Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 39

Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 ✝ Ármann Jó-hannsson fædd- ist á Kirkjubóli í Fá- skrúðsfirði 1. ágúst 1928. Hann lést á Landspítalanum 8. mars 2012. For- eldrar hans voru Jónína Kristín Benediktsdóttir frá Einholti í Mýra- hreppi í A- Skaftafellssýslu, f. 31.1. 1888, d. 18.8. 1981, og Jó- hann Árnason frá Brekkuborg í Breiðdal, f. 4.11. 1897, d. 12.9. 1950. Systur Ármanns: Jóhanna María Jóhannsdóttir, f. 16.9. 1920, d. 22.12. 2006, Sigríður Jó- hannsdóttir, f. 8.3. 1923, Álfheið- ur Margrét Jóhannsdóttir, f. 31.1. 1926, d. 24.1. 1996, og Ásdís Jóhannsdóttir, f. 10.1. 1933, d. 21.10. 1959. Árið 1956 hóf Ármann búskap með Jóhönnu Sólmundsdóttur, f. 19.8. 1932, og kvæntist henni ár- ið 1962. Börn þeirra eru: 1) Ómar kennari, f. 4.9. 1956, kvæntist Bronwin Yeatman en þau skildu. Þeirra dætur eru Freyja Yeat- man Ómarsdóttir og Sunnefa Yeatman Ómarsdóttir. 2) And- vana fæddur drengur, 25.8. 1957. 3) Óttar læknir, f. 25.8. 1957, kvæntur Júlíu Siglaugsdóttur, dætur þeirra eru Arna og Eva Ýr. Fyrir átti Júlía soninn Sturlu Má Guðmundsson, hann er kvæntur Thelmu Hrund Sigur- björnsdóttur, þeirra börn eru Þórkatla Þyri og Jófríður Jara. 4) Ævar húsasmíðameistari, f. 2.10. 1958, kvæntur Helenu Hannesdóttur. 5) Örvar raf- magnsverkfræðingur, f. 1.3. 1962, kvæntur Helgu Þorleifs- dóttur, synir þeirra eru Jóhann, Andri og Þorleifur. 6) Guðrún kennari, f. 19.6. 1963, gift Jónasi E. Ólafssyni, þeirra börn eru Alda Hrönn, Agnar Logi, Eyþór Ármann og Kolbrún Björk. Alda Hrönn er í sambúð með Ás- geiri Alexand- erssyni, þeirra börn eru Guðrún og Al- exander. 7) Ásdís lögfræðingur, f. 23.5. 1967, gift Odd- birni Magnússyni, þeirra börn eru Daníel Smári og Álfheiður Agla. 8) Hlynur fiskifræðingur, f. 26.1. 1975, kvæntur Berglindi Andr- ésdóttur, þeirra börn eru Jó- hanna, Andrés Ívar og Eyvör Lilja. Ármann ólst upp á Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði og gekk í Alþýðu- skólann á Eiðum í tvo vetur nokkru eftir að barnaskóla lauk. Fjölskyldan fluttist til Hvera- gerðis árið 1945. Ármann fór á samning í rafvirkjun hjá Garðari Guðnasyni á Fáskrúðsfirði, fékk sveinsbréf 1952 og varð raf- virkjameistari árið 1955. Hann hóf störf við rafvæðingu Stöðv- arfjarðar 1954, var á Fáskrúðs- firði 1959-63 í samstarfi með Garðari Guðnasyni og rak raf- magnsverkstæði á Stöðvarfirði frá 1963 til 1998. Hann tók að sér ýmis verk í rafverktöku á Aust- fjörðum auk þess sem hann þjón- ustaði Djúpavog og nærsveitir þau tímabil sem rafverktaki var ekki þar á staðnum. Ármann var mjög virkur í félagsstörfum hjá samtökum rafverktaka á Austur- landi sem og landssamtökum raf- verktaka. Á fundum þessara fé- laga lá hann yfirleitt ekki á skoðunum sínum. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Stöðvarfjarðar. Ármann var hag- mæltur og liggja eftir hann margar tækifærisvísur. Útför Ármanns verður frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag, 17. mars 2012, kl. 14. Fallinn er frá Ármann Jó- hannsson rafverktaki á Stöðvar- firði. Ármann lauk sveinsprófi í rafvirkjun árið 1952 og fékk meistarabréf í greininni árið 1955. Ármanni var annt um stétt sína og vann alla tíð ötullega að málefnum rafverktaka. Hann var einn af stofnendum Félags rafverktaka á Austurlandi, var lengi formaður félagsins og síðar heiðursfélagi. Meðan hann sat þar við stjórnvölinn komst eng- inn upp með það að mæta ekki á fundi. Hann sat í stjórn Lands- sambands íslenskra rafverktaka um árabil og var sæmdur gull- merki samtakanna. Ármann lá ekki á skoðunum sínum, flutti mál sitt tæpitungulaust og oft í bundnu máli. Það var jafnan eftir því tekið ef Ármann var ekki mættur, því þá vantaði gaman- málið og vísurnar. Það lýsir vel hug Ármanns til samtakanna að hann færði þeim á sínum tíma fánastöng sem reist var við sum- arhús rafverktaka í Ásgarðs- landi þar sem hún stendur nú sem verðugur minnisvarði um góðan dreng. Rafverktakar senda eiginkonu Ármanns og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Jens Pétur Jóhannsson, for- maður Samtaka rafverktaka, Jóhann Pétur Jóhannsson, formaður Félags rafverk- taka á Austurlandi. Ármann Jóhannsson, góður vinur minn og lærimeistari, er látinn á 84. aldursári. Mér er harmur í hjarta en jafnframt gleði yfir góðum kynnum og samstarfi sem við áttum um ára- bil. Árið 1964 kom ég til starfa hjá Ármanni sem lærlingur í raf- virkjun og fljótt áttaði ég mig á því að ég væri ákaflega heppinn því þar var að finna afar færan rafvirkja og auk þess einstakan mann á mörgum sviðum. Við urðum strax góðir vinir og fé- lagar og sú vinátta hélst alla tíð síðan. Starfsvettvangur okkar var einkum raflagnir og rafvæð- ing á svæðinu frá Reyðarfirði í austri að Lónsheiði í suðri; skemmtilegur tími mikillar upp- byggingar og lífsgleði. Glatt á hjalla hvar sem við vorum í þorp- um og sveitum. Ármann bar alla tíð mikla virðingu fyrir verkefnum þeim er hann tók að sér og fólkinu sem unnið var hjá hverju sinni, var bóngóður og vildi leysa öll við- fangsefni. Var skemmtilegur, fróður og góður hagyrðingur. Áttum við saman margar ánægjustundir hvor í annars húsi, eða bara hvar sem var, meðan við vorum samferða á Stöðvarfirði og símtöl síðar eftir að ég flutti til Reykjavíkur. Ef ég færi að rifja það allt upp yrði það efni í heilan bókaflokk. Ármann var sannur vinstri- sinni og fór ekki leynt með skoð- anir sínar í umræðum um póli- tísk málefni. Ekki var alltaf skorið utan af hlutunum í okkar samræðum og sitt sýndist hvor- um á köflum. Oft áttum við skemmtilegt spjall saman og margt bar á góma; heimspeki- legar vangaveltur, ljóðalestur, vísnagerð, umræður á faglegum nótum, trúnaðarsamtöl og svo mætti lengi telja. Margs er að minnast, margt að þakka. Ár- mann Jóhannsson er einn þeirra manna sem ég minnist ætíð er ég heyri góðs manns getið. Jóhanna mín, Ómar, Óttar, Ævar, Örvar, Guðrún, Ásdís og Hlynur, ég sendi ykkur og allri fjölskyldunni, reyndar öllum íbú- um á Stöðvarfirði, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu góðs drengs. Grétar Jónsson. Ármann Jóhannsson Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is Vistvænar íslenskar kistur Þjónusta allan sólarhringinn. Komum heim til aðstandenda ef óskað er. ✝ Hjartans þakkir fyrir hlýhug og góðar kveðjur við andlát og útför okkar ástkæra ÞÓRÐAR ÓLAFSSONAR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, Helgi Sigurðsson krabbameinslæknir, séra Sigfinnur Þorleifsson og karlakórinn Fóstbræður. Lára Alexandersdóttir, Gígja Þórðardóttir, Páll Liljar Guðmundsson, Orri Þórðarson, Silja Þórðardóttir, Jóhann Gunnar Jónsson, Sölvi, Lára og Laufey afabörn og litla nýfædda afastelpan. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÉTA HALLDÓRS, er lést á heimili sínu laugardaginn 3. mars, var jarðsungin mánudaginn 12. mars í kyrrþey. Þökkum samúð og vinarhug. Helga Sigríður Kristjánsdóttir, Jón Þór Guðjónsson, Árni V. Kristjánsson, Ragnheiður Skúladóttir, Sverrir Þór Kristjánsson, Guðrún Hörn Stefánsdóttir, Margrét Jónína Kristjánsdóttir, Páll Pálsson, Kristján Ísak Kristjánsson, Sigríður G. Pálmadóttir, Gunnar Freyr Kristjánsson, Margrét Dögg Bjarnadóttir, Elín Íslaug Kristjánsdóttir, Kristinn Ágúst Ingólfsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR BJÖRGVINSDÓTTUR, Jörundarholti 16, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Höfða fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Gunnar Lárusson, Lára Dröfn Gunnarsdóttir, Jarle Reiersen, Eyrún Signý Gunnarsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Ágúst Páll Sumarliðason, Anna Björg Gunnarsdóttir, Teitur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, stuðning og vinarhug við andlát og útför okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og systur, MAGNEU SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hraunteigi 21, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Hlíf Steingrímsdóttur, Margréti Bárðardóttur, heimahjúkrun Karítas og öllu því frábæra starfs- fólki Landspítalans við Hringbraut, deild 11 G fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Jóhann Gilbertsson, Anna María Moestrup, Sveinbjörn Hrafnsson, Harpa Heiðrún Hannesdóttir, Mikael Freyr Hannesson, Svala Guðmundsdóttir, Már Hólm Einarsson. ✝ Þökkum stuðning og hlýhug við andlát og útför ástkærrar unnustu minnar, dóttur okkar, systur, mágkonu og frænku, PETRÍNU MARGRÉTAR ÁRNADÓTTUR, Sólheimum 27, Reykjavík. Guðmundur Mjöllnir Þorsteinsson, Árni Sigurðsson, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Kristófer Eiríkur Árnason, Sandra Ólafsdóttir, Þorkell Árnason, Oddný Bergþóra Helgadóttir, Viðar Már Ólafsson, Kristófer Örn Kristófersson, Kristinn Arnar Kristófersson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR, Dælengi 17, Selfossi. Vinátta ykkar er okkur mikill styrkur. Guðmundur Sigurðsson, Ingvi Rafn Sigurðsson, Laufey Jóna Kjartansdóttir, Sesselja Sigurðardóttir, Örn Grétarsson, Sigurður Þór Sigurðsson, Kristín Gunnarsdóttir, Óðinn Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, kærleik og vináttu við andlát og útför elsku mömmu minnar og tengda- mömmu, VALDÍSAR GUÐRÚNAR ÞORKELSDÓTTUR, Vallýjar, Bollagörðum 57, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir yndislega umönnun. Guð blessi ykkur öll. Guðrún V. Haraldsdóttir, Guðlaugur H. Jörundsson. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður míns, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR H. HARALZ hagfræðings, Efstaleiti 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir góða umönnun. Halldór Haralz, Gyða Rafnsdóttir, Belinda Ýr Albertsdóttir, Atli Már Ólafsson, Jónas Halldór Haralz, Guðrún Gyða Haralz, Ásdís Gyða Atladóttir. ✝ Þökkum af alhug vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS AUÐUNSSONAR skipstjóra, Vallarbraut 8, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun. Gróa Eyjólfsdóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát systur okkar, mágkonu og frænku, KRISTÍNAR HELGADÓTTUR, Brekkubæ 3, Reykjavík. Logi Helgason, O. Stefanía Helgadóttir, Bergþór Engilbertsson, Bryndís Helgadóttir, Jón Tryggvi Helgason, Hrönn Ísleifsdóttir, Helgi Þór Helgason, Soffía Jónsdóttir og fjölskyldur. ✝ Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vinarþel við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilis aldraðra Borgarnesi sem annaðist hana af einstakri alúð og kærleika síðustu misserin. Rebekka Björk Þiðriksdóttir, Viðar Pétursson, Hjalti Viðarsson, Flora Josephine Liste, Kári Viðarsson, Ingibjörg Viðarsdóttir, Óli Ívarsson, Þiðrik Örn Viðarsson, Valgerður Hlín Kristmannsdóttir og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.