Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nafn hversfallinsbresks her-
manns er lesið upp í
þinginu. Allur fund-
artími þingsins
hefði ekki enst, ef
þessi háttur hefði verið hafður á
í heimsstyrjöldinni fyrri. En
þetta er góð regla.
En hún gerir vesturveld-
unum, sem svo voru kölluð, en
eru nú Bandaríkin og smáveldin
sem fylgja þeim, erfitt fyrir um
að gegna hlutverki heims-
lögreglu. Hver hefur svo sem
falið þeim það, kann að vera
spurt? Eftir stofnun SÞ hefur
Öryggisráð þess iðulega gert
það, svo sem eins og í Kór-
eustríðinu forðum tíð og Afgan-
istan í seinni tíð. Örlítið vantaði
upp á að Öryggisráðið yrði með
í Írak, þrátt fyrir fjölda sam-
þykkta sem gengu langt í áttina.
Hersetan, eftir innrásina, fékk
þó blessun ráðsins og varð því
„lögleg,“ þótt haldið hafi verið
fram að innrás Bandaríkjanna
og bandamanna þeirra, svo sem
Breta, Ítala og Dana, hafi ekki
verið það.
Árásirnar á Líbíu voru „lög-
legar“ a.m.k. í upphafi, en vafa-
lítið er að Nato fór langan veg
út fyrir umboð Öryggisráðsins,
þótt um það sé ekki mikið rætt.
Nú bendir flest til að friðun
Afganistans muni
enda illa. Pakistan
er suðupottur sem
slettist upp úr og
gæti sprungið. Og
Íran nálgast tak-
mark sitt að verða
kjarnorkuveldi. Því nær sem
það kemst því marki því örar
minnka líkur þess að Ísrael nái
að halda aftur af sér.
Það er von að stjórnvöldum í
Ísrael sé ekki rótt. Nágranna-
ríkið Egyptaland, áður lykill að
lágmarksstöðugleika, er í upp-
námi. Bandaríkjamenn farnir
frá Írak og Íran, sem er stjórn-
að af öfgamönnum, hefur dregið
andstæðinga sína á asnaeyr-
unum og haldið sínu striki að
mestu, þrátt fyrir stjórnmála-
legar og efnahagslega þvinga-
nir. Fyrir Ísrael er málið ekki
aðeins spurning um pólitík held-
ur grundvallarspurning um til-
veru þjóðarinnar.
Í Washington er spurningin á
hinn bóginn fyrst og síðast póli-
tísk. Á kosningaári á forseti
Bandaríkjanna, ekki síst sá sem
stendur veikt, engan kost ef Ísr-
ael lætur til skarar skríða.
Bandarískir gyðingar eru hefð-
bundnir og oftast nær traustir
stuðningsmenn Demókrata-
flokksins. En þeir tækju svik
við Ísrael mjög alvarlega. Það
veit Obama forseti.
Hernaður vestur-
veldanna skilar ekki
varanlegum
árangri}
Heimslögregla
verst í vök
Á Alþingi í vik-unni sagðist
Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætis-
ráðherra telja að
„við getum alveg
verið sæmilega
bjartsýn á ... þær áætlanir“
sem ríkisstjórnin er með á
prjónunum á sviði atvinnu-
mála. Hún sagði „ýmislegt í
gangi“ og það væri „mikið
fylgst með þessu í sérstakri
atvinnumálanefnd, ráðherra-
nefnd á vegum ríkisstjórn-
arinnar.“
Þetta kom fram í svari við
fyrirspurn Birgis Ármanns-
sonar alþingismanns sem
lýsti áhyggjum yfir því að
engin störf hefðu orðið til hér
á landi síðastliðið ár og að
þeim hefði fækkað á árinu
2010.
Áhyggjur Birgis eru skilj-
anlegar og svör Jóhönnu eru
síst til þess fallin að slá á
þær áhyggjur þegar horft er
til þess hvernig hún hefur
hingað til talað.
Fyrir þremur árum sagði
hún að ríkisstjórnin hefði
gripið til margvíslegra að-
gerða til atvinnuuppbygg-
ingar og sagði að fyrirliggj-
andi tillögur ættu að skapa
6.000 ársverk.
Fyrir rúmum
tveimur árum
sagðist hún ætla
að leggja sérstaka
áherslu á ramma-
áætlun „á næstu
vikum“ og að kominn væri
tími til að hætta deilum um
virkjanakosti og taka ákvörð-
un um hvar yrði virkjað. Vik-
urnar eru orðnar á annað
hundrað og deilurnar um
rammaáætlun standa enn yfir
innan ríkisstjórnarinnar.
Fyrir rúmu ári talaði Jó-
hanna enn um atvinnumál og
gaf þá vonir um vel á þriðja
þúsund ársverk „fljótt“ með
þeim árangri að ekkert starf
varð til síðastliðið ár.
Tölur liggja nú fyrir um að
þær þúsundir starfa sem for-
ysta ríkisstjórnarinnar hefur
lofað hafa aldrei orðið að
veruleika. Þegar þannig hátt-
ar til þýðir lítil að segja að
nú sé „ýmislegt í gangi“ og
að ekki megi „tala ástandið
niður,“ eins og forsætisráð-
herra gerði í vikunni. Það er
enginn að tala ástandið niður,
nema ef til vill verk rík-
isstjórnarinnar, sem hafa tal-
að ástandið niður í rúm þrjú
ár.
Hversu oft og
hversu lengi er hægt
að lofa bót og betr-
un á morgun?}
Verkin tala
Í
Þjóðmenningarhúsinu hefur farið
fram síðustu tvær vikur einn stærsti
viðburðum Íslandssögu nútímans. Ég
fer nú ekki að setja hann í sama flokk
og bardaga mikilla kappa, kristni-
töku, þorskastíð eða náttúruhamfarir en
merkilegur er hann samt og óvenjulegur.
Landsdómur kallaður saman í fyrsta skipti á
Íslandi síðan hann var stofnaður árið 1905 til
að yfirheyra stórlaxa í íslensku viðskiptalífi og
stjórnmálum. Síðan er það þessa ábúðarmikla
fimmtán manna dóms að ákveða, út frá orðum
stórlaxanna og öðrum gögnum, hvort fyrrver-
andi forsætisráðherra er sekur um vanrækslu
í starfi, sekur um að hér fór allt í „helvítis
fokking fokk“.
Þessi viðburður er einsdæmi, sögulegur, en
samt hafa aðeins fáar hræður fengið að fylgj-
ast með honum fara fram. Eða réttara sagt þær 70
manneskjur sem voru svo heppnar að ná sæti á trékolli í
Þjóðmenningarhúsinu hvern dag réttarhaldanna. Fjöl-
miðlar reyndu að miðla því sem þarna átti sér stað eins
vel og hægt var en þeim voru takmörk sett, engin að-
staða önnur en kollarnir og ekkert mátti taka upp, rétt
svo ljósmynda í takmarkaðan tíma.
Yfirheyrslurnar voru jú teknar upp á band en það
verða líklega unglingarnir í Sögu 101 árið 2062 sem fá að
heyra þær upptökur á undan okkur. Okkur sem upp-
lifðum þetta hrun og þessi einstöku réttarhöld, okkur
sem málið viðkemur.
Að það hafi ekki mátt senda beint frá
Landsdómi finnst mér stórundarlegt, með
alla tækni nútímans er það reyndar bara
hlægilegt. Þeir sem byggðu þetta land á und-
an okkur, án rafmagns og rennandi vatns,
hafa eflaust hrist höfuðið í gröf sinni yfir
þessari vitleysu í okkur. Með alla þessa tækni
og samt fá landsmenn ekki að fylgjast með
einum sögulegasta viðburði okkar tíma í
beinni útsendingu. Fjölmiðlamönnum voru
svo settar allar mögulegar skorður til að geta
miðlað honum almennilega til þeirra sem
náðu ekki sæti í salnum, þeir gerðu sitt besta
en gátu aðeins miðlað broti af því sem þarna
fór fram. Það eiga einhverjir eftir að sjá eftir
því að hafa ekki stuðlað að því að þessum við-
burði yrði betur miðlað til fólksins í landinu
og fólkið í framtíðinni á eftir að hlæja að okk-
ur. Að fylgjast með því sem fram fór í Landsdómi var
fyrir borgarann úti í bæ svolítið eins og að sitja út í sal á
leiksýningu sem tjöldin eru aldrei dregin frá á. Sýningin
fer fram að baki luktum tjöldum en fyrir framan þau á
sviðinu stendur einn maður, sem kíkir á bak við tjöldin
og snýr sér svo fram í salinn og miðlar því til áhorfenda
sem fer fram þar að baki. Hann gerir sitt besta og áhorf-
endur í salnum fá það sem er að gerast á bak við tjöldin í
grófum dráttum en þeir fá aldrei að sjá leiksýninguna
með eigin augum og geta því ekki dæmt hana á eigin for-
sendum.
ingveldur@mbl.is
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Leikrit að baki luktum tjöldum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
V
ið erum að berjast fyrir
tilvist okkar hér. Við
þurfum að bjarga okkur
sjálf, ef eitthvað á að
gerast, því við fáum
ekkert rétt upp í hendurnar. Það
vantar ekki viljann en fólkið sem er
að berjast í þessu er í fullri vinnu og
hefur ekki endalausan tíma,“ segir
Guðmundur Magnússon á Kópa-
skeri, formaður Framfarafélags Öx-
arfjarðar, um stöðu byggðarlagsins.
Byggðarlögin í Öxarfirði og á
Melrakkasléttu hafa mjög látið á sjá
á undanförnum árum. Á Kópaskeri
var það gjaldþrot rækjuverksmiðju
sem markaði þáttaskil og á Rauf-
arhöfn varð mikill samdráttur eftir
að kvótinn færðist annað og dregið
var úr starfsemi stórra fyrirtækja.
Nóg af hugmyndum
„Maður heyrir það hljóð stund-
um en um leið og eitthvað nýtt kem-
ur fram lifnar aftur yfir fólki,“ segir
Guðmundur þegar hann er spurður
hvort uppgjafarhljóð sé í fólki. Hann
segir að íbúarnir séu frekar bjart-
sýnir á framtíðina. Þeir þekki tæki-
færin og fullt sé að hugmyndum en
vanti fleira fólk og fjármagn til að
hrinda þeim í framkvæmd.
Framfarafélag Öxarfjarðar
heldur uppi umræðu um atvinnu- og
byggðamál. Fundað er vikulega og
síðan ræða aðrir hópar um afmarkað
efni. Ein hugmyndin sem er til um-
ræðu nú er að byggja raðhús með
litlum og ódýrum íbúðum sem hægt
væri að leigja fólki sem vildi prófa að
flytja á staðinn. Erfitt er að fá leigt
þótt fólki hafi fækkað því margir ein-
staklingar eða hjón búa ein í stórum
húsum.
„Það er mjög dauft en vonandi
fer það að lagast með hækkandi sól.
Úr þessu getur ástandið varla orðið
verra og leiðin hlýtur að liggja upp á
við,“ segir Sigríður Valdimarsdóttir,
íbúi á Raufarhöfn, um atvinnu-
ástandið. Hún er í hópi fólks sem hef-
ur áhuga á að mynda félagsskap,
hliðstæðan Framfarafélagi Öx-
arfjarðar. „Ef ég sæi eitthvað til
bjargar þá myndi ég vera búin að
koma því í framkvæmd,“ segir hún.
GPG fiskverkun er með starf-
semi í frystihúsinu, meðal annars
vinnslu hrogna og grásleppu og eru
bundnar vonir við aukningu þar.
Fjallalamb er helsti vinnustað-
urinn á Kópaskeri og ekki er langt að
sækja vinnu í fiskeldisfyrirtæki í Öx-
arfirði og Kelduhverfi og þjóðgarð-
inn. „Það eru uppi hugmyndir að
auka ferðaþjónustuna og að nýta
betur það hráefni sem hér kemur á
land,“ segir Guðmundur. Hann getur
þess að nýir eigendur að húsnæði
rækjuverksmiðjunnar hafi verið með
hugmyndir um að koma þar upp
vinnslu.
Vilja frjálsar handfæraveiðar
Starfshópur á vegum Framfara-
félags Öxarfjarðar hefur sent frá sér
áskorun til sjávarútvegsráðherra um
að gefa handfæraveiðar frjálsar.
Lagt er til að einu takmarkanirnar
verði tvær sjálfvirkar handfæra-
rúllur á hvern mann í áhöfn. „Ég tel
að frjálsar handfæraveiðar myndu
gera heilmikið fyrir staðinn. Meira
bærist hér á land. Aðalatriðið er þó
að við nýtum okkur hráefnið betur
og vinnum það meira á staðnum, í
stað þess að flytja það allt í burtu,“
segir Guðmundur. Hann tekur
fram að ekki yrði mikið tekið frá
öðrum þótt frelsi yrði aukið í
handfæraveiðum. Reynslan af
strandveiðunum sýni að
miklar frátafir eru vegna
veðurs og ekki alltaf mik-
ill afli. Náttúran sjái um
að takmarka aflann.
„Við þurfum að
bjarga okkur sjálf“
Morgunblaðið/Kristján
Löndun Rækjuverksmiðjan var helsti vinnuveitandinn á Kópaskeri í mörg
ár. Myndin er frá löndun á góðum afladegi á þeim árum.
„Þetta vakti umtal og kom
hreyfingu á málin. Margir
hringdu til að hrósa henni fyrir
þetta framtak,“ segir Guð-
mundur um grein sem Rannveig
Halldórsdóttir, kona hans, skrif-
aði í Morgunblaðið á dögunum.
Þar var vakin athygli á mögu-
leikum staðarins. Það bar þann
árangur að tekist hefur að
manna ákveðin störf.
Greinin var stíluð til
„þreyttra, blankra og ráðvilltra
foreldra í borginni“ og bent á að
nærtækara væri að líta út á land
en til Noregs. Kostir staðarins
voru tilgreindir. Einnig það
sem vantaði, svo sem að
nýsköpun væri vel þeg-
in og sárlega vantaði
börn í leikskóla og
grunnskóla ásamt
foreldrum og dug-
legu fólki á öllum
aldri sem vildi
taka þátt í sam-
félaginu.
Vantar börn og
duglegt fólk
GREININ SKÓP UMRÆÐU
Rannveig og
Guðmundur