Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
✝ Tómas Matt-hías Ólafsson
fæddist á Hunku-
bökkum á Síðu 12.
mars 1915 og lést á
Hjúkrunar- og
dvalarheimilinu
Kirkjubæj-
arklaustri hinn 8.
mars sl. Foreldrar
hans voru Ólafur
Bjarnason, f. 19.4.
1889, og Sigríður
Jónína Tómasdóttir, f. 15.7.
1894. Matthías var næstelstur
14 systkina og er aðeins eitt
þeirra eftir á lífi, Snorri, f. 6.6.
1934.
Fyrstu árin var Matthías, eða
Matti eins og hann var oftast
kallaður, hjá foreldrum sínum á
bjuggu þar allt þar til Elín lést.
Vorið 1981 tóku Sigurjóna dótt-
ir hans og Jóhann maður henn-
ar við búinu ásamt fjölskyldu
sinni. Matti dvaldi hjá þeim til
ársins 2006 er hann fluttist á
Hjúkrunar- og dvalarheimilið
Kirkjubæjarklaustri.
Börn Matthíasar og Elínar
eru: Erna Þrúður, f. 25.12.
1945, Sigríður Ólöf, f. 5.12.
1947, Bjarni Jón, f. 1.4. 1953,
Sigurjóna, f. 13.12. 1955, og
Ragna, f. 24.9. 1962. Barna-
börnin eru orðin 10 og barna-
barnabörnin 11.
Auk búskapar vann Matti
ýmis störf, t.d. við slátrun mörg
haust og síðar starfaði hann um
skeið við byggingarvinnu, bæði
á Klaustri og í Kópavogi.
Útför Matthíasar fer fram frá
Prestbakkakirkju á Síðu í dag,
17. mars 2012, og hefst athöfnin
kl. 14.
Svartanúpi í Skaft-
ártungu og víðar.
Hann fór ungur í
fóstur í Hörgsdal
og ólst þar upp hjá
föðurbróður sínum
og konu hans
ásamt stórum
barnahópi. Á upp-
vaxtarárunum
vann hann ýmis
störf, fór nokkrar
vertíðir suður með
sjó en var lengst af í vinnu-
mennsku hjá skyldfólki sínu á
Síðunni.
Hinn 13. maí 1944 kvæntist
Matthías Elínu Magneu Ein-
arsdóttur, f. 14.12. 1923, d.
18.10. 1980. Það sama ár hófu
þau búskap á Breiðabólstað og
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir.)
Elsku pabbi, við ferðalok vilj-
um við systkinin minnast þín með
örfáum orðum. Okkur er efst í
huga þakklæti fyrir að hafa átt
þig sem föður, góða fyrirmynd
sem aldrei brást. Hugurinn reik-
ar aftur í tímann, til æskustöðva
á Breiðabólstað þar sem þið
mamma hófuð búskap árið 1944,
fyrst í sambýli við fjölskyldur
héraðslækna sem þar höfðu að-
setur til ársins 1950 og eftir það
fjölskyldu Sólmundar móður-
bróður okkar til ársins 1957.
Ekki hefur alltaf verið einfalt fyr-
ir ykkur að búa við það nábýli
sem þarna var, í sambúð þriggja
kynslóða, auk okkar, gömlu kon-
urnar þrjár, amma Þuríður,
Ranka og Ella gamla og svo önn-
ur fjölskylda handan veggjar.
Þetta var þó bæði gefandi og
þroskandi, einkum fyrir okkur
krakkana sem oftast fundum
málsvara í hverju máli sem upp
kom. Frá þessu árum eru margar
af ljúfustu minningum okkar
sprottnar. Þótt þið mamma hafið
verið um margt ólík þá tókst ykk-
ur vel að virða sjónarmið hvors
annars og vinna þannig úr málum
að aldrei bar skugga á, í það
minnsta urðum við þess aldrei
áskynja.
Þú varst heimakær og sívinn-
andi að þínu, en um leið athugult
náttúrubarn og naust þess að
fylgjast með lífinu í kringum þig.
Og þú kunnir að njóta lífsins með
góðum vinum, við minnumst
bliks í augum þegar rifjaðar voru
upp veiðiferðir suður í vötnum,
þegar ádráttarveiði var stunduð
frá bæjum á Síðunni. Á Breiða-
bólstað bjugguð þið mamma allt
þar til hún féll frá um aldur fram
haustið 1980. Vorið eftir tóku
Jóna systir og Jóhann heitinn
maður hennar við búsforráðum á
Breiðabólstað og varð þá að ráði
að þú dveldir þar áfram í þeirra
skjóli. Jafnframt fórstu um tíma
að stunda tilfallandi vinnu utan
heimilis. Einnig tókst þú til við
ferðalög innanlands. Fyrir dvöl
þína á Breiðabólstað á árunum
1981-2006, hjá þeim Jónu, Jó-
hanni og börnum þeirra, viljum
við systkinin hin nú þakka inni-
lega og biðjum Guð að launa fyr-
ir. Árið 2006 fluttir þú á Hjúkr-
unar- og dvalarheimilið
Klausturhóla og naust allan tím-
ann frábærrar umönnunar og að-
hlynningar sem seint verður full-
þakkað fyrir. Á meðan heilsan
leyfði fórst þú allra þinna ferða á
reiðhjóli, íklæddur gulu „fjanda-
fælunni“ sem þú nefndir svo, ör-
yggisvestinu sem lögreglan fékk
þig til að nota. Fyrir hjólaferð-
irnar um Klaustur og nágrenni
minnast þín eflaust margir við
ferðalok. Þar kom að líkamlega
krafta þraut, hjólaferðir lögðust
af og þú tókst því af sama æðru-
leysi og áður þegar eitthvað bját-
aði á en andlegri reisn hélstu allt
til enda og fyrir það erum við
þakklát. Að síðustu viljum við
koma á framfæri þakklæti til
allra þeirra sem heimsóttu þig á
ævikvöldinu og styttu þér stund-
irnar þegar fátt var orðið um til-
breytingu. Guð blessi þau öll.
Elsku pabbi, með þessum fá-
tæklegu orðum kveðjum við þig
og þökkum þér allt sem þú varst
og gerðir fyrir okkur. Guð blessi
þig, hvíl í friði.
Erna Þrúður, Sigríður
Ólöf, Bjarni Jón,
Sigurjóna og Ragna.
Rekur bú og ræktar gras,
reynist nóg að vinna.
Alltaf má hann Matthías,
mörgum störfum sinna.
(Ú.R.)
Svo var kveðið um Matthías
tengdaföður minn í Síðumanna-
vísum þegar hann var sívinnandi
bóndi á Breiðabólstað. Þegar ég
kynntist honum sem seinni kona
sonar hans, var hann kominn á
níræðisaldur, ekkill á heimili
dóttur sinnar á Breiðabólstað,
löngu hættur búskap. Hann hafði
samt nóg fyrir stafni. Það var
eins og hann hefði tekið að sér,
fyrir almættið, að fylgjast með
fiskum vatnsins, fuglum himins-
ins og blómum vallarins. Hann
hafði aldrei tekið bílpróf en hjól-
aði og gekk nokkrar ferðir á dag,
allan ársins hring, nánast í
hvernig veðri sem var. Frá
Breiðabólstað ýmist austur fyrir
Keldunúpinn að Hörgsá, þar sem
sá norður og austur Síðuna eða
vestur að Geirlandsá þar sem sá
til bæjanna í Króknum og upp í
heiðina. Hann fylgdist með bú-
skapnum á bæjunum, leit í hylj-
ina í ánum eftir sjóbirtingi, fugl-
um og öðru í náttúrunni sem
gladdi auga hans.
Fyrstu fundum okkar Matta
bar saman í herberginu hans á
Breiðabólstað. Hann heilsaði mér
og Helga Hauki syni mínum, sem
fylgdi mér í sambúð okkar
Bjarna með þéttu handtaki, hlýju
augnaráði og brosi sem kom frá
hjartanu. Þar með hafði hann
bætt okkur í hópinn sinn. Hann
var í mínum augum umhyggju-
samur fjölskyldufaðir. Börnin
hans fimm, fjörmikil afabörnin
og langafabörnin voru lífið hans
og var kærleikurinn gagnkvæm-
ur.
Matthías var mjög hæglátur
og hógvær maður. Hann deildi
ekki reynslu sinni að fyrra bragði
en aðspurður sagði hann mér
margt fróðlegt, venjum við sjó-
birtingsnetaveiði á Síðunni og
öðrum búskaparháttum í sinni
tíð. Í ferðum sínum með okkur
um Hörgsdalsheiði að Hagagili
og í Miklafell þuldi hann tugi ör-
nefna eins og hann hefði verið
þar í smalamennsku síðast í gær
og rifjaði upp sögur af brellum og
stríðni milli manna þar sem smal-
arnir mættust inn við Hagagil
eða þá af draugagangi í kofanum
við Miklafell.
Eftir að Matti flutti á Klaust-
urhóla árið 2006, styttist dagleg
yfirferð hans á hjólinu og á end-
anum tók „Elli kerling“ af honum
ráðin og hjólinu var lagt. Hljóla-
stóllinn hans síðasti farskjóti.
Síðustu árin undi hann sér best
við gluggann í herberginu sínu
þar sem sá til mannaferða og upp
í Klausturfjallið þar sem sá til
kinda og fugla. Andinn var alltaf
hress, handtakið þétt og augna-
ráðið hlýtt. Hann lagði sig eftir
fréttum af búskapnum á Síðunni
og spurði okkur frétta af Helga
Hauki sem hafði gerst bóndi
austur á landi og eignaðist sína
fjölskyldu. Hann hafði enn mikla
ánægju af því að rifja upp gamlar
spaugsögur af Síðunni og áttu
feðgarnir bestu stundirnar við þá
iðju síðustu mánuðina sem hann
lifði. Matti var líka gleðigjafi á
Klausturhólum, naut þess glett-
ast hlýlega við konurnar sem af
umhyggju þjónuðu honum. Allra
síðustu mánuðina var ljóst að
Matti var farinn að þrá hvíldina,
svífa úr ónýtum líkamanum upp
yfir Síðuna, hraun og sanda, inn í
eilífðina. Hann lést fjórum dög-
um fyrir 97 ára afmælið sitt, hinn
8. mars sl., á 16 ára afmælisdegi
yngsta afabarnsins, Guðrúnar
Heiðu, dóttur okkar Bjarna. Ég
kveð hann með virðingu og þökk
og sendi stórfjölskyldunni og
öðrum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Elín Erlingsdóttir.
Elsku afi. Það voru sönn for-
réttindi að fá að alast upp með
þér á Breiðabólstað. Þú áttir
stóran þátt í lífi okkar og gátum
við systkinin alltaf leitað til þín
eftir félagsskap hvort sem það
var til að spila eða fara í hjóla- og
gönguferðir og leita eftir mink
eða fiski. Þú hafðir alveg einstak-
lega skemmtilegan húmor og
kenndir okkur ótal fyndin orða-
tiltæki og vísur sem oftar en ekki
skildu okkur eftir sem eitt stórt
spurningarmerki.
Við munum sakna þess að
hlæja með þér. Minningin um
frábæran afa lifir og munum við
geta sagt börnum okkar fjöl-
margar skemmtilegar sögur af
Matta afa, eða afa langa eins og
þú varst jafnan kallaður. Okkur
langar til að kveðja þig með eft-
irfarandi vísu sem þú fórst oft
með:
Presturinn í stólinn sté
stóð þar upp og pissaðe.
Allt fólkið óð í hné
og ein kona drukknaðe.
(Höf. ókunnur)
Takk fyrir samfylgdina elsku
afi. Okkur finnst gott að vita til
þess að nú sértu loks kominn í
faðm Elínar ömmu sem þú varst
búinn að sakna í svo mörg ár.
Hvíl í friði,
Erna Margrét, Sandra
Brá, Þormar Ellert og
Henný Hrund.
Það er margs að minnast elsku
afi, stundirnar í sveitinni hjá þér
og Ellu ömmu þar sem þið
kennduð mér að umgangast dýr-
in af mikilli virðingu eins og ykk-
ur var svo lagið. Alltaf var gott að
leita til þín í vanda, minnug þeirr-
ar bjargar þegar ég fékk hið
fræga „vaðlaraspjald“ í skólanum
og þú kvittaðir nafn pabba undir
því ekki máttu foreldrar mínir
vita. Fyrir viðvikið mátti ég láta
þig hafa vasapening minn þá vik-
una, þannig kenndir þú mér að
ekki er allt sjálfsagt. Svo traust-
ur varstu að enginn fékk að vita
um þetta ráðabrugg okkar fyrr
en ég sagði sjálf frá. Síðar kom að
því að þú gast lært hjá mér, í slát-
urtíðinni kom ég oftar en ekki
hjólandi upp í rétt að sækja þig,
þú hafðir oft á orði hve gaman
væri að kunna að hjóla. Í kring-
um sjötugt léstu slag standa og
hjólaðir síðar um sveitina þína,
virtir fyrir þér mannlífið, dýra-
lífið og náttúruna sem þú unnir
svo mikið. Margir minnast þín
sem „litla karlsins á hjólinu“.
Elsku afi, nú kveð ég þig með
miklum söknuði og fullt af góðum
og yndislegum minningum.
Hvíldu í friði.
Þín
Ester Elín.
Elskulegur móðurbróðir okk-
ar systkina, Matthías Ólafsson
fyrrverandi bóndi á Breiðaból-
stað á Síðu, Vestur-Skaftafells-
sýslu, er látinn í hárri elli. Hann
fæddist hinn 12. mars 1915 en
lést aðfaranótt 8. mars. Hann var
næstelstur af systkinum sínum
sem voru 14, þar af létust tvö í
barnæsku.
Við systkinin vorum öll í sveit
hjá Matta frænda á sínum tíma,
þau elstu fyrst og síðan þau yngri
eftir aldursröð. Matthías var af-
skaplega vel gerður maður. Hann
var skapgóður með afbrigðum,
glaðsinna, þolinmóður og skipti
sjaldan skapi. Líkamlega var
hann afar sterkur, rammur að
afli, þótt hann væri lágvaxinn.
Matthías talaði ætíð vel um aðra
og við systkinin heyrðum hann
aldrei blóta. Ef í harðbakkann sló
sagði hann í mesta lagi „paur-
ans“. Matthías frændi var lán-
samur í einkalífi sínu, hinn 13.
maí 1944 kvæntist hann Elínu
Magneu Einarsdóttur frá Hruna.
Elín var góð kona, dugleg og
skemmtileg og voru þau hjón af-
ar samhent. Þau eignuðust fimm
mannvænleg börn en þau eru
Erna Þrúður, Sigríður Ólöf,
Bjarni Jón, Sigurjóna og Ragna.
Sorgin var því mikil þegar Elín
andaðist alltof snemma hinn 18.
október 1980 eftir stutta baráttu
við hættulegan sjúkdóm.
Við systkinin erum þakklát
fyrir eftirminnileg sumur í sveit-
inni og flytjum börnum Matthías-
ar, barnabörnum og öllum að-
standendum innilegar
samúðarkveðjur.
Systkinin
Sigríður Hjördís, Bogi,
Ólafur og Magnús, Jóhönnu-
og Indriðabörn.
Matthías Ólafsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTJÁN BALDVINSSON
læknir,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 14. mars.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju í Reykjavík
föstudaginn 23. mars kl. 13.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Inger Hallsdóttir,
Halldóra Kristjánsdóttir, Jóhannes Vilhjálmsson,
Baldvin Þ. Kristjánsson, Gunnur Helgadóttir,
Kristján Ingi Kristjánsson, Guðleif Þórunn Stefánsdóttir,
Elías Kristjánsson, Ásdís Harpa Smáradóttir,
Birgitta Bonde,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BRYNHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi föstu-
daginn 9. mars.
Útför hennar hefur farið fram.
Starfsfólki Kjarnalundar eru færðar innilegar
þakkir fyrir umönnun hennar.
Þorleifur Leo Ananíasson, Ingveldur Brimdís Jónsdóttir,
Sigurður G. F. Ananíasson,Emilía Gústafsdóttir,
Bergrós Ananíasdóttir, Heiðar Jóhannsson,
Ásta Ananíasdóttir, Páll Sigurjónsson,
Ólöf Ananíasdóttir, Hallur Vilhjálmsson,
Björn Þór Ananíasson, Sigrún Finnsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
STEINGRÍMUR EINAR ARASON
bókbindari,
Framnesvegi 13,
Reykjavík,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund þriðjudaginn 13. mars.
Hjörtný Árnadóttir,
Jónína Árndís Steingrímsdóttir, Þorsteinn Helgason,
Sigmar Arnar Steingrímsson, Ásta Benediktsdóttir,
Bryndís, Unnur Arna og Steinunn Helga Þorsteinsdætur,
Arndís Auður, Gunnbjört Þóra og Hjörtur Steinn
Sigmarsbörn.
✝
KRISTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Hólum
í Biskupstungum
lést á heimili sínu, dvalarheimilinu Grund í
Reykjavík, fimmtudaginn 15. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Aðstandendur.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
RÓSA KEMP ÞÓRLINDSDÓTTIR,
Barrholti 7,
Mosfellsbæ,
sem lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi fimmtudaginn 8. mars, verður
jarðsungin frá Grensáskirkju mánudaginn 19. mars kl. 13.00.
Jón Þorberg Eggertsson,
Ólafur Ólafsson, Alda Konráðsdóttir,
Svala Haukdal Jónsdóttir, Kjartan O. Þorbergsson,
Þórdís Elva Jónsdóttir, Hafsteinn Ágústsson,
Guðríður Erna Jónsdóttir, Ólafur Ágúst Gíslason,
Jórunn Linda Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEFANÍA BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR
frá Grófarseli í Jökulsárhlíð,
Víðivangi 5,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
14. mars.
Hún verður jarðsungin frá Garðakirkju þriðjudaginn 20. mars
kl. 13.00.
Agnes Svavarsdóttir,
Björn Svavarsson, Sigríður Kristjánsdóttir,
Magnús B. Svavarsson, Bryndís Aradóttir,
Rakel Björg, Kristín og Magnhildur Birna,
Kristján Ómar og Svava,
Stefanía, Arna og Stefán Ómar
og langömmubörn.