Morgunblaðið - 17.03.2012, Síða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
✝ Lárus ÓliKristinn Magn-
ússon fæddist á
Saurhóli í Dala-
sýslu 6. október
1921.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands, Akra-
nesi, 9. mars 2012.
Foreldrar hans
voru Magnús Árna-
son, fæddur í Dala-
sýslu 18. júní 1893, lést í Stykk-
ishólmi 23. júní 1979, bóndi á
Saurhóli frá 1917-28, síðar í
Tjaldanesi, Dal. 1928-34. Síðar
vann hann við húsbyggingar
sem múrarameistari en átti
heima í Tjaldanesi alla tíð og
Lára Lárusdóttir, f. 8. sept-
ember 1891, d. 6. ágúst 1922,
húsfreyja á Saurhóli. Systkini
Lárusar:
Guðrún Ester Magnúsdóttir á
Fossi, fædd á Saurhóli í Saur-
Thorarensen Steingrímsson, f.
18. júní 1922, lést af slysförum
12. júlí 1963, bílstjóri Búðardal.
Kona Una Svanborg Jóhanns-
dóttir. Kristinn Steingrímsson,
f. 4. ágúst 1923, d. 28. nóvember
1992, bóndi í Tjaldanesi 1953-
1979. Kona Hildur Eggerts-
dóttir, látin, þau skildu. S.k. Una
Svanborg Jóhannsdóttir. Guð-
rún Borghildur, f. 5. október
1925, húsfreyja í Reykjavík.
Maður Árni V. Gíslason bifreiða-
smiður. Látinn. María Guðrún, f.
6. júní 1927, ljósmóðir í Kópa-
vogi. Maður Ólafur Sigurðsson
lögfr. Kópavogi og sýslumaður í
Búðardal. Kristrún Branddís, f.
28. apríl 1929, sjúkraliði í
Reykjavík. Maður Halldór
Magnússon. Þau skildu. Sigríð-
ur Magga, f. 12. desember 1931.
Maður Ólafur þór Magnússon.
Þau skildu. Guðmundur, f. 12.
júní 1934, d. 18. júní 1966, lést af
slysförum. Bílstjóri. Fóst-
ursonur: Bogi Guðmar Thor-
arensen, f. 12. feb. 1933. Kona
Lilja Lára Sæmundsdóttir, látin.
Útför Lárusar verður gerð
frá Staðarhólskirkju í Saurbæ,
Dalabyggð, í dag, 17. mars 2012
og hefst athöfnin kl. 14.
bæjarhr., Dal. 24.
maí 1917, Ásthildur
Kristín Magn-
úsdóttir frá Tjalda-
nesi, fædd á Saur-
hóli 3. júní 1918,
lést í Reykjavík 23.
mars 2006, Ket-
ilbjörn Magnússon,
fæddur á Saurhóli
26. nóvember 1919,
lést í Stykk-
ishólmi 2. ágúst
1989.
Fósturforeldrar Lárusar frá
5 vikna aldri voru Steingrímur
Samúelsson, f. 24. maí 1886, d.
31. ágúst 1974, bóndi í Mikla-
garði 1904-1936, flutti þá að
Heinabergi og bjó þar til 1957
að hann flutti að Tjaldanesi, síð-
ast í Búðardal og Steinunn Jak-
obína Guðmundsdóttir hús-
freyja, f. 18. janúar 1897, d. 7.
desember 1993. Börn þeirra og
fóstursystkini Lárusar: Bogi
Ég var stráklingur þegar Lár-
us Magnússon, sem við kveðjum í
dag, réðist til föður míns sem
jarðýtustjóri. Stýrði hann gam-
alli TD-14-jarðýtu sem þeir mág-
ar, Sigurður Pétursson og pabbi
höfðu fest kaup á um miðja síð-
ustu öld. Jarðýta þessi var notuð
við vegagerð og snjómokstur í
sýslunni og enn má sjá marga ve-
gaspotta sem gerðir voru undir
stjórn Lárusar eða Lalla eins og
hann var oftast kallaður.
Mér er minnisstætt þegar ég
hitti Lalla í fyrsta skipti, hann
var klæddur fínum gráum jakka-
fötum og virtist ekki líta út fyrir
að vera jarðýtustjóri. Í mínum
huga átti jarðýtustjóri að vera
klæddur bláum skítugum sam-
festingi með prjónahúfu á höfð-
inu. Það var sama hvað Lalli tók
sér fyrir hendur, hvort hann var
á kafi inni í vélarhúsi á jarðýtu
þar sem allt er útatað í smurn-
ingu eða við pípulagnir, alltaf var
hreinlætið og snyrtimennska
hans aðalsmerki og ekki sást á
honum að hann hefði verið að
vinna óþrifaleg störf.
Lalli var sannkallaður hag-
leiksmaður, hann var mjög flink-
ur jarðýtustjóri og þegar vertíð-
inni lauk við vegagerð og
snjómokstur á TD-14, fór hann í
að vinna við viðhald á gömlu jarð-
ýtunni. Mér sem áhugasömum
ungum dreng um vélar féllust oft
hendur þegar ég sá ýtuna í smá-
pörtum á verkstæðisgólfinu fyrir
framan mig og spáði í hvernig í
ósköpunum hann Lalli kæmi öllu
þessu saman fyrir vorið. Þarna
lágu heilu vélahlutirnir, beltin,
rúllurnar og hvaðeina. En allt
þetta lék í höndunum á honum.
Eitt vorið var komið nýtt stálhús
á TD-14 sem Lalli smíðaði sjálfur
og málaði hárautt. Jarðýtan
gamla var orðin sem ný. Ég
mann enn í dag lyktina af máln-
ingunni og hversu ég dáðist að
þessu verki hans.
Faðir minn og Lárus stofnuðu
síðar fyrirtæki ásamt fleirum,
um rekstur jarðýtu og keyptu
nýjar Caterpillar-jarðýtur sem
lengi voru notaðar við vegagerð
o.fl. í sýslunum. Rekstur þessi
gekk mjög vel og ekki man ég til
að nokkurn skugga hafi borið á
samvinnu þeirra, þó að stundum
hafi gustað af þeim, enda vildu
þeir báðir láta hlutina ganga vel
og hratt fyrir sig.
Lengi vel bjó Lárus á heimili
foreldra minna og tengdist þá
okkur í fjölskyldunni, hann var
ætíð orðheppinn og skemmtileg-
ur og mörg skemmtileg tilsvör
hans eru enn í minnum höfð. Það
var stutt á milli blótsyrða og
skellihláturs. Ekki þótti mér
leiðinlegt sem ungum ökumanni
að fá að vera bílstjóri hjá Lalla,
aka um sveitina og heimsækja
kunningjana, glettast og segja
sögur.
Lalli var mjög góður ljós-
myndari og er til mikið safn ljós-
mynda eftir hann, sem vonandi
verður varðveitt svo eftirlifandi
kynslóðum gefist kostur á að
njóta.
Síðustu æviárin dvaldi Lalli á
dvalarheimilinu Silfurtúni í Búð-
ardal.
Ég vil fyrir hönd okkar systk-
inanna frá Króksfjarðarnesi
þakka Lalla fyrir samferðina í
gegnum lífið.
Blessuð sé minning Lárusar
Magnússonar.
Bjarni Ólafsson.
Með þakklæti og hlýju kveðj-
um við Lárus Magnússon. Lárus
var einlægur maður og mikill
heimilisvinur okkar í fjölskyld-
unni frá Ytri-Fagradal. Lífs-
hlaup Lárusar var í raun speg-
ilmynd þjóðar sem braust úr
fjötrum skorts og fátæktar. Ekki
hefur Lalli farið varhluta af því í
barnæsku, en 5 vikna vistaðist
hann hjá góðu fólki eftir veikindi
móður sinnar. Hjá þeim Stein-
grími Samúelssyni og Steinunni
Guðmundsdóttur í Miklagarði og
síðar á Heinabergi á Skarðs-
strönd. Lalli hugsaði alltaf hlýtt
til þeirra og minnist áranna á
Heinabergi með ánægju, enda
heimili þeirra þekkt fyrir snyrti-
mennsku og góðan búskap. Ófá-
ar ferðirnar gekk hann frá
Fagradal út að Heinabergi með
myndavélina að vopni. Lárus var
áhugamaður um ljósmyndun og
framköllun, átti einstaklega góða
vél og sýndi natni við framköllun
svarthvítra mynda og geymir
safn hans mörg gullkornin.
Starfsferill Lárusar var ein-
stakur, svo fjölbreyttur að ekki
verða því gerð skil hér. Þó má
nefna vinnuna í KOL hf. Surt-
arbrandsnámuna á Tindum,
jarðýtuvinnu en Lárus átti ýtu
og gerði út í félagi við frænda
sinn. Segja má að Lárus hafi ver-
ið brautryðjandi á Skarðsströnd
og víðar en hann lagði braut um
hlíðarnar fyrstur manna á jarð-
ýtu. Seinni hluta ævinnar helgaði
hann sig pípulögnum hverskonar
og víða liggja hans góðu verk á
þeim vettvangi og ætíð var Lárus
bóngóður til reddinga og víking-
ur í vinnu að hverju sem hann
kom. Segja má að Lárus hafi ver-
ið farandverkamaður alla tíð en
fékk að lokum gott skjól á Silf-
urtúni í Búðardal þar sem honum
leið vel. Þó að Lárus hafi daðrað
við Bakkus verður ekki sagt að
hann hafi verið óreglumaður eða
komið óorði á brennivínið. Hann
hitti að vísu nokkuð oft óminn-
ishegrann á þessum árum, en var
hvorki ofstopamaður né leiðin-
legur með víni. Á þeim árum átti
hann ætíð skjól í Ytri-Fagradal
og svaf úr sér og var ferskur sem
haförn að morgni. Lárus var ein-
staklega heilsuhraustur alla tíð
og tók ekki lyf fyrr en á tíræð-
isaldri sem verður að teljast ein-
stakt. Léttur á fæti og liðugur
sem köttur, minnisstætt er þegar
hann stökk jafnfætis yfir bæjar-
hliðið í Fagradal 68 ára gamall
eins og ekkert væri. Það er heið-
ur að hafa kynnst svo gegnheil-
um manni, traustum og barngóð-
um og minning þín lifir. Fyrir
hönd systkinanna frá Ytri-
Fagradal þakka ég samfylgdina
og bið Guð að geyma þig.
Vin sínum
skal maður vinur vera,
þeim og þess vin.
En óvinar síns
skyli engi maður
vinar vinur vera.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum.)
Þinn
Stefán Skafti Steinólfsson.
Kynni okkar af Lárusi Magn-
ússyni voru aðallega þegar hann
kom til okkar í vinnu við pípu-
lagnir.
Það var oft sem við þurftum á
honum að halda þessi rúm þrjá-
tíu ár sem leiðir okkar lágu sam-
an.
Alltaf var hann bóngóður og
laghentur maður. Ljúfur í um-
gengni, kátur en feiminn. Eins
og sagt er drengur góður.
Frábær ljósmyndari, tók mik-
ið af fallegum landslagsmyndum.
Við þökkum Lalla Magg kær-
lega fyrir margar góðar stundir
saman.
Guð geymi þig.
Þráinn Hjálmarsson og
Málfríður Vilbergsdóttir,
Hríshóli, Reykhólahreppi.
Lárus Óli Kristinn
Magnússon
✝ Sören KarlBjarnason
fæddist á Siglufirði
31. ágúst 1916.
Hann lést 6. mars
2012.
Foreldrar hans
voru Margrét Guð-
finna Bjarnadóttir,
fædd 28. október
1882, dáin 30. jan-
úar 1968 og Bjarni
Gíslason, fæddur
17. september 1891, dáinn 12.
maí 1922. Karl átti þrjá bræður
sem allir eru látnir; Bjarna
Daníel Friðbjörn, f. 31. desem-
ber 1918, Bjarna, f. 14. desem-
ber 1922 og Jón sem lést ungur.
Faðir Karls drukknaði þegar
mótorbáturinn Samson fórst í
hákarlalegu og var Karli
skömmu síðar komið í fóstur að
Brúnastöðum í Fljótum til
hjónanna Guðrúnar
Jónsdóttur og
Sveins Arngríms-
sonar. Hann fluttist
með fósturfor-
eldrum sínum að
Ásgeirsbrekku í
Viðvíkursveit árið
1928. Hann átti síð-
an heima á all-
mörgum bæjum þar
í nágrenninu,
lengst í Hof-
staðaseli en við þann bæ var
hann gjarnan kenndur, Kalli í
Seli. Síðustu árin var hann vist-
maður á dvalarheimili aldraðra
á Sauðárkróki og þar lést hann.
Hann vann margvísleg sveita-
störf alla sína starfsævi. Karl
var ókvæntur og barnlaus.
Útför hans verður gerð frá
Hofstaðakirkju í dag, 17. mars
2012 og hefst athöfnin kl. 14.
Heyri ég ljúfan hófadyn
hugsa um lífið og vorið.
Greini í fjarska genginn vin
glaðlega taka sporið.
Hugsa ég glaður um horfna tíð
heyri ég dýrin hjala.
Minningin verður svo björt og blíð
í birtu skagfirskra dala.
(Ólafur Þór Ragnarsson)
Það var sérstök tilfinning að
sjá hvað Kalli og frænka hans
náðu vel saman. Þessi sérstaki
samhugur í sambandi við hestana
og dýrin yfirleitt. Alltaf heilsaði
hann henni á afar hlýjan hátt;
„sæl frænka mín“ og það var
frænka með stóru effi. Í öðru lagi
var sérstakt að finna hvað
inngróinn íslenskur sveitapiltur
hann var, frá fyrri öld eða öldum
þar áður. Kunni allt upp á gamla
mátann. Sló og rakaði og notaði
gömlu amboðin en leit vélafarg-
anið hálfgerðu hornauga. Við
urðum að hafa nóg fyrir hann að
dunda. Hann hafði ósköp gaman
af gegningum og talaði við dýrin
á sérstakan hátt og voru hrossin
þar kannski sér á parti. Í
tengslum við þetta er gaman að
minnast hve norðlenskur Kalli
var varðandi veður og áttir. „Óli
minn,“ sagði hann, „hér eru allar
áttir snarvitlausar og ég oftast
rammvilltur, því hérna er allt út
og suður og svo er líka votviðra-
samt hérna.“ Um leið og hann
sagði þetta varð hann býsna
kankvís og kíminn á svip. Það var
ósköp létt að gefa Kalla að borða;
soðning, hafragraut, slátur og
svo blessuð mjólkin góða var
hans matur. Nýmóðins matur
þótti honum skrýtinn en borðaði
þó. Það var upplifun að sjá Kalla
við matarborðið, hann var svo
kurteis að velja yfirleitt verstu
bitana svo að aðrir lentu ekki á
þeim. Þetta lýsir á táknrænan
hátt hvernig hann leit á lífið og
tilveruna. Menn ættu ekki að
ryðjast að veisluborðum alls-
nægtanna og velja bestu bitana,
þetta var hans lífsspeki og mættu
margir læra þar af. Hann var svo
kurteis og lítillátur að hann hefði
ekki viljað lofræðu um sig – en
því meiri söng. Svo mætti gjarn-
an lyfta glasi og snússa í nefið.
Jamm!
Við kveðjum Kalla með sökn-
uði og það gera fleiri. Það eru fal-
legar minningar sem Sigrún á
um Kalla frænda sinn, minningar
sem hún geymir í huga sér og
gleymir aldrei. Efst í huga er þó
þakklætið fyrir að hafa fengið að
njóta gæða hans og fyrir þessa
sérstöku tilfinningu hans fyrir
dýrunum sem þau áttu og eiga
svo sameiginlega.
Í morgun sastu hér
undir meiði sólarinnar
og hlustaðir á fuglana
hátt uppi í geislunum
minn gamli vinur
en veist nú í kvöld
hvernig vegirnir enda
hvernig orðin nema staðar
og stjörnurnar slokkna
(Hannes Pétursson)
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín frænka og vinur,
Sigrún Daníelsdóttir,
Ólafur Þór Ragnarsson.
Kalli í Seli, eins og hann var
jafnan kallaður, hefur nú lokið
lífsgöngunni. Ég var honum sam-
tíða á heimili foreldra minna í
Hofstaðaseli fyrstu ár ævi minn-
ar eða hartnær 20 ár. Ég minnist
hans með ánægju og þakklæti,
hann var ætíð góður við börn.
Í Hofstaðaseli vann hann öll
venjuleg sveitastörf sumar og
vetur. Fjósverk hafði hann að
mestu á sinni könnu nema hvað
heimilisfólk hjálpaðist að við
mjaltir. Sjálfur átti Kalli dálítinn
fjárhóp sem hann hafði í húsi
sem stóð í túninu fyrir ofan bæ-
inn. Þar að auki átti hann nokkur
hross en honum þótti gaman að
skreppa á bak og hleypa um
grundir og bala sér til lífsfylling-
ar og þá var „…stormur og frelsi
í faxins hvin…“. Ekki var hann
með öllu frábitinn hestakaupum
og smávegis braski í þeim efnum.
Hann fór vel með allar skepnur,
ærnar hans voru fallegar og vel
framgengnar og hundurinn á
bænum var honum fylgispakur.
Kalli naut skamma stund sam-
vista við foreldra sína. Hann var
aðeins fimm ára þegar hann
missti föður sinn og fór til vanda-
lausra. Þótt hann hitti móður
sína aðeins með höppum og
glöppum sýndi hann henni son-
arlega ræktarsemi í ríkum mæli.
Á hverju hausti fór hann til
Siglufjarðar og dvaldi hjá móður
sinni hálfan mánuð eða þar um
bil. Þá kom hann færandi hendi
og birgði hana upp af margvís-
legum varningi, m.a. kjöti af
lömbum og folaldi sem hann
hafði slátrað.
Kalli var afskiptalaus um ann-
arra manna hagi og stóð ekki í
stórræðum. Þó gat stundum gef-
ið smávegis á bátinn í samskipt-
um hans við aðra því hann brá
stundum á sitt ráð þá sitt sýndist
hverjum. Allt slíkt jafnaðist þó
von bráðar því Kalli var greiðvik-
inn, rétti nágrönnum fúslega
hjálparhönd og vildi láta gott af
sér leiða. Öllum, sem kynntust
honum, var hlýtt til hans enda
gerði hann ekki á hlut nokkurs
manns.
Á efri árum var Kalla marg-
víslegur sómi sýndur. Orðhagir
Skagfirðingar ortu ljóð honum til
heiðurs og skagfirskir lagasmiðir
sömdu lög við ljóðin. Síðan var
sungið af skagfirskri innlifun í af-
mælishófi sem vinir Kalla héldu
honum.
Kalli var ekki ratvís um ref-
ilstigu kerfisins svokallaða, enda
mörgum orðið dimmt fyrir aug-
um í afkimum þess. Í þeim efnum
naut hann aðstoðar þeirra sem
mest samskipti höfðu við hann.
Einkum reyndist fólk í Viðvíkur-
sveit og á Dýrfinnustöðum hon-
um vel. Síðustu æviárin átti hann
samastað á dvalarheimili aldr-
aðra á Sauðárkróki og voru þau
Heiðrún Friðriksdóttir og Sveinn
Sigfússon honum mjög innan
handar þann tíma sem hann var á
Króknum. Allt á þetta góða fólk
heiður skilinn fyrir hugulsemi.
Útför Kalla verður gerð frá
Hofstaðakirkju í dag, 17. mars
2012. Hann vék góðu að þeirri
kirkju og færði henni rausnarleg-
ar gjafir.
Blessuð sé minning góðs
drengs.
Sveinn Herjólfsson.
Kalli frá Seli hefur fengið
hinstu hvíldina. Við sjáum hann
fyrir okkur á Grána sínum, Nasi
er við taum og Kolur skoppar
glaðvær við hlið hans. Hann
brosir glettinn í kampinn, nikkar
kveðju og ríður úr hlaði. Tóbaks-
pontan og vasaklúturinn á sínum
stað, og sennilega leynist ferða-
pelinn í gömlu hnakktöskunni.
Við skynjum að hann er á leið til
endurfundanna.
Foreldrar okkar keyptu jörð-
ina Hofsstaðasel 1966 en þá stóð
þar fimm bursta torfbær sem
þótti nú tæplega íbúðarhæfur.
Gamli bærinn fékk bráða andlits-
lyftingu og ekki væsti um stækk-
andi fjölskylduna. Kalli hafði ver-
ið í vinnumennsku hjá fyrri
eigendum, þeim Herjólfi Sveins-
syni og Margréti Ólafsdóttur, og
bjó hann áfram í Seli næstu árin.
Hann svaf í fremri baðstofunni
og hundurinn hans Kolur átti at-
hvarf í bæjargöngunum. Hann
hélt sínar kindur í útihúsum á
Kallatúni og hestarnir voru hans
yndi.
Kalli var trúr gömlu búskap-
arháttunum og sló alla tíð með
orfi og ljá. Hann hirti kirkjugarð-
inn á Hofsstöðum og oft sló hann
líka beðaslétturnar norðan við
kirkjuna. Krakkarnir aðstoðuðu
hann oft og gaman höfum við af
því í dag að hafa átt þess kost að
kynnast vinnubrögðunum af
Kalla sem leiðbeindi af einstakri
þolinmæði.
Kalli átti því ekki að venjast að
hafa svo mörg börn í kring um
sig og var því ótrúlegt hvað hann
umbar ærslaganginn og tók oft
þátt í honum líka, sá um að ekki
keyrði um þverbak og þurrkaði
tárin ef svo bar undir. Börn
hændust að Kalla og voru undir
hans vernd er hann var nær-
staddur. Eins var það með mál-
leysingjana sem hann sinnti af
einstakri natni og sjáum við hann
fyrir okkur í miðjum kindahópn-
um sínum, útbýtandi einhverju
góðgæti og sá til þess að allar
fengju þær bitann sinn.
Kalli fór frá Seli eftir að hafa
dvalið og unnið á búinu af trú-
mennsku í tíu ár. Árin á eftir
vann hann hefðbundin sveita-
störf á ýmsum bæjum í sveitinni.
Frá árinu 1986 hafði hann fastan
samastað hjá góðu fólki í ná-
grenninu, þeim Sigríði og Sigur-
jóni á Dýrfinnustöðum. Kalli
hlaut gullúr að viðurkenningu frá
Búnaðarfélagi Íslands fyrir störf
sín í þágu landbúnaðar og bar
hann það jafnan á tyllidögum.
Gullúrið var á festi sem hann
krækti í vestisboðunginn. Hann
var stoltur af að hafa fengið
þessa viðurkenningu og bar úrið
með ánægju.
Árið 1999 flutti Kalli á Heil-
brigðisstofnunina á Sauðárkróki.
Þar hitti hann fyrir gamla vini og
þar leið honum vel. Hann gat far-
ið og komið að vild sem hentaði
vel meðan hann var fleygur og
fær og gat þá skroppið í sveitina
þegar hann vildi.
Það tók að halla undan fæti og
síðustu tvö árin var hann á hjúkr-
unardeild og naut þar einstakrar
umönnunar. Góða vini átti hann á
Sauðárkróki sem sáu um öll hans
mál. Þau Heiðrún Friðriksdóttir
og Sveinn Sigfússon heimsóttu
hann reglulega og hugsuðu um
velferð hans til hinsta dags. Vit-
um við að hann var þakklátur öllu
því góða fólki sem greiddi götu
hans í gegnum tíðina.
Guð blessi minningu Kalla frá
Seli.
Við þökkum samfylgdina.
F.h. fjölskyldunnar frá Hofs-
staðaseli,
Guðný Vésteinsdóttir.
Sören Karl
Bjarnason