Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 30
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
● Laun á íslenskum vinnumarkaði
hækkuðu um 6,7% milli áranna 2010
og 2011 samkvæmt ársmeðaltali vísi-
tölu launa. Þá hækkuðu laun á almenn-
um vinnumarkaði um 7,6% að með-
altali en laun opinberra starfsmanna
um 4,4%.
Á almennum vinnumarkaði hækkuðu
laun sérfræðinga mest á milli ára eða
um 8,9% en laun iðnaðarmanna hækk-
uðu minnst eða um 6,2%. Á sama tíma-
bili var hækkun launa eftir atvinnu-
greinum á bilinu 4,7% til 10,0%. Mest
hækkuðu laun í fjármálaþjónustu, líf-
eyrissjóðum og vátryggingum en
minnst í byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð, segir í frétt Hagstofunnar.
Laun hækkuðu um 6,7%
frá árinu 2010 til 2011
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.+/
+00.0/
+,-.0+
,,.1+,
,+.0//
+2.33-
+1-./
+.4+-3
+0/.4-
+34.0,
+,-.//
,55./1
+,2.,2
,,.1--
,,.550
+2.-,,
+1-.-2
+.4,,
+04.+4
+33.12
,,2./32
+,-.-/
,55.0,
+,2.34
,,.//,
,,.5-/
+2.---
+12.+3
+.4,3/
+04.-1
+33.2/
einstakt
eitthvað alveg
Skipholt 50A • sími: 581 4020
www.gallerilist.is
úrval einstakra málverka
og listmuna eftir
íslenska listamenn
Afmælisár
25
1987-2012
STUTTAR FRÉTTIR
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Bankasýsla ríkisins hyggst ráðast
fyrst í sölu eignarhlutar í Íslands-
banka hf., en þó ekki fyrr en í fyrsta
lagi á síðari hluta þessa árs. Stofn-
unin gerir ekki ráð fyrir að sala eign-
arhluta í Arion banka hf. og í Lands-
bankanum hf. hefjist fyrr en á næsta
ári og að sala í Landsbankanum hf.
verði jafnvel framkvæmd í nokkrum
áföngum. Þetta kemur fram í Fram-
tíðarstefnu Bankasýslu ríkisins sem
var kynnt í dag.
Bankasýslan fer með eignarhlut
ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í árs-
lok 2010 námu fjárhagskröfur ís-
lenska ríkisins á fjármálafyrirtækin
samtals 200,7 milljörðum króna en á
sama tíma námu heildarkröfur þess
1.045 milljörðum króna, þannig að
kröfurnar á fjármálafyrirtækin
nema um fimmtungi af heildareign-
um ríkisins.
Vegna þessara miklu fjárhags-
muna á að draga úr áhættunni og
selja þessar eignir.
Landsbankinn hf.
Eignarhlutur ríkisins (81,3%) í
Landsbankanum hf. er langstærsta
eign, sem Bankasýslan fer með, en í
ríkisreikningi fyrir árið 2010 er hann
bókfærður á 122 milljarða króna.
Bankasýslan telur ekki rétt að gera
ráð fyrir að sölumeðferð á eignarhlut
í Landsbankanum hf. hefjist fyrr en
á árinu 2013.
122 milljarðar eru verulega há
upphæð og má búast við að tilboð í
hlutinn verði jafnvel enn hærri.
Bankasýslan lítur til reynslu Norð-
manna eftir norsku bankakrísuna
1991 í umfjöllun sinni í Framtíðar-
stefnunni. Þeir benda á að norska
ríkið hafi losað jafnt og þétt um eign-
arhlut sinn í Christiania bank &
Kreditkasse og hélt enn á um þriðj-
ungshlut þegar hann var seldur til
Danske Bank árið 2000 en seldi aftur
á móti Fokus bank í einu lagi 1995.
Hinir bankarnir
Eignarhlutur ríkisins (13%) í Ar-
ion banka hf. er næst stærsti eign-
arhlutur, sem Bankasýsla ríkisins
fer með, en Kaupskil ehf. fer með
87% eignarhlut í bankanum. Banka-
sýsla ríkisins telur ráðlegt að huga
að sölu eignarhlutarins árið 2013.
Eignarhlutur ríkisins (5,0%) í Ís-
landsbanka hf. er minnsti eignar-
hlutur, sem Bankasýsla ríkisins fer
með í viðskiptabanka, en ISB Hold-
ing ehf. fer með 95,0% eignarhlut í
bankanum. Bankasýsla ríkisins telur
ráðlegt að huga að sölu eignarhlut-
arins í fyrsta lagi á síðari hluta þessa
árs, að því gefnu að skilyrði til sölu
séu hagstæð.
Þrátt fyrir að stofnfjárhlutir rík-
isins í sparisjóðunum fimm séu tölu-
vert lægri að fjárhæð en eignarhlutir
í viðskiptabönkunum þremur, er um-
fang umsýslu þeirra mikið. Banka-
sýsla ríkisins hefur þegar ráðstafað
eignarhlut sínum í Sparisjóði Svarf-
dæla með óbeinum hætti, en sala á
rekstri sparisjóðsins til Landsbank-
ans hf. var samþykkt á stofnfjár-
hafafundi 24. janúar sl. Stofnunin
gegnir lykilhlutverki í stofnfjárhafa-
hóp hvers sparisjóðs.
Íslandsbanki seldur fyrst
Hugmyndir um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum
Heimild: Bankasýsla ríkisins
Fjármálafyrirtæki Eignarhlutur
Árið
2012
Árið
2013
Árið
2014
Sparisjóðirnir 49,5-90,9%
Íslandsbanki hf. 5,0%
Arion banki hf. 13,0%
Landsbankinn hf. 81,3%
Fyrri hluti Síðari hluti Fyrri hluti Síðari hluti Fyrri hluti Síðari hluti
Íslandsbanki verður hugsanlega seldur í ár en Arion og Landsbankinn á næsta
ári Landsbankinn er langstærsta eign Bankasýslunnar eða um 122 milljarðar
Hagnaður Landsbankans eftir
skatta á síðasta ári nam 16,9 millj-
örðum króna en hafði verið 27,2
milljarðar árið áður. Arðsemi eigin
fjár var 8,8%, sem er jafnframt tölu-
vert minna en árið áður þegar arð-
semin var 15,9%. Helsta skýringin á
minni hagnaði og arðsemi Lands-
bankans er varúðarfærsla bankans
upp á 38 milljarða króna í tengslum
við gengislánadóm Hæstaréttar sem
féll um miðjan febrúarmánuð.
Í tilkynningu frá bankanum er
haft eftir Steinþóri Pálssyni, banka-
stjóra: „nýfallnir dómar hafa ekki
verið nægjanlega
skýrir og hafa því
valdið óvissu um
hvernig fara á
með ólögmæt lán
og haga endur-
útreikningi
þeirra. Við höfum
kosið að sýna ýtr-
ustu varúð í mati
okkar á áhrifum
dóms Hæstaréttar um vexti frá í
febrúar. Ljóst er að fleiri dómar
þurfa að falla áður en myndin skýr-
ist.“
Eiginfjárhlutfall bankans var
21,4% við árslok 2011 samanborið við
19,5% í lok ársins 2010. Virðisrýrnun
útlánasafns er 23,6 milljarðar eftir
að tekið hefur verið tillit til gjald-
færslna vegna gengislánadóms, virð-
isaukningar í útlánasafninu og þess
hlutar sem rennur til LBI. Hagnað-
ur af hlutabréfastöðu bankans nam
18 milljörðum króna á árinu 2011.
Rekstrarkostnaður bankans nam
21,4 milljörðum króna en þar af nam
launakostnaður 12 milljörðum og
önnur rekstrargjöld 8,4 milljörðum.
hordur@mbl.is
Landsbankinn hagnast
um 16,9 milljarða króna
Steinþór Pálsson.
Áhrif gengislánadóms Hæstaréttar eru áætluð 38 milljarðar
Rekstrartekjur Landsvirkjunar
námu 436,2 milljónum Bandaríkja-
dala, jafnvirði 55,4 milljarða króna, á
síðasta ári, sem er 15,5% aukning frá
fyrra ári, að því er fram kemur í af-
komutilkynningu frá fyrirtækinu.
Hagnaður félagsins dróst hins
vegar töluvert saman á árinu og nam
samtals 26,5 milljónum dala eftir
skatta, sem er aðeins þriðjungur af
hagnaði Landsvirkjunar árið 2010.
Stjórn félagsins mun á aðalfundi
gera tillögu um arðgreiðslu til eig-
enda að fjárhæð 1,8 milljarðar fyrir
árið 2011. Í tilkynningu frá Lands-
virkjun er haft eftir Herði Arnarsyni
forstjóra að „fjárhagsstaða fyr-
irtækisins á árinu 2011 batnaði
nokkuð frá fyrra ári einkum vegna
tekjuaukningar, sem rekja má til
breytinga á samningum um raf-
orkuverð og hækkandi álverðs“.
Framkvæmdir Landsvirkjunar
við Búðarháls eru ennfremur í full-
um gangi um þessar mundir og gerir
félagið ráð fyrir því að virkjunin taki
til starfa í árslok 2013. Næstu verk-
efni fyrirtækisins verða síðan á
Norðausturlandi þar sem unnið að
undirbúningi við hönnun virkjana í
Bjarnarflagi og á Þeistareykjum.
Morgunblaðið/Golli
Landsvirkjun Minni hagnaður 2011.
Tekjur
jukust um
15,5%
Greiðir ríkinu
1,8 milljarða í arð
● Fljótfærnislegar,
tíðar og ófagmann-
legar breytingar á
löggjöf og viðleitni
til þess að takast á
við vandamál með
séríslenskum leið-
um, sem hvergi
hafa verið reyndar,
valda því að ís-
lenskt viðskiptaumhverfi er óstöðugt,
ófyrirsjáanlegt og uppfyllir ekki mik-
ilvæg skilyrði alþjóðaviðskipta. Þetta
kom fram í máli Niels Jacobsen,
stjórnarformanns Össurar hf., á aðal-
fundi félagsins í gær.
„Á síðasta ársfundi minntist ég á
áhyggjur mínar af íslensku við-
skiptaumhverfi. Þessar áhyggjur fylgja
mér enn; hvað fyrirtækjarekstur og við-
skipti varðar hafa aðstæður á Íslandi
þróast til hins verra á undanförnum ár-
um,“ sagði Jacobsen.
Viðskiptaumhverfið á
Íslandi fer versnandi