Morgunblaðið - 17.03.2012, Qupperneq 10
Á totalbeauty.com er hægt að finna
ýmsar sniðugar ráðleggingar um
förðun, hárgreiðslu og umhirðu húð-
arinnar.
T.d. má þar finna greinar um hvern-
ig eigi að mála sig um augun, góðar
hárvörur og hvernig litir á augn-
skuggum og varalitum verði vinsælir
í vor og sumar. Þá er hægt að lesa sér
til um bestu og verstu ilmvötnin sem
þekktir leikarar og söngvarar hafa
sent frá sér, hvernig eigi að búa til
góða andlitsmaska og hvernig best
sé að bera sig að því að veita sjálfum
sér fótsnyrtingu þannig að það gefi
snyrtistofunum ekkert eftir.
Margar konur þekkja að vera orðn-
ar þreyttar á hárinu sínu og finnast
þær alltaf greiða það eins. Á síðunni
er hægt að lesa sér til um 17 mismun-
andi og hárgreiðslur sem tekur innan
við 10 mínútur að gera og er farið yfir
handtökin skref fyrir skref.
Vefsíðan www.totalbeauty.com
Falleg förðun og greiðsla
Farði Á síðunni er að
finna mörg sniðug
förðunarráð fyrir konur
á öllum aldri.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
Tlvalið að líta inn í Hitt húsið í dag
milli klukkan 16 og 18 en þá opnar
Rebekka Líf ljósmyndasýningu í Gall-
erí Tukt. Þetta er fyrsta ljós-
myndasýning Rebekku og yfirskrift
sýningarinnar er „Dulúð“. Sýningin
samanstendur af sex ljósmyndum og
myndefnið er spennandi og í senn
forboðið; kyntöfrandi, sveipað töfr-
um, eins og segir í tilkynningu. Re-
bekka lýkur námi í ljósmyndun við
Tækniskólann í vor en hún hefur
einnig lokið sveinsprófi í grafískri
miðlun. Allar myndirnar á sýningunni
eru prentaðar á álplötur og eru til
sölu. Sýningin stendur til 26. mars.
Endilega …
… skoðið dulúð
og töfra
Dulúð Rebekka Líf sýnir ljósmyndir.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Morgunblaðið/Ómar
Konur Séra Kristín Þórunn (t.v) og séra Sigrún Óskarsdóttir ásamt dóttur Kristínar, Heiðbjörtu Önnu Árnadóttur.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við viljum brjóta niðurmúra með því að verameð sérstaka kvenna-messu og sérstaka karla-
messu. Kannski finnst fólki það
undarlegt en þannig viljum við fá
fólk til að hugsa hlutina upp á
nýtt. Bæði kynin eru að sjálfsögðu
velkomin á báðar þessar messur og
ég hvet karla og konur til að mæta
í báðar athafnirnar og upplifa
þetta sem eina heild. Við eigum
kannski að horfa á nýjan hátt á
þetta allt saman, kannski er þetta
ekkert endilega afgerandi kvenna-
eða karlamessa, heldur fyrst og
fremst fallegar messur,“ segir séra
Sigrún Óskarsdóttir, sókn-
arprestur í Langholtskirkju, en á
morgun, sunnudag, verður sérstök
kvennamessa í Langholtskirkju og
eftir viku verður þar sérstök karla-
messa.
Guðmundur Andri
gestapredikari
Í kvennamessunni munu ein-
vörðungu konur sjá um alla þjón-
ustu og í karlamessunni einungis
karlar. „Langholtssöfnuður fagnar
60 ára afmæli um þessar mundir
og í tilefni af því ætlum við að
brjóta upp hefðina og vera með
uppákomur öðru hverju út allt ár-
ið. Kvenna- og karlamessan er
hluti af því. Einnig fáum við í
hverjum mánuði gestapredikara
sem á einhverjar rætur hér í söfn-
uðinum, til dæmis ætlar Guð-
mundur Andri Thorsson að vera
gestapredikari hjá okkur í karla-
messunni, en hann ólst upp hér í
hverfinu. Karlakórinn Fóst-
bræður ætlar að
syngja í karla-
messunni.“
Karlamessa á
mjúkum degi
Sigrún segir að hugmyndin
um sérstaka karlamessu og sér-
staka kvennamessu sé einhvers
konar kynuslahugmynd. „Fastan
er þung og dimmrödduð, það er
eitthvað karlmannlegt við þennan
tíma samkvæmt gamalli hefð.
Þess vegna fannst okkur heillandi
að hafa kvennamessu á sunnu-
degi í miðföstu. Ef við getum tal-
að um mjúkan og kvenlegan dag
í kirkjuárinu þá er hann líka á
föstunni en það er boðunar-
dagur Maríu hinn 25. mars, en
þá ætlum við að vera með karla-
messu. Við gerum þetta til að
brjóta upp staðalmyndir og hrista
upp í því sem svo oft er fast og
niðurneglt.“
Sálmar eftir konur
Sigrún segir að það sé búið að
vera gaman að undirbúa kvenna-
messuna. „Við köllum saman fullt
af frábærum konum til að hafa
þetta fallega heild. Við reynum að
finna sálma eftir konur og kvenna-
kór Háskólakórsins syngur undir
stjórn Margrétar Bóasdóttur.
Judy Þorbergsson sér um undir-
leikinn á orgelinu og systurnar
séra Kristín Þórunn og Dagný
Halla Tómasdætur sjá um bæna-
gjörðina. Kvenpresturinn ég þjón-
ar svo fyrir altari. Gesta-
predikarinn verður
guðfræðineminn Díana Ósk
Óskarsdóttir. Þetta verður mikil
stemning og við munum koma
syngjandi inn undir forspilinu. Svo
köllum við að sjálfsögðu á karl-
prest til að þjóna fyrir alt-
ari í karlamessunni.“
Messurnar
rittúlkaðar
Sigrún segir að þau
vilji að sem flestir nái að
njóta
mess-
unnar
og
þess
vegna
verða allar hátíðar-
messur í tilefni kirkju-
afmælisins rittúlkaðar í
kirkjunni. „Þá situr rit-
túlkur í kirkjunni og slær
jafnóðum inn allt sem
sagt er í messunni og það
birtist á stóru tjaldi fyrir
þá sem eru heyrnarlausir
eða heyrnarskertir. Þetta
er liður í því að rjúfa ein-
angrun heyrnarskertra
en Heyrnarhjálp á 75 ára
afmæli um þessar mundir
og þetta er gert í sam-
starfi við þau samtök.“
Þetta er einhvers kon-
ar kynuslahugmynd
Nauðsynlegt er að brjóta upp hefðina öðru hvoru og hrista upp í staðalmyndum.
Einmitt þess vegna verður kvennamessa á morgun í Langholtskirkju og karla-
messa eftir viku. Langholtssöfnuður fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir og
eru kven- og karlamessurnar hluti af ýmis konar uppákomum því tengdu.
ARMANI
D&G
STENSTRÖMS
BALDESSARINI
SCHUMACHER
T BY ALEXANDER WANG
CAMBIO
ROCCO P
PEDRO GARCIA
PAOLO DA PONTE