Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 14
ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Opið hús var hjá Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga á Þórshöfn á fimmtudaginn en tilefnið var vígsla á nýju stafrænu framköllunar- og röntgentæki. Íbúar og velunnarar Heilbrigðisstofnunarinnar komu til að skoða nýja búnaðinn, þar á meðal fulltrúar frá félagasamtökum og fyr- irtækjum sem styrktu Heilbrigðis- stofnunina við þessi kaup. Tólf aðilar lögðu þar hönd á plóginn en stærstir þeirra voru Ísfélag Vestmannaeyja og Vistor en fyrirtækin gáfu eina milljón hvort til kaupanna. Styrk- irnir voru alls rúmar fjórar milljónir króna eða um helmingur af kaup- verðinu, sem var níu milljónir. Gef- endur eru úr ólíkum geirum sam- félagsins; allt frá kvenfélögum til stórfyrirtækja og stéttarfélaga en slíkur hlýhugur heimafyrir er Heil- brigðisstofnuninni ómetanlegur, ekki síst á tímum niðurskurðar. Ís- félag Vestmannaeyja hefur verið traustur bakhjarl hér á Þórshöfn og fram kom í máli Rafns Jónssonar að stefna félagsins er að styðja við mál- efni í sínu nærsamfélagi svo byggð- arlagið á þar öflugan stuðning. Gömlu röntgentækin eru barn síns tíma og tímabært að tæknin leysi þau af hólmi en þau komu upp- haflega frá bækistöðvum Banda- ríkjahers á Heiðarfjalli á Langanesi þegar starfsemi þar lagðist af, svo tækin eru um hálfrar aldar gömul. Nýju tækin gefa skýrar og nákvæm- ar stafrænar myndir og ýmsa mögu- leika sem gamli búnaðurinn hafði ekki og þörfin minnkar á því að fólk þurfi í burtu til myndatöku.    Grásleppuvertíð er hafin og lögðu fjórir grásleppubátar strax fyrsta daginn. Sjö bátar gera út á grásleppu þessa vertíðina, færri en í fyrravor. Sæmundur Einarsson er að hefja sína 30. grásleppuvertíð og leggst hún ekki svo illa í hann. Hann er hóflega bjartsýnn á hrognaverðið, sem ekki hefur verið gefið út enn, hrognabirgðir frá fyrra ári eru þó allar seldar. Að sögn hans vilja hrognakaupendur núna ekki ein- göngu fá hrognin heldur líka bolinn eða fiskinn sjálfan svo allur aflinn kemur í land. Það er því í fyrsta sinn á Þórshöfn að grásleppubátar koma með aflann óslægðan í land en gert er að honum hjá Fiskmarkaði Ís- félagsins. Grásleppan fer helst á markað í Kína en Ameríkanar hafa einnig sýnt fiskinum áhuga og voru hér á Þórshöfn í vikunni. Sæmundur vonar að tíðin verði hagstæð á ver- tíðinni en sunnan- og suðvestanáttir hafa verið ríkjandi og eru fram- undan, eftir stutt norðanskot. Svolít- ið hefur orðið vart við rauðmaga í þorskanetum en minna um grá- sleppu, sagði þessi reyndi útgerðar- maður að lokum. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Velunnarar Heilbrigðisstofnunarinnar á Þórshöfn fjölmenntu þegar stofnunin tók formlega í notkun nýjan búnað til röntgenmyndatöku. Fremstir sitja læknarnir Sigurður Halldórsson og Haraldur Tómasson, ánægðir með bætta aðstöðu og rausnarlegar gjafir samfélagsins. Fyrir aftan þá eru velunnarar stofnunarinnar og fulltrúar þeirra. Góðar gjafir á Heilbrigðisstofnunina 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 Arion banki stendur fyrir skatta- degi sunnudaginn 18. mars í sam- starfi við Mannréttindaráð Reykja- víkurborgar, lögfræðiþjónustu Lögréttu og KPMG. Fá einstaklingar þar endur- gjaldslausa ráðgjöf við gerð skatt- framtals en frestur til að skila skattframtali einstaklinga er til 22. mars. Ráðgjöfin verður veitt frá 11-17 í Háskólanum í Reykjavík. Arion banki býður einnig upp á táknmáls- túlkun meðan á ráðgjöfinni stend- ur. Aðstoð við framtal Breski fræðimaðurinn Thomas William Shakespeare var í gær sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands frá félags- og mann- vísindadeild félagsvísindasviðs. Shakespeare er þekktur sem fræðimaður á sviði fötlunarfræða og baráttumaður fyrir réttindum fatl- aðs fólks. Hann nam félagsvísindi við Cambridgeháskóla, lauk þaðan doktorsprófi árið 1994 og hefur meðal annars starfað við háskólana í Leeds og Newcastle. Shakespeare hefur frá árinu 2008 starfað sem sérfræðingur hjá Al- þjóðaheilbrigðisstofnuninni. Hann var einn af höfundum og ritstjórum alþjóðaskýrslu um fötlun og kynnti skýrsluna á málþingi sem haldið var á vegum velferðarráðuneytisins á fimmtudaginn. Í skýrslunni er fjallað um helstu málefni sem snerta fatlað fólk svo sem heilbrigði, menntun og atvinnu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Stór stund Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, for- seti Félags- og mannvísindadeildar, dr. Thomas William Shakespeare, heiðursdoktor, og Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum við Félags- og mannvísindadeild. Thomas William Shakespeare hlýtur heið- ursdoktorsnafnbót Háskóla Íslands Verkfræði- og náttúruvísindasvið (VoN) Háskóla Íslands hlaut um- hverfisverðlaun Grænna daga, Plöntuna, sem afhent voru í fyrsta sinn í gær. Plantan er veitt einstaklingi, hóp, sviði eða stofnun innan HÍ, sem hef- ur starfað að umhverfismálum og komið þeim framfæri innan hans. Horft er til frumleika, frumkvæðis og árangurs starfsins við val á verðlaunahafa. Verkfræði- og náttúruvísinda- sviðið hefur verið leiðandi innan skólans í sorpflokkun og verið drif- krafturinn að baki því að flokk- unarbarir eru nú í öllum bygg- ingum skólans. Innan sviðsins starfar umhverfisnefnd sem mótað hefur sjálfbærnistefnu sviðsins. Nemendafélög innan sviðsins standa fyrir keppninni ,,Hjólað í skólann“ sem hefst eftir rúma viku á milli nemendafélaga innan skól- ans. Þá vinnur VoN að því að hljóta Grænfánann, fyrst háskólasviða. Það er GAIA, félag meistara- nema í umhverfis- og auðlindafræð- um. sem stendur fyrir Grænum dögum í HÍ og veitir verðlaunin. Plantan Verkfræði- og umhverfissvið HÍ fékk umhverfisverðlaun Grænna daga. VoN hlaut verðlaun Grænna daga Árlegt kóramót barnakóra í Hafnarfirði og á Álftanesi, Barnakóramót Hafnarfjarðar, verður haldið í dag í Víðistaða- kirkju. Alls munu nær 350 börn koma fram á tvennum tón- leikum. Fyrri tónleikarnir hefj- ast klukkan 12:30 en þá syngja Kór Setbergsskóla, Barnakór Hafnarfjarðarkirkju, Kór Lækjarskóla, Kór Áslandsskóla og Kór Öldutúnsskóla. Síðari tónleikarnir hefjast klukkan 15:30 en þá koma fram Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, Kór Öldutúnsskóla, Sönghópur úr Víðistaðakirkju og Kór Lækjarskóla. Kóramótið er árlegt og hefur farið fram síðan 1997. Aðgangur að kóra- mótinu er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Barnakóramót í Hafnarfirði Barnakórar í Víðistaðakirkju. Innanríkisráðuneytið gengst fyrir hádegisfundi í næstu viku um spila- fíkn og happdrættismál þar sem einnig verður rætt til hvaða að- gerða unnt er að grípa til að sporna við spilafíkn. Fundurinn verður haldinn í Iðnó í Reykjavík miðvikudaginn 21. mars klukkan 12 til 13. Tilgangur fundarins er annars vegar að greina frá nýrri rannsókn um spilahegðun og spilavanda Ís- lendinga og hins vegar að fjalla um hvaða aðgerðir geta dregið úr spilafíkn. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra flytur m.a. ávarp á fund- inum. Fjalla um spilafíkn og happdrættismál STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.