Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 25

Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | 551 4007 | skartgripirogur.is Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-17. Fermingargjafir í úrvali 12.700 kr. 15.800 kr. 8.900 kr. 9.700 kr. 8.900 kr. 9.700 kr. Viltu eldast hægar? Brokkolí áhrifin Cognicore er bætiefni úr brokkolí sem innheldur virka efnið sulforaphane, en það er talið vera ein áhrifaríkasta vörnin gegn hrörnun fruma og ótímabærri öldrun. Þorbjörg Hafsteins „Áhrifaríkt bætiefni fyrir meiri orku og bætta heilsu.“ www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Reykjavík Hæðasmára 6 | Kópavogi Sími: 585 8700 Nýttherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætis- ráðherra.“ Tiltekið er í ákærunni að skortur á slíku fundahaldi getið brotið í bága við lög um ráðherraábyrgð. Andri vék að þessari túlkun með þeim orðum að „ákæruvaldið virt- ist ekki hafa skoðað á neinn hátt forsögu þessa stjórnarskrár- ákvæðis“. Leifar frá fyrri tíð Hann setti 17. greinina í sögu- legt samhengi og hvernig tekið hefði verið fram í stjórnarskránni árið 1920 að stjórnarmálefni sem þyrfti að bera undir konung yrðu borin undir aðra ráðherra áður en einn ráðherranna færi utan og kynnti þau Danakonungi. Hin laga- legu andmæli Andra við þessum skilningi verða ekki rakin nánar hér en látið nægja að geta þess að verjandi benti á að ríkis- stjórnarfundir væru ekki fjölskipað stjórnvald og hefðu „að öllu jöfnu ekkert lögskipað hlutverk“. „Ég tel að það sé eftir atvikum langsótt,“ sagði Andri í lok ræðu sinnar um líkur á sakfellingu í málinu. Sagði Andri að fullsannað hefði verið með framburði tuga vitna fyrir dómnum að ekki hefði verið hægt að fara út í ráðstafanir til að minnka bankakerfið á þessum tíma. Auk þess hefði Geir ekki haft neina heimild í lögum til að grípa til virkra aðgerða gegn bönkunum á þessum tíma. Flestir hefðu talið stöðu þeirra sterka og það hefði ver- ið staðfest af eftirlitsaðilum og í upp- gjörum bankanna sjálfra. „Það blasir við að aðgerðir af hálfu ákærða hefðu verið bæði óheimilar og ólöglegar og hefðu getað valdið hruni bankanna þá þegar. Ekki er hægt að ætlast til að ákærði hefði stuðlað að því,“ sagði hann. Hvað varðar flutning bankanna sagði verjandi að miðað við efna- hagsástandið hefði verið glórulaust að ætla að flytja Kaupþing skyndi- lega til Bretlands og engum hefði dottið það í hug. Ef Geir hefði átt að fara fram gegn bönkunum með þeim hætti sem hon- um er gefið að sök að hafa vanrækt, þá hefði hann þurft að fá tillögur frá Seðlabankanum og FME, studdar gögnum. Hvorug stofnun hefði metið þetta raunhæft árið 2008 og því hefðu engar tillögur borist um það. „Það er algerlega ósannað að ákærði hefði getað gefið einhvers konar bindandi fyrirmæli um flutn- ing bankanna til annarra landa, ein- hverra hreppaflutninga banka. Sak- sóknari segir að hann hefði átt að setja lög. En út á hvað hefði þessi lagasetning átt að ganga?“ kert gert Morgunblaðið/Kristinn Lokadagur Geir H. Haarde yfirgefur Landsdóm. á eftir koma Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Al- þingis, og Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari. Réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde lauk með því að sækj- andi og verjandi fluttu síðari málflutningsræður sínar. Bar þar ef til vill hæst að einn dómara í Landsdómi, Linda Rós Michaelsdóttir, spurði Sigríði hvort hún þekkti dæmi um að ríki hefði þrýst á um flutning höfuðstöðva banka milli landa. Kvaðst Sigríður þá ekki geta reifað dæmi fyrir dómnum. Að lokinni síðari ræðu Andra spurði Markús Sigur- björnsson, forseti Landsdóms, hvort hinn ákærði vildi koma einhverju á framfæri undir lokin. „Nei, takk. Ég hyggst ekki nýta mér þann rétt, virðulegi forseti,“ sagði Geir og réttar- höldunum lauk. Tvær ræður í blálokin SAKSÓKNARI SPURÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.