Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 42

Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 ✝ Ólafur Herj-ólfsson fædd- ist í Hafnarfirði 21. ágúst 1930. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 9. mars 2012. Foreldrar hans voru Herjólfur Jónsson og kona hans Katrín Þor- kelsdóttir. Kona Ólafs er Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 23. janúar 1937. Þau giftust 26. desember 1954. Börn þeirra: 1) Bjarni Viborg Ólafsson, f. 1. janúar 1956, d. 9. apríl 2005. Sonur hans og Þórunnar Þórarins- dóttur er Ari Bjarnason, f. 21. mars 1981. 2) Þorgrímur Einar Ólafsson, f. 29. nóv. 1959, kvænt- ur Klöru Sigurð- ardóttur, f. 15. des. 1956. Börn þeirra: Elísa Hörn Ásgeirsdóttir, f. 8. sept. 1976, gift Hjálmari Ingi- marssyni, f. 18. maí 1976. Þau eiga tvær dætur. Ólaf- ur Ingi Þor- grímsson, f. 18. júní 1982. Ólafur var alla tíð við sjó- mennsku og í störfum tengd- um sjó. Lengst var hann hjá útgerð bræðranna frá Halakoti á Vatnsleysuströnd. Útför Ólafs fer fram frá Kálfatjarnarkirkju í dag, 17. mars 2012, kl. 14. Það er undarleg og sár tilfinn- ing að kveðja þig elsku karlinn minn eftir að hafa búið og starfað með þér í 58 ár. Þegar ég lít yfir farinn veg sé ég að við vorum ekki bara hjón heldur líka vinir. Auð- vitað var lífið ekki alltaf leikur, en við fylgdumst alltaf að og ég á í safni minninganna ótal dýrmætar perlur. Ferðalögin okkar með strákana þegar tjaldið og prímus- inn, svefnpokar og nesti var komið í gamla bílinn og lagt af stað út í bláinn. Þessi ferðalög kostuðu ekkert nema bensín því alltaf þurfti maður að borða heima og heiman. Synir okkar fullorðnir menn rifjuðu oft upp þessi ferða- lög æsku sinnar um landið. Ég þori að fullyrða að ekki er til á landinu sú höfn sem bílfært er að á annað borð, að við höfum ekki skoðað hana. Seinna þegar við vorum orðin gömul fórum við að skoða heiminn, Þýskaland, Skot- land, Norðurlönd og svo stóra sjö- tugsafmælisferðin um Austurríki sem við fórum bara tvö og flökk- uðum með lestum og rútum. Spán- arferðirnar yndislegu þar sem ekkert okkar fjögurra fór í sólbað. Gunnar frændi og Helga voru fastir ferðafélagar okkar og alltaf tekinn bílaleigubíll sem Gunnar ók út fyrir túristaslóðir og skoðuð gömul þorp og heillandi staðir þar sem enn var lítið um ferðafólk. Við skoðuðum oft myndirnar úr þess- um ferðum og lásum dagbækur sem ég hélt í þeim. Lífið var bæði gleði og sorg, strit og frí, veikindi og basl með gleðistundum á milli. Sárasta sorgin var að missa Bjarna okkar aðeins 49 ára gamlan. Þú stóðst þig frábærlega að keyra hann í all- ar lyfja- og geislameðferðir og standa við hlið hans þá 18 mánuði sem baráttan stóð. Ég veit hann hefur tekið á móti þér því þú tal- aðir um það síðustu dagana að hann hefði verið hjá þér. Þorgrím- ur okkar og hans yndislega kona komu frá Húsavík til að vera hjá okkur þessa síðustu daga. Ég sakna þín óskaplega og tek undir með Bubba: „Ef það er líf eftir þetta líf mun ég elska þig líka þar.“ Þín Ingibjörg (Inga). Ólafur Herjólfsson vinur okkar, eða Óli í Hvammi eins og allir vinir hans kölluðu hann, kvaddi þennan heim föstudaginn 9. mars sl. Hann var á þeirri stundu umvafinn ást- vinum sínum, og hvarf þeim hægt og hljótt eftir nokkurra mánaða veikindi. Kynni okkar hjóna af þeim Óla og Ingu konu hans hóf- ust fljótlega eftir að við fluttum hingað á Vatnsleysuströndina árið 1961, og hefur sá vinskapur hald- ist alla tíð síðan. Mér varð fljótlega ljóst að þar fór sérstakur og skemmtilegur persónuleiki, þar sem Óli var. Hann var flestum mönnum fastari fyrir með það sem hann taldi rétt og satt, lét seint eða ekki af sínum skoðunum, en var samt sem áður tilbúinn að hlusta á annarra manna mál, þótt ekki léti hann ginnast til að skipta um skoðun. Gat verið eldsnöggur upp ef því var að skipta, en líka jafnfljótur að jafna ágreining við aðra og tilbúinn að ræða málin eft- ir snögg orðaskipti, og brá þá oft fyrir sig kímni, sem sagt maður sem gaman var að ræða við þó að skoðanir væru skiptar. Enda á ég og margir aðrir skemmtilegar endurminningar af netaloftinu í Mölvík, þar sem þau hjónin unnu löngum stundum við afskurð og fellingar neta fyrir Valdimar h/f í Vogunum. Óli byrjaði reyndar tví- tugur að aldri sinn sjómannsferil hjá þeim Halakotsmönnum um 1950, og síðan má segja að hann hafi meira og minna verið viðloð- andi þetta fyrirtæki alla tíð, þótt með hléum væri. Hann réri t.d. á bátum frá öðrum útgerðum, var á togurum, vann á vellinum, við steinasteypuna í Vogunum og var verkamaður hjá Vatnsleysu- strandarhreppi. En fyrst og fremst má segja að hann og ekki síður hún Inga hans væru tryggir verkamenn Valdimars h/f þar til þau hættu störfum vegna aldurs. Ekki má heldur gleyma því að Óli gerði út sinn eigin bát, trilluna Herjólf um nokkrra ára skeið, að- allega til hrognkelsaveiða. Þau hjónin höfðu yndi af ferða- lögum, og fóru nokkrum sinnum til útlanda, skoðuðu áhugaverða staði og kynntust góðu fólki. Einn- ig ferðuðust þau um okkar eigið land, og nutu þess vel. En ekki fóru þau í gegnum lífið án áfalla, og stærst þeirra var er þau misstu eldri son sinn Bjarna Viborg, sem lést eftir langt og strangt sjúk- dómsferli. Bjarni lét eftir sig son- inn Ara. Yngri sonur þeirra Óla og Ingu er Þorgrímur. Hann og kona hans búa á Húsavík og eiga soninn Ólaf og dótturina Elísu. Nú þegar komið er að leiðarlokum hjá okkur Óla langar mig og konu mína að þakka honum og Ingu fyrir langa og yndislega samveru. Inga verð- ur áfram á vegi okkar en við Óla vil eg aðeins segja þetta: Þakka þér fyrir samveruna, kæri vinur, og hittumst hinum megin þegar þar að kemur. Hafsteinn og Guðný Snæland. Ólafur Herjólfsson Ég sit við eldhúsgluggann og stari út í myrkrið. Mér finnst ég vera búin að sitja í heila eilífð og bíða. Ég er ekki há í loftinu, kannski sjö eða átta ára og hef enn ekki þroskað með mér þol- inmæði. Í hvert skipti sem það birtast bílljós á Brekknaholtinu fyllist ég eftirvæntingu. Ef bíll- inn hægir á sér eða gefur stefnu- ljós upp Lækjarbrautina stekk ég upp og kalla: „Hún er að koma!“ Þessi minning er greypt í huga minn. Mér fannst voða gam- Rebekka Oddný Ragnarsdóttir ✝ RebekkaOddný Ragn- arsdóttir fæddist í Reykjavík 26. nóv- ember 1945. Hún lést á Landspít- alanum 29. febrúar 2012. Útför Rebekku var gerð frá Frí- kirkju Hafn- arfjarðar 9. mars 2012. an að hitta frænd- systkini mín, en mest var ég samt alltaf að bíða eftir þér. Þú varst svo hlý og mjúk og góð. Dillandi hlátur og yndislega þægileg og góð nærvera. Ég byrjaði snemma að kalla þig „spaðifðænku“ og sú nafnbót festist við þig. Þú varst sparifrænkan í fjölskyldunni. Þegar þið komuð í heimsókn var yfirleitt stoppað lengi. Við krakkarnir vorum úti að drullumalla, í byssu og bófa, yfir-yfir eða öðru því sem krakk- ar gerðu á þeim tíma. Þið mamma sátuð inni og spjölluðuð um það sem systur og mæður þurfa að spjalla. Stundum fórum við líka í heimsókn til ykkar. Hefðum trúlega farið oftar ef það hefði ekki verið holóttur malar- vegur alla leiðina frá Rauðalæk að Vatnsenda og þetta var fyrir tíma öryggisbelta í bifreiðum. Mamma keyrði þetta með fimm fjöruga krakka dinglandi um all- an bílinn. Á Vatnsenda voru ævintýri í hverju fótmáli og mikið um að vera. Alltaf varst þú kát og glöð. Áttir það til að byrsta þig ef fjörið keyrði fram úr hófi en aldrei með neinum yfirgangi. Á mennta- skólaárunum dvaldi ég hjá þér um tíma og þú gerðir óspart grín að mér þegar ég var að þylja beygingarmyndir latneskra sagna. Mörgum árum seinna þuldir þú upp amo, amas, amat o.s.frv. Ég hefði betur sent þig í prófið. Ég naut þess sem fullorðin kona að sitja með þér og spjalla um það sem systur og mæður þurfa að spjalla. Þú varst svo hrein og bein, fordómalaus og gott að leita til þín. Ég elska þig sparifrænka mín og þegar ég hugsa til þín sé ég þig alltaf fyrir mér með stórt bros á vör og það rétt rifar í augun. Það var skrifað um hana ömmu þegar hún dó að nú hlytu allir að vera í stuði hjá Guði fyrst hún væri mætt á svæð- ið. Ég get rétt ímyndað mér fjör- ið nú þegar þið Sæunn hafið báð- ar slegist í hópinn. Ég votta Ævari, Gunnari, Ragnari, Unni, Hönnu Jónu og öllum fallegu barnabörnunum mína dýpstu samúð. Anna Lára Pálsdóttir. Ég opnaði augun í fyrsta skipt- ið og þarna varstu tilbúin að gleðja lítið hjarta. Öll þessi 13 ár varstu alltaf góð við mig þótt ég væri stundum erfiður. Við gerð- um svo margt á þessum stutta tíma. Við bökuðum, saumuðum, spiluðum, vökvuðum blómin þín, tókum til, fórum í fullt af ferða- lögum, veiðiferðum og í sumarbú- staðarferðir. Þetta var alltaf jafn- skemmtilegt. Þú kenndir mér líka að smakka allan mat og þess vegna borða ég allt það sem þú borðaðir og geri það með góðri lyst. Ég mun aldrei hætta að sakna þín og muna hversu gaman og gott var að vera hjá þér elsku amma mín. Að elska sína ömmu og segja henni það, að gera það í hljóði eða koma því á blað, sem ég hér með geri í kveðjuskyni til þín. (Sæunn Ragnarsdóttir) Þitt barnabarn, Daði Freyr. Enn er höggvip skarð í okkar hóp. Nú eru fimm fallnir. Við kölluðum okkur Suttunga sem sátum saman forðum tíð í 6-Z í Menntaskól- anum í Reykjavík og útskrif- uðumst 15. júní 1965, vonglaðir nýstúdentar, allir í smóking og með svarta slaufu. Svo tók há- Friðrik H. Ólafsson ✝ Friðrik Hall-dórsson Ólafs- son fæddist í Reykjavík 25. sept- ember 1946. Hann lést á heimili sínu 23. febrúar 2012. Útför Friðriks fór fram frá Foss- vogskirkju 8. mars 2012. skólanám við hjá okkur flestum heima eða erlendis, fjölskyldulíf og lífs- barátta. Við þeytt- umst hver í sína áttina í lífsins volki. Tveir, Reynir Cortes og Vignir Guðmundsson, féllu frá þegar á þrítugsaldri, löngu síðar fóru Sturla Péturssson og Þórður Vigfús- son yfir móðuna miklu og nú hefur Friðrik H. Ólafsson tann- læknir bæst í hópinn. Við Suttungar minnumst Friðriks sem glaðværs félaga á menntaskólaárum. Hann var góður námsmaður, besti dreng- ur, íhugull og hafði ríka kímni- gáfu, átti gott með að sjá það smábroslega í fari náungans án þess að vera hæðinn. Að loknu stúdentsprófi fór hann í lækn- isfræði en venti síðar kvæði sínu í kross og lauk prófi í tannlækningum. Þar naut hann sín vel, var vandvirkur og fór nærfærnum höndum um sjúk- linga sína. Við Suttungar héldum hóp- inn eftir stúdentspróf, fórum stundum saman að skemmta okkur eða í ferðalög og var þar Friðrik hrókur alls fagnaðar. Snemma kom í ljós að Friðrik var skáldmæltur og þess nut- um við í ríkum mæli þegar hann var skrifari okkar Sutt- unga um árabil. Voru þá fund- argerðir fluttar af honum í bundnu máli, jafnvel passíu- sálmastíl. Nú á seinni árum höfum við Suttungar einkum hist í hádeg- isverði vor og haust á veitinga- húsum í miðbænum. Síðast var Friðrik með okkur í slíkum há- degisverði í fyrra. Leyndi það sér ekki af tálguðu andliti hans að sjúkdómur hafði sett nokk- urt mark á hann. Samt var hann glaður og reifur sem jafn- an. Eigi skal haltur ganga með- an báðir fætur eru jafn langir. Við minnumst góðs drengs og félaga. Viuð munum sakna hans í okkar hópi. Guðjón Friðriksson. HINSTA KVEÐJA Viður var mér áður, vaxinn fríður að síðu vestan ég varði hann gusti, varði hann mig austan blástrum. Vatnsflóð hann rætti frá rótum, ráð eru færri en áður, skjól þótt að ekkert skýli, skal ei vind hræðast svalan. (Bjarni Thorarensen) Atli Magnússon. Elsku amma mín. Ég er búin að kvíða þessum degi í mörg ár. Ég átta mig ekki ennþá á því að þú sért farin. Í þennan tíma sem þú varst veik vonaði ég all- an tímann að þú myndir bara hrista þetta af þér. En mað- urinn er víst ekki eilífur og það kemur að kveðjustund hjá okk- ur öllum. Það verður erfitt að venjast því að koma heim í Hólminn og kíkja ekki í kaffi til ömmu eins og ég var vön, spjalla um daginn og veginn og sýna þér nýjustu prjónaafurð- irnar. Að alast upp með þig sem ömmu mína voru mikil for- réttindi og nú reikar hugurinn til baka til þeirra stunda sem var eytt hjá ömmu og afa á Skúlagötunni. Hangikjötsát á jóladag með tilheyrandi látum í Sólveig Sigurðardóttir ✝ Sólveig Sigurð-ardóttir fædd- ist á Innra-Leiti á Skógarströnd 5. maí 1925. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- urlands, Stykk- ishólmi 23. febrúar síðastliðinn. Útför Sólveigar fór fram frá Stykk- ishólmskirkju 9. mars 2012. okkur frænkunum, sumar og sól úti í garði að borða graslauk upp úr blómabeðinu og fjöruferðir í Maðkavíkinni. Og þar sem ég var einstaklega mat- vant barn fannst mér ómetanlegt að geta flúið til þín úr skólanum og feng- ið hafragrautinn þinn, í þau skipti sem móðir mín vogaði sér að hafa fisk í hádegismat. Og í dag, þrátt fyrir þrotlausar æfingar, tekst mér aldrei að gera hafragraut jafngóðan og þinn var. Sérstaklega með góðu dassi af krækiberjum eftir berjaferð upp á hótelbrekku. Einu sinni fékk ég verkefni í menntaskóla sem fólst í því að skrifa um helstu fyrirmynd í lífi mínu. Ég valdi að skrifa um þig og taldi ritgerðin um fjórar blaðsíður. Í umsögn sem ég fékk svo um verkefnið mátti sjá að kennaranum mínum þótti mikið til þín koma og skrifaði orðrétt: „Þú ert heppin að eiga svona góða ömmu.“ Þar held ég að allir séu sammála henni og ég vona að mér eigi eftir að fara hlutverkið jafnvel úr hendi einn daginn. Ég vona að þér líði vel þarna hinum megin og ég bið hjart- anlega að heilsa afa. Anna Margrét Pálsdóttir. Kær móðursystir mín, Sól- veig Sigurðardóttir, er látin. Sólveig var einstaklega hlý og notaleg manneskja, sem ekki lét fara mikið fyrir sér. Allt í kringum hana var hreint og fal- legt, engum hlut ofaukið enda var hún hógvær og nægjusöm. Eða eins og segir í kvæði Dav- íðs Stefánssonar: „Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð.“ Þannig kona var Silla móð- ursystir mín. Hún bjó nánast allan sinn búskap í Stykkis- hólmi og var tengiliður fjöl- skyldunnar við fortíðina í Breiðafjarðareyjum og á Skóg- arströnd. Mér eru í fersku minni mót- tökurnar í Stykkishólmi, þegar ég var barn og unglingur, og reyndar alla tíð. Hvergi var betra að koma. Ég sé enn fyrir mér pelargóníurnar í stofu- gluggunum í Hjaltalínshúsi, þar sem Silla og Ninni bjuggu fram yfir miðja síðustu öld. Blómin hennar voru grænni og bústnari en öll önnur blóm. Ég man eftir að sitja við fallegan glugga með Magdalenu dóttur þeirra og horfa út á Kaupfélagshúsið, hótelið sem nú er horfið, bátana í höfninni og fína húsið, sem al- þingismaðurinn bjó í, að ógleymdri Súgandisey. Ég man eftir Ninna koma heim og bjóða öllum í siglingu inn í eyjar, þar sem Silla og hann höfðu alist upp. Hún í Gvendareyjum, hann í Ólafsey. Silla var ekki lengi að taka til nesti, enda ein af þeim sem geta gert veislu úr einum tómat. Það var dýrðlegt að sigla með þeim inn í eyjar. Þau þekktu hvern hólma og sker, rastir og strauma, bæi og ábú- endur. Siglt var vítt og breitt um eyjarnar og að lokum farið í land í Brokey og heilsað upp á gamla góða granna. Þar var vel tekið á móti okkur. Það er engu líkt að sigla á Breiðafirði með kunnugu fólki, þegar sól skín á haf og sest að lokum út við sjóndeildarhring. Þetta var þeirra líf. Það eyjalíf, sem Silla og systkinin ólust upp við, er einstakt og nú er það að hverfa að mestu eða öllu eins og það var. Það hverfur með kynslóð- inni hennar Sillu. Silla var sterk og dugleg fram á síðasta dag, róleg og æðrulaus, en veikindin voru án efa erfið. Ég er Sillu frænku minni þakklát fyrir margt, ekki síst sumarið sem ég fékk að vera hjá henni og Ninna þegar þau bjuggu á Saurum í Helgafells- sveit. Þar bjó margt skemmti- legt fólk og oft var kátt á Hjalla og mikið hlegið. Silla ólst upp og bjó í faðmi Breiðafjarðar. Í þeim faðmi kveður hún okkur og skilur eft- ir sig fallega mynd. Blessuð sé minning hennar. Öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Unnur Ragnars. Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, sími 514 8000. erfidrykkjur@grand.is • grand.is Grand erfidrykkjur • Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. • Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. • Næg bílastæði og gott aðgengi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.