Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
Í fyrri tveimur
greinum mínum í
Morgunblaðinu um
verðtryggð húsnæð-
islán færði ég rök fyr-
ir því að þau væru
líklega afleiður og
þ.a.l. ólögmæt sölu-
vara fjármálastofnana
síðan 1. nóv. 2007
þegar við tókum upp
MiFID-reglur (e.
Markets in Financial Instruments
Directive) ESB. Lánin gætu aftur
á móti hafa verið ólögmæt síðan 1.
júlí 2001 en það ár tóku gildi
Vaxtalög nr. 38/2000, en þar segir í
VI. kafla um verðtryggingu spari-
fjár og lánsfjár, 13. gr.: „Ákvæði
þessa kafla gilda um skuldbind-
ingar sem varða sparifé og lánsfé í
íslenskum krónum þar sem skuld-
ari lofar að greiða peninga og þar
sem umsamið eða áskilið er að
greiðslurnar skuli verðtryggðar.
Með verðtryggingu er í þessum
kafla átt við breytingu í hlutfalli
við innlenda verðvísitölu. Um
heimildir til verðtryggingar fer
skv. 14. gr. nema lög kveði á um
annað. Afleiðusamningar falla ekki
undir ákvæði þessa kafla.“
Þarna kemur skýrt fram að af-
leiðusamningar eru undanþegnir
þessum lögum, en hvergi í lög-
unum er hægt að finna útskýr-
ingar á því hvað felst í afleiðu-
samningi eða greining á honum. Í
14. gr. segir síðan: „Heimilt er að
verðtryggja sparifé og lánsfé skv.
13. gr. sé grundvöllur verðtrygg-
ingarinnar vísitala neysluverðs
sem Hagstofa Íslands reiknar sam-
kvæmt lögum sem um
vísitöluna gilda og
birtir mánaðarlega í
Lögbirtingablaði. Í
lánssamningi er þó
heimilt að miða við
hlutabréfavísitölu, inn-
lenda eða erlenda, eða
safn slíkra vísitalna
sem ekki mæla breyt-
ingar á almennu verð-
lagi.“
Verðtryggð hús-
næðislán eru gríð-
arlega flókin afleiða
og vita fjármálastofnanir lítið um
þróun lánsins, nema það, að lánið
hækkar. Má halda því fram að
sameinast hafi verið um að blekkja
almenning svipað og í gengisl-
ánunum sem Hæstiréttur hefur nú
þegar dæmt ólögleg.
Í þeim dómi reyndi ekki á Mi-
FID-reglur um neytendavernd al-
mennings, en gengisbundin krónul-
án eru skýrt dæmi um afleiður,
sem almenningur nýtur verndar
gegn. Hið sama ætti þá að gilda
um verðtryggð húsnæðislán. Verð-
tryggð húsnæðislán eru ekkert
annað en afleiðusamningar vegna
þess að hækkun lánanna leiðir af
hækkunum fjölda annarra af-
leiddra þátta, t.d. skatta, eldneyt-
isverðs, launa, hrávöru, gengis
krónunnar o.s.frv.
Almennt þarf að sýna fram á
það með skýrum hætti að MiFiD-
reglur samkvæmt lögum nr. 108/
2007, um verðbréfaviðskipti og
tóku gildi 1. nóvember 2007, og
var innleidd í íslenskan rétt, séu
ekki einhverjar skrautreglur sem
hafa ekkert efnislegt gildi. Hvað
þetta snertir má vísa til orða fram-
kvæmdastjóra innri markaðarins
hjá Evrópusambandinu, Charlies
McCreevys, frá 10. október 2006,
þar sem hann segir: „The rules we
have developed are principles-
based – not a box-ticking exerc-
ise.“ (Reglurnar sem við höfum bú-
ið til eru grundvallarreglur – ekki
æfing þar sem menn krossa í reit-
inn sem þeir telja besta kostinn.)
Mat á verðtryggðum húsnæðis-
lánum verður að fara fram í ljósi
MiFID og er í fullu gildi á Evr-
ópska efnahagssvæðinu og þar
með á Íslandi. Segir á Evr-
ópuvefnum: „Evrópsk lög um neyt-
endalán tilgreina nauðsyn þess að
neytendum séu veittar allar upp-
lýsingar sem máli skipta og að þeir
skilji heildarumfang þeirra fjár-
hagslegu skuldbindinga sem láns-
samningar fela í sér.“ Segir þar
einnig: „Tilskipun ESB um neyt-
endasamninga (93/13/EEB) leggur
þannig almennt bann við ósann-
gjörnum skilmálum í neytenda-
samningum, það er að segja skil-
málum sem ekki hefur verið samið
um sérstaklega, sem stríða gegn
góðum viðskiptaháttum og raska
til muna jafnvægi milli réttinda og
skyldna samningsaðila, neytendum
í óhag. Tilskipun ESB um ósann-
gjarna viðskiptahætti kveður á um
tilteknar skyldur viðskiptamanna
til að upplýsa neytendur, sem eru í
góðri trú, um allar fjárhagslegar
skyldur sínar …“
Á Íslandi endurspegla greiðslu-
áætlanir ekki raunveruleikann, sér
í lagi verðbólguskotið fyrir og eftir
hrun. Með sanni má segja að fjár-
málastofnanir hafi raskað hegðun
neytenda með því að gera lítið úr
langtímaáhættu vegna verðbólgu.
Verðtryggð húsnæðislán eru í
rauninni svo flóknar afleiðutengdar
fjármálaafurðir að ómögulegt er
fyrir almenning að meta þau á full-
nægjandi hátt. Verðtrygging hús-
næðislána er hugsanlega ólögleg
og stangast á við grundvall-
arreglur evrópskra neytendalaga
sem banna misbeitingarákvæði
sem raska jafnvægi samningsaðila
neytanda í óhag. Hvort verðtryggð
lán séu hugsanlega ólögleg frá
2001 eða 2007 verða dómstólar að
skera úr um, en eitt er víst; þetta
verður að leiðrétta.
Skautað fram hjá MiFID
Eftir Guðmund F.
Jónsson » Verðtryggð húsnæð-
islán eru gríðarlega
flókin afleiða og vita
fjármálastofnanir lítið
um þróun lánsins, nema
það, að lánið hækkar.
Guðmundur F. Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
formaður Hægri grænna, flokks
fólksins.
Bréf til blaðsins
Það er ekki að finna orð um ávaxta-
sykur á vefsíðu Landlæknis/
Lýðheilsustöðvar. Ávaxtasykur er
einn aðalskýringarþáttur offitu og
sykursýki II, einkum í Bandaríkj-
unum. Þar er „high fructose corn
syrup“ unnið úr maís og er ódýrara
en rófusykur sem er ódýrastur í
Evrópu. Aukinn innflutningur á
matvöru frá Bandaríkjunum hingað
veldur auknum ávaxtasykri í fæðu
okkar. Einnig hafa gosdrykkja-
framleiðendur hér byrjað að nota
ávaxtasykur og hann er að finna í
nýjustu skyrdrykkjunum. For-
eldrar þurfa hér að vera á verði.
Agave-síróp er einnig nokkuð
hreinn ávaxtasykur og því óæski-
legt, en fólk sem gefur sig út fyrir
að vera heilsusérfræðingar (Heilsu-
réttir Hagkaups o.fl.) mælir með
því. Það virðist gert af hreinni van-
þekkingu.
Frumvarp um bann við trans-
fitusýrum í matvælum (smjörlíki,
steikingarfeiti) hefur ekki enn verið
samþykkt og var ekki lagt fram á
síðasta þingi. Þetta mál er vænt-
anlega núna í höndum Guðbjarts
Hannessonar velferðarráðherra.
Rannsóknir Mozaffarians (2007) og
félaga við Harvard Medical School
benda til að ónáttúrulegar trans-
fitur skaði greindarþroska barna.
Ónáttúrulegar transfitur valda
einnig Alzheimer-einkennum,
óæskilegri ístrusöfnun og auka lík-
ur á hjartasjúkdómum. Í nýrri
grein í International Journal of
Obesity eftir Abargouei o.fl. (2012)
er samantekt á ýmsum rann-
sóknum á áhrifum mjólkur á hold-
arfar fullorðinna. Heildarnið-
urstöður eru þær að þeir sem
neyttu mjólkurvara léttust í sam-
anburði við þá sem voru á öðru
fæði. Þessi áhrif voru talin líklega
stafa af náttúrulegu CLA sem er í
mjólkurfitunni og hefur einnig
hamlandi áhrif á krabbameinsvöxt
og bólgumyndun. Börn brenna
hlutfallslega meiri fitu en fullorðnir.
CLA ásamt D-vítamíni er fjarlægt
þegar rjóminn er fleyttur ofan af
léttmjólkinni. Léttmjólkin er seld á
sama verði og nýmjólkin. Lýð-
heilsustöð mælir með að léttmjólk
eða undanrenna sé notuð í skólum.
Ég hef áður kallað eftir opinberum
rökstuðningi fyrir þessu en engan
fengið. Ef þetta á að koma í veg
fyrir offitu einhverra barna stenst
það ekki. Stjórnvöldum ber skylda
til að rökstyðja stjórnvaldsboð og í
stjórnsýslu skal fylgja meðalhófs-
reglu. Ég fer því hér með formlega
fram á að börnum mínum standi til
boða nýmjólk að minnsta kosti til
jafns við léttmjólk eða undanrennu
í skólanum.
ÞORVALDUR
GUNNLAUGSSON,
náttúrufræðingur.
Ekki orð um ávaxtasykur
Frá Þorvaldi Gunnlaugssyni
Thermowave plötuvarmaskiptar
Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði
Eimsvalar fyrir sjó og vatn
Olíukælar fyrir sjó og vatn
Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu
Fyrir orku iðnaðinn
Glycol lausnir fyrir byggingar og
sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali
Títan–laser soðnir fyrir
erfiðar aðstæður svo sem
sjó/Ammoníak
Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði
www.frost.is
Síðumúli 4, 108 Reykjavík | samskipti.is
Persónuleg kerti
meðmyndinni þinni
Útiskilti
Myndarammar
Skönnun
Fermingar
Nafnspjöld
Merkingar
Innbindingar
Músamottur
Strigaprentun
Boðskort
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500
www.flis.is • netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni