Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 17

Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 arionbanki.is/namsmenn – 444 7000 Þegar stórum áfanga er náð er mikilvægt að huga að framtíðinni. Við gefum fermingarbarninu 5.000 kr. eða bol frá Dogma ef 30.000 kr. eða meira eru lagðar inn á Framtíðarreikning þess í Arion banka. Hið sama á við ef Framtíðarreikningur er stofnaður í nafni fermingarbarnsins. Láttu gjöfina taka vaxtarkipp hjá okkur. Fermingargjöf Arion banka „Við höfum lagt upp með að virkja heimafólk sem mest til þátttöku. Reyna að auka samkennd í sam- félaginu og blása lífi í fólk nú þegar vorið er á næsta leiti,“ segir Krist- inn J. Reimarsson, sviðsstjóri frí- stunda- og menningarmála hjá Grindavíkurbæ. Þar hefst menning- arvika í dag. Fjölbreytt dagskrá er í menning- arvikunni sem haldin er í fjórða skiptið og þótt áhersla sé lögð á framlag heimamanna er dagskráin skreytt völdu aðkomufólki. Reynsl- an sýnir að þau atriði draga að flesta gesti. Stærstu viðburðirnir að þessu sinni eru tónleikar Valgeirs Guðjónssonar á sunnudag og Gosp- elkórs Fíladelfíu á mánudag. Tolli verður með málverkasýningu og Guðbergskvöld verður á Bryggj- unni næstkomandi fimmtudag. Menningavikan verður sett í dag við athöfn í Kvikunni. Við þá athöfn verða afhent menningarverðlaun Grindavíkur. Heimafólk virkjað til þátttöku  Menningarvika sett í Grindavík Morgunblaðið/Ómar Menning Margt er um að vera á menningarviku í Grindavík. Minnisvarði um Gunnar Bjarnason, hrossa- ræktarráðunaut og kennara, verður reistur á Hvanneyri í vor. Jafnframt er hafin vinna við undirbúning stofnunar alþjóðlegs rannsókn- arsjóðs íslenska hestsins. Hópur fólks úr Borgarfirði og Hollvina- samtök Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri eru að safna peningum fyrir minnisvarðanum sem Bjarni Þór Bjarnason, listamaður á Akranesi, gerir. Gunnarsvaka verður haldin í Halldórsfjósi á Hvanneyri næstkomandi fimmtudag, til heiðurs Gunnari og til að safna peningum fyrir minnisvarðann. Þar koma fram þjóð- þekktir sagnaþulir og spaugarar sem flestir þekktu Gunnar sem kennara á Hvanneyri. Nefna má Guðna Ágústsson, Sigurð Sæ- mundsson og Einar E. Gíslason á Skörðugili. Gísli Einasson sjónvarpsmaður og Bjarni Guðmundsson safnstjóri koma við sögu og karlakórinn Söngbræður. Gunnar vann að útflutningi og kynningu ís- lenska hestsins víða um lönd. Verkefnið hef- ur þróast út í að hefja söfnun fjármuna til stofnunar alþjóðlegs rannsóknarsjóðs ís- lenska hestsins. Þorvaldur Kristjánsson, kennari á Hvanneyri, segir stefnt að söfnun 100-200 milljóna króna. Styrkt verða áhuga- verð verkefni, innanlands og utan. helgi@mbl.is Reisa Gunnari minnisvarða Hestamaður Gunnar Bjarnason.  Sagnakvöld til heiðurs Gunnari Bjarnasyni á Hvanneyri  Unnið að stofnun alþjóðlegs rannsóknarsjóðs um hestinn  Safna 100-200 milljónum Hundrað konur eru skráðar til leiks í þremur styrkleikaflokk- um í ístöltmótinu „Svellkaldar kon- ur“ sem haldið er í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. Forkeppni hefst klukkan 17 en úrslit verða eftir kvöldmat. Búist er við hörkukeppni enda hestakost- urinn sterkur og til mikils að vinna fyrir knapana. Sigurvegarinn fær að varðveita farandgripinn Ísfjöðrina og svo fá þeir efstu í öllum flokkum folatoll undir úrvals stóðhesta í verð- laun. Þá munu dómarar velja glæsi- legasta parið en þar verður ma. litið til snyrtimennsku knapa og hests. Mótið er haldið af Landssambandi hestamannafélaga til styrktar ís- lenska landsliðinu í hestaíþróttum. Hundrað „svellkaldar konur“ keppa Riðið verður á skautasvellinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.