. En dul-
úðug klettaströndin og hvítfyssandi brimið í húminu á Reykjanesi eru enn
full af sögum og ævintýrum, okkur kæmi ekki á óvart þótt eitt bjargið færi
að rumska. Tolkien hefði vafalaust bætt magnaðri frásögn af furðuverum í
safnið ef hann hefði verið á staðnum með ljósmyndaranum.
Sofandi steintröll og einmana fugl
Morgunblaðið/RAX
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Þvottavél WM 14A163DN
Einstaklega góð kaup.
Tekur mest 5,5 kg, vindur upp
í 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+.
Íslenskt stjórnborð.
Tækifærisverð:
89.900 kr. stgr.
(Fullt verð: 109.900 kr.)
Tækifæri
Einar Már Guðmundsson fær Nor-
rænu bókmenntaverðlaun Sænsku
akademíunnar í ár fyrir framlag sitt
til bókmennta. Hann tekur við verð-
laununum í Stokkhólmi 11. apríl nk.
Norræn bók-
menntaverðlaun
Sænsku akademí-
unnar hafa verið
veitt árlega frá
1986 og þykja
einhver mesti
heiður sem nor-
rænum rithöf-
undi getur hlotn-
ast og eru
gjarnan nefnd
norrænu nób-
elsverðlaunin eða „litli Nóbelinn“,
samkvæmt fréttatilkynningu frá
Forlaginu, útgáfu Einars.
Í fréttatilkynningu sænsku aka-
demíunnar kemur fram að verðlaun-
in nema 350.000 sænskum krónum
sem samsvarar hálfri sjöundu millj-
ón íslenskra króna.
Einar Már hefur hlotið ýmiskonar
verðlaun og viðurkenningar fyrir
verk sín, þar á meðal Bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs 1995,
norsku Bjørnsonverðlaunin og Kar-
en Blixen heiðursverðlaunin. Bækur
hans hafa komið út á fjölmörgum
tungumálum og þar á meðal hafa tíu
bóka hans komið út á sænsku.
Fær norræn
bókmennta-
verðlaun
Verðlaunin hálf
sjöunda milljón
Einar Már
Guðmundsson