Morgunblaðið - 17.03.2012, Side 28

Morgunblaðið - 17.03.2012, Side 28
Jörðin Refsstaðir 134510 í Borgarbyggð er til sölu. Jörðin er talin 574 ha. Byggingar: Íbúðarhús 168 m2, vélageymsla og eldri hlaða, samtals um 150 m2; fjárhús og hlaða ca 300 m2 alls og nýbyggt fjós, 1047 m2. Miklar endurbætur, bæði á húsum og landi, nýlegar girðingar, ný vatnsveita f. kalt vatn. Hitaveita og 3ja fasa rafmagn. Ræktað land nálægt 100 ha. Veiðiréttur í Hvítá. Á Refsstöðum var rekið stórt kúabú. Vel staðsett eign í alfaraleið. Stutt í helstu ferðamannastaði í Borgarfirði. Jörðin selst án fullvirðisréttar, véla eða bústofns. Sjá nánari lýsingu og myndir á www.fasteignamidstodin.is Óskað er tilboða í eignina. Refsstaðir Íbúar Belgíu sameinuðust í þögn klukkan 11 í gærmorgun til að minn- ast þeirra, sem létu lífið í rútuslysi í Sviss á þriðjudagskvöld. Engar útsendingar voru í ljós- vakamiðlum og allar almennings- samgöngur stöðvuðust á sama tíma. Í kjölfarið hringdu kirkjuklukkur um alla Belgíu. Um svipað leyti lentu tvær her- þotur á Melbroesk herflugvellinum skammt frá Brussel, höfuðborg Belgíu, með lík barnanna sem fórust í slysinu. Degi áður höfðu margir foreldrar farið á vettvang slyssins og sumir þurftu að bera kennsl á börn sín látin. Nokkur þeirra barna sem lifðu af slysið sneru aftur til Belgíu aðfaranótt föstudagsins. Alls létu 28 lífið í slysinu, þar af 22 börn. Flestir hinna látnu voru Belg- ar en sjö voru með hollenskan rík- isborgararétt. Í rútunni voru 46 börn á aldrinum11-12 ára úr tveimur kaþólskum skólum í Belgíu ásamt fjórum kennurum og tveimur bíl- stjórum. Hópurinn hafði verið í vikulöngu skíðaferðalagi í sviss- nesku ölpunum en var á heimleið þegar slysið varð. Orsakirnar enn ókunnar Rannsókn er hafin í Sviss á til- drögum slyssins sem varð þegar rútan fór utan í steinsteyptan vegg í jarðgöngum á hraðbraut í Suður- Sviss. Fyrir liggur, að rútunni, sem var ný, var ekið á löglegum hraða. Þá voru í gær birtar bráðabirgðanið- urstöður úr krufningu á líki bílstjór- ans og samkvæmt þeim var hann var ekki undir áhrifum áfengis og ekkert benti til þess að hann hefði fengið hjartaáfall eða aðsvif. Vangaveltur voru um það á fimmtudag að bílstjórinn hefði verið að skipta um mynddisk í geislaspil- ara og misst við það stjórn á rút- unni. Þessu hafa vinnuveitendur hans neitað og lögregla vísaði þessu einnig á bug í gær. Svissnesk yfirvöld hafa lýst því yf- ir, að þau muni fara yfir alla örygg- isþætti jarðganganna sem eru tveir og hálfur kílómetri að lengd. Talið er að rútan hafi rekist á vegg í beygju inni í göngunum. Enn á sjúkrahúsi í Sviss Þrjár stúlkur liggja enn á sjúkra- húsi í Sviss. Ein þeirra er komin til meðvitundar en hinum tveimur er haldið sofandi. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu segir að of snemmt sé að segja til um hvort þær séu ennþá í lífshættu. Fjölmargar minningarathafnir hafa verið haldnar í kjölfar slyssins, bæði í Belgíu og Sviss. Svissnesk stjórnvöld héldu minningarathöfn ekki langt frá slysstaðnum og blóm hafa verið lögð við jarðgöngin. Þá hafa blóm og bangsar verið lögð framan við þá skóla í Belgíu, sem börnin gengu í. Haldin var tilfinningaþrungin minningarathöfn í bænum Lommel sem 2.500 manns sóttu og báðu fyrir þeim látnu. Athöfnin var haldin að kaþólskum sið þar sem lesin voru upp nöfn allra þeirra sem létust. „Þetta er lítill bær þar sem ekkert gerist og þar sem allir þekkja alla,“ er haft eftir einum bæjarbúa. Samúðarkveðjur frá Íslandi Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- ráðherra, sendi á fimmtudag for- sætisráðherra Belgíu, Elio Di Rupo, samúðarkveðjur til belgísku þjóðar- innar, fjölskyldna og aðstandenda þeirra sem fórust í slysinu. Reuters Þjóðarsorg Börn leggja teikningar og bangsa við Stekske grunnskólann í Lommel í Belgíu í gær. Íbúar Belgíu sameinuðust í þagnarstund vegna slyss  Lík barna sem fórust flutt til Belgíu í gær  Þrjú börn enn á sjúkrahúsi Manneken Pis Eitt helsta tákn Brussel, bar sorgarborða í gær. 28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 Wolfgang Schäuble, fjármála- ráðherra Þýskalands, sagði í gær að þýskir tollverðir hefðu í fyrra lagt hald á 29 tonn af fíkniefnum, sem reynt var að smygla til lands- ins. Árið 2010 lögðu tollverðir hald á 27 tonn af ólöglegum fíkniefnum sem reynt var að flytja yfir landa- mærin til Þýskalands. Fíkniefnin, sem gerð voru upp- tæk í fyrra, eru metin á um 150 milljónir evra, jafnvirði 25 millj- arða króna. Um var meðal annars að ræða 1,6 tonn af kókaíni, 1,3 tonn af maríjúana og um 360 kíló af heróín ÞÝSKALAND: Fíkniefni metin á 25 milljarða króna voru gerð upptæk AP Þýskur tollvörður með poka af kókaíni, sem fannst í skipi í Hamborg nýlega. Leit stóð í gærkvöldi enn yfir nyrst í Svíþjóð að norskri C-130 Hercules herflugvél, sem hvarf af ratsjá um miðjan dag á fimmtudag þegar hún var yfir norðurhluta Svíþjóðar. Undir kvöld bárust fréttir um að fundist hefði brak á stóru svæði beggja vegna við fjallið Kebnekaise, þar á meðal olíublautur rennilás. Fimm norskir hermenn voru í vélinni, fjórir karlar og ein kona. Síðdegis í gær sá áhöfn Orion- ratsjárvélar glitta í appelsínugula hluti, sem hugsanlega væru brak úr flugvélinni, á leitarsvæðinu nálægt Kebnekaise, hæsta fjalli Svíþjóðar. Einnig sáust ummerki um snjóflóð. Leit hafði þá gengið illa vegna veð- urs og lélegs skyggnis og ekki var hægt að nota þyrlur en Orion-vélin var við leit í allan gærdag. Þyrlur voru sendar á svæðið eftir að brakið sást. Þá voru leitarflokk- ar sendir af stað þrátt fyrir að myrkur væri að skella á og veðrið slæmt. Vindhraðinn var allt að 35- 37 metrar á sekúndu á svæðinu síð- degis í gær. Hvarf af ratsjá Þrjár norskar herflugvélar lögðu af stað frá Evenes í Noregi um klukkan 13:40 á fimmtudag og var ferðinni heitið til Kiruna í Svíþjóð. Ein flugvélin hvarf skyndilega af ratsjá klukkan 14:53. Þá var hún í um 2200 metra hæð en fjallið Kebnekaise er aðeins 60 metrum lægra. Klukkan 19:29 barst neyðarkall frá sjálfvirkum sendi en síðan hefur hvorki heyrst né sést til vélarinnar. Norski herinn birti í gær nöfn og myndir af áhöfn vélarinnar. Um borð í vélinni voru Ståle Garberg, höfuðsmaður, 42 ára, Truls Audun yfirliðsforingi, 46 ára, Bjørn Yngvar Haug, höfuðsmaður 40 ára, Siw Ro- bertsen, höfuðsmaður 45 ára og Steinar Utne, höfuðsmaður, 35 ára. Enn leitað að norskri- herflugvél í Svíþjóð  Fimm norskra hermanna saknað AP Leitað að herflugvél Norsk Sea King þyrla á flugi yfir fjallinu Kebnekaise í norðurhluta Svíþjóðar þar sem talið er að norsk flugvél hafi farist. Afgangur af vöruskiptum Íra nam 44,7 millj- örðum evra á síð- asta ári, jókst um 3% milli ára og hefur aldrei ver- ið meiri. Þessi þróun hefur haldið áfram á þessu ári, samkvæmt tölum sem írska hagstofan birti. Í janúar var afgangurinn 20% meiri en í sama mánuði í fyrra. Írland er á evrusvæðinu. Landið fékk 85 milljarða evra fjárhags- aðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í lok árs- ins 2010. ÍRLAND: Metafgangur af vöruskiptum Enda Kenny, for- sætisráðherra íra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.