Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 41

Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 Svo lengi lærir sem lifir segir mál- tækið og nú þegar góður félagi er fallinn, svo skyndilega, verður manni hugsað til þess sem í raun skiptir máli í þessu jarðneska lífi. Fær mann til að hugsa hve stutt er milli hlát- urs og gráts, hve stutt er milli lífs og dauða. Eða eins og segir í sálminum eftir Hallgrím Péturs- son; „á snöggu augabragði af skorið verður fljótt“. Fyrir tíu dögum sátum við Ro- bert heima hjá félögum okkar og vinum Hauki Hólm og Guðnýju, eins og við gerðum á stundum, og ræddum heimsins mál. Robert, sem var fæddur í Skotlandi, sagði m.a. frá uppvaxtarárunum, skól- anum sem hann var í og á góma bar skólafélaga hans Gordon Brown sem síðar átti eftir að verða forsætisráðherra. Við spurðum m.a. hvernig Brown hefði komið fyrir sjónir á sínum yngri árum. Ótalmargt annað var rætt og reifað. Robert hafði víða farið og margt séð sem hann deildi með okkur og honum var tamara að sjá hinar spaugilegu hliðar mannlífsins en hinar. Það var fyrir ríflega tveimur árum að Haukur Hólm góðvinur minn kynnti mig, Sigurð, fyrir þessum góða vini sínum Roberti. Ég man enn nokkuð nákvæmlega hvað fór um hugann við þennan fyrsta fund; hvort samræðurnar færu fram á ensku eða bjagaðri íslensku útlendingsins. En sjald- an hef ég orðið eins hissa. Með ólíkindum var að maður af er- lendu bergi brotinn gæti talað eins fágaða og fallega íslensku og Robert Christie ✝ Robert GeorgeNorman Chris- tie fæddist í Glas- gow 10. nóvember 1955. Útför Roberts fór fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 8. mars 2012. Robert gerði. Undravert var að heyra móðurmálið sitt talað af manni af erlendum uppruna af jafnmikilli lipurð og þekkingu. Hann gat skreytt málið með gömlum grón- um íslenskum mál- tækjum. Og svo sjaldan sem það gerðist að hann beygði rangt þá umsvifalaust leiðrétti hann sig. Undraverður maður. Roberti var umhugað um Ís- land, Ísland væri hans land. Hann kom hingað upphaflega til að starfa á Kleppi, þá ungur geð- hjúkrunarfræðingur, og þar lagði hann sig hart fram við að læra ís- lensku. Og nú þegar hann er allur kemur í ljós að hann hefur búið lengur á Íslandi en í sínu föður- landi þótt ekki væri samfellt. Landið hefur alltaf togað í hann aftur og aftur og það var fyrir um tveimur árum að hann kom hing- að frá Írlandi þar sem hann bjó ásamt unnustu sinni, Grainne, til starfa hjá Marel. Grainne ætlaði að koma síðar, því hér vildi hann vera, hér var hann heima! Svo lengi lærir sem lifir! Eftir hvern fund með Roberti fór mað- ur fróðari af fundi en til fundar. Robert var líka sagnfræðingur og ótrúlegt en satt, hann vissi meira um íslenska sögu en marg- ur Íslendingurinn. Robert, já það var bara fyrir örfáum dögum. Við sátum hjá Hauki og Guðnýju, spjölluðum og spauguðum. Þremur dögum síðar ert þú allur. Já „af skorið verður fljótt“! Við hjónin þökkum af alhug fyrir afar ánægjuleg, fróðleg og ljúf kynni okkar af Robert Chris- tie. Megi himnasmiðurinn taka vel á móti þér kæri vinur. Haukur og Guðný okkar, Gra- inne, góður vinur er horfinn um sinn, en minningin um ljúflinginn sérstaka með hrokkna hárið hef- ur stað í hjarta. Guð blessi ykkur – megi Robert hafa þökk fyrir allt og allt. Sigurður Þ. Ragnarsson, Hólmfríður Þórisdóttir. Ég get ekki lengur hringt í þig þegar ég þarf að fletta upp í þeim stóra gagnabanka sem þú bjóst yfir. Ég get ekki lengur fengið að heyra þinn frábæra skoska hlát- ur sem hljómaði eins og tónlist í eyrum mínum. Ég fæ ekki oftar þann heiður að sitja yfir öli með þér og ræða allt á milli himins og jarðar. Vinátta þín var mér mikils virði. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig, kæri vinur. Ég mun aldrei gleyma þér. Jóhannes Unnar Barkarson. Ég hef alltaf montað mig af því að vera fyrsti íslenski vinur hans Rabs Christie. Við kynntumst nánast á hans fyrsta degi á Ís- landi, alltént fyrsta vinnudegi. Lentum þá saman á morgunvakt inni á Kleppsspítala og ég feng- inn til að setja hann inn í vakt- mannsstarfið og allan gang mála þar á deild. Á ensku auðvitað, þá kunni hann ekki stakt orð í ís- lensku, en var reyndar orðinn fullnuma í hinu ástkæra ylhýra einhverjum þremur mánuðum seinna. Mér er til efs að nokkur maður hafi nokkurn tíma lært jafnkjarnyrta lýtalausa íslensku á jafnskömmum tíma. Þennan dag tókum við svo kvöldvaktina í hans nýju íslensku heimkynnum, sinnandi þeim þjóðlega sið að „taka út tollinn“, enda þetta fyrir afnám bjórbannsins. Næturvakt- in fór fram á Borginni. Við þessu fyrstu kynni rædd- um við um heimspeki, sagnfræði, bókmenntir, rokktónlist, kven- fólk og fótbolta, sem sé flest það sem okkur ungu mönnunum þótti máli skipta í veröldinni. Og ef ég man rétt fundum við viðunandi svör við öllum þeim spurningum sem framangreind fræðasvið köstuðu fram. Viðlíka samskipti áttu eftir að endurtaka sig nokkuð reglulega þau tvö ár sem við vorum sam- tímis á Íslandi og síðan annað veifið eftir það. Og alltaf var það þetta víðfeðmi umræðunnar sem mér fannst sérstæðast og mest um vert. Ekkert málefni var svo háspekilegt að ekki mætti við það kljást og hafa í flimtingum ef svo bar undir. Og ekkert svo hvers- dagslegt og ómerkilegt að ekki mætti finna á því háspekilegan flöt. Njála, Egla, Orkney- ingasaga, landspólitík, hreppa- pólitík, heimspólitík, heims- ósóminn, heimsmeistaramótið, þýsk heimspeki, íslensk glíma, skosk tónlist, írskur húmor, Ro- bert Burns, Jónas Hallgrímsson, Fjölnismenn, málrækt, garð- rækt, hundarækt, uppruni teg- undanna, uppruni pönksins, þró- un blússins, þróun ljóðsins, staða smásögunnar, staða krónunnar, staða mannsins og staðan í Ís- landsmótinu í fótbolta, allt rúm- aðist þetta í einni kvöldstund yfir kaffibolla eða bjórkollu, allt hluti af einni og sömu umræðunni. Eins og fjölmargir sérfræðingar á fjölmörgum sviðum væru mættir á staðinn, en þó allir í sömu sálinni. Og einmitt þannig var vinur okkar Rab. Hámennt- aður bóhem og lífskúnstner, haf- sjór fróðleiks, sagnfræðingur, ís- lenskufræðingur, hjúkrunarfræðingur, fjölmiðla- maður, heimsmaður, heiðurs- maður og Skagamaður í boltan- um. Við urðum aftur nágranar hin seinni ár, þá báðir komnir til Dyflinnar á Írlandi. Þar hittumst við reglubundið og síðast í sumar sem leið skömmu áður en hann flutti heim til Íslands. Þá held ég að flest ofangreind málefni hafi borið á góma. Og svo var mein- ingin að hittast á nýju ári á gamla Fróni í hópi gamalla vina og ungra sálna. Nú eru þau áform fyrir bí. Þess í stað syrgi ég góð- an félaga og traustan vin. Gra- inne og allir aðstandendur Ro- berts Christie fá kveðjur hryggðar og samúðar. Andrés Eiríksson Dublin, Írlandi. Þú varst ljósið sem skein inn, þegar myrkrið var sem mest. Gafst mér aftur kraftinn minn, þú varst mér allra best. Þú leiddir mína hönd, þegar óttinn tók yfir, blessaðir mín bönd, og mér vaktir yfir. Þú varst klettur, varst mjúkur koddi Ég elska þig Maddý og ég mun aldrei gleyma þér. Þú breyttir lífi mínu. Ég þakka örlögunum að okkar leiðir hafi mæst. Jóhanna Gunnarsdóttir. Ásdís M. Ingólfs- dóttir ✝ Ásdís Magnea Ingólfsdóttir,„Maddý“, var fædd á Kára- stíg 13 í Reykjavík hinn 20. júní 1954. Hún lést 20. febrúar 2012. Ásdís Magnea var jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudag- inn 28. febrúar 2012. Hann var skóla- bróðir minn frá 14 ára aldri úr Víghólaskóla í Kópa- vogi. Ég kynntist Valla svo betur þegar ég kynntist Dúnu systir hans 1972. Þá komum við saman í barna- afmælum og alls konar boðum. Svo liðu árin og sonur minn Bjarni og dóttir hans Andrea eignuðust son sem heitir Bjartur Máni. Þó að það hafi ekki enst það samband þá eru tengslin alltaf til staðar. Við áttum samt mikið af góðum samverustundum öll saman, ömmurnar, afarnir og öll hin. Það gleymist aldrei. Elsku Valli, gangi þér vel á nýrri braut. Elsku Gurrý, Hrefna, Andrea, Kristján Daði og aðrir aðsandend- ur, Guð veri með ykkur á þessari stund. Kveðja, Ingibjörg og Hannes. Kæri Valli, þín verður sárt saknað af okkur vinum þínum í ferðaklúbbnum. Ferðaklúbburinn átti ekkert sérstakt upphaf bara þróaðist, í fyrstu voru ferðirnar ekki langar, austur í bústað með tilheyrandi gönguferðum í allar Valgeir Daðason ✝ Valgeir Daða-son fæddist á Ísafirði 30. ágúst 1951. Hann lést á Landspítalanum 28. febrúar 2012. Útför Valgeirs fór fram frá Graf- arvogskirkju 8. mars 2012. áttir. Vatnabotnar eru okkur öllum kunnir og áhugi þinn að koma vatninu þaðan upp að bú- stöðunum á svæðinu var þróunarmál sem líklega verður skráð sem upphaf þróunar á vindorku á Íslandi. En við fórum víðar um Ísland, árleg vikuferð í Borgar- fjörðinn geymir ótrúlega fjöl- breyttar minningar. En klúbburinn fékk sína vængi þegar dró að stórafmælum og stefnan var sett á fjarlægar heimsálfur. Var fyrsta ferðin sett á Dominíska lýðveldið, lukkaðist ferðin með eindæmum vel, var Valli hrókur alls fagnaðar á þeim stöðum sem við heimsóttum nema í Rommverksmiðjunni þar sem hann var ekki viðurkenndur þar sem hann var skráður velunnari skosks viskís. Ratvísi Valla nýttist með eindæmum vel í þessum ferð- um því hann villtist næstum aldr- ei, ekki ólíkt því að hann hefði inn- byggðan áttavita. Síðasta ferðin okkar var til Flórída, varst þú búinn að biðja okkur í nokkur ár að fara þangað. Fórum við í þá ferð í september 2012 og heppnaðist hún frábær- lega. Eiginlega stórfurðulegt að við skyldum fá hana Gurrý þína með, hún sem ætlaði aldrei til USA en heillaðist svo af landinu að næsta ferð var þegar í býgerð. Það var frábært að ferðast með þér, landafræði var þín sérgrein og vissir þú alltaf í hvaða átt við ætt- um að fara þó við værum ekki allt- af sammála þér og þá kom Jak- obína (GPS) þér alltaf til bjargar um að við værum á réttri leið. Valli var með stórt hjarta og var alltaf tilbúinn að grípa okkur í klúbbnum þegar eitthvað kom upp á, þar kom slökkviliðsmaðurinn upp í honum. En svo fékk maður að heyra það daginn eftir, því hann var meinstríðinn og stundum áttaði maður sig ekki á stríðninni fyrr en maður leit á hann, hló hann mikið þegar hann náði að stríða okkur. Mikið erum við fegin að við eigum allar myndirnar sem við eigum þó að það hafi ekki alltaf verið vinsælt þegar þú komst með vídeóvélina þína og enginn hló meira en þú þeg- ar þú náðir okkur í skemmtilegar nærmyndir. Undirbúningur var að næstu langferð og stefna sett á Ástralíu, fara átti í þá ferð eftir tvö ár, var Valli farinn að skoða landafræðina þar. Enginn veit hvað bíður handan móðunnar miklu en ef sá möguleiki er fyrir hendi að þú getir fylgst með okkur þá kíkir þú á okkur í næstu ferð. En ef ekki þá verður þú alltaf með okkur í öllum okkar ferð- um og það skarð sem höggvið hefur verið í hópinn verður aldrei fyllt. Elsku Gurrý og fjölskylda, við sendum ykkur öllum okkar ein- lægu samúðarkveðjur megi allir góðir kraftar styrkja ykkur á þess- ari ögurstundu og gæta ykkar um ókomna framtíð. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þínir félagar í ferðaklúbbnum, Grímheiður, Jóhann, Stein- grímur, Oddrún og Ásgeir. Bentey Guðmunda Hallgríms- dóttir hét hún en var aldrei kölluð annað er Bettý og var elsta systir móður minnar. Hún var fædd og uppalin á Dynjanda í Jökulfjörð- um og hafði alltaf taugar vestur og mætti ávallt á Flæðareyrarhátíð- arnar þar sem brottfluttir og af- komendur, makar og vinir gerðu sér glaðan dag á fjögurra ára fresti. Bettý bjó þó lengst af í Reykja- vík og í minningu minni var hún Reykjavíkurdama þegar hún kom í heimsókn í sveitina mína fyrir norðan og þær systur hlógu sam- an út í eitt, höfðu eins hlátur og maður vissi aldrei hvor þeirra hló. Heimili hennar í Reykjavík var skjól allra ættingjanna. Fyrst voru það systkini hennar sem bjuggu hjá henni í lengri eða skemmri tíma og svo systkina- börnin. Þegar ég flutti til Reykja- víkur 16 ára til að fara í skóla átti ég heima hjá Bettý og Einari í Stóragerði 16, og þótt ég leigði herbergi í kjallaranum á húsinu var ég í fæði hjá Bettý og dvaldi þar löngum stundum. Þannig má segja að Einar og Bettý hafi verið mér sem aðrir foreldrar þegar ég var að feta fyrstu skrefin í borg- inni. Það var ekkert slor að vera í fæði hjá Bettý. Hún eldaði góðan mat og bakaði góðar kökur og henni fannst maður aldrei borða nóg. Sumir sem voru í fæði hjá henni áttu því til að bæta á sig. Það var alla tíð margt um mann- inn á heimili Bettýjar. Þar var stundum eins og járnbrautarstöð og allir fengu í gogginn og Bettý hellti endalaust upp á. Bettý dreymdi um að afgreiða í búð og þegar börnin uxu starfaði hún við afgreiðslu í ýmsum verslunum; Kjalfelli, búsáhaldabúð og handa- vinnubúð. Handavinna hvers konar var hennar tómstundagaman og auk þess að prjóna og hekla saumaði hún út. Á heimili hennar voru stól- ar, púðar og myndir sem voru út- saumuð af henni, frábær listaverk. Bettý var einstaklega falleg kona og alltaf vel tilhöfð. Hárið var allt- af fallega greitt og hún gekk mikið í pilsum eða kjólum. Hún var bæði glaðlynd og góðlynd og reyndi alltaf að bera klæði á vopnin kæmi upp ágreiningur. Hún var góðum gáfum gædd þótt skólagangan væri ekki löng líkt og algengt var í afskekktum sveitum þegar hún var að alast upp. Hún var þó send í skóla til Bolungavíkur og fór síðan á húsmæðraskóla. Hún eignaðist þrjá menn og hún lifði þá alla. Börnin urðu fimm og afkomend- urnir eru að nálgast fjörutíu. Bettý var heilsuhraust lengst af en síðustu tvö árin var heilsan far- in að bila og hún var komin á hjúkrunarheimili. Hún hefur nú lokið sínu lífsstarfi sem var ærið og hún skilur eftir sig stóran af- komendahóp. Margt af hennar frændfólki fékk skjól hjá henni og Bentey Hallgrímsdóttir ✝ Bentey Hall-grímsdóttir fæddist á Dynjanda í Jökulfjörðum 9. maí 1925. Hún lést 9. mars 2012 á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli. Útför Benteyjar fór fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 9. mars 2012. hún var vinmörg. Hún kemur ekki aft- ur heim í sveitina sína á Dynjanda en hver veit nema hún fylgi sínu fólki á Flæðareyrarhátíð- ina í sumar. Eitt er víst að hennar verð- ur minnst þar. Ég og mín fjöl- skylda vottum að- standendum og vin- um samúð okkar og minnumst elskulegrar konu sem lét öllum líða vel í kring um sig. Kristín Halla Marinósdóttir. Hugurinn fyllist af jákvæðum orðum og hugsunum þegar ég hugsa til Bettýjar. Góð, hlý, falleg, jákvæð, kurteis, þakklát, allt eru þetta lýsingarorð sem koma ein- hvern veginn af sjálfu sér. Bettý skilur eftir sig bjarta minningu. Kynni okkar hófust þegar þau pabbi rugluðu saman reytum og hófu sambúð í Drápuhlíðinni. Strax við fyrstu kynni varð mér ljóst að þarna var góð kona á ferð. Hún reyndist pabba líka ákaflega vel, hugsaði vel um hann og áttu þau saman dýrmæt ár. Það var alltaf gott að koma til hennar í Drápuhlíðina og alltaf var heitt á könnunni. Henni fannst líka gaman að hitta okkur, sér- staklega börnin mín, og sagði það oft. Eftir að pabbi dó sumarið 2009 minnkuðu samskiptin mikið, reyndar of mikið fannst mér, en þannig verður það nú bara oft, því miður. Bettý upplifði mikla gleði í líf- inu og maður skynjaði strax að fjölskyldan, ekki síst börnin, barnabörnin og barnabarnabörn- in, skiptu hana öllu máli. Hún upp- lifði líka mikla sorg. Áður en þau pabbi kynntust hafði hún misst tvo eiginmenn og innan við ári eft- ir að hann dó missti hún Þóreyju dóttur sína langt fyrir aldur fram. Öll þessi áföll ásamt öðrum tóku sinn toll og hafði ég á tilfinning- unni að þrátt fyrir sterkan vilja gæti hún einfaldlega ekki meir, sérstaklega eftir andlát Þóreyjar. Síðustu misserin dvaldi Bettý á sjúkrastofnunum en þar hitti ég hana einmitt í síðasta skiptið. „Blessaður, mér fannst ég eiga að þekkja þennan mann,“ sagði hún við mig. Ég var ánægður og þakk- látur fyrir að hún skyldi þekkja mig og við áttum skemmtilegt spjall saman. Ég fór frá henni með létta lund eins og alltaf eftir að hafa hitt hana því henni tókst ávallt að beina sjónum að því skemmtilega og jákvæða. Það er góður eiginleiki sem ég hef oft óskað að fleiri hefðu. Að leiðarlokum sendum ég og mín fjölskylda ástvinum Bettýjar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Marteinn M. Guðgeirsson. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.