Morgunblaðið - 17.03.2012, Síða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
Elsku besta mamma mín.
Ég veit ekki alveg hvernig ég
á að fara að án þín. Enginn
kaffihittingur á morgnana,
mig langar ekki að horfa á
Bold and the Beautiful á
morgnana án þín. Hvað á ég
að gera núna, ég hef aldrei
verið án þín? Það hefur alltaf
bara verið ég og þú. Þú varst
besta vinkona mín. Ég talaði
um allt við þig og einhvern
veginn varð allt betra bara
við að sitja hjá þér. Það var
ekki sá hlutur sem þú reyndir
ekki eftir besta megni að
gera fyrir mig eða börnin
mín, þau voru jafnmikið þín
og mín. Yndislegu stundirnar
sem þið Tómas áttuð, hann
var duglegur að koma til þín.
Þú varst sú sem hann talaði
við um allt milli himins og
jarðar og tifinningamálin.
Hann hafði alltaf svo miklar
áhyggjur af þér, að þér liði
ekki nógu vel. Og hvað þú
varst stolt af Erlingi að fara
alla leið til Grikklands að
læra en þú skildir þó alveg
mömmuhjartað sem fékk nú
smásjokk yfir að litli stóri
strákurinn færi svona langt í
burtu. Það sem þú hafðir
gaman af honum Þorsteini, já
félagsvera er hann og ekki
gleyma hárinu og svo brostir
þú nú bara. Svo er það litla
prinsessan, gleðin í lífi þínu,
hún Ísabella Christín. Guð
Borgrún Alda
Sigurðardóttir
✝ Borgrún AldaSigurðardóttir
fæddist á Eskifrði
25. apríl 1935. Hún
lést á heimili sínu í
Keflavík 4. mars
2012.
Útför Borgrúnar
Öldu var gerð frá
Keflavíkurkirkju
13. mars 2012.
hvað þú elskaðir
hana og fékkst
aldrei nóg af
henni. Hvað þú
elskaðir að horfa
á hana dansa fyrir
þig og þú lást í
krampa af hlátri
yfir því náttúr-
lega hvað hún
væri yndisleg. Þú
varðst að fá að sjá
hana á hverjum
degi, annars varstu ómögu-
leg. Alltaf sagðir þú: „Guð
hvað ég elska þessa stelpu og
sjá þennan kropp, ég gæti ét-
ið hana – hahaha.“ Ég held
stundum að það sé satt hjá
systkinum mínum að það hafi
ekki verið búið að slíta nafla-
strenginn. Jiminn eini hvað
ég á eftir að sakna þín, ég
veit ekki alveg hvernig lífið
er án þín og var að vona að ég
myndi ekki komast að því
nærri því strax. Ég elska þig
meira en þú getur ímyndað
þér. Lífið verður mjög ein-
manalegt án þín. Takk fyrir
að elska mig, elsku besta
mamma mín.
Litla stelpan þín, alltaf,
Íris.
Ljúfar eru þær birturíku
bernskuminningar sem leita á
hug við andlát minnar kæru
frænku, ljúfsárar nú þegar
aðeins er eftir að kveðja og
þakka. Fregninni fylgir sakn-
aðarkennd yljuð þökk fyrir
ótal liðnar yndisstundir frá
liðnum tíma. Það var alltaf
jafnkærkomið fyrir okkur
Ásu þegar mamma hennar,
Inga frænka okkar kær, kom
með börn sín í heimsókn til
systur sinnar inn í Seljateig,
dagarnir fengu á sig ákveðinn
ljóma og lit, þá var gleði í
garði og þar átti hún Alda
sinn ríka þátt.
Hún Alda var skemmtileg
frænka, orðheppin og gaman-
söm, svolítið stríðin við
frænda sinn, enda hafði hún
það á orði að það væri sagt að
við værum svo lík sem henni
fyndist nú ekki alveg nógu
gott fyrir sig! og það hreif.
Svo liðu árin, Alda fluttist
suður og samfundir urðu eðli-
lega strjálli en við vissum
alltaf hvort af öðru og alltaf
jafngott að hitta hana Öldu,
hún var ætíð hress í máli og
stutt í hlýtt brosið og eðl-
islæga spaugsemina, þótt lífið
hafi ekki ætíð farið um hana
mildum höndum.
Sviplegt var Hólmaborgar-
slysið 1956 þegar Sigurður
faðir hennar drukknaði, sá
vaski og velmetni drengskap-
armaður, og svo kom áfallið
mikla fyrir nokkrum árum,
þegar feðgarnir vel gjörðu,
sonur hennar og sonarsonur,
fórust í hinu hörmulega snjó-
flóði á Flateyri. Ég hitti Öldu
stuttu síðar og það sá eðlilega
á hve henni var skelfilega
brugðið, en hún bar sig eins
og sönn hetja, faðmlagið og
alúðarorðin hin sömu og alltaf
áður.
Alda var harðdugleg og
fylgin sér, myndvirk var hún
og átti ágæta greind, sönn
efniskona á ýmsa lund, hrein-
skilin og hreinskiptin var hún
og stóð alltaf fyrir sínu. Hún
var lengi búin að vera við
slaka heilsu og ýmislegt sem
hana hrjáði, en hún hélt þó
sitt strik allt til endadægurs.
Hún Alda mín hefði ekki vilj-
að langan lofsyrðaflaum um
sig, svo yfirlætislaus og hóg-
vær sem hún var, en hug-
umkær er þökk mín nú við
leiðarlok.
Einlæg samúðarkveðja er
send börnum hennar og öllu
öðru hennar fólki frá okkur
Hönnu. Ég geymi í huga in-
dæla minningamynd löngu
liðinnar tíðar um kæra
frænku. Far í friði frænka
góð.
Helgi Seljan.
Hinn 1. mars kvaddi þennan
heim mín elskulega fóstursyst-
ir og vinkona. Hún Anna systir
eins og við kölluðum hana í
minni fjölskyldu. Hún giftist
Steina móðurbróður mínum og
þau fóru að búa í Skálanesi á
Mýrum 1939. Anna var mjög
dugleg og glaðlynd og einstak-
lega gestrisin. Þegar mamma
flutti til Reykjavíkur 1948 fékk
ég að fara öll sumur til Önnu
systur og Steina frænda í
Skálanes. Þetta voru yndisleg-
ustu stundirnar sem ég átti
með þeim og frændsystkinum
mínum Sæunni, Sigga, Maríu
og Ellu. Það var alltaf mikið að
gera hjá Önnu, bæði að hugsa
um heimilið, heyskapinn og bú-
ið. Því öll sumur vann Steini á
gröfu og ýtu í sveitinni svo það
var mikið að gera í heyskap
sem Anna vann með pabba sín-
um og börnum. Hún tók samt
allri þessari vinnu með jafnað-
argeði ásamt öllum gestagang-
inum. Árið 1956 fluttu þau
Steini að Hrafnkelsstöðum í
sömu sveit og bjuggu þar í tvö
ár. Þá fluttu þau til Reykjavík-
ur og keyptu íbúð á Langholts-
veginum þar sem hún undi sér
vel með Steina og börnunum.
Hún vann alltaf úti, í frystihúsi,
í saumaskap í Seglagerðinni og
síðast vann hún í Langholts-
skóla. Anna kom oft til okkar
Jóhanns í matartímum og það
voru góðar stundir fyrir okkur
og strákana. Hún var við þá
eins og amma. Allar sögurnar
sem hún sagði Leó voru ein-
staklega fallegar og vel sagðar.
Anna varð níræð 21. septem-
ber 2011 og börnin hennar
héldu stóra veislu fyrir hana
sem hún hafði ákaflega gaman
af og talaði þar við flesta. Fyrir
fimm árum flutti hún til Sæ-
unnar dóttur sinnar og Óla á
Selfoss þar sem hún var mjög
ánægð og bjó í góðu yfirlæti.
Hún fór stundum til Ellu dóttur
Anna Guðrún
Sigurðardóttir
✝ Anna GuðrúnSigurðardóttir
fæddist 21. sept-
ember 1921 á
Hamraendum í
Hraunhreppi í
Mýrasýslu. Hún lést
á Selfossi 1. mars
síðastliðinn.
Útför Önnu fór
fram frá Lang-
holtskirkju 13.
mars 2012.
sinnar í Grindavík,
þá sagði Anna að
hún væri að fara í
sumarfrí. Svo kom
stundin þegar hún
kvaddi okkur öll og
það fannst mér, Jó-
hanni og börnun-
um okkar ákaflega
mikill missir. Við
minnumst Önnu
systur með miklum
söknuði og biðjum
Guð að geyma hana og þökkum
fyrir tímann sem við áttum með
henni.
Elsku Sæunn, Siggi, Ella,
Björk og fjölskyldur, Guð veri
með ykkur.
Svala, Jóhann
og fjölskyldur.
Elsku langamma. Mikið
verður skrýtið að koma til Ís-
lands héreftir og hitta þig ekki.
Góða langamma sem alltaf
dreifðir gleði í kringum þig.
Okkur langar að þakka þér fyr-
ir allt sem þú hefur verið fyrir
okkur og allar minningarnar.
Þú bjóst til bestu pönnsur í
heimi og varst stöðugt að búa
til eitthvað fallegt, enda varstu
mikill fagurkeri og alltaf um-
lukt fallegum litum. Við gætum
haldið heila listsýningu með
öllum dúkkufötunum sem þú
bjóst til handa okkur. Það var
alltaf svo gaman að hitta þig,
bæði á Íslandi og þegar þú
komst til okkar í Noregi. Við
munum sakna þín og aldrei
gleyma þér. Megir þú hvíla í
friði.
Alda, Pål og Eydís Tveiten.
Minning um heimsins bestu
ömmu.
Elsku amma mín. Ég veit
ekki hvar ég á að byrja, það er
af svo mörgu að taka.
Ég man hvað mér fannst allt-
af gaman þegar þú komst með
okkur í ferðalög þegar ég var
lítil, það gerði ferðalögin alltaf
extra sérstök af því að þú kunn-
ir sögur úr öllum sveitum og
það var alltaf svo gaman að
hlusta á þig segja frá, með svo
hlýja og góða rödd. Svo kunnir
þú svo mörg ævintýri sem þú
sagðir aftur og aftur.
Ég man eftir einu sinni þeg-
ar þú varst að segja okkur
Arnari söguna um Unga litla. Í
miðri sögunni byrjaðir þú að
dotta en þú hélst bara áfram
með söguna hálfsofandi: „Ungi
litli kom hlaupandi og sagði að
himinninn væri að hrynja, ég sá
það með eyrunum og heyrði
það með augunum og brot úr
honum datt á stélið á mér,“ og
við veltumst um af hlátri. Alltaf
svo mikil gleði í kringum þig.
Það var alltaf svo gott að
koma í heimsókn til þín á Lang-
holtsveginn, Þú varst alltaf svo
blíð og góð og maður var alltaf
svo velkominn hjá þér. Stórt
hjartað þitt snerti alla sem
hittu þig. Það er ekki hægt að
hugsa sér betri fyrirmynd en
þig. Þú varst alltaf svo jákvæð
og hafðir alveg einstakt lag á að
sjá alltaf það góða í öllum.
Við áttum líka eftirminnileg-
an dag með þér fyrir tveimur
árum þegar Tobba og Óðinn
höfðu boðið okkur öllum í bröns
á Holtinu og það var ákveðið að
fara í keilu og þú ætlaðir sko
aldeilis ekki að láta þig vanta
þar. Við bjuggumst öll við að þú
ætlaðir bara að horfa á okkur
skemmta okkur en við hefðum
átt að vita betur, þú sagðir að
þú værir nú orðin 88 ára gömul
og það væri ekki seinna vænna
að prufa að fara í keilu, þú hefð-
ir aldrei prufað það áður! Og
ekki nóg með að vera með í keil-
unni, þú gerðir þér lítið fyrir og
náðir fellu og það er meira en
hægt er að segja um alla yngri
einstaklingana sem voru með.
Svo til að toppa daginn komstu
með okkur á Players um kvöld-
ið að horfa á landsleik í hand-
bolta.
Ég hef alltaf sagt, ef einhver
er að tala um ömmur, að mín sé
alveg einstök. Tilhugsunin um
að þú ættir einhvern tímann
eftir að hverfa frá okkur hefur
mér alltaf fundist óbærileg. En
nú er komið að kveðjustund. Ég
er óendanlega stolt af að hafa
átt þig að. Minningar um ótrú-
lega jákvæða og einstaklega
góða konu geymi ég í hjartanu
mínu.
Ég mun alltaf elska þig
amma mín.
Þín
Anna Dóra.
Eitt sinn skulu allir deyja
segir máltækið og víst er það
nokkurn veginn það eina sem
allir eru vissir um í lífinu, öll
deyjum við einhvern tímann.
Það er skrítið hvað dauðinn
kemur okkur einhvern veginn
alltaf á óvart jafnvel þó að vit-
að sé að hverju stefnir. Dauð-
inn er sár fyrir þá sem eftir
lifa, foreldra sem horfa á eftir
barni sínu og börn sem missa
foreldri sitt.
Dauðinn kvaddi dyra hjá
fjölskyldu okkar hinn 3. mars
síðastliðinn þegar Gunnar, fað-
ir Sveinbjörns barnabarns
okkar hjóna, kvaddi þennan
heim eftir erfiða baráttu við
krabbamein. Þrír ungir synir
horfa nú á eftir föður sínum,
föður sem hugsaði vel um þá og
vildi veg þeirra sem bestan,
var stoltur af þeim og gerði svo
margt fyrir þá.
Kynni okkar Gunnars voru
góð, okkur þótti vænt um hann
og þó að við værum ekki alltaf
Gunnar Björn
Björnsson
✝ Gunnar BjörnBjörnsson
fæddist í Reykjavík
5. desember 1970.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 3. mars
2012.
Útför Gunnars
Björns fór fram frá
Fossvogskirkju 12.
mars 2012.
sammála um hlut-
ina mælti hann
okkur sjaldan í
mót.
Hress, kátur,
dálitið stríðinn og
með húmorinn í
lagi, ákafur bíla-
áhugamaður og
laxveiðimaður
mikill. Sumrin
voru oftast vel
skipulögð af veiði-
ferðum og nutum við hjón góðs
af því þegar Sveinbjörn kom
heim úr veiðiferð með pabba
sínum hlaðinn laxi og silung-
um. Gunnar var duglegur við
allt sem hann gerði og hann
ætlaði líka að sigra þennan
krabba þó að hann yrði að lúta
í lægra haldi í þeirri viðureign.
Það verður tómlegt að heyra
ekki lengur kallað upp í stig-
ann hér á Hraunbrún: „Halló á
ég ekki einhvern hér! Er strák-
urinn minn þarna einhvers
staðar?“
Gunnar skilur eftir sig stórt
skarð en við erum þakklát fyrir
góðar minningar og þrjá efni-
lega syni hans sem eiga eftir að
verða honum góður vitnisburð-
ur.
Við kveðjum kæran vin,
þökkum honum samfylgdina og
biðjum honum velfarnaðar á
æðri sviðum.
Sonunum Sveinbirni, Elís og
Hermanni, foreldrum og öðr-
um ástvinum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sigríður og Sveinn.
Kær vinur okkar og æsku-
félagi hefur kvatt. Þrátt fyrir
óbilandi baráttuhug varð hann að
láta í minni pokann fyrir krabba-
meininu. Kynni okkar hófust á
unglingsárunum í Vesturbænum,
nánar tiltekið á Melunum og
Hringbrautinni. Vinskapurinn
hefur varað í yfir fimmtíu ár og
aldrei borið skugga á. Við bröll-
uðum margt og ferðuðumst sam-
an innanlands og utan. Skemmt-
analífið var fjörugt í þá daga og
oft glatt á hjalla. Margar góðar
minningar koma nú í hugann.
Siggi var skapgóður, hlýr og
hafði góða nærveru og oft var
stutt í hláturinn. Þessir eiginleik-
ar komu honum vel en hann
fékkst við verslun og viðskipti
alla sína starfsævi. Hann var
glaðlyndur og vinsæll og kunni að
þjóna viðskiptavinum sínum.
Siggi var afar minnugur, fróð-
leiksfús og vel lesinn og hafði
mikinn áhuga á ættfræði. Hann
var mannblendinn og gaf öðrum
Sigurður
Sigurðsson
✝ Sigurður Sig-urðsson fædd-
ist hinn 9. desem-
ber 1951 á
Miklubraut 68 í
Reykjavík. Hann
lést að morgni ný-
ársdags 2012 á
Landspítalanum
við Hringbraut.
Útför Sigurðar
var gerð frá Foss-
vogskirkju 11. jan-
úar 2012.
af sjálfum sér og er
það ekki svo að gæfa
lífsins felst ekki síst
í því að eiga samleið
um stund og muna
allt eins og það hefði
gerst í gær?
Við vinirnir
kveðjum Sigga að
leiðarlokum og
þökkum samfylgd-
ina. Við sendum
Ninnu og aðstand-
endum öllum innilegar samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu
góðs drengs.
Bogi, Cecil, Einar, Gísli
og Þorgils (Bassi).
Kæri frændi, takk fyrir þína
góðu nærveru alla tíð. Takk fyrir
stuðninginn við dætur mínar.
Takk fyrir allar góðar gjafir sem
þú barst á borð þegar ég var lítil;
eplakassana og kakómaltið svo
dæmi séu tekin.
Mig langar að kveðja þig með
ljóði úr bók Einars. H. Kvarans
sem gefin var út árið 1948, en þá
bók fékk ég í arf eftir föðurömmu
mína, móður þína.
Nú er ei annað eftir
en inna þakkar-mál
og hinztu kveðju kveðja
þig, kæra, hreina sál.
Þín ástarorðin góðu
og ástarverkin þín
í hlýjum hjörtum geymast,
þótt hverfir vorri sýn.
Hvíl í friði kæri frændi.
Kristjana Björnsdóttir
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
ÓLAFS Á. J. PÉTURSSONAR,
Giljum í Mýrdal,
sem lést miðvikudaginn 22. febrúar.
Sigrún B. Ólafsdóttir,
Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, Birna Kristín Pétursdóttir,
Þórir Auðunn Gunnarsson, Auðbjörg Helgadóttir,
Sigríður Margrét Gunnarsdóttir, Helgi Júníus Jóhannsson,
Sólrún Erla Gunnarsdóttir, Gylfi Viðar Guðmundsson
og barnabarnabörn.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför
INGÓLFS ÓLAFSSONAR
vélstjóra
frá Grænumýri,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu,
deild H-1.
Árný Valgerður Ingólfsdóttir, Kolbeinn Guðmundsson,
Sigríður Ingólfsdóttir,
Ólafía Ingibjörg Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.